Tíminn - 22.09.1994, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 22. september 1994
Sigurbur Sveinsson
Fæddur 11. febrúar 1922
Dáinn 4. september 1994
Afi minn. Þegar ég kvaddi þig í
júní á tröppunum á Hjallaveginum,
hvarflaöi það ekki að mér að það
yröi í síðasta skipti. Þú, sem hefur
alltaf verið fastur punktur í tilver-
unni hjá mér. Alltaf til staðar og
ávallt reiðubúinn að gefa manni
góð ráð.
Viö Friðgeir vorum með þér í
hestamennsku og þau ár komu svo
sannarlega upp í huga minn, þegar
Ingibjörg systir hringdi austur og
sagði mér að þú værir allur. Þú gafst
mér svo mikið og mér þótti svo
vænt um þig, elsku afi minn. Þó
fjarlægðin milli okkar síðasta ára-
tuginn hafi verið mikil, þá veit ég
að hugir okkar stóðu miklu nær. Þú
hafðir alltaf trú á mér, sama hvað á
gekk. Fyrir það þakka ég þér.
Fyrir 20 árum fór ég með ykkur
ömmu, Sigurveigu og Friðgeiri í
sumarbústað á Einarsstöðum á
Fljótsdalshéraði. Sú vika stendur
eftir ljóslifandi í minningunni. í
hvert skipti, sem ég ek þar framhjá,
minnist ég þessara góðu tíma með
söknuði. Ég minnist útreiðartúr-
anna sem við fórum í saman. Ég
minnist þess sérstaklega hvað við
þrír, ég, þú og Friðgeir, vorum mikl-
ir vinir, þó svo að 40 ár stæðu á
milli. Þessi ár koma ekki aftur, en ég
mun alltaf geyma þau í hjarta
mínu.
Elsku afi minn. Þakka þér fyrir allt.
Elsku amma og þið öll, sem syrgið
yndislegan eiginmann, fööur, afa
og vin. Tíminn er sagður lækna öll
sár. Vonandi getum við sætt okkur
við þetta með tímanum. En eitt er
víst, afi minn, að minningin um
þig og þín verk verður vel geymd í
hjarta mínu. Hvíl þú í friði.
SigurðurÞór Kjartansson
Lokið hefur göngu þessa lífs
tengdafaðir okkar og vinur, Sigurð-
ur Sveinsson rafvirkjameistari,
lengi kenndur við Rafver hf., sem
var starfsvettvangur hans í áratugi.
Með Sigga er genginn einn af þess-
um stórbrotnu mönnum, sem settu
sterkara svipmót á samtíð sína en
margur annar.
Hann var Skaftfellingur, hár,
beinn, stórskorinn, fasið rólegt og
yfirvegað og ekki minnumst við
þess að hafa séð hann reiðast sem
kallast gæti, hann lagði mál sitt
fram umbúðalaust og ákveðið. Ekki
stóð hann hlutlaus hjá, þegar börn-
in stofnuðu heimili og byggðu sér
bú, Siggi var alltaf innan seilingar
með liðveislu og leiöbeiningar. Það
var gott að eiga slíkan vin að á lífs-
leiðinni. Ljúft og blítt hjarta Sigga
voru þó þeir kostir sem flestir nutu í
fari hans. Þar var nægt rúm fyrir
alla sem vildu, þar á meðal fjögur
ung fööurlaus böm sem Siggi tók að
sér og þegar hann síðar eignaðist
dóttur með móður þeirra, eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Sigríði Magn-
úsdóttur, gerði hann bömunum
öllum ávallt jafnt undir höfði. Það
var því síðar eðlileg ásókn barna-
barnanna til afa á Hjalló, sem alltaf
hafði þolinmæði og blíöu fyrir ung-
ana sína. Þau voru ófá sporin sem
farin voru yfir til afa og ömmu í
næsta hús, það færði honum
ómældar ánægjustundir, eins og
aðrar samverustundir meö barna-
börnum sínum í gegnum árin.
Erfið veikindi Sigga, sérstaklega
síðasta áratuginn, voru honum
þungur róður, en þar sýndi sig
kjarkurinn og seiglan. Hann haföi
sig upp úr þeim aftur og aftur,
möglunarlaust og án þess að kvarta.
En fastur og vís þáttur lífsins,
dauðinn, hefur nú bankað á dyrnar.
Siggi kvaddi með reisn og æðru-
leysi, eins og honum var líkt. Með
tár á vanga og harm í hjarta kveðj-
um við Sigga með söknuði, ekkja
hans, . Sigríður,, börnin fimm,
l < á t a i V i < l i I i » I l l l I i '
t MINNING
tengdaböm, barnabörn og aðrir
ættingjar.
Með gleðiblöndnum minningum
frá liðinni tíö höldum við nú áfram
göngu okkar til þess sem koma skal.
Drenglyndi Sigga og æðruleysi er
okkur góð fyrirmynd, kjarkur hans
og seigla til eftirbreytni. Megi
minningarnar um góðan dreng
vera okkur, börnunum okkar og
öðrum gott veganesti um ókomna
framtíð.
Við sendum fjölskyldu Sigurðar,
öllum ættingjum og vinum innileg-
ar samúöarkveðjur.
Fyrir hönd tengdabama,
Sveinn Geir Sigurjónsson
Mánudaginn 12. september sl. var
til moldar borinn ástkær föðurbróð-
ir minn, Sigurður Sveinsson, eða
Siggi frændi eins og við systkinin
kölluðum hann. Siggi frændi er
annar af sjö systkinum sem kveður
þennan heim.
Eftir fráfall föður míns reyndust
Siggi og hans ágæta kona, Sigríður,
fjölskyldu minni ómetanleg stoð.
Þegar ég hugsa til æskunnar, þá eru
það ófáar gleðistundirnar sem viö
systkinin áttum á heimili Sigga og
Sigríðar eða í bíltúrum og veiðiferð-
um meö þeim. Fyrir níu ára feimna
telpuhnátu, sem ekki vildi vera
hvar sem er, var heimili þeirra ynd-
islegt. Þar var alltaf glatt á hjalla og
gestkvæmt að sama skapi. Mig lang-
ar fyrir hönd okkar systkinanna á
Litlalandi að þakka þér, elsku Siggi,
fyrir allar þær fjölmörgu gleði-
stundir sem þú gafst okkur systkin-
unum á æsku- og unglingsárum
okkar.
Elsku Sigríður, Sigurveig og aðrir
aðstandendur, viö systkinin send-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Deyr fé,
deyja frcendur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sérgóðan getur.
(Hávamál)
Fyrir hönd systkinanna á Litla-
landi,
Halla Jörundardóttir
Sigúrður föðurbróðir minn lifði
sína bernsku og æskuár að Þykkva-
bæjarklaustri í Álftaveri. Þó að
Álftaverið væri lítil sveit, var fjöl-
menni á flestum bæjum og börn og
unglingar áttu víða sína jafnaldra,
en þar hefur þó orðið breyting á,
sem víða í sveitum landsins. Sveitin
var þéttbýl og stutt milli bæja, fé-
lagslíf var því mikiö og fjörugt,
ásamt því aö náið samstarf og sam-
hjálp var meðal sveitunga. Á
Þykkvabæjarklaustri var kirkja og
þar messað reglulega, og komu þar
flestir sveitungar saman, mál rædd
og veitingar þegnar. Farskóli var þar
einnig fyrir nágrannabæi og oft
glatt á hjalla. Amma Hildur, móðir
Sigurðar, var ljósmóðir sveitarinn-
ar, en oft var hún einnig kölluð til
ef fæðing gekk illa, jafnt hjá dýrum
sem mönnum. Langt var til læknis
og vann hún oft ýmis læknastörf.
Við þessar aöstæður ólst Sigurður
upp og tamdi sér þessa samhygö og
var það hans aðal að vera ætíð boð-
inn og búinn til hjálpar mönnum
og málleysingjum, hrókur alls fagn-
aðar og félagslyndur.
Systkinin voru sjö og var Sigurður
í miðjunni hvað aldur snerti. Eins
og algengt var, þurftu börn að
vinna við búskapinn strax og þau
uxu úr grasi, og féll það í hlut Sig-
urðar að vera áfram við búskapinn
eftir að flest systkinin voru flutt að
heiman. Árið 1945 flutti fjölskyld-
an frá Þykkvabæjarklaustri að
Skeggjastöðum í Mosfellssveit. Þar
stundaði Sigurður búskap, ásamt
foreldrum sínum, í fimm ár, en
jafnframt vann hann á jarðýtu við
að brjóta land til ræktunar, vega-
gerð og byggingu annarra mann-
virkja. Á þessum tíma, rétt eftir
stríðið, var hann einn af frum-
kvöðlunum í stjórnun stórvirkra
vinnuvéla og tók þátt í þeirri tækni-
byltingu sem gjörbreytti þjóðfélag-
inu. Lengi vel man ég eft!r Sigurði
sem eina bíleigandanum í fjölskyld-
unni, og var það mikil hátíð þegar
eitthvað var farið í „Siggabíl", hvort
sem það var með honum eða bíll-
inn fenginn að láni. Á þeim tíma
var annars fariö með rútu upp að
Grafarholti aö heimsækja ömmu og
afa í Pétursborg, með rútu austur í
sveit til Steinu frænku eða strætó
um borgina.
Sigurður nam rafvirkjun hjá
Bræðrunum Ormsson hf. og aflaði
sér síðan meistararéttinda í þeirri
grein. Árið 1956 stofnaði hann
ásamt nokkrum starfsfélögum raf-
verktakafyrirtækið Rafver hf. Þar
starfaði hann síðan á meðan starfs-
þrek entist, og var samstarf þeirra
félaga meö miklum ágætum og
samskipti öll við viöskiptamenn.
Unnið var viö almenn rafverktaka-
störf, fyrst og fremst þjónustu og
viðhald. Þegar fram leið heltust
stofnfélagar úr lestinni, en Sigurð-
ur, ásamt þeim bræðrum Einari og
Jóni Ágústssonum, héldu samstarf-
inu áfram. Þab var ekki aðeins ab
þarna væri um samstarfsmenn að
ræða, heldur ríkti með þeim mikil
og einlæg vinátta. Þegar Sigurbur
fann starfsþrek sitt fara þverrandi,
seldi hann félögum sínum sinn
hlut, en hafði þó áfram hjá þeim
starfsaðstöbu og kom til vinnu þeg-
ar heilsa leyfði og honum hentaði,
þar til fyrir einu ári að hann hætti
alveg störfum að eigin ósk.
Árib 1959 var mesta gæfuár í lífi
Sigurðar, er hann hóf sambúb með
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði
Magnúsdóttur, og á því sama ári
eignuðust þau dótturina Sigur-
veigu. Með þessu gekk Sigurður í
föburstað fjórum börnum Sigríðar
frá fyrra hjónabandi. Þetta varð
hans mesti auður og auðna, og varð
hann þama sannarlega pabbi þeirra
og síðar afi fimmtáa barnabarna og
langafi sjö barnabarnabarna. í afa-
hlutverkinu naut Sigurður sín vel,
enda barngóður og skilningsríkur á
þarfir litla fólksins. Heimili Sigurðar
og Sigríðar á Hjallavegi var opiö öll-
um vinum og vandamönnum, og
gestrisni mikil og alltaf góbar veit-
ingar fram reiddar. Oft var kátt á
hjalla í afmælisveislum, enda mikið
söngfólk í ætt þeirra beggja. Minn-
ist ég þess fyrir tuttugu árum, þegar
ég varð stúdent, sama dag og Sigríð-
ur varð fimmtug, að eftir stúdents-
veislu á mínu heimili var fariö í af-
mæli til Sigríðar og var þar mikib
fjör og alveg við hæfi við s túdenta-
fögnuð.
En vinarþel er ekki bara glaumur
og gaman, þau hjónin voru líka
samtaka í því að fylgjast með öldr-
uðum nágrönnum sínum, jafnt
sem ættingjum, og veita þeim lið-
sinni og umönnun. Ef eitthvað
bjátaði á, voru þau fyrst manna til
þess að bjóða fram aðstoð sína og
umhyggju, og lét Sigurður ekki
stabar numið fyrr en viöunandi
lausn fékkst á þeim vanda sem við
gat verið ab glíma.
Sigurður átti við hjartasjúkdóm að
stríða og var oft illa haldinn. í apríl
1985 fór hann í aðgerð til London,
sem tókst mjög vel, og átti hann
eftir þab mjög góð ár. Upp á síb-
kastið voru veikindin þó farin að
ágerast aftur, og fyrir lá ab á næst-
unni ætti hann að fara í nákvæma
rannsókn. Þessi veikindi voru þess
eðlis, að hann var ávallt við því bú-
; . :íbi ■ tÁi'UiiiL’b'i 'í'Hkti-Atv'iíiL} ' *
inn að lífið gæti slokknað fyrirvara-
lítið. Meb þessu var lifaö fyrir
augnablikib, og þakkaður hver dag-
ur sem hann fékk ab vera með fjöl-
skyldu sinni og eiginkonu, og end-
urspeglaðist þetta í kærleika þeirra í
milli. Þaö er í raun merkilegt hvern-
ig þessi hávaxni maður bar með sér
ákveðinn frið og fögnuð, sem mað-
ur skynjaði. Þetta þakklæti fyrir lífið
kom fram í óvenjulegum ræktunar-
áhuga hans. Það sást best á þeim
áhuga hans á því að koma ungviði
til, hvort sem um uppeldi trjá-
plantna af fræi var að ræða, ræktun
silungaseiba og síðast en ekki síst í
umhyggju hans fyrir ungviði fjöl-
skyldunnar.
Tveim vikum fyrir andlát Sigurðar
hittust systkinin uppi í Skorradal í
sumarbústað foreldra minna og
áttu þar góða helgi. Þeir bræður,
eiginkonur og systur, sátu þar fram
á nótt og ræddu saman, og veit ég
að þessi helgi er og verður mikils
virði fyrir pabba, enda hafði hann á
orði að nú væri svo komið á aldurs-
skeiði þeirra, að spurning væri um
hve lengi væri hægt að ná þeim
saman. Þó ab þetta yrði að áhríns-
orðum, gat engum til hugar komið
að svo snöggt yrði um eitthvert
þeirra, en enginn veit sína ævi fyrr
en öll er. Meðal systkina Sigurðar er
nú skarð fyrir skildi og verður hans
sárt saknað, en sorginni verður þó
yfirsterkari minning um góðan
dreng. Mínar innilegustu samúbar-
kveðjur sendi ég og fjölskylda mín
Sigríði og fjölskyldu og föðursystk-
inum.
Óskar Einarsson
Þegar ég minnist elskulegs tengda-
afa míns, Sigurðar Sveinssonar, er
mér efst í huga þakklæti fyrir að
hafa fengið að vera samferða hon-
um síðastliöin 16 ár, því manni eins
og Sigga afa kynnist maður ekki
nema einu sinni á ævinni. Siggi afi
var í mínum huga mikill maður,
sem kunni að sýna ástúð og um-
hyggju. Ást hans og umhyggja fyrir
Siggu ömmu og okkur öllum í fjöl-
skyldunni náðu út fyrir allt, velferb
okkar gekk fyrir hans eigin heilsu,
enda búum við að slíkri umhyggju
alla ævi.
Ég lærði margt af honum Sigga afa,
hans stóri faðmur stób mér alltaf
opinn frá upphafi og lífsspeki þeirra
Siggu ömmu og Sigga afa var sú að
við ættum öll að vera góð hvert við
annað. Það er margt sem kemur
upp í huga manns þegar mabur
kveður góban mann, hann var
ávallt sá klettur sem var til staðar og
innan handar ef eitthvað bjátaði á,
alltaf reiðubúinn að hjálpa.
Hún Sigga amma er mér einkar
kær, enda nýt ég ávallt hennar ást-
úðar. Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst fólki eins og Siggu ömmu og
Sigga afa, sem voru vel liðin af öll-
um sem til þekktu. Ég er þakklát fyr-
ir að eiginmaður minn fékk að mót-
ast í slíku umhverfi sem ríkti hjá
þeim hjónum.
En nú er komib að leiðarlokum,
öllu er afmörkub stund. Því vil ég
þakka Sigga afa allan þann velvilja,
umhyggju og elskulegheit við mig
alla tíb. Minningin um einstakan
tengdaafa, vin og langafa sona
minna mun fylgja mér um ókomin
ár og verða ljós í lífi okkar allra.
Elsku Sigga amma og fjölskyldan
fííUl^Árirí’í^i'j? i !,i’i'l ’j* tG. i) *L**
öll, Guð veri með okkur og styrki á
sorgarstund.
Blessuð sé minning Sigurðar
Sveinssonar.
Bryndís S. Halldórsdóttir
Þegar fjölskyldan sameinabist og
hver hughreysti annan á þeirri
sorgarstund, þegar hann afi minn
andaðist, þá streymdu yfir mig allar
þær dýrmætu minningar sem ég á
um hann. Öll þau forréttindi sem
ég fékk sem ungur drengur að alast
upp hjá ömmu og afa á Hjalló, hjá
manni eins og honum, sem gaf mér
allan þann kærleik, ást og um-
hyggju sem einn maður getur veitt.
Hann var mér ekki bara afi, heldur
líka ráðgjafi alla tíð, meistari í iðn
minni og mikill félagi, og í raun var
hann mér alla tíð sem faðir. Afi var
einstaklega jafnlyndur, kærleiksrík-
ur og ráðhollur öllum þeim sem
hann þekktu, sama hvort það voru
vinir eða venslafólk. Þessir góðu
eiginleikar hans endurspeglast svo
oft þegar ég hitti gamla félaga hans
á förnum vegi, allir sem einn bera
hlýjan hug til þessa manns.
Nú, þegar hann afi minn kveður,
vil ég þakka honum allar þær dýr-
mætu og ógleymanlegu stundir
sem í minningunni munu fylgja
mér um ókomna ævi. Söknuðurinn
er sár, ég bið Guð að styrkja ömmu
mína sem og okkur öll, sem syrgj-
um hann.
Hvíl í friði, elsku afi.
Friðgeir Jónsson
Þann 12. september sl. var til mold-
ar borinn Sigurður Sveinsson. Þegar
fréttin um andlát hans barst, varð
sorgin þung í brjóstum okkar. Hann
var farinn, hann Siggi frændi.
Minningarnar um uppáhalds-
frændann okkar streymdu fram og
efst í huga okkar er þakklæti fyrir að
hafa fengið að njóta samvista við
þennan góða mann.
Okkur er ógleymanlegt þegar Siggi
og Sigga komu með Sigurveigu
frænku í sveitina, þegar við vorum
litlar telpur. Ástúðin og hlýjan, sem
einatt streymdi frá þeim, var alveg
einstök. í minningunni er eins og
alltaf hafi skinið sól þessa daga, og
geislarnir sem hana umlykja teygja
sig í gegnum árin sem við höfum
átt með Sigga. Seinna, þegar leiðir
okkar lágu til Reykjavíkur til náms,
bjuggum við skammt frá heimili
Sigga og Siggu á Hjallaveginum.
Heimili þeirra var okkur alltaf opið
og sóttum við þangab oft. í hugum
okkar var þab stabur kærleika og
hlýju og var ávallt eins og við vær-
um að koma heim til okkar þegar
þangað kom. Nutum viö þar ekki
eingöngu góðvildar og hjálpsemi
Sigga, heldur og allrar hans fjöl-
skyldu sem lét okkur alltaf finnast
eins og við værum einar af þeim.
Einn vetur hýsti hann tvo hesta fyr-
ir okkur og fórum við oft upp í hest-
hús meb honum. Hann hafði ein-
stakt lag á dýrunum og líklega
kynntumst við Sigga best við gegn-
ingar og útreiðar. Það var einstakt
að skynja þá gagnkvæmu virðingu
sem átti sér stab á milli manns og
hesta.
Siggi átti lengi við erfiba heilsu að
stríða. Margoft hefur stabið tæpt og
fjölskyldan horfst í augu við alvöru
lífsins. En viljastyrkurinn og trúin á
lífiö, styrkur og ástúð ástvina hans
og samheldni fjölskyldunnar hefur
hjálpaö honum í gegnum hverja
raun. Það var ógleymanleg sjón fyr-
ir tveimur árum, þegar Siggi mætti
meö alla fjölskylduna á ættarmót
afkomenda afa síns og ömmu frá
Hlíð í Skaftártungu. Það var stór og
fríður hópur og barnabörnin komu
langa leið til að gleðja afa sinn. Þab
var ekki að ástæðulausu sem stoltiö
skein af honum frænda okkar þá.
Farinn er yndislegur eiginmaður
og vinur, faðir, fósturfaðir og afi.
Góður Guð styrki Siggu og alla fjöl-
skylduna í sorg þeirra. Eftir lifir
minningin, sem er okkur öllum svo
dýrmæt.
Sigurveig Þóra
........ogHildur
#&• t'Ag ■ óh-ítídi