Tíminn - 09.08.1994, Qupperneq 8

Tíminn - 09.08.1994, Qupperneq 8
8 Þribjudagur 9. ágúst 1994 Gífurleg fjöldamorö uröu í Indlandi samfara skiptingu þess er Bretar létu þar af völdum. Breskur sagnfrœöingur telur aö Mountbatten lávaröur, síöasti varakonungur Bretaveldis þar, beri í því sambandi þunga ábyrgö: Dýrkeypt- ur flýtir Mountbattenhjónin og Nehru: allnáin vinátta. Nehru og dóttursonur hans, Rajiv, síbar forsætisrábherra Indlands: per- sónutöfrar. Yfirleitt hefur verið haft fyrir satt ab skilnaður Bretlands viö Indlands- veldi þess hafi verið því til sóma. Þeim skilnabi, eða rétt- ara sagt skiptingu Indlands- veldis í Indland og Pakistan, fylgdu átök milli hindúa og Síka annarsvegar og múslíma hinsvegar meb gífurlegum manndrápum og fólksflótta. En yfirleitt hefur verið út frá því gengið að við því hafi Bret- ar lítið getað gert. Breskur sagnfræðingur, Andrew Roberts, sem hefur verið að rifja upp þetta og fleira úr sögu Bretlands á fimmta og sjötta áratugi, er um þetta á nokkuð öðru máli. Og í því sambandi gerir hann Mountbatten lávarð, síðasta varakonung Bretaveldis yfir Indlandi, að syndahafri. Maður hraðans Mountbatten hefur annars haft á sér heldur gott orð í sög- unni. Sem hershöfðingi var hann ekkert afbragð, en hríf- andi glæsimenni sem átti auð- velt með að ná trausti her- manna sinna og annarra. Ekki spillti það fyrir frama hans að hann var skyldur konungsfjöl- skyldunni. „Hann var fríður sýnum, hríf- andi, hugrakkur og konung- legur. Hann minnti marga á fyrirferðarmiklar hetjurnar í kvikmyndum vinar síns, Dou- glas Fairbanks Jr. Þar af leiddi ab honum voru fengin verk- efni, sem fjarri fór að hann réði við, og alltaf urðu afleið- ingarnar skelfilegar," skrifar Roberts. Hið síðasta af mikilvægum verkefnum Mountbattens var að sjá til þess fyrir Bretlands hönd að skilnaður þess og Ind- lands færi skipulega fram. Mikilvægasti libur þess verk- efnis var að reyna að sætta hindúa og múslíma. Mount- batten, sem tók vib stjórn í Indlandi í mars 1947, virðist hafa hugsaö sér að koma þessu sem fyrst af. Hann var hraðans maður, eins og sást á aksturs- máta hans, og kann þar ab auki ab hafa — með hliðsjón af virðingu Bretlands og eigin frama — metið málin svo að best væri fyrir Breta ab koma ábyrgðinni á þeim gífurlegu vandamálum, er ljóst var að fylgja myndu sjálfstæbinu og sérstaklega skiptingunni, sem fyrst af sér og á herðar ind- verskra leibtoga. í þessum tilgangi fékk Mount- batten samþykkt ab valdatíð Bretlands í Indlandi skyldi ljúka formlega 1. júlí 1948. Þar með var ákveðið að valdatil- færslan frá breskum stjórn- og yfirvöldum til indverskra skyldi fara fram á 16 mánuð- um. Roberts telur ab sá tími hafi verið alltof stuttur til að sú yfirfærsla gæti farið skipulega BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON fram. Þar að auki var í upphafi þess tímabils enn ekki fullljóst hvort Indlandsveldi yrbi áfram ein ríkisheild eða skipt milli hindúa og múslíma. Yrði fyrri kosturinn tekinn, var nokk- urnveginn Ijóst ab Þjóbþings- flokkurinn undir forustu Jawa- harlals Nehru, sem hindúar studdu, fengi völdin yfir öllu Indlandi. Vitandi um hinn stutta frest til sjálfstæðisins fóru múslímar, Síkar, furstar, stéttleysingjar o.fl., sem ekki treystu Þjóbþingsflokknum fullkomlega, í óðaönn að reyna að styrkja stöðu sína fyr- ir umskiptin. Það jók ólgu og hættu á ofbeldi. Sjálfstæði flýtt Og ekki nóg með þab, í júní- byrjun 1947 tilkynnti Mount- batten að sjálfstæðinu yrði flýtt og skyldi valdaafhending Breta nú fara fram 14. ágúst sama ár. Þá hafði skiptingin í Indland og Pakistan verið ákveöin. Hún var í raun illframkvæm- anleg sökum þess að víöast bjuggu hindúar og múslímar hverjir innan um aðra. Eftir- tektarvert er að Mountbatten tilkynnti ekki hvar landamær- in milli ríkjanna nýju yrðu fýrr en Bretar höfðu afhent stjórnvöldum þeirra völdin. Vera má að Mountbatten hafi talið útilokab ab skiptingin gengi óskapalaust fyrir sig og hafi því kosið aö láta stjórnir nýju ríkjanna hafa höfubverk- inn af afleiðingum hennar. Roberts telur hinsvegar, og stybst í því vib ýmsa Breta sem þekktu vel til í Indlandi, að ákvörðunin um að flýta sjálf- stæbinu og drátturinn á að til- kynna nýju landamærin hafi valdið ofbobi sem hafi verið drýgsta ástæðan til fjölda- morðanririá. síbari hlúta árs 1947. Tíminn til að ganga skipulega frá nýju landamær- unum, sem margir voru sár- óánægðir meb, hafi verið allt- of stuttur og fjöldi fólks á um- deildum svæðum, einkum í Punjab, hafi þegar það frétti um nýju landamærin lagt á flótta til að lenda ekki í „röngu" ríki. „Þab mesta andlegt" Mountbatten hélt því fram að „aðeins" um 100.000 manns hefðu látib Iífið í fjöldamorð- unum sem fylgdu sjálfstæðinu og skiptingunni, en annarra mál er að um milljón manns hafi þá verið drepnir — líklega álíka margir og allt breska heimsveldið missti í heims- styrjöldinni síðari. Eitt enn sem Roberts heldur fram er að Mountbatten hafi dregið taum hindúa og er svo ab sjá að sumir samstarfs- manna varakonungsins hafi verið honum sammála um það. Það hafi Mountbatten gert sumpart vegna þess að hindúar voru sterkasti aðilinn í Indlandi og þar að auki fór vel á með þeim Nehru, sem var af hindúískri hástétt og al- inn upp við enska menningu. Má vera ab Mountbatten hafi þóst sjá í honum aristókrat hliðstæðan sjálfum sér. Á þessari örlagatíð gekk þab fjöllunum hærra meðal heldra fólks í Delhi að allnáin vinátta væri með Nehru og Edwinu, eiginkonu Mountbattens, sem Roberts hefur greinilega ekki háar hugmyndir um. Vara- konungurinn hefur áreiðan- lega vitað um þetta, en virðist hafa látið sér standa á sama. Sumra mál er að þetta sam- band hafi aðeins verið plat- ónskt. Löngu síðar sagði Ed- wina manni sínum að „það mesta af því" hefði verið „and- Iegt." Roberts telur að Nehru, sem var ríkulega gæddur persónu- töfrum, hafi stigið í vænginn við Edwinu beinlínis í þeim tilgangi að hafa upp úr henni upplýsingar um fyrirætlanir manns hennar og ráðagerðir hans og annarra breskra ráða- manna, svo og að hafa áhrif á þá gegnum hana. Hvað sem til er í því, er víst að forustumenn múslíma vissu um þetta sam- band. Roberts telur að sú vitn- eskja hafi sannfært Moham- med Jinnah, helsta leibtoga þeirra, um að Mountbatten- hjónin drægju taum hindúa. Hafi sú sannfæring átt sinn þátt í magna fjandskap og tor- tryggni múslíma í garð hindúa. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.