Tíminn - 26.08.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.08.1994, Blaðsíða 8
8 &ÍMWU Föstudagur 26. ágúst 1994 Fleygt fyrir borb Aþena, Reuter Grískur dómstóll dæmdi í gær hollenskan skipstjóra í þriggja ára fangelsi fyrir aó' fleygja tveimur laumufarþegum 4rá Rúanda fyrir borð. Grískur fislu- x mabur bjargaði Rúandamönn- um en þeir flúðu heimaland sitt fyrir fimm mánuðum. Skipstjórinn, sem er aöeins 29 ára gamall, sagði þetta stærstu mistök lífs síns en hann hefði ekki látið útgerbina vita af mönnunum og því hefði hann óttast afleiöingarnar ef hann hefbi leyft þeim ab koma með til hafnar. ■ Vígt vatn á boðstólum Þab hljómar eins og um helgi- spjöll sé að ræða en bráblega verður hægt að kaupa vígt vatn. Og það meira segja frá Rúss- landi. Fyrirtækið Heilagt öl- kelduva-tn var stofnað fyrir tveimur árum þegar bandaríski athafnamaðurinn John King hitti fyrir tilviljun Aleksander biskup rússnesku hreintrúar- kirkjunnar í lýbveldinu Kostr- oma í Mið-Rússlandi. Annar þeirra var í leit ab viðskipta- tækifærum; hinn vantaði fé til að gera vib kirkjur. King eyddi hálfu ári í að ferðast um lýb- veldið þvert og endilangt í fylgd með bandarískum vatna- fræðingum 'og rússneskum prestum í leit að hentugu vatni. Lind í grend við klaustur eitt varð fyrir valinu. Vatnið, sem þegar hafði verið vígt af Aleksy II. æðstabiskupi kirkjunnar (vatniö hefur þegar náb tölu- verðum vinsældum í Rúss- landi), verbur á boöstólum í Bandaríkjunum í haust fyrir um það bil 130 íslenskar krón- ur, einn og hálfur lítri. Flaskan hefur aö auki næpulag rúss- neskrar húsagerðar. „Þetta eru ekki viðskipti byggb á trú," seg- ir King en hann deilir ágóðan- um með kirkjunni í Kostroma. „Vatninu er ætlað ab keppa við þab besta á markaðnum." Þrátt fyrir trúleysi Kings er kirkjan vel sátt. Það sést best á því ab Aleksander hefur verið gerbur ab erkibiskupi. Mannskabavebimorguna,ióik oð störfum eftir ab fellibylurinn Fred œddi yfir austurhérub Kína á mibvikudag- inn. Vitab er ab minnsta kosti 1000 manns hafa látib lífib í veburofsanum. Tvœr milljónir manna eru innikróabar vegna flóba sem urbu í kjölfar fellibylsins. 560.000 manns hafa verib fluttir af hœttusvœbunum. Norbur-Irland vinsælt með- al erlendra fyrirtækja Belfast, Reuter Fréttir og fréttamyndir af leyni- skyttum, sundursprengdum bíl- um og rúbulausum húsum hafa síðustu ár og áratugi verið sú mynd sem erlend fyrirtæki hafa fengið af lífinu á Norður-ír- landi. Það þætti því ekki undar- legt þó að þau sæktu ekki í ab setja upp starfsemi í þessum stríðshrjáða landshluta. Á allra síöustu árum hefur þó sú þróun orðið að fyrirtæki allt frá Hiroshima til New York hafa í æ ríkari mæli komib sér fyrir á Norður-írlandi þegar þau velja stað fyrir Evrópuútibú rekstrar- ins. Það er Þróunarstofnun Norbur- írlands sem hefur forgöngu um að koma nýlendunni á mögu- leikakort erlendra fyrirtækja. Á síðasta ári urbu þannig til 2.309 heilsdagsstörf og 13 erlend fyr- irtæki hófu starfsemi sína á Norður-írlandi. Þetta er tölu- verð aukning frá árinu áður sem þó var metár. Þróunarstofnuninni var komiö á laggirnar árið 1982 og hefur síðan unnið sleitulaust að því ab sannfæra stjórnendur erlendra fyrirtækja að styrjöldin í land- Gro Harlem Brundtland, for- sætisrábherra Noregs, ítrekaði í gær ab ríkisstjórn landsins ætlaði að vinna að því að koma Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og núverandi sátta- semjara í fyrrverandi lýðveld- um Júgóslavíu, í stól fram- inu gerði það ekki að lakari kosti en önnur Evrópulönd. Stofnun- in er meb útibú í Tókíó, Seoul, Taipei, Chicago, Los Angeles og San Jose. Útlendingarnir hafa sannfærst um að þrátt fyrir allt sé ástandið ekki sem verst á Norður-írlandi, kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins. Norska blabib Aftenposten vitnar í ummæli Brundtland þar sem hún segir ab NATO hafi skipt Noreg verulegu máli frá stofnun bandalagsins 1949 og nánari samvinna NATÓ og Evrópusambandsins geri það ofbeldið sé einangrað fyrirbæri. Launin eru um 10% lægri en í Bretlandi og menntun er með því besta sem þekkist í Evrópu. Starfsfólk sýnir atvinnurekend- um tryggð og stöðugleikinn er mun meiri en í löndum Subur- Evrópu. ■ enn mikilvægara ab Stolten- berg verði framkvæmdastjóri bandalagsins. Norski forsætisráðherrann vildi ekki tjá sig um' það hvernig unnið yrði að málinu en bætti því við að ríkisstjórn- in færi meb málið eftir hefð- bundnum leiðum. ■ Norska stjórnin ítrekar stubning vib Stoltenberg: j Barist fyrir NATO-stóI Ekkert lát á flóttafólki frá Kúbu Washington, Havana, Reuter Reiknað er með að flótta- mannastraumurinn frá Kúbu haldi áfram eftir að Bandaríkja- stjórn hafnaði viðræðum vib ríkisstjórn Kúbu um lausn máls- ins. Fiedel Castro, forseti Kúbu, viðurkenndi í gær að yfirvöld skiptu sér ekki af því þótt fólk reyndi flótta enda gætu þau lít- ið gert til að hindra flóttann. í nærri þriggja klukkustunda langri ræðu sem ríkissjónvarpið á Kúbu sjónvarpaði sagbi Castro að orsök bágs efnahags eyjunn- ar mætti rekja til viðskipta- banns Bandaríkjanna sem sett var á fyrir áratugum síðan. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.