Tíminn - 09.08.1994, Page 5

Tíminn - 09.08.1994, Page 5
Þriðjudagur 9. ágúst 1994 5 Guöni Agústsson: Islenski hesturinn sá og sigrabi íslenski hesturinn sá og sigr- aði hjörtu allra þeirra sem sóttu Landsmót hestamanna á Hellu í júlíbyrjun. Það er eng- um ofsögum sagt að skipulag og öll framkvæmd var til fyrir- myndar og líktist mótshaldið viðburði á heimsmaelikvarða. Ekkert mót haldið hér á landi kallar jafn marga erlenda gesti til landsins, talið er að þeir hafi verið um fjögur þúsund, eða álíka rriargir og allir íbúar Selfoss, svo dæmi sé tekið. Margt hefur verið skrifað og sagt fallegt um hestinn okkar á síðustu árum, svo sem að hann væri besti sendiherrann, tengiliður milli bóndans og þéttbýlisbúans o.s.frv. Því fólki fjölgar sem sækir lífsfyll- ingu og hreysti í samfélag við hesta og til feröalaga á hestum um byggðir og óbyggðir ís- lands. Heillandi atvinnuvegur Nýr og heillandi atvinnuveg- ur er stabreynd og hundruð manna um allt land hafa at- vinnu af að temja og rækta hesta og búgreinin gefur gjald- eyri ab auki og skapar ríkis- sjóði tekjur en ekki útgjöld. Einn hinna erlendu gesta á Hellu oröaði þab svo ab út- lendingarnir væru hingað komnir einsog múslimar til Mekka, enda horfbu þeir dol- fallnir á þau afrek sem íslensk- ir hestamenn sýndu gestum sínum á þessu landsmóti. Margir menn hafa áratugum saman lagt mikla vinnu í sitt starf og sína ræktun, þó er það einn maður öðrum fremur sem hefur stýrt þessari sigur- göngu: Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur á Laugarvatni. Það hefur ekki alltaf verið létt verk ab sam- eina kraftana og segja fyrir hvernig skyldi haga ræktunar- starfinu en verkið lofar nú meistara sinn. Hesturinn er fegurri og fjölhæfari en fyrr og samhliða því hefur reið- mennskan orðið að agaðri íþrótt eða list. Ný tækifæri Nú ber að staldra við og við- urkenna þennan árangur og ýmis ný tækifæri sem við blasa, hesturinn er nokurra þorska virbi. ísland verbur Mekka þessa snillings um aldir og þeim mun fleiri góða hesta sem vib seljum út beinast fleiri augu hingað. Við eigum greiða leiö að fólki um víða veröld. Það tekur þennan litla fjöl- hæfa hest framyfir önnur hrossakyn, því skiptir miklu að verja fé í markaðssetningu og stíga rétt skref hér heima og erlendis. Vib eigum frábæra hestamenn sem hafa gert hestamennskuna að atvinnu- vegi og kveikt þann neista sem ræður úrslitum um val á tóm- stundastarfi fólks. Rétt ákvör&un Enginn efast nú um að bygg- ing og staðsetning reiðhallar í Reykjavík var rétt ákvörðun. Bændaskólarnir hafa lagt VETTVANCUR stund á hestamennsku og er þab vel en spurning dagsins hlýtur að vera hvort ekki þarf að efla enn frekar námskeið og skólastarf um íslenska hest- inn. Þá ber að stofna reiðkenn- araskóla í hrossarækt, opinn öllu áhugafólki um allan heim svo og íslendingum. Hann gæti þessvegna verið á Hólum eða Hvanneyri, en væri hvort tveggja reiðskóli og háskóli í héstamennsku og hrossarækt. Reiöleiðir ísland býður uppá og hefur sannað sig sem útivistarland, fáir fara héðan jafn sælir og þeir sem farið hafa í lengri eða skemmri ferðir á hestum. Því verbur að hraða reiðvegagerð og friblýsa fornar reiðleiðir. Við megum ekki beina öllum hestaferðum á hálendið, í byggðinni eru jafngóðar og betri leiðir, séu þær tryggar, og eiga að tengjast ferðaþjónust- unni. Bændur verða að tryggja reiðleibir um heimalönd sín og ab þær séu vel merktar. Bændur og sveitarfélög eiga að koma enn frekar til móts við þessa þróun með skipulagn- ingu og þjónustu við ferða- menn á hestum, það þarf beit eða heygirðingarhólf, mat og gistingu. Svo vel hafa hrossa- bændur og ræktendur íslenska hestsins starfab á síðustu árum að möguleikarnir eru óþrjót- andi séu rétt skref stigin og kröftum og fjármagni beint í réttar áttir. Guðni Ágústsson, alþm. Selfossi Atvinnurekstur íslands Tómlæti Miðstöð fólks í atvinnuleit opnaði með pompi og prakt og auglýsingum. Dómkirkjan lánaði húsnæðið. Forstjóri var ráðinn og mikið var unnið í sjálfboðavinnu. 1. maí í fyrra vom veitingar í Miðbæjarskól- anum. Aðsókn var nokkur, enda mikib auglýst og fengnir voru fyrirlesarar sem drógu að. Minnisstæðastir eru Olafur landlæknir og Markús Örn, þáverandi borgarstjóri, sem heilsabi öllum með handa- bandi. En erfibleikar fóru ab segja til sín. Þeir sem voru atvinnu- lausir fjölmenntu ekki nægj- anlega, en ýmsir aðrir slædd- ust inn. Þeir voru ab leita að öðru en atvinnu. Miðstöbin var flutt í annað og miklu minna húsnæði hjá kirkjunni, en sumir prestar Dómkirkj- unnar koinu og töluðu við gestina. Nú var opið einn dag í viku í staðinn fyrir fimm áður og veitingar voru minni og fyrirlesarar hurfu. Hinsvegar var opnað í kirkjunni í Mjódd einn dag í viku. Þar voru hald- in námskeið fyrir atvinnu- lausa og tókst þab vel. Lesendur skrifa Um þetta leyti virtist Mið- stöðin vera orðin kross á baki kirkjunnar. Aðsókn í húsnæði Dómkirkjunnar minnkaði stöbugt og komu síðustu vik- urnar fimm til sjö manns. Kaa- ber hélt þó áfram að gefa kaff- ið og Björnsbakarí vínarbrauð- in. Dagblöðin gáfu nokkur eintök. Ekki ber ab kenna starfsmönnum um hvernig fór, hér er aðallega um að kenna tómlæti atvinnulausra sjálfra. Þegar allt kom til alls var eins og fáir væru atvinnu- lausir eða vildu ekki vibur- kenna það. Starfsmaður og for- stjóri hættu störfum og voru nýir ráðnir, en skömmu síðar lokaði Miðstöðin í húsnæbi Dómkirkjunnar. Það gerðist hljóðlaust og var ekki auglýst. Hún fór eins og Magnús í Bræðratungu, þegar hann var að fara á fylliríið: hvarf eins og þegar fuglar deyja. Eins og allt var í pottinn búið er tæplega hægt að lá Guð- mundi Einarssyni og Arnóri Þórðarsyni þó þeir yfirgæfu þetta sökkvandi skip. Hug- myndin var í sjálfu sér góð, en ekki reyndist unnt að fram- kvæma hana eins og til stóð. Vagninn reyndist of þungur til að hægt væri að ýta honum. Rétt er að geta þess að fyrir jól- in gaf Hjálparstofnun kirkj- unnar nokkub af mat og þáðu það margir með þökkum, þó sumum fyndist það of smátt og fer svo oft. Einnig fór hún af stab með úthlutun á notuö- um húsgögnum og var fyrst reynt að ganga úr skugga um að þau lentu í höndum þeirra sem með þyrftu. Kirkjan hafbi ráð á nokkru af kjöti og gaf þab — til Rússlands. Vonandi hefur þab ekki lent hjá mafí- unni. En íslenskir atvinnuleys- ingjar fengu ekki neitt. Atvinnuleysið verbur áfram, en Miðstöð fólks í atvinnuleit er á förum. Jafnvel kirkjan á erfitt meb að hjálpa þeim, sem ekki vilja hjálpa sér sjálfir. J.M.G. Fyrir nokkrum árum seldi þáver- andi samgönguráðherra eitt af fyrirtækjum ríkisins, sem út af fyr- ir sig er ekki í frásögur færandi. Fyrirtæki þab, sem ég á hér vib, var lengst af kallab Ferbaskrifstofa ríkisins, en síbar varb þab Ferba- skrifstofa íslands. Ég verb ab viburkenna, ab mikib kom þab mér á óvart þegar þab fylgdi fréttum af sölu þessari, ab fyrirtækib mætti áfram bera nafn- ib Ferbaskrifstofa íslands, því ég mundi ekki betur en mér hefbi verib kennt þab í lagadeildinni á sínum tíma, ab stjórnvöld hefbu einmitt tekib fyrir slíkar nafngiftir fyrirtækja. Þess vegna þurftu menn ab nota nafn landsins í formi lýsingarorbs, ef þeir á ann- ab borb vildu hafa þab í firma sínu. Þannig hefbi til dæmis mátt nefna fyrirtæki íslenska ferbaskrif- stofan án þess ab athugasemd yrbi gerb. Ekki veit ég hvort þjóbernis- kennd rábamanna og embættis- manna er eitthvab minni nú en fyrir fáum áratugum, eba hvort almennt sinnuleysi ræbur orbib ferbinni hjá hinu opinbera, sem ab sjálfsögbu á ab gæta þess ab öllu réttlæti sé fullnægt. Þab er ekki víst ab lesendur mfnir hafi veitt því athygli sem ég er hér um ab fjalla. Þab er því rétt ab nefna nokkur dæmi: Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Finnst mönnum ab þab skuli eiga ab vera óátalib ab skíra fyrir- tæki nöfnum eins og Caljabuxna- sala íslands, Billjardstofa íslands, Pylsubar íslands, Söluturn íslands, Bílapartasala íslands og þar fram eftir götunum? Hib sama á vib um nafn höfub- borgarinnar og annarra sveitarfé- laga. Á því er farib ab bera ab nöfnin séu notub af einkafyrir- tækjum og enginn virbist gera at- hugasemd vib þab. Ég er viss um ab ég er ekki sá eini sem er ósáttur vib ab nafn landsins sé haft vib þann hégóma sem oft fylgir rekstri einkafyrir- tækja þessara. Eba gætum vib ef til vill átt von á ab á laggirnar yrbi sett fyrirtæki undir nafninu Fjármálastofnun ís- lands, þab hefbi stórkostleg al- þjóbleg umsvif undir þessu góba nafni, en færi svo á hausinn allri þjóbinni til hneisu?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.