Tíminn - 22.09.1994, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 22. september 1994
ÍflilÍllll
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangurfrá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Það sem forsætis-
rábherra gleymdi
Forsætisráöherra lýsti þjóðhagshorfum á ríkis-
stjórnarfundi í gær og kynnti það síðan í viðtölum
við blaðamenn að horfurnar væru góðar í þjóðar-
búskapnum. Hagvöxtur væri nú í landinu og at-
vinnuleysi mundi minnka á næstu árum. Afkoma
fyrirtækja hefði batnað og kaupmáttur muni vaxa.
Sú spurning vaknar hvort þessi bjartsýni sam-
rýmist veruleikanum, eða hvort hún helgast af því
að kosningar nálgast nú hröðum skrefum.
Þær jákvæðu horfur, sem eru í þjóðarbúskapnum
á þessu ári, eiga einkum rætur að rekja til þess að
það var afburða góð loðnuvertíð lengst af og mikil
verðmætasköpun vegna frystingar loðnu. Uthafs-
veiðar í Smugunni, á Svalbarðasvæðinu og á
Reykjaneshrygg hafa gefið verulegar tekjur í þjóð-
arbúið. Þetta hefur áhrif í jákvæða átt. Hitt verður
að undirstrika að þetta eru vinningar, svo sem ger-
ist í þjóðarbúskap sem byggir á því hvort vel veið-
ist eða ekki. Framtíðin er ekki viss í þessum efnum.
Þótt afkoma fyrirtækja hafi í mörgum greinum
batnað milli ára, hefur ekki tekist enn að vekja þá
tiltrú á framtíðinni að fjárfestingar hafi aukist. Þær
eru þær minnstu frá stríðslokum. Þetta gerir það
að verkum að það er mikill slaki í atvinnulífinu og
atvinnuleysi mælist nær þrefalt á við það sem það
var fyrir fjórum árum. Auk þess hefur yfirvinna
dregist saman, sem veldur því að ráðstöfunartekj-
urnar lækka. Þetta hefur orðið til þess að fjölskyld-
urnar í landinu hafa átt erfiðara með að standa við
skuldbindingar sínar og skuldir heimilanna eru
orðnar á þriðja hundrað milljarða. Launamunur
hefur svo á þessu sama tímabili margfaldast og
fjármagnstekjur eru skattfrjálsar, þannig að bilið
milli ríkra og fátækra í þjóðfélaginu er gjá, sem
dýpkar og breikkar með hverju ári. Launatölur
upp á eina milljón á mánuði á móti 50-60 þúsund
króna launum hinna lægst launuðu er munur sem
með engu móti verður þolaður í litlu þjóðfélagi.
Það veldur undrun að forsætisráðherra landsins
skuli koma fram í sjónvarpi og tala um efnahags-
mál næstu ára, án þess að minnast á þetta misrétti
og þessi geigvænlegu þjóðfélagslegu vandamál.
Það bendir til þess að hann standi ekki mjög nærri
veruleika íslensks launafólks. Þess verður rækilega
vart, þegar út í þjóðfélagið er komið, að það
kraumar undir vegna misréttisins í þjóðfélaginu.
Þar við bætist að fjölmargar álögur í formi þjón-
ustugjalda hvers konar hafa verið lagðar á fólkið í
landinu, sem er dulbúin skattheimta og bætist við
skattheimtu á einstaklingana eftir beinum leiðum,
sem hefur aukist. Til viðbótar við það gefa opin-
berir aðilar upp áætlanir um það að neðanjarðar-
hagkerfið sé orðið svo fyrirferðarmikið að skatt-
svik í landinu nemi allt að 15 milljörðum króna.
Það er þessi mynd sem er ógnvænleg, þótt fagna
beri verðmætasköpun í sjávarútvegi, sem hefur
bjargað því sem bjargað verður síðustu árin.
Ef forsætisráðherra heldur uppteknum hætti og
talar aðeins um það sem jákvætt er, þá er hætt við
að lítið mark sé á honum tekið og málið afgreitt af
almenningi sem kosningaáróður.
Jafnaðarmannafélagið Framsýn?
Rætt um að breyta
félaginu í flokk
....... —* 2 J*-p=arKr sr.stssP*
... um undli *o°n*,kF
•«« s,
XuUl* J*tn»6.munn»- ’XÍwn•*> muft"
Iíu,l6 pélltUkur £»>"{£ ,uuí.|. hl* I n""‘ "W-
lyrii J6h0nnu JlpiltOfwHW* » -----,
Jöh.niu «* i"*"1
>u o« Juh J KJ*'
JOh.nn. «i mtoumui > >«»»j jV'^Ukki irO » Jnri »6J*-
umu' ■""'" ! “.„I,!,,, wl. ■■, "■«" » ■»
,i.ii. rn.ZX- «n,iiu'U».>t>».|n-:"i
sríTiSK
m.»n.ltl»,lnu lyili »!*•
munl»li|»h|*.rw
u,- k,i, oOdv.il J.ImO.1-
m»nn»ftl»,»'n»-
fn ti «'nh*»i w'nhlJOmui
mim vktui oc »nn»n» •«“•».
S.H.nv.tnJlWMhub.'v^
Urinu Of knnbo»»n». ItUP
Moönlnpm.nn. H*ykl»»Uui •
“"►VÍm *• vtilO »6 H» ivlp»t>.i
nötui. llvoi' þ*i n* * M|*"»
unun. *i tkU »1«» l|6»l «""•
I u b»6 ti lutlui vlll' lyrt'
p I J»ln*6»in>»nn»ltl»glnu*6
nJ Ktn biri6»»lil um»l66u
nu6»l !»•"-«“ 'C
nnlu »1'*n|,^0^y,'r,.m.
Sigurður Pétursson, oddviti
Jafnaðarmannafélagsins, lýsir
því yfir í Tímanum í gær að
hann og fleiri séu að hugsa um
að stofna flokk, sem gæti þá
orðið pólitískur vettvangur fyrir
Jóhönnu Sigurbardóttur. í því
samhengi segir hann að rætt
hafi verið við félaga í Alþýðu-
bandalagsfélaginu Framsýn um
einhvers konar samvinnu.
Raunar nefnir hann líka til sög-
unnar Regnbogann, stuðnings-
samtök R- listans í Reykjavík,
sem hlýtur þó að vera meiri ósk-
hyggja en veruleiki, því ótrúlegt
er aö R- listinn fari að blanda sér
með þeim hætti í innanflokks-
átök og blokkamyndanir hjá A-
flokkunum. Garra er ekki kunn-
ugt um annað en að R-listinn sé
einmitt laus við þá sjálfseyðing-
arhvöt, sundurlyndi og enda-
lausa stofnun nýrra félaga, sem
einkennir starfsemi Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalags-
ins þessi misserin. Því er það
álíka mikib út í hött ab R-listinn
fari að blanda sér í árekstra og
bandalagamyndun A-flokkanna
fyrir alþingiskosningarnar eins
og þab er skiljanlegt ab flokks-
brot og félög vilji bendla sig vib
vel heppnaba samfylkingu í
borgarstjórn í Reykjavík.
Rætt viö Framsýn
um flokk
Hitt er engu ab síður áhugavert,
ef verið er ab byggja brýr milli
Jafnaðarmannafélagsins, sem
var í Alþýbuflokknum, og Al-
þýðubandalagsins Framsýnar,
sem stofnab var gagngert til
þess ab sætta stríðarídi fylkingar
í flokknum.
Ef þetta er tilfellið, þá eru þeir
allaballar og verkalýðsforkólfar
Björn Grétar og Leifur Guðjóns-
son komnir í merkilegt hlut-
verk, því auk þess aö vera sátta-
semjarar innan síns flokks eru
GARRI
þeir komnir í pólitískt ferðalag á
rauðu ljósi meb Jóhönnu Sig-
uröardóttur og Sigurði Péturs-
syni. Hvort þetta ferðalag endar
í nýjum flokki, Jafnaðarmanna-
félagi Framsýnar, og kvarnar úr
báðum gömlu A-flokkunum, er
enn of snemmt að spá um. Hins
vegar má búast við ab „flokks-
eigendur" A-flokkanna séu lítt
hrifnir af þessu tilhugalífi
„sinna" manna og kvenna og
muni gera hvab þeir geta til að
„sameina jafnaöarmenn" með
einhverjum öðrum hætti fyrir
næstu alþingiskosningar.
R-listinn ekki hækja
í alþingiskosningum
Því miður óttast Garri að niður-
staðan geti því orðið sú sama og
jafnan áður, þegar mikið hefur
gengið á í sameiningu jafnaðar-
manna, að árangurinn verði í
engu samræmi viö alla vinnuna
sem í hana er lögb. Stærsta
hættan er þó sú, að menn
gleymi sér í átökunum við að
búa til samfylkingu jafnaðar-
manna fyrir alþingiskosningar
og fari að reyna að slá sjálfa sig
til riddara með því að draga inn
í þann slag breiðfylkinguna,
sem myndaðist fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar í R-
listanum. R-listinn er einfald-
lega allt annað mál og hefur
ekkert með sameiningu jafnað-
armanna að gera. Framsýnir
jafnaðarfélagsmenn og aðrir
jafnaðarmenn verða einfaldlega
að heyja sína kosninga- og sam-
einingarbaráttu fyrir alþingis-
kosningarnar án R-listans í
borgarstjórn Reykjavíkur. Með
öðrum orðum, þá er R-listinn
ekki hækja fyrir hin aðskiljan-
legustu stjórnmálafélög, sem
vilja bjóba fram í alþingiskosn-
ingum.
Garri
Vínmenningin á leiðinni
Ljúfasta viðskiptaþvingun, sem
íslendingar hafa verið beittir,
var þegar Spánverjar afléttu
áfengisbanninu og hótubu ab
hætta að kaupa saltfisk nema
keypt væm vín af þeim. Áfeng-
isbannið var brotið á bak aftur
og öld Spánarvínanna rann
upp. Síðar var farið ab selja
brennivín og viskí og löngu síð-
ar bjór.
Nú er svo komið ab 19 þúsund
manns geta setið samtímis að
drykkju á krám miðborgar
Reykjavíkur og sex þúsund í
öbrum hverfum. Engin
krummavík eða dalabyggð er
svo aum að þar sé ekki í það
minnsta eitt vínveitingaleyfi,
enda er gætt jafnvægis í byggð
landsins á því sviði sem öbrum.
Þetta er kölluð áfengismenn-
ing og er hún í mikill framför,
sem til að mynda má marka af
því ab samfara fjölgun vínveit-
ingaleyfa er opnunartíminn ab
verba nær ótakmarkabur, sem er
afskaplega hentugt fyrir lang-
drykkjumenn.
Námsskylda
Þab er heppilegt aö svona vel er
búið í haginn fyrir áfengis-
menningu, þegar Spánarvínin
kveða enn dyra, en framleiðslan
á þeim er orðin svo ofboðsleg að
hætt er ab tala um vínvötn (sbr.
kjötfjöll hér), heldur vínhöf,
sem eru að færa Suður-Evrópu í
kaf.
Spánskir harðneita að draga úr
vínframleiðslu, eins og aðrar
framleiðsluþjóðir suður þar.
Uppi eru kröfur um að allir
þegnar ESB og þar meb EES til-
einki sér enn meiri vínmenn-
ingu en þeim hefur tekist að
rækta meb sér til þessa.
Þjóbunum í nyrðri hluta efna-
hagssvæðisins er gert að venja
sig á daglega víndrykkju, og
kenna á börnum frá 12 ára aldri
að umgangast vín á kúltúrellan
hátt. Það er að drekka daglega.
Þetta er alveg satt, því það
stendur í blöðunum.
Innrás Spánarvínanna hin
nýja er vel skipulögð. Einkasala
innan EES er bönnuð. Tollar og
gjöld á landbúnaðarvörur falla
A víbavangi
niður og það er leikur einn að
koma í veg fyrir undanþágur.
Vínframleiðsla í Suður-Evrópu
er landbúnaður, en ekki brugg
eins og á íslandi. Tolla- og inn-
flutningsmúrar koma ekki til
greina. Offramleiðsluhöf vín-
yrkju ESB munu því streyma til
okkar noröur á hjara og verði
mjög í hóf stillt. Verbi einhver
fyrirstaða, er auðvelt fyrir land-
búnaðinn suður frá að hætta að
kaupa Smugufisk og annan út-
flutning frá íslandi.
Hollt og gott
Bændur og landbúnaðarráð-
herrar vínyrkjuríkja segja vínið
næringarríkt og hollt og að það
sé samofið menningararfleifð-
inni og jafnvægi í byggð land-
anna. Þar ofan í kaupið haldi
vínyrkja landi í rækt, en upp-
blástur og auðn skapist ef hætt
verður að nýta landið með
þrúgurækt.
Því þverneita vínþjóðir að
draga úr framleibslunni og segja
norðurpart ESB vel geta staöið
undir henni og þambað upp
höfin, eba að minnsta kosti
borgað þau. Þetta stendur líka í
blöbunum.
Nú væri ráb ab íslenskir bænd-
ur og landbúnaðarráðherra
beittu krók á móti bragði. Hér á
að byggja upp kjötfjöll. Feitt
kjöt er næringarríkt og hollt og
samofið menningararfleifbinni
og jafnvægi í byggð landsins. Sé
landið ekki beitt og ræktab, fer
það í auðn, en sauðfjárræktin
stuðlar að því að byggð raskist
ekki.
Nú er ekki nema sanngjarnt að
vinir okkar fyrir sunnan kaupi
ómælt hollt og næringarríkt
dilkakjöt af okkur fyrir holla og
næringarríka vínið, sem þeir
gera okkur að kaupa af sér.
Þegar díllinn var meikaður um
Spánarvínin, þegar hún lang-
amma var ung, var skipt á vín-
um og bakkalá, en nú fer best á
því að kaupslaga með annars
óseljanlegar vörur, þar sem
framleiðslugetan er langt fram-
yfir þarfir nokkurs markabar.
Og ekki er hætta á öðru en að
kátt verði í ríkinu þegar vín-
menningin heldur innreið sína,
og mikið er það upplagt hve vel
við erum í stakk búin að veita
henni viðtöku með öllum okkar
krám og afvötnunarstöðvum.