Tíminn - 14.09.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.09.1994, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 14. september 1994 5 Magnús jónsson: Um þokuást Veburstofunnar á Vestfjörðum Fimmtudaginn 8. september sl. birtist hér í Tímanum frétt, sem skrifuð er á grundvelli greinar úr fréttabréfi Ferba- málasamtaka Vestfjarða. Þessi „frétt" er sett fram með þeim hætti, að nauðsynlegt er að reyna að leiðrétta a.m.k. hluta af því sem þar kemur fram. Þar koma fram rangar fullyrðingar sem teknar eru orðréttar upp úr fréttabréfinu, sem síðan er bragðbætt af blaöamanni með kryddi vanþekkingar. Víkjum fyrst að þætti blaða- manns. í fréttinni er slegið upp í fyrirsögn, að ferðamálasam- tök á Vestfjörðum standi í þjarki við Veðurstofuna um betri veðurspár. Það er mjög fá- títt að menn reyni að þjarka eba prútta um veðurspár og hér eins og víðar í meðhöndl- un blabsins skín í gegn, ab ekki er gerður greinarmunur á veð- urspám og upplýsingum um veður frá einstökum athugun- arstöðum. Mér finnst þab jafn- alvarlegt mál, að menn sem skrifa um veðurþjónustu geri ekki greinarmun á þessu, og ef íslenskukennari vissi ekki mun á nútíð, þátíð og framtíð! Fleiri gullkorn úr penna blaða- mannsins er að finna í þessari „frétt" blaðsins. Þar er því VETTVANGUR „Á Veðurstofunni er nú veríð að undirbúa breyt- ingar í veðurþjónustunni bœði í útvarpi og öðrum miðlum. Við gerum okk- ur vel grein fyrir, að löngu er tímabært að hœtta að reyna að miðla veðurupplýsingum til allrar þjóðarínnar sam- tímis í yfirhlöðnum veð- urfregnatímum í út- varpi." haldið fram að breytingar á þessu ófremdarástandi á Vest- f jörðum verði til batnaðar þeg- ar veðurathugunum hefur ver- ið hætt á Galtarvita, en teknar upp í Bolungarvík. „Reikna megi með að veðurlýsingar frá þeirri stöð birtist! í Ríkisútvarp- inu tvisvar á dag". Þetta vekur furðu, þegar haft er í huga að veðurlýsing frá Bolungarvík rétt eins og frá Galtarvita áður er lesin átta sinnum á sólar- hring í ríkisútvarpið. Rangtúlkun í fréttabréfi v En víkjum þá að því sem fram kemur í fréttabréfinu. í fyrsta lagi er því haldið fram ab vib veðurfræðingar notum alltaf annesjastöðvar til að sýna veb- urupplýsingar frá Vestfjörðum í Ríkissjónvarpinu. Þetta er rangt. Sjálfur hef ég í mörg ár undantekningalaust notað at- hugun frá Flólum í Dýrafirði til að sýna veðurupplýsingar frá Vestfjörðum að sumarlagi. Eft- ir að Bolungarvík varð athug- unarstaður hef ég þó alloft stubst við athugun þaðan, enda er þar um að ræða eina þéttbýlisstabinn á Vestfjörðum þar sem gerðar eru reglulegar veðurathuganir. Mér er kunn- ugt um að flestir veðurfræðing- ar í sjónvarpi hafa farið svipað að. í annan stað er því haldið fram, að Veðurstofan vilji ekki koma upplýsingum um veður til ferðafólks vegna þess að hún segi sig ekki vera í ferða- þjónustu. Einnig hér er hallað réttu máli. í júlí sl. hóf Veöur- stofan gerð nýrrar veðurþjón- ustu sem sérstaklega er ætluð ferðafólki. Var þetta gert í sam- ráði við ferðamálastjóra, Magnús Oddsson. Voru veður- lýsingar og veðurspár sérstak- lega miðaöar við jrarfir ferða- fólks lesnar inn á símsvara Veburstofunnar, m.a. sérspá fyrir Vestfirði með veburlýs- ingum frá flestum eba öllum veðurathuganastöbvum úr þessum landshluta. Er þetta að- eins byrjunin á þeirri viðleitni okkar að fara ab þjóna ferða- fólki sérstaklega. Yfirhlaðnir útvarps- veburfregnatímar — breyttar þarfir Á Veðurstofunni er nú verið að undirbúa breytingar í veb- urþjónustunni bæði í útvarpi og öðrum miðlum. Við gerum okkur vel grein fyrir, að löngu er tímabært að hætta að reyna að mibla veðurupplýsingum til allrar þjóðarinnar samtímis í yfirhlöðnum veðurfregna- tímum í útvarpi. Þab form mótaðist í allt annarri þjóðfé- lagsgerð en vib búum í nú, auk þess sem tæknin gerir okkur kleift að miðla upplýsingum með skilvirkari hætti en áður. Þarfir trillukarls í Vestmanna- eyjum, ferðamanns í Þórs- merkurferð, bónda í Biskups- tungum eba byggingaverktaka á Selfossi fyrir veðurupplýs- ingar eru svo mismunandi, að ekki er hægt að ætlast til þess að öllum sé þjónað gegnum einfalda útvarpsspá, þótt allir séu þessir aðilar búsettir á sama spásvæði. Þaö er hins vegar ekki einfalt mál að breyta þessu og verður ekki gert nema í samráði við marga aðila, s.s. Ríkisútvarpið og aðra fjölmibla, auk fulltrúa eða samtaka hinna ýmsu not- endahópa. Það væri hins vegar efni í aðra og mun stærri grein ab fara lengra út í hugleiðing- ar um þá hluti hér. En þab er markmið okkar á Veðurstof- unni að Vestfirðingar sem og allir landsmenn geti fengið þær veðurupplýsingar sem að bestum notum koma, ekki síst upplýsingar um vebur til ferðafólks. Höfundur er ve&urstofustjóri. Eitt besta urribasvæbi landsins er í vatnakerfi Laxár á Ásum Laxá á Ásum er í Húnavatnssýslu, eins og menn vita, en víst er að flestir sem aka þjóðveginn á brú yfir ána, skammt áður en komið er að Blönduósi, veita trúlega ánni ekki sérstaka athygli. Eigi að síður fellur þarna á leið sinni til sjávar ein athyglisverðasta veiðiá landsins, eins og almennt umtal og fréttir í fjölmiðlum bera með sér. Tvímælalaust er Laxá ein fræg- asta laxveiðiá landsins, sakir góbrar laxveiði, þó að flestar öfl- ugustu laxár landsins séu lengri og vatnsmeiri og sumar hafi reyndar gefið fleiri laxa að jafnaði en Laxá. Hins vegar hefur stanga- fjöldi í ánni verið takmarkaðri en víðast hvar annarstaðar, þar sem aðeins eru notaðar tvær stengur að jafnabi vib veiðar og því fleiri veiddir fiskar á hvora stöng þar en þekkist í nokkurri annarri lax- veiðiá hér á landi. Orðspor um hátt verb á hvorri stöng í Laxá leibir af þessari tilhögun, þar sem verðlag er í takt vib veiðina sem áin gefur. Frábært bakland Laxár Skýringin á velgengni Laxár ligg- ur víst í því, ab hún er í öflugu vatnakerfi, sem samanstendur af Laxárvatni, Fremri-Laxá sem fell- ur úr Svínavatni og á ós í Laxár- vatni, en áin á upptök í Svína- vatni, einu stærsta stööuvatni á Norðurlandi. Þá er vert að minna á, ab umhverfi það sem vatna- VEIÐIMAL EINAR HANNESSON kerfib er í er allt velgróib land í blómlegu héraði. Öflugasta urriba- svæbi landsins Fiskigengd er góð í vatnakerfinu, hvað varðar silung ekki síður en lax, bæði bleikja og urriði, sem er veiddur bæði á stöng og í net og einnig lax í Fremri-Laxá. Fæstir vita, að Fremri-Laxá, sem er um 7 km að lengd, er eitt öflugasta urriðaveiðisvæðið hér á landi, ef litið er einvöröungu til straum- vatna. Það sýna skýrslur þar sem árleg veibi seinustu þrjú árin hef- ur verib 3.580 urriðar á stöng, samanber skýrslur Veiöimála- stofnunar. Að lokum má geta þess að árið 1989 kom út fróðleg bók um Laxá á Ásum. Það var Páll S. Pálsson lögmaður frá Sauðanesi sem hafbi á sínum tíma forgöngu um að bók þessi var skrifuð, þó að hon- um entist ekki aldur til að ljúka því verki sjálfur, en ívar sonur hans lauk því og naut góðs stuðn- ings Gísla á Hofi, bróöur Páls, við að koma bókinni út. Gísli Pálsson Veiðistaöurínn Dulsar í Laxá á Ásum. Ljósm. tinar Hannesson Tjaldbúar vib Svínavatn í Austur- Húnavatnssýsiu vib stangveibar. Ljósm. tinar Hannesson_ beitti sér síðar fyrir ab skrifuð var skemmtileg bók um Vatnsdalsá, sem út kom árib 1990 á vegum bókaútgáfunnar Dyngju í eigu Gísla, en Gísli hefur verið iðinn vib útgáfustarfsemi hin seinni ár. Fór vel á því, ab báðum fyrr- greindum ám voru gerð góð skil á bók, þar sem þær eiga sameigin- legt ósasvæði við sjó, sem er Húnaós. Laxá á Ásum og Vatnsdalsá eru bábar þekktar fyrir góða veiði hvað varðar lax og silung, sem fyrr greinir, og silungssvæðið í Vatnsdalsá hefur verib eftirsótt og notið vinsælda meðal veibi- manna. Formaður í Veiðifélagi Laxár er Jón ísberg, fyrrv. sýslu- mabur, og formaður í Veiðifélagi Vatnsdalsár er Magnús Ólafsson bóndi á Sveinsstöðum. ..........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.