Tíminn - 31.08.1994, Síða 3

Tíminn - 31.08.1994, Síða 3
Mi&vikudagur 31. ágúst 1994 3 Tilboö í Hvalfjaröargöngin opnuö. Stjórnar- formaöur Spalar: Líklegt að gongin verði gerð Þrjú tilbob bárust í gerb jarö- ganga undir Hvalfjörö en þau voru opnuö á stjórnarfundi Spalar á Akranesi í gær. Gylfi Þóröarson, stjórnarformaöur Spalar, sagöist eftir opnun til- boöanna telja líklegt aö göng- in yröu aö veruleika. Tilboðin voru frá: Hagvirki/ Kletti hf., NCC International A/B og EEG Henrikssen Anlegg A/S upp á samtals 3,750 millj- arða. ístaki, E. Phil & Son og Skanska upp á 2,805 milljarða og Nortaki sf., sem er Krafttak og NOCON, upp á 2,750 millj- aröa. Áætlun verktaka er tæp- lega 3,3 milljarðar. Tilboð Nor- taks er fráviks tilboð, þ.e. ekki að öllu leyti í samræmi við út- boðsgögn. Inn í það tilboð vant- Útför Eiríks Kristóferssonar skipherra var gerb frá Hallgríms- kirkju í gœr. Fjölmenni var vib at- höfnina en hér sést hvar yfirmenn hjá Landhelgisgœslunni bera kist- una úr kirkju. Utförin var á vegum ríkisstjórnarinnar. ar fjármagnskostnað og segir Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar, að trúlega sé sömu sögu að segja af tilboði ístaks. Helstu forsendur útboðsins voru m.a. að göngin skuli vera 5,8 km löng með tveimur ak- reinum auk klifurakreinar að norðanverðu. Göngin verði lýst upp með natrium ljósum með 25 metra millibili og loftræst með 40 viftupörum. í botni ganganna skal vera þró sem geti rúmað 2ja sólarhringa leka og meb 500 metra millibili er gert ráð fyrir neyðarsíma og sjúkra- kassa við útskot í göngum. Slökkvitæki skulu vera með 250 metra millibili. Þá er gert ráð fyrir að sett verði útvarps-, far- síma- og talstöbvaloftnet í göngin og umferöaljós sem stöðvi umferð í göngunum ef vegurinn teppist t.d. vegna ákeyrslu. Gylfi Þórðarson segir að næstu tvær til þrjár vikurnar muni vinnuhópur skoða tilboðin og samræma þau og býst hann við að niðurstaða hans muni liggja fyrir um 20. september. ■ Áhugasamir íslendingar kynna sér sértilbob Flugleiba á söluskrifstofunni í Hótel Esju í gœr. Tímamynd cs Lœgsta verö til Bandaríkjanna á sértilboöi Flugleiöa í haust kynnt: Biðrabir við söluskrifstofur í fyrradag settu Flugleiðir á markaö sértilboö á feröum til Baltimore, sem gefur þeim, sem feröast á þessari leiö vest- ur um haf fram til 9. septem- ber, færi á fargjaldi sem er frá 21.200 kr. ef tveir og tveir feröast saman. Þetta eru sennilega ódýrustu ferðir til Bandaríkjanna frá upphafi. Áhugi íslendinga á tilboðinu er greinilega mikill og hafa símar í söludeild hringt látlaust frá kl. átta í gærmorgun. Þegar starfs- fólk söluskrifstofunnar að Hótel Esju opnaði skrifstofuna í gær hafði þegar myndast töluverö röb fyrir utan. Rétt fyrir kl. 10 höfðu.230 manns verið bókaðir á sértilboðinu. Ekki aukin útgjöld á fjárlögum á milli ára: Þeir sem eyddu mest þurfa að skera nibur Vinnu viö útgjaldahliö fjár- laga var aö mestu lokið á ríkis- stjórnarfundi í gær. Tekiö er miö af fjárlögum yfirstand- andi árs og þau rábuneyti sem fara verulega yfir á þessu ári verba aö sýna fram á mestan sparnaö á því næsta. Ríkis- sjóöshallinn á aö vera talsvert undir 9 milljöröum. Útgjöld ríkisins á þessu ári verða talsvert hærri en gert var ráð fyrir á fjárlögum. í fjárlaga- vinnunni fyrir næsta ár var gert ráð fyrir að ná niður útgjöldun- um þannig að þau verði lægri á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Það þýðir að sögn fjármálaráðherra, að þau ráöuneyti sem fara veru- lega yfir á þessu ári verða að skera niður talsvert af útgjöld- unum vegna þess að þau útgjöld sem fóru framyfir á þessu ári munu einnig gera það á því næsta, verði ekki gripið til sér- stakra aðgeröa. „Við stefnum að tveimur meg- inmarkmibum," sagði Friðrik Sophusson. „Annars vegar að útgjöldin hækki á milli ára, þ.e.a.s. á milli frumvarps og fjár- laga. Hins vegar að draga úr hallanum og taka þannig fyrsta skrefið í átt til þess að ná hon- um algerlega niður, þannig að halinn verði talsvert undir 9 milljörðum króna, en í fjárlög- um yfirstandandi árs er hallinn 9,6 milljaröar." Tekjuhlið fjárlaga verður tekin fyrir á næsta fundi ríkisstjórnar- innar, en að sögn fjármálaráð- herra er þar nánast eingöngu um reiknivinnu að ræða. Málefni 4.500 fjölskyldna til meöferöar hjá Félagsmálastofnun í fyrra: Um 11. hver borgarbúi á vegum Félagsmálastofnunar í fyrra Hátt í 9 þúsund Reykvíkingar, eba nær 11. hver borgarbúi, var í hópi skjólstæöinga Fé- lagsmálastofnunar Reykjavík- ur í fyrra. Liöurinn „fjárhags- abstoö" hækkaöi um 52% frá árinu áöur, í um 530 milljónir króna, eba tæpan þribjung af heildarútgjöldum stofnunar- innar. Málafjöldi hjá Félagsmálastofn- un óx um 38% milli ára. Hlut- fallslega fjölgaði barnlausum hjónum/sambýlisfólki mest (57%). i beinum tölum fjölgaði einhleypingum langmest, eða um 760 manns, úr 1.580 í 2.345, sem er 48% fjölgun. Einhleyp- ingar undir verndarvæng Félags- málastofnunar em þannig tvö- falt fleiri en einstæöir foreldrar, en þeim fjölgaði um 20% milli 1992 og 1993. Einstæöir foreldr- ar sem leita til fjölskyldudeildar voru um 1.170 í fyrra, en það er 31% af öllum einstæöum for- eldmm í borginni. Allar þessar tölur em fengnar úr ársskýrslu Félagsmálastofnunar fyrir árið 1993. Unnið var aö rúmlega 4.500 málum á vegum stofnun- arinnar á árinu. Ef reiknaöur er fjöldi einstaklinga sem stendur að baki þessum málafjölda em þeir sagðir a.m.k. um 7.900, auk þess sem upplýsingar um fjöl- skyldustærð vanti í nær 50 mál- um. Þá er málafjöldi unglinga- deildar enn ótalinn. „Vitað er ab einstaklingsfjöldi í unglinga- deild er nærri tölunni 1.000. An unglingadeildar er einstaklinga- fjöldinn sem kemur við sögu hjá F.R. 7,7% af íbúafjölda borgar- innar. Að unglingadeild meðtal- inni fer þetta hlutfall í 8,6%," segir í skýrslunni. Málefni barnafjölskyldna eru ekki langt yfir þribjung af mála- fjölda Félagsmálastofnunar. Auk 1.170 einstæðra foreldra (með samtals rúmlega 1.700 börn) em 640 hjón/sambýlisfólk með börn (um 1.100 börn) meðal skjólstæðinga. í þeim hópi fjölg- aði um 35% frá árinu áður, eða miklu meira en einstæðum for- eldrum fjölgaði á sama tíma. En þegar litið er til þess að hátt í 60% borgarbúa eru hjón eða sambúðarfólk og börn þeirra, er alveg ljóst að hlutfall skjólstæð- inga Félagsmálastofnunar er mjög lágt í þessum hópi. Megin- hluti þeirra sem eru undir verndarvæng stofnunarinnar tilheyrir hinum 40% borgar- anna; þ.e. fjölskyldum ein- stæöra foreldra og öðrum ein- hleypum og fráskildum. . ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.