Tíminn - 14.09.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.09.1994, Blaðsíða 8
8 jwx-x.- mmmu Mi&vikudagur 14. september 1994 Jóhann Pétur Sveinsson hérabsdómslögmabur Fæddur 18. september 1959 Dáinn 5. september 1994 Kveðja frá Framsóknarflokknum Þaö er mikil harmfregn þegar ungir menn falla frá langt um aldur fram. Jóhann Pétur fékk mörg viöfangsefni á stuttri ævi og þaö var meira á hann lagt en flesta aöra. Meö ótrúlegum dugnaöi og þrautseigju fór hann meö sigur af hólmi í þeirri baráttu sem hann þurfti að heyja til aö lifa og starfa í samfélaginu. Sigrarnir veittu honum lífsfullnægingu og hann bar þaö meö sér að hann var hamingjusamur. Þegar allt virtist ganga vel, er hann kall- aöur frá okkur í blóma lífsins. Við félagar hans í Framsóknar- flokknum kveöjum hann með söknuöi. Hann var sannur vin- ur og félagi og lagöi flokknum lið meö óvenjulegum hætti. Á fundum lagði hann gott til mála í stuttu og skýru máli. Hann var alltaf fullur af bjart- sýni og talaði vel um aöra og haföi jákvæða afstööu til lífsins og tilverunnar. Þrátt fyrir mikla fötlun og erfiðleika sem henni fylgdu, var ekkert hik á Jóhanni Pétri. Hann sýndi og sannaði að afstaðan í eigin huga skipti mestu máli um hvaö við get- um, en ekki líkamlegir burðir. Hann virkaði eins og vítamín á aöra, sem gátu ekki annað en dáðst að glaðværu yfirbragöi hans og ótrúlegri lífsorku. Hann var virkur í starfi Fram- sóknarflokksins og sótti fundi af mikilli samviskusemi. Hann sat í miöstjórn flokksins frá 1988 og síðan landsstjórn hans frá 1989. Hann var jafnframt formaður Framsóknarfélags Sel- tjarnarness frá 1990. Á glaöri stund var Jóhann hrókur alls fagnaðar. Hann tók þátt í öllu af innlifun, þótt hann væri bundinn við rammgeröan hjólastólinn sinn. Hann var kátari en flestir aðrir og kom öllum í gott skap meö kímni og skemmtilegum athugasemdum. Jóhann Pétur var óvenjulegur í alla stabi og ég á ekki von á að við eigum eftir að kynnast manni sem jafnast á vib hann. Félagsmál áttu allan hans hug. Þeir eru margir sem eiga eftir að sakna hans á fundum og ráð- stefnum. Ég var svo lánsamur ab vera við setningu landsþings Sjálfsbjargar fyrr á þessu sumri. Þaö er eftirminnilegt, því Jó- hann Pétur stjórnabi því þingi af öryggi, trú á framtíðina og baráttuhug fyrir hönd fatlabra. Hann gerði það með þeim hætti sem eftir var tekið, og það var greinilegt að hann átti traust allra sem þar voru inni. Ég vil fyrir hönd Framsóknar- flokksins þakka fórnfúst starf. Við í flokknum munum reyna að halda merki Jóhanns lifandi með því að leggja áherslu á það sem hann barðist fyrir. Hann hafði mikil áhrif á stefnu og störf flokksins og okkur ber skylda til aö halda þeim störf- um áfram. Það verður aldrei endurtekið meb sama hætti og honum einum var lagið, en hugsjónir hans lifa um langa framtíð. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Jóhanns Péturs, Hörpu Ingólfs- dóttur, innilega samúð okkar allra og vib biðjum góðan gub að styrkja hana og ófætt barn þeirra um alla framtíb. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Mikil hetja er fallin í valinn, Jó- hann Pétur Sveinsson lögfræb- ingur er horfinn af heimi. Jóhann Pétur var fæddur á Varmalæk í Skagafirði 18.9. 1959. Hann var sonur hjón- anna Herdísar Björnsdóttur frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíö og Sveins Jóhannssonar frá Mæli- fellsá. Hann var þriðji í aldurs- röð 6 systkina á Varmalæk. Það var og er höfbingsheimili þar sem ríkti frábær gestrisni og glaöværð. Foreldrar hans ráku búskap, verslun og þó sérstak- lega hrossarækt og hrossaversl- un. Barn að aldri varb Jóhann Pét- ur fyrir því óskaplega áfalli að vera lostinn af libagigt, svo hat- rammri að síðan markaði þessi sjúkdómur líf hans allt. Vegna veikinda varð Jóhann Pétur barn að aldri að dvelja langdvölum í Reykjavík. For- eldrar hans héldu uppi stór- heimili á Varmalæk og var óhægt að sinna um hann syðra. Jóhann Pétur átti þó fleiri að. Afi hans og nafni, Jóhann Pétur Magnússon, og amma hans, Lovísa Sveinsdóttir, á Mæli- fellsá fluttu til Reykjavíkur og hjá þeim átti hann skjól er hann dvaldi utan sjúkrahúsa. Þau voru bæði mikið ágætisfólk og Jóhann á Mælifellsá þjóð- sagnapersóna, glaösinna, úr- ræðagóður, skjótorður og garp- ur hinn mesti. Hann var ákafur stuðningsmaður Framsóknar- flokksins og í kosningum stób honum enginn á sporði að afla Framsóknarflokknum fylgis. Hjá afa sínum og ömmu í Reykjavík ólst Jóhann Pétur upp um margra ára skeið. Lík- ami hans náöi ekki venjulegum þroska vegna sjúkdómsins og hann var bundinn hjólastól frá barnæsku, en kollurinn var í góðu lagi. Jóhann Pétur dreif sig til langskólanáms þrátt fyrir þessar örðugu abstæður. Stúd- ent frá MH 1978 og lögfræði- prófi lauk hann 1984. Þá nam hann félagsmálarétt vib Óslóar- háskóla og lauk þaöan prófi. Síðan starfaði hann sem lög- fræðingur. Jóhann Pétur var þeirrar gerö- ar að hann hafði mannheill. Hann lét baslib aldrei smækka sig. í ættarfylgju hafði hann glabvært skap, bjartsýni og ódrepandi áræði. Hann var ákveðinn að lifa lífinu og taka fullan þátt í því. Þetta tókst honum aödáanlega. Jóhann Pétur yfirvann fötlun sína meö þeim hætti að hvar- vetna þar sem hann fór var hann í forystusveit. Hann var formaður Sjálfsbjargar frá 1988, svo og Vinnu- og dvalarheimil- is Sjálfsbjargar og vann málefn- um fatlaðra á íslandi ómetan- legt starf. Hann sat einnig í stjórn Öryrkjabandalags íslands og stjórn Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, svo og í for- mannarábi Alþjóðasambands fatlaðra. Jóhann Pétur Sveinsson var í forystu Framsóknarflokksins, bæði í miðstjórn flokksins svo og landsstjórn. Átti hann drjúg- an hlut að stefnumótun flokks- ins, ekki hvað síst hvað varðaði málefni fatlabra. Hann naut hins mesta trausts meðal fram- sóknarmanna og var oftast kjörinn með flestum atkvæðum þeirra sem kosningu hlutu. Jóhann Pétur var Skagfirbing- ur alla tíð og var búinn þeim lyndiseihltúhh'úm s?hl, þestar einkenna Skagfirðinga. Hann var glebimabur og gleðigjafi. Jóhann Pétur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Þórhildur Guðný Jóhannesdóttir, en síö- ari kona Jóninna Harpa Ingólfs- dóttir og með henni öblaðist hann mikla hamingju. Jóhann Pétur Sveinsson lést alltof snemma. Þó hafði hann afrekað mikib í sínu stutta lífi. Hann gaf öbrum fötluðum trú á lífið og möguleika þess. Vib samferðamenn hans minnumst hans með virðingu, aðdáun og þökk. Við færum Hörpu og ástvin- um hans öðrum innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Magnúsdóttir Páll Pétursson Jóhann Pétur Sveinsson héraðs- dómslögmaður var fæddur 18. september 1959 að Varmalæk, Lýtingsstabahreppi í Skagafirði. Foreldrar hans: Herdís Björns- dóttir kaupmaður frá Stóru- Ökrum í Akrahreppi, f. 23. des. 1925, og Sveinn Jóhannsson bóndi og kaupmaður frá Mæli- t MINNING fellsá í Lýtingsstaðahreppi, f. 7. júní 1929, d. 17. september 1987. Jóhann lauk stúdents- prófi frá MH 1978. Embættis- prófi í lögfræði frá HÍ 1984 og prófi í norskum félagsmálarétti frá Óslóarháskóla 1985. Eftirlif- andi eiginkona Jóhanns er Jón- inna Harpa Ingólfsdóttir, f. 8. des. 1969. Jóhann Pétur Sveinsson er skyndilega horfinn okkur, langt fyrir aldur fram. Það er mjög óraunverulegt að eiga ekki eftir að njóta samvista við hann framar. Jóhann Pétur, eða Jói eins og hann var alltaf kallaður í fjöl- skyldunni, var einstakur per- sónuleiki frá fyrstu kynnum. Hann bjó yfir sérstæðum krafti og kímnigáfu, sem hreif sam- ferðamenn hans og félaga hvar sem hann fór. í huga okkar hjónanna hafa undanfarna daga birst mynd- brot, þar sem þessi ótrúlegi drengur er í aöalhlutverkinu: Jói er með okkur í bílnum, 5 ára, reynir að gægjast út um bílgluggann og lesa á öll upp- lýstu skiltin sem ber fyrir augu, þá þegar læs og fullorðinslegur í tali. Allt í einu heyrist í Jóa úr aftursætinu: „Jæja, svo þarna er þá Asíufélagið." Um hvað er barnið að tala? Okkur finnst þetta bráðfyndið og botnum ekkert í hvernig hann veit um tilvist þessa félags, sem hann talar svo kunnuglega um. Jói, 7 ára, að spila bridds og glettast við afa og fleiri karla á Bergþórugötunni. Jóhann afi og hann eru miklir mátar, þeir eru báðir pólitískir og Jói yngri orðinn framsóknarmaður eins og afi. Jói á fullri ferö á stóln- um á göngum Landspítalans. Jói að tefla við hóp skólabræðra úr Hamrahlíðinni í herberginu sínu í Sjálfsbjargarhúsinu. Jói fær sér amerískan bíl og ekur um allar trissur. Jói með stúd- entshúfu og stefnir á lögfræði í Háskóla íslands. Jói fullorbinn, lögfræðingur og stofnar fyrir- tæki með Óla Garðars félaga sínum. Þeir bjóða okkur í veislu á nýju skrifstofuna á Nesinu, boðskortib er fallegt og öbru- vísi, glas fullt af rauðum berj- um. Jói að dansa á rafmagns- stólnum á Broadway og berst fyrir því aö skábretti er lagt upp á dansgólfið. Jói ab syngja með sinni djúpu bassarödd meb krökkunum í Norðanbörnum, Veirunum og með Skagfirsku söngsveitinni. Jói og Harpa koma í heimsókn s.l. vetur og segja okkur gleðifréttir: þau eiga von á erfingja í nóvember. Jói syngjandi með Óla bróður á landsmótinu á Hellu í byrjun júlí. Jói í eldhúsinu á Varmalæk í endaðan júlí, að vinna í bók- haldinu, sinna lögfræðistörfun- um, tala í símann, segja brand- ara, ráðgera framtíðardraumana í Skagafirðinum viö Smára mág sinn, mömmu sína og okkur. Síðasta myndin: Jói ab þjóta yf- ir í Laugarhvamm á bílnum, til ab senda fax suður fyrir miö- nætti. Hann er á leiö til útlanda og þarf að drífa ýmislegt af áð- ur. Já, svo sannarlega lifði Jói hröðu og viðburðaríku lífi. Honum lá alltaf á ab klára hlut- ina og sumum fannst hann óþolinmóður. Fyrir ókunnuga virkaði Jói opinn, en hann var á vissan hátt dulur og flíkaöi lítt sínum innstu tilfinningum. Vandamál voru neðarlega á listanum í orðabókinni hans og veikindi voru helst ekki til um- ræðu. Gæfa hans var mikil þeg- ar hann giftist Hörpu, sem nú sér á eftir ástríkum eiginmanni, allt of fljótt. Jói var gleðimaður, honum gekk flest í haginn, var góður námsmaður, skarpur og fylginn sér og vinur vina sinna. Hann naut þeirra forréttinda að vera hreinræktaður Skagfirðingur, eins og hann sagði sjálfur. Hann var elskur að heimahög- um sínum, en varö að dvelja langdvölum hér syðra vegna veikinda, sem barn og ungling- ur. Hann bætti sér það upp þegar hann eltist og fannst lítið mál að renna norður á Varma- læk. Hann átti alveg einstak- lega góba og skilningsríka for- eldra og fimm systkini sem studdu hann vel og gerbu sér grein fyrir að ekki þýddi að reyna að halda aftur af elju hans og framtakssemi. Þetta kunni hann líka vel ab meta og lét sér annt um skyldmenni sín. Jói treysti sér yfir flesta þröskulda og hindranir og fór yfir margar, sem fullfrískir treystu sér ekki. Hann barðist alltaf ötull fyrir bættum hag fatlaðra í þjóöfélaginu sem fé- lagi, stjórnarmaður og siðar for- maöur Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlabra. Víst er að sæti hans þar verður vandfyllt, sem og annars stabar þar sem.hann starfaði að félagsmálum. Sárast- ur er missir eiginkonunnar ungu, móbur hans og systkina. Nú, þegar dimmir að í Skaga- firbi og leiðir skilja um sinn, langar okkur ab þakka fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum dreng sem Jóhann Pétur var. Viö vottum Hörpu eiginkonu hans, Hebbu móður hans og systkinunum Lísu, Bjössa, Óla, Siggu, Gísla og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Við eigum öll eftir að sakna hans mjög, en minningin um hann mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Hjörtur og Kristín Kveðja frá samstarfsfólki hjá Öryrkjabandalagi íslands Raun var að líða frá langframa gceskunni, Ijósinu, frœgðinni, deginum, aeskunni... Þessar ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar koma okkur í hug, þegar við minnumst vinar og starfsfélaga, Jóhanns Péturs Sveinssonar, sem hvarf svo skyndilega frá okkur hinn 5. þ.m. Hversvegna þarf ungur maður ab hverfa svo fljótt? Hversvegna fær ungur maður, sem barðist jafn ötullega fyrir málefnum fatlaðra, ekki að vera lengur á meðal okkar? Fyrir nokkrum árum gerðist Jóhann Pétur starfsmaður hér á skrif- stofunni. Hann var hér á þriðjudagsmorgnum og ^nnað- ist lögfræðilega upplýsinga- þjónustu fyrir öryrkja. Og það var margur skjólstæðingurinn sem lagði leib sína til hans þessa morgna og öllum tók hann vel með sinni léttu lund og hressilegu framkomu. Og margir fóru áreiðanlega spor- léttari af hans fundi, vegna þess að fólk fann að hann vildi af einlægni leysa mál þess. Og vegna þess að hann var sjálfur fatlaður maður, áttu skjólstæð- ingar hans sjálfsagt betra með að tjá honum ýmis vandræði sín, því skilningur þess sem sjálfur er fatlaður er ef til vill oft öðruvísi á högum með- bræðra sinna en annarra. Jóhann Pétur lifði lífinu lif- andi. Það var alltaf glatt á hjalla í kringum hann, hvort sem það var í kaffisopanum í horninu okkar í Hátúninu eba á öbrum gleðistundum í lífi okkar allra. Minningarnar um Jóhann Pét- ur fremstan í flokki í baráttu- göngum og útifundum um málefni fatlaðra munu alltaf vekja athygli og áhuga á mál- efnum fatlaðra og hann var góður vinur og starfsfélagi bæði fatlaöra og ófatlaðra. Hann talaöi um fötlun sína eins og sjálfsagðan hlut, ef á það var minnst. Annars var fötlun hans sjálfs það sem síst var rætt um — hún var ekkert mál. Og það var honum svo eðlilegt að þiggja þá hjálp sem hann þurfti á að halda, ab eng- inn tók sérstaklega eftir þeirri aðstob. Við blátt áfram gleymd- um því að hann var fatlaður. Það var ekki það sem málin snerust um. Spor hans hafa legið víða, ekki aðeins í málefnum fatlaðra heldur í ýmsu öbru. Hann var t.d. söngunnandi og hver man ekki eftir honum glöðum og reifum syngjandi með Skag- firsku söngsveitinni, og þegar sýnt var í fréttum frá stóðrétt- um í Skagafirðinum, hver sást þar ekki syngjandi, sæll og glaður nema Jóhann Pétur Sveinsson. Hann unni heima- byggð sinni, Skagafirbinum, af lífi og sál og margar voru ferbir hans á heimaslóðir. Það er gott ab hafa þekkt fólk sem þú minnist með gleði sam- skipta við. Við hér á skrifstofu Öryrkjabandalagsins kveðjum vin okkar og starfsfélaga Jó- hann Pétur með söknuði og trega, vegna þess að við erum ekki búin ab sætta okkur við hið snögga fráfall hans. En það er ekki í hans anda aö syrgja og trega, heldur halda áfram að lifa lífinu og vinna málaflokki ' ó,k|kar um ,rpá'l.efhi. fatlaðj'a'.éihs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.