Tíminn - 14.09.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.09.1994, Blaðsíða 4
4 ’BCTltttflHMfíllf Mibvikudagur 14. september 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti.. Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Breytingar í sam- göngukerfinu Allan síöasta áratug hafa staðið yfir miklar vegaframkvæmdir í landinu. Bundin slitlög hafa lengst á ári hverju um 150-300 kílómetra og nú er svo komið að endar hafa náðst sam- an milli Norður- og Suðurlands. Enn skortir samt mikið á að Þjóðvegur númer eitt, hring- vegurinn um landið, sé lagður bundnu slit- lagi; og þegar rætt er um hringvegi má ekki gleyma hringveginum á Vestfjörðum, en þar er langt í land að bærilegur vegur sé kominn, en einkum á það við á sunnanverðum Vest- fjörðum. Það skiptist því í tvö horn í vegakerfi lands- manna og þeir kaflar, sem eru óuppbyggðir, verða því óbærilegri eftir því sem árin líða og annað vegakerfi verður betra. Vegakerfið skiptist í vel merktar brautir með slitlagi og endurskinsmerkjum, og holótta malarvegi sem eru hættulegir þeim sem lítið hafa farið út af vegum með bundnu slitlagi, en þeir verða stöðugt fleiri. íslendingar hafa verið ósammála um margt og deilt um réttmæti einstakra framkvæmda. Það hefur hins vegar verið sátt um það meðal þjóðarinnar að það sé verkefni hennar allrar að byggja upp vegakerfi landsins. Miklu frem- ur hefur verið deilt á það, að ríkið skili ekki öllum tekjustofnum til vegagerðar sem þang- að eiga að fara. Nú undanfarin ár hefur verið sett fjármagn í átak til framkvæmda í vegagerð. Þetta fjár- magn á að endurgreiða á næstu árum. Því er áríðandi að jafnframt verði ekki dregið úr framkvæmdafé til vegagerðar þar sem þörfin kallar á að ljúka verkefnum. Því verkefni að byggja upp meginsamgöngukerfi landsmanna er hvergi nærri lokið, þótt sá áfangi hafi náðst að byggja upp veginn frá Reykjavík til Akur- eyrar. Það er góður áfangi og fagnaðarefni, en áfram verður að halda. Með batnandi vegakerfi hefur sú meginbreyt- ing orðið að þungaflutningar hafa færst yfir á vegina í auknum mæli. Viðkomur skipa á höfnum landsins hafa breyst og vörum er ek- ið á milli staða í auknum mæli. Þetta kallar á það að vondum köflum í vegakerfinu sé lokið. Úrbætur í vegakerfi höfuðborgarsvæðisins eru brýnar, vegna mikillar umferðar. Hins veg- ar verður að nást sátt um að leysa þau mál án þess að lama framkvæmdir í vegagerð út á landsbyggðinni með niðurskurði, endur- greiðslu lána og annarri skiptingu á vegafé milli landshluta en verið hefur. Bros Framsóknarmaddömunnar Alþýbublabib virbist hafa verib í einhverju afbrýbiskasti í gær, en í leibara málgagns Alþýbu- flokksins er tækifærib notab til ab hnýta í og svívirba Fram- sóknarflokkinn fyrir þær sakir ab Morgunblabib skuli hafa hælt formanni flokksins í leib- ara fyrir ræbu, sem hann flutti á þingi Alþjóbasamtaka frjáls- lyndra flokka. Leibari Moggans á sunnudag var ab sönnu at- hyglisverbur, þó þab sé raunar eblilegt og sjálfsagt ab hrósa Halldóri Ásgrímssyni fyrir ræb- una sem hann flutti, hún var mjög gób. Þab athyglisverba vib Moggaleibarann var þó hversu yfirdrifin vibbrögbin voru vib ýmsu því sem Halldór sagbi, og íátib í vebri vaka ab þab væri ab koma fram í fyrsta sinn. Sann- leikurinn er hins vegar sá ab flestir áherslupunktarnir úr ræbu Halldórs eru í rökréttu samhengi viö þab sem hann hefur áöur látiö frá sér fara bæbi varöandi hlutverk markaöarins í þjóöfélaginu, alþjóöamál og Evrópumálin. Þessi sjónarmiö voru ab vísu dregin saman meb skeleggum hætti í umræddri ræöu á þinginu, en óneitanlega hljómar undirtónninn hjá Mogga eins og Sjálfstæöisflokk- urinn sé dálítiö yxna. Afbrýbi á stjórnar- heimilinu Enda kemur í ljós aö sambýling- ur íhaldsins á stjórnarheimilinu bregst ókvæba viö og fær af- brýbiskast. Þreytan í stjórnarsamstarfinu birtist í ýmsum myndum, ekki síst í því ab stjómarmyndunar- viöræöur eru byrjabar út um all- an bæ og flestar ab frumkvæöi manna sem eru fyrir í stjórnar- samstarfi. Ýmsir hafa talib sig sjá nýsköpunarmynstur í bígerb og rifist um slíkt í blaöagreinum hvaö þá meira. Aörir hafa óttast yfirvofandi vinstristjórnar- myndun, eins og vangaveltur Hannesar Hólmsteins á dögun- um bera vott um, þegar sjálfur frjálshyggjulektorinn tók ab sér aö útskýra fyrir Halldóri Ás- GARRI grímssyni ab hann væri full- sæmdur af því ab vera fjármála- ráöherra í ríkisstjórn Davíös og þyrfti ekkert endilega aö verba forsætisráöherra! Og nú eru kratar orbnir dauönervösir vegna þess aö Mogginn hrósar Halldóri og túlka þab sem hjú- skaparbrot gagnvart stjórnar- samstarfinu, eba tilraun til hjú- skaparbrots í þaö minnsta. Þrír möguleikar í stööunni Sannleikurinn er aubvitab sá aö þaö eru í rauninni aöeins þrjú, en þó ekki nema tvö raunhæf, mynstur í stööunni varöandi næstu ríkisstjórn, og bæbi raun- hæfustu mynstrin eru meö Framsóknarflokkinn innan- borös og Halldór Ásgrímsson sem nánast sjálfgefinn forsætis- ráöherra í bábum. Annab hvort veröur hann forsætisráöherra í „vinstristjórn" af einhverju tagi, eba þá aö hann veröur forsætis- rábherra í stjórn meb Sjálfstæö- isflokknum. Stjórnarmyndun án Framsóknar, þ.e. nýsköpun- arstjórn, er nánast út úr mynd- inni, bæöi vegna yfirlýsinga Davíös um aö hann muni „aldr- ei, aldrei, aldrei" vinna meb Ól- afi Ragnari og eins vegna þess aö afar erfitt gæti reynst ab fá málefnalegar sættir milli flokk- anna. í því breytir engu, þó rit- stjóri Moggans hafi í Reykjavík- urbréfi á dögunum reynt aö láta í vebri vaka ab nýsköpun komi til greina — slík skrif miöa svo augljóslega aö því ab bæta samningsstööuna meb því ab láta líta út fyrir aö Sjálfstæöis- flokkurinn hafi fleiri en einn valkost. Afbrýbiskast Alþýöublabsins er þess vegna algerlega ótímabært, því þab hentar ekki hagsmun- um Framsóknarflokksins eba Halldórs Ásgrímssonar ab gefa líkindalátum til samstarfs nokk- urn gaum ennþá, hvort sem slíkt kemur frá hægri eöa vinstri. Framsóknarflokkurinn og formabur hans hafa gób spil á hendi og þaö væri fráleitt aö fara ab flagga þeim fyrr en eftir kosningar. Alþýöublabiö taldi sig sjá Framsóknarmaddömuna brosa til hægri. Garra sýnist hún hvorki hafa brosab til hægri né vinstri, hún bara glotti yfir góbu gengi, enda meö gób spil á hendi. Garri Stólasmíb í tímahraki Nú, þegar hillir undir aö Þjóbar- bókhlaban veröi tekin í notkun, muna byggingaraöilar allt í einu eftir því ab þab er þægilegra aö sitja viö lestur en standa. Þarf aö smíba 1200 stóla í snarkasti til aö setgögnin verbi til stabar, þegar fróöleiksfúsir námsmenn og þeir sem fást viö neftóbaksfræöin flykkjast í hiö nýja musteri ís- lenskrar menningar. Þótt bygging bókhlööunnar sé komin svo sem 16 ár fram úr áætlun, dróst svo úr hömlu aö panta stóla ab innlendir hús- gagnasmiöir fengu ekki rábrúm til aö bjóöa í verkiö. Útlend fyrir- tæki geröu sín tilboö, en inn- fæddir sitja eftir og rába ekki vib byggingu 1200 stóla á tilskildum tíma. Aö draga framkvæmdir á lang- inn langt framyfir allar áætlanir og ljúka þeim svo meb fumi og fáti í tímaþröng er afskaplega þjóölegt og á því vel viö byggingu Þjóbarbókhlöbu. Afturför Því er borib viö ab smíöi 1200 stóla sé stærra verkefni en inn- lendir mublusmiöir ráöi viö og ofvaxiö getu þeirra fyrirtækja sem fást viö húsgagnasmíö. Er þá reiknab meb því ab allir stólarnir veröi tilbúnir á örfáum mánuö- um. Sjálfsagt veröa þab ekki neinir eldhúskollar eba þrífættir kjafta- stólar sem boöiö verbur til setu á í Þjóöarbókhlööu. En þaö er ótrú- legt aö íslenskur ibnabur sé kom- inn niöur á þaö stig aö geta ekki annaö þessu verkefni og þurfi ab missa þab til útlanda. Einhvern veginn tókst ab klambra saman rúmlega 600 stól- um í Þjóöleikhúsiö um miöbik aldarinnar og taföi ekki opnun þess musteris tungunnar, enda mun stólapöntunin hafa verið gerð í tæka tíð. Nú heyrir það tíðarandanum til að leita tilboba út um allar trissur í jafnvei _ hin smávægilegustu verkefni. íslensku iðnfyrirtækin eru örsmá og sundurleit og hafa ekki bolmagn í harðnandi heimi samkeppninnar til að vera meb. Á víbavangi Þetta stólamál Þjóðarbókhlöð- unnar er kannski dæmi um verk- efni sem engin þörf hefur verið á aö bjóba út erlendis, eða bjóba út yfirleitt. Með einhverri fyrir- hyggju og með innlenda hags- muni í huga hefbi vel mátt stilla svo til ab íslenskur húsgagnaiðn- aður hefbi tekib stólasmíöina aö sér, eins og svo margt annað í byggingu Þjóðarbókhlöbunnar. En geti innlendur iðnabur ekki tekið sig á og orbið samkeppnis- fær viö erlendan, er ekki annaö ab gera en að leggja hann nibur. Því má svo bæta viö ab ekki sakaði þótt innlend framleiösla nyti svo- lítillar tilhlibrunarsemi af hálfu stjórnvalda. Þaö sýnist ekki hafa verið gert í stóladæmi Þjóbarbók- hlöðu. Hagfræbi Alltaf annað slagiö rýkur upp fréttaflutningur af velgengni ís- lenskra verktaka erlendis, sem oftast nær sýnist byggjast á því að nokkir verkfræöingar fá tíma- bundnar tekjur af einhverjum framkvæmdum, aöallega í miður þróuðum ríkjum. Hvaö þetta kemur íslenskum at- vinnuvegum vib er yfirleitt harla erfitt að koma auga á. Hins vegar er auðvelt að sjá að með því að flytja atvinnu húsgagnasmiða úr landi í stórum stíl er verib að minnka atvinnu og draga úr hag- vexti á heimaslóðum. Þab má undarlegt heita ab hægt skuli að byggja stórhýsi eins og Þjóöarbókhlöðu, aö vísu með miklum semingi, með innlendu vinnuafli og tækniþekkingu, en þegar kemur að stólasmíb er það of flókið og stórkostlegt verkefni til að innlendir smiðir ráði viö þab. Hér er komib upp misræmi sem vert væri að hyggja ab. Hand- verksmenn eru ekki taldir færir um ab leysa verkeíhi sem ábur þótti sjálfgefib ab þeir réöu við. Hálæröir verkfræöingar og jarð- fræðingar búa aftur á móti yfir þekkingu og starfskunnáttu sem er eftirsótt víba um heim. Eftir á að hyggja má spyrja hverj- ir þab séu sem aldrei skildu hvers vegna flötu þökin leka og byggja hús úr efnum sem springa og molna niður og eru hálf- og al- ónýt á örfáum áratugum? Varla þeir sem ekki er treyst til aö smíöa nokkra stóla í lesstofur. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.