Tíminn - 09.08.1994, Síða 16
Ve&rið í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburland til Breibafjarbar og Subvesturmib til Breibafjarb-
armiba: Vaxandi sunnan og subvestan átt og rigning síbdegis.
Strandir og Norburland vestra, Norburland eystra, Norvestur-
mib og Norbausturmib: Hægari subvestan og neldur bjartara í
nótt.
• Austurland ab Glettinqi, Austfirbir, Austurmib og Aust-
fjarbamib: Sunnan og subvestan gola eba kaldi. Létts'kýjab.
Þriöjudagur 9. ágúst 1994
• Vestfirbir og Vestfjarbamib: Sunnan og subvestan stinnings-
kaldi og rigning síbdegis.
• Subausturland og Subausturmib: Subvestan og vestan kaldi
og léttskýjab austan til en skýjab á mibum vestan til.
Útgerö Hágangs 2 var gert aö leggja fram 2,2 milljóna króna tryggingafé.
Togarinn á heimleiö:
Norömenn treystu sér ekki
að kæra fyrir fiskveiðibrot
Réttarsta&a Norömanna á
Svalbaröasvæöinu viröist
ekki vera meiri en svo aö
þeir treystu sér ekki til aö
kæra Hágang 2 fyrir ólögleg-
ar fiskveiöar á svæöinu. Viö-
búiö er aö þessi afstaöa
Norömanna muni gera þaö
aö verkum aö útgeröarmenn
muni í vaxandi mæli senda
skip sín til veiöa þar nyröra.
Reynir Árnason, útgerðar-
stjóri Hágangs 2, segir að
norski saksóknarinn hefði í
fyrstunni færst undan að svara
því hvort skipstjóri togarans
yrði kærður fyrir ólöglegar
veiðar. Hann hefði hinsvegar
hætt við það eftir að hafa ráð-
fært sig við sérfræðinga norska
ríkisins í hafréttarmálum.
Reynir segir að þessi afstaða
Norðmanna sé afar merkileg
og hún vekji upp spurningar
um réttmæti aðgerða norsku
strandgæslunnar gegn skipum
á Svalbarðasvæðinu, svo ekki
sé meira sagt. Hann segir að
aðgerðum Norðmanna hafi
strax verið mótmælt, enda
hafi menn aldrei viðurkennt
yfirráð Norðmanna á svæð-
inu. Aðspurður hvort útgerðin
muni fara í mál við norska rík-
ið vegna atburðarins og þess
tjóns sem útgerðin hefur orbið
fyrir, sagbist hann ekki geta
svarað á þessu stigi málsins.
Löngum og ströngum yfir-
heyrslum yfir skipstjóra, stýri-
manni og tveimur öðrum
skipverjum lauk í gær og verð-
ur réttað í máli stýrimannsins
vegna meints skotárásar á
norska sjóliða í byrjun næsta
mánaöar. Útgerð skipsins var
hinsvegar gert að greiða 2,2
milljónir króna í tryggingafé.
Reynir sagbi í gær að togarinn
mundi leggja úr höfn strax þá
um kvöldið og halda til Is-
lands til viðgerða. Eins og
kunnugt er komu göt á skipið
eftir fallbyssukúlur Norb-
manna, auk þess sem þær ollu
öðrum skemmdum um borð.
Reynir segir að afstaða ís-
lenskra stjórnvalda og þá eink-
um sjávarútvegsráðherra hafi
verið forkastanleg í þessu
máli. Hann sagbi að það hefbi
veriö með ólíkindum af ráð-
herra að hafa trúað frásögnum
Norðmanna þess efnis að ís-
lenskir sjómenn hefðu skotið
að norskum sjóliðum og stefnt
lífi þeirra í hættu.
Útgerðarstjórinn segir ab það
hafi einnig verið alveg með
ólíkindum ab ráðherrann
skyldi hafa réttlætt það að
Norðmenn skutu á Hágang 2
og þannig stofnað lífi ís-
lenskra sjómanna í hættu.
Þegar Hágangur 2 var tekinn
og færður til hafnar var hann
búinn ab vera á veiðum í
norðurhöfum í hálfan mánuð
og nam aflinn um 100 tonn-
um af verkuðum saltfiski. Það
samsvarar um 200 tonnum af
þorski upp úr sjó.
Björn Bjarnason, for-
maöur utanríkismála-
nefndar, dregur túlkun
ráöuneytisins í efa:
Máliö snýst
ekki um
Jakob
Fram hefur komið yfirlýsing frá
utanríkisráðuneytinu ab Jakob
Frímann Magnússon sé dipló-
mat og uppfylli skilyröi um að
vera forstöðumaður íslenska
sendiráðsins í London.
Tíminn hafði samband viö
Björn Bjarnason, formann ut-
anríkismálanefndar, og spurði
hvort þessi niðurstaða ráðu-
neytisins breytti einhverju um
hans afstöðu.
„Mitt mál hefur ekki snúist um
Jakob Frímann Magnússon
heldur hefur það snúist um það
aö ég tel það vera óþarfa að vera
meb þessa leikfléttu, eins og ég
hef orðab það, í sendiráðinu í
London. Þetta breytir engu fyrir
mig og ég leyfi mér að draga
þessa túlkun ráðuneytisins í
efa," segir Björn Bjarnason. ■
Fundur forsœtisráöherra og Halldórs Ásgrímssonar:
Halldór Asgrímsson, formaö-
ur Framsóknarflokksins,
sagbi aö ekkert nýtt heföi
komiö fram hvaö varöar
haustkosningar á fundi sín-
um meö forsætisráöherra.
Þaö séu greinilega skiptar
skoöanir milli stjórnarflokk-
anna og hann telji því aö lík-
urnar á kosningum hafi
minnkaö.
„Það kom ekkert nýtt fram í
þessu samtali okkar að því er
varðar haustkosningar. Það eru
greinilega skiptar skobanir
milli flokkana um málið og sá
ágreiningur hefur ekki verið
geröur upp, þannig að ég tel ab
líkurnar á haustkosningum
hafi minnkað. Ég vil hinsvegar
fá kosningar en tel eðlilegt ab
fjárlagafrumvarpið verði lagt
fram fyrst, en ég geri mér ekki
grein fyrir því hvað það tekur
langan tíma," segir Halldór Ás-
grímsson.
Halldór sagði að forsætisráð-
herra hefði ekki svarað
þeirri kröfu Framsóknarflokks-
ins ákvebið. Halldór ítrekabi
nauðsyn þess ab uppýsingar
um ástand og horfur í efna-
hagsmálum lægju fyrir áður en
gengið yrði til kosninga.
En getur Halldór svarað því
hvers vegna hann, sem fulltrúi
stærsta stjórnarandstöðu-
flokksins, var ekki kallaður
fyrst til fundar við forsætisráð-
herra, heldur Ólafur Ragnar
Grímsson. Er þetta táknræn að-
gerð forsætisráðherra vib að
gefa í skyn hvern hann komi
fyrst til með að hafa samband
við, vib myndun nýrrar ríkis-
stjórnar eftir kosningar?
„Ég geri mér nú enga grein
fyrir því, ég hef ekkert velt því
fyrir mér. Þab getur þess vegna
verið spurning um það í hvern
nábist fyrst, ég veit ekkert um
þab. Það getur vel verið ab ein-
hverjir aðrir gefi því einhverja
merkingu, en ég átta mig ekki á
því," sagbi Halldór Ásgrímsson
ab lokum. ■
Davíb Oddsson smeygir sér út úr stjórnarrábinu ígœrá meban fréttamenn spyrja jónu Valgerbi Kristjánsdóttur um
fund hennar meb forsœtisrábherra.
Stjórnarandstaöan og Alþýöuflokkurinn blása á þá röksemd aö
framkvœmd kosninga sé betri í haust en í apríl:
Líkur á kosningum minnka
Davíö Oddsson forsætisráö-
herra sagöi í gær eftir fundi
meö Jóni Baldvini og stjórn-
arandstööunni, aö líkurnar á
haustkosningum heföu
minnkaö verulega.
Sú eindregna afstaða Alþýðu-
flokksins gegn haustkosnsning-
um vegur þungt, en Davíð hef-
ur áður sagt ab hann muni ekki
boða til kosninga gegn ein-
dregnum vilja Alþýðuflokksins.
Einnig kemur til að stjórnar-
andstaða hefur blásið á þær
röksemdir Davíðs, að fram-
kvæmd kosninga í apríl yrði
Verkamannafélagiö Hlíf í Hafnarfiröi.
Engum dyrum lokað
erfið. Það er því ljóst að líkurn-
ar á haustkosningum hafa
minnkað en endanleg ákvörð-
un liggur ekki fyrir fyrr en á
næstu dögum. ■
BEINN SIMI
AFGREIÐSLU
TIMANS ER
631*631
„Burtséö frá skoöunum okkar
á einstökum mönnum þá vilj-
um viö fá aö heyra hver tón-
inn sé hjá hinum ýmsu verka-
lýbsfélögum og fá þab fram
hvaö heildarsamtökin ætli
sér. Vib lokum engum dyrum
og síst af öllu fyrirfram," seg-
ir Siguröur T. Sigurösson, for-
maöur Verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfirbi.
Hjá Verkamannafélaginu Hlíf
hefur ekki verið tekin afstaða
til þess hvort farið verður í sam-
flot meb ASÍ eða ekki í kom-
andi viðræbum abila vinnu-
markaðarins um nýjan kjara-
samning. Eins og kunnugt er
þá hefur formabur Dagsbrúnar
þegar lýst yfir þeirri skoðun
sinni ab næstu kjarasamningar
félagsins verbi ekki gerðir undir
leiðsögn og forystu ASÍ.
Formaður Hlífar segir hinsveg-
ar ab róttækar aðgerðir þurfi til
ab rétta vib hlut lágtekjufólks-
ins og segist vera mjög
óánægður með þá launaþróun
sem átt hefur sér stað á þjóðar-
sáttartímanum. Hann segir ab á
þeim tíma hafi laun ýmissa
tekjuhærri hópa hækkab tölu-
vert á sama tíma og láglauna-
fólkið hefur ekki fengið neinar
leiðréttingar á sínum kjörum.
Þá gangi það ekki upp ab skuld-
ir fólks skuli hækka í sífellu
vegna vísitöluhækkana án þess
að nokkrar bætur komi í stab-
inn ■
Augljóslega óuppgerb-
ur ágreiningur hjá
stj órnarflokkunum