Tíminn - 16.09.1994, Síða 9

Tíminn - 16.09.1994, Síða 9
Föstudagur 16. september 1994 9 Rannveig Rist segir Opelinn vera bœbi lipran bíl og smart. „Smart bíll" meb mikib notagildi í reynsluakstri Tímans er ab þessu sinni þýski miliistærbar- bíllinn Opel Vectra GL l,8i. Til fulltingis vib reynsluaksturinn var fengin kjarnakonan Rann- veig Rist, en hún er deildarstjóri framleibslu og umhverfisdeild- ar Álversins í Straumsvík. Rannveig ekur venjulega um á sjálfskiptum Subaru Legacy og henni fannst beinskiptingin heldur síbri, af því ab hún var vön hinu. „Þetta er nokkub lipur bíll og notagildið er meira heldur en ég átti von á. Þetta er smart bíll, en pláss og farangursrými er meira heldur en ég bjóst vib. Plássið aft- urí er einnig mikib, þannig að það er þægilegt fyrir barnafjöl- skyldu að ferðast í bílnum," segir Rannveig. Góbir aksturseigin- leikar Vectran var fyrst og fremst reynd á malbiki, enda samgönguráö- herra búinn aö malbika svo mikib á kjörtímabilinu og menn þurfa ekki lengur ab fara út af malbik- inu á leiðinni Reykjavík-Húsavík. Niðurstaðan er ab þetta er bíll sem liggur verulega vel og skrikar ekki hjól jafnvel í kröppustu beygjum. Það segir ef til vill meira en mörg orb ab lögreglan í Þýska- landi skuli nota bíla af þessari teg- und. Abalsmerki þessa bíls eru öryggi og styrkur. Áksturseiginleikarnir eru mjög góbir, enda er bíllinn smíöaður með akstur á hrað- brautum Evrópu í huga. Bíllinn fjabrar á gormum, sem eru sjálf- stæðir fyrir hvert hjól. Þetta er gamalreyndur búnabur, sem kemur mjög vel út í þessum bíl. Stýrið er vökvastýri með hraða- tengdri þyngdarstillingu, þannig að bíllinn léttist ekki í stýri við það að ekib sé hraðar. Svörunin er einstaklega góð og samband öku- manns við veginn er ágætt. Öryggi í fyrirrúmi í bækling frá Opelverksmiðjun- um segir að þeir leggi ekki metn- ab sinn í að smíða stóra, kraft- mikla og hraðskreiða bíla, heldur vilji þeir byggja á þægindum og öryggi. Það má til sanns vegar færa, ab Vectra sé nokkuð örugg- ur bíll. í því sambandi má nefna, að bíllinn er með tvöfalda styrkt- arbita í hurðum og styrkingar á hornum bílsins. Hæbin á öryggis- beltum er stillanleg bæði fyrir aft- ursæti og framsæti, og á framsæt- unum er sérstakur strekkjari á móthaldinu þar sem öryggisbelt- inu er smellt í ab neöan. Hún virkar þannig að viö snöggt og mikið átak smellur festingin sam- an og togar í öryggisbeltið. Hemlarnir eru diskar ab framan og skálar ab aftan, meb hjálpar- átaki frá vél og átaksstýringu milli fram- og afturhjóla, eins og nú tíðkast. Þeir eru öflugir og svara vel, eins og tilraunir erlendra bíla- blaða hafa sýnt framá, enda gildir þar þab sama og um aksturseigin- leikana, ab hönnunin er mibub viö hraðakstur. Ástigið á hemlana er reyndar nokkuð „djúpt" og mátulega þétt. Þessi bíll er með fimm gíra beinskiptingu. Skipt- ingin er lipur og hnökralaus. Ef yfir einhverju væri aö kvarta, væri þab helst að plastib í hnúðn- um á skiptistönginni sé full hart. Þaö er þó auðvitað smekksatribi, eins og svo margt annað. Þessi bíll er í svipuðum flokki og t.d. Volkswagen Vento, Mitsubis- hi Galant og Toyota Carina. Ef til vill er einna þægilegast ab bera hann saman við Vento, af því að það er einnig þýskur bíll og svip- að búinn, en Vectra er þó heldur stærri. Aksturseiginleikarnir eru svipaðir, í báðum tilfellum mjög góðir. Drjúg hestöfl Opel Vectra er hægt að fá með fimm mismunandi vélum. Bens- ínvélarnar eru 1,6 1, 1,8 1, 2,01 og 2,5 1 V6 vél, sem skilar 170 hest- öflum. Þá er einnig í boði 1,7 I turbo-dieselvél með millikæli. Sá bíll, sem hér er til umsagnar, er meb 1,8 1 vélinni. Hún skilar 60 kW eba 90 hestöflum og í akstri virkar hún reyndar öflugri en töl- urnar segja til um. Þessi vél er fullt nógu stór fyrir bílinn og skil- ar honum vel áfrarm Góöir útispeglar Innrétting bílsins er látlaus og nokkuð smekkleg. Stýrishjóliö er í smærra lagi, en vel bólstrað og gefur gott grip. Það er kostur sem við Rannveig tókum bæbi eftir, ab stýrishjólib skyggir ekki á mæla eba viðvörunarljós í mæla- borbi. Vectra fær plús fyrir þetta atriði. Annab, sem Rannveig nefndi og reyndar aörir sem stigu upp í bílinn, var hversu útispegl- arnir eru vel heppnabir. Speglarn- ir eru stillanlegir innanfrá. Þeir eru ekkert sérlega fyrirferöarmikl- ir, en veita samt sérlega gott út- sýni aftur fyrir bílinn. í þeim er ekki „dauður blettur", eins og maður verður var við í speglum á allt of mörgum nýjum bílum. Meb „dauöum bletti" er átt við aö ákveöiö svæði, yfirleitt í línu viö afturhorn bílsins, sést ekki í hlið- arspeglinum. Þetta hefur í verstu tilfellum valdib árekstmm, þegar fólk skiptir um akrein án þess að horfa nógu vel í kringum sig. Sæti aö aftan og framan eru tau- klædd og fara vel með bílstjóra og farþega. Stólarnir frammí eru nokkuð háir og bæði setan og bakið styðja vel viö. Hægt er að stilla hallann á sætinu í heild, sem er t.d. gott ef fjölskyldumeð- limir eru mjög misjafnlega fót- leggjalangir. Sætisstólarnir sjálfir eru styrktir, en það er hluti af ör- yggisbúnaði bílsins. í aftursætinu fer vel um þrjár fullorðnar mann- eskjur af venjulegri stærð og mjög vel um tvo. Höfuðpúðar eru fyrir tvo afturí og stór „hjónadjöfull", sem hægt er að leggja niður í miðjunni. Vegna þess að öku- maður situr nokkub hátt, er út- sýni gott og framrúöupóstarnir skyggja lítið á, þótt þeir séu nokk- ub sverir. Mælaborbib í Vectra er einfalt, smekklegt og abgengilegt. í þeim bíl, sem vib Rannveig fengum til re>mslu, eru mælar fyrir snún- ingshraða vélar, ökuhraða, vatns- hita og bensín. Á bensínmælin- um er merktur inn lítrafjöldi, sem er ágæt nýbreytni. í stokknum fyrir mibju er síöan handhæg stilling fyrir miöstöb, afturrúðu- hitari, pláss fyrir útvarp, stafræn klukka og mælir fyrir hitann ut- andyra. Þessi hitamælir er nánast aukaatribi, en mjög skemmtilegur Hekla sýnir 1995-árgerbirnar af Mitsubishi í sýningarsal fyr- irtækisins á Laugavegi um helgina. Ekki er um stórvægi- legar breytingar ab ræba á milli ára, ab sögn Finnboga Eyjólfssonar, upplýsingafull- trúa Heklu. Sýningin stendur yfir á laug- Mikib pláss fyrir farangur Eitt af þeim atriðum, sem Rann- veig nefndi þessum bíl til hróss, er gott pláss fyrir farþega og far- angur, enda hefur bíllinn fengið hrós fyrlr þetta notagildi í erlend- um bílablöðum. Farangursrýmið í skottútgáfunni er geysistórt, eða heilir 530 lítrar. Fyrir „platzange- bot", eða einfaldlega rými, fær Vectran enda einkunnina 9 hjá þýska bílablaðinu Auto-Bild. Þessi bíll viröist hafa fáa galla. Þó má nefna smáatriöi eins og að ör- lítið glamrabi í stillanlegri fest- ingu fyrir öryggisbelti aö aftan. Enn fremur fannst okkur Rann- veigu heyrast nokkuð hátt hljóð frá mótor á háum snúningi. Þaö kemur þó ekki heim og saman viö uppgefnar hávaðamælingar frá verksmiðjunni, en þær eru 73 desibil í venjulegum akstri. Ef lit- ið er á hljóöeinangrun í vélarhús- inu, sést einnig að hún er mjög góð. Reynslan hefur sýnt að gang- verk og drifbúnaður frá Opel er sterkur og endingargóður, en bíl- unum hætti til að ryðga hér áöur fyrr. Það mun heyra sögunni til. Eyösla er lítil mibab við stærð, eða um 7 lítrar á hundraðið í þjóðvegaakstri og um 10 lítrar innanbæjar. „Rússaheldur" bíll? Önnur atriði, sem má nefna, er að Opel-bílarnir eru með þeim þjófheldustu sem framleiddir eru, enda er stuldur á bílum vaxandi vandamál í Vestur-Evrópu. í því sambandi er skemmst ab minnast frétta af því, þegar rússneski her- inn var staðinn að því ab reyna að smygla meb sér stolnum bílum, þegar raublibarnir fyrrverandi yf- irgáfu Þýskaland fyrir skömmu. Þá fær Vectran hrós fyrir útlitið, en þetta er óvenju fallegur fjöl- skyldubíll. Þeir hjá Opel hafa haldið að nokkru í séreinkenni eldri bíla, sem sést m.a. ef vélar- hlífin er skoðuð, en þar er breið upphækkun í miöjunni, sem margir þekkja frá eldri bílunum. Umboðinu hefur gengib nokkub vel að selja Opel á þessu ári, en salan var í verulegri lægö þegar Ingvar Helgason hf. keypti bíla- deild Jötuns hf. (Samband ís- lenskra samvinnufélaga). Verðið er nokkub gott, eba tæplega 1,6 milljónir meb rybvörn, skrán- ingu, víðóma útvarpi/segulbandi og sex innbyggðum hátölurum. ■ ardag og sunnudag. P. Samú- elsson hélt sýningu á nýjum bílum frá.Toyota um síðustu helgi, en þar bar hæst nýjan smájeppa sem væntanlegur er hingað til lands eftir áramót- in. Þessi bíll hefur verið sýnd- ur hringinn í kringum landib í vikunni. ■ Hekla hf. meö sýningu um helgina: Nýjar árgerbir af Mitsubishi Rannveig Rist í reynsluakstri á Opel Vectra 1,8i GL þó. Borinn saman við hitamæla á ljósaskiltum í borginni, reyndist hann alltaf réttur. Hann getur verið gagnlegur til að vara við hálku, þegar hitastigið dansar sitt hvorum megin við núllið og jafn- framt fróblegur að fylgjast meb. Þannig kom t.d. í ljós á miöviku- dagskvöld að hitastigið efst í Ár- bænum var sjö gráðum lægra en neðst í Vesturbænum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.