Tíminn - 29.09.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1994, Blaðsíða 2
2 Wrnvm Fimmtudagur 29. september 1994 Tíminn spyr... Er hægt aö halda HM '95 meö sóma meö stækkun Laugardalshaliarinnar? Jón Ásgeirsson, á sæti í HM- nefndinni „Já, ég held að ég verði að svara því játandi, það verður hægt ef allt annað verður í lagi. Hitt er annað mál að það hefði verið hægt að halda keppnina með ennþá meiri sóma ef það hefði ver- ið staðið betur að þessum húsbyggingarmálum og menn hefðu hugað að þeim fyrr." Ólafur Schram, formaöur HSÍ „Nú fara í hönd samninga- viðræður á milli Reykjavík- urborgar og ÍSÍ. Vonir okkar standa til þess að saman gangi og hægt verði að halda keppnina með sóma- samlegri hætti en útlit hefur verið fyrir að undanförnu." Geir Haarde, formaöur HM-nefndarinnar ég tel að það sé ekki vafamál að það verði hægt að halda keppnina í Laugardalshöll- inni með miklum sóma eftir að þessi viðbygging kemur. Ég vil jafnframt fagna því að þessi niðurstaða skuli hafa náðst og þakka öllum sem þar hafa átt hlut ab máli fyr- ir hönd framkvæmdanefnd- arinnar." Afstöbubreytinga aö vœnta hjá ríki og borg til starfsemi undirverktaka og svartrar atvinnustarfsemi. Dagsbrún: „Skyndihippar" grafa undan þeim heibarlegu aöstoðarmaður fjármálaráðherra og aðstoðarmaður borgarstjóra höfðu til málsins og baráttu fé- lagsins gegn siðlausum undir- verktökum og svartri atvinnu- starfsemi. En félagið hefur lagt mikla vinnu í skýrslutöku og rannsóknir á þessari þróun, sem einkennt hefur vinnumarkaðinn á undanförnum árum. Guðmundur J. segir að því mið- ur virðist ekkert lát á þessari þró- un, en er þó bjartsýnn á að hægt verði að stemmu stigu við henni, þegar bæði ríki og borg leggjast á sveif með félaginu. Hann segir aö þessi þróun grafi undan heiðar- legum verktökum og aðilum í byggingariðnaði, sem standa ætíð í skilum með allt sitt í samkeppni við svokallaða „skyndihippa" í bransanum, sem skipta nánast um kennitölur og virðisauka- skattsnúmer eftir hvert verk sem þeir taka að sér. „Þetta var rosalegur fundur," segir Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Hann segir að afstöðubreytinga sé ab vænta frá bæði ríki og borg til starfsemi undirverktaka og svartrar atvinnu. En félagib hef- ur gagnrýnt hib opinbera fyrir ab rába verktaka, sem ítrekab hafa ekki stabib í skilum meb skatta og önnur gjöld, hvorki til hins opinbera eba til stéttarfé- lagsins. I síðustu viku funduðu forystu- menn félagsins með fulltrúum frá ' ríki og borg, Kópavogsbæ, VSÍ, Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar og skattrannsóknastjóra um starfsemi undirverktaka og svarta atvinnustarfsemi. í fyrra- dag fundaði Dagsbrún svo með forstjórum stofnana borgarinnar um málið og í framhaldi af því var ákveöið ab skipa sameiginlega nefnd til að fjalla frekar um það. Cuömundur ]. Guömundsson. Á fyrri fundinum vakti athygli fjarvera fulltrúa frá Ríkiskaupum — Innkaupastofnun ríkisins og frá Ríkisskattstjóra, en báðum þessum stofnunum hafði verið boðið að senda fulltrúa á fund- inn. Formaður Dagsbrúnar segist binda miklar vonir við þau já- kvæðu viðbrögð og skilning, sem 20 milljonir til kvenna Félagsmálarábherra hefur Á áttunda tug styrkja hafa verið gengib frá afgreibslu styrkja til atvinnumála kvenna fyrir árib 1994. í ár gafst konum af öllu landinu í fyrsta sinn kost- ur á ab sækja um styrk, en áb- ur voru styrkirnir abeins ætl- abir konum á Iandsbyggbinni. Ráðstöfunarfé sjóðsins hefur verið aukið úr 15 milljónum króna í 20 milljónir. Rúmlega 160 umsóknir bárust um styrki. veittir á árinu, m.a. til markaðs- og þróunarátaks í smáibnaði, s.s. við matvælaframleiðslu, fataiðnab og minjagripagerb. Áhersla er lögb á þróunarverk- efni, sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkomandi svæðum, og ráðgjöf og leiðbeiningar til kvenna sem hyggjast stofna fyr- irtæki. ■ Framsóknarflokkurinn á Reykjanesi ákveöur meö hvaöa haetti veröur valiö á framboöslista á kjör- dœmisþingi í nóvember: Margir nefnd- ir til sögunnar á Reykjanesi Páll Pétursson, formaöur þingflokks Framsóknar, undrast aö Davíö hafi ekki beöist lausnar fyrir utanríkisráöherra: Jón Baldvin verri en Guðmundur Árni Páll Pétursson, formabur þing- flokks framsóknarmanna, seg- ir ríkisstjórnina óstarfhæfa og undrast ab forsætisrábherra skuli ekki hafa bebist lausnar fyrir utanríkisrábherrann. Páll segir abhlynningarstörf Gub- mundar Árna Stefánssonar smáræbi á móti þeim vitleys- um sem Jón Baldvin Hanni- balsson hafi gert. „Þetta er orðið mjög sérkenni- legt ástand í ríkisstjórnarsam- starfinu," segir Páll. „Maöur sér ekki glöggt fyrir hvab þeir geti haldið samvistum lengi. Ég held ab forsætisrábherra hafi haft lög að mæla, þegar hann var ab segja til ungliðunum í Sjálfstæbis- flokknum. Það er ekki ofmælt hjá honum, að þeim, sem telja samning Norðmanna þeim brúk- legan, sé ekki treystandi fyrir ut- anríkismálum á íslandi." Páll segir fá fordæmi, ef nokkur, fyrir því ab forsætisráðherra og utanríkisráðherra skiptist á skob- Páll Pétursson. unum um gmndvallarstefnu- mörkun í utanríkismálum með hnútukasti í fjölmiðlum. „Þetta em líka óvenjulegir menn," segir hann. „Sérstaklega er utanríkisrábherrann búinn að haga sér þannig í þessum mál- um, ab það er náttúrlega ótrúleg þolinmæði hjá Davíb að biðjast ekki bara lausnar fyrir hann. Menn em ab andskotast á aum- ingja Guðmundi Árna núna, en þær vitleysur, sem hann hefur gert, og aðhlynningarstörf, sem hann hefur verið að vinna, eru mikið smáræði á móti því sem Jón .Baldvin hefur gert. Flestu af því, sem Guðmundur Árni hefur gert, er hægt að kippa í lag. Jón Baldvin hefur hins vegar unnið okkur mikið ógagn, sem ekki er hægt að laga. Auðvitað er þetta óstarfhæf rík- isstjórn, en það er bara betra. Hún gerir ekki annab en illt af sér og þá er hagstæöast ab hún geri ekki neitt. Það er að vísu dýr hver vikan sem hún lafir við völd, en þab er skárra að hafa hana í inn- byrbis illindum. Þab er betra að ráðherrarnir lemji hver á öðrum en að þeir lemji á þjóbinni," sagði Páll. ■ Á Reykjanesi rennur fram- bobsfrestur fyrir næstu al- þingiskosningar ekki út fyrr en á kjördæmisþingi 12. nóv- ember. Þab verbur síban ákvebib á þinginu hvaba ab- ferb verbur beitt vib val á frambobslistann. Helst er rætt um tvenns konar fyrir- komulag, annarsvegar próf- kjör og hins vegar kosningu á kjördæmisþingi. Elín Jóhannsdóttir, formaöur Kjördæmissambands fram- sóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi, segir að mest sé rætt um tvær leiðir. „Það hafa verið uppi hugmyndir um tvöfalt þing, eins og verið hefur, eba prófkjör fyrir félagsmenn og stuðningsmenn Framsóknar- flokksins," segir Elín. Þeir abilar, sem þegar hafa gef- ib kost á sér í framboð, eru þau Unnur Stefánsdóttir leikskóla- kennari og fyrrv. form. Lands- sambands framsóknarkvenna, Sigurbjörg Björgvinsdóttir for- stöðumaður Gjábakka, og Ní- els Árni Lund deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Þeir, sem líklegir mega teljast, eru Jóhann Einvarðsson al- þingismaður, Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar Keflavík- ur, Siv Fribleifsdóttir bæjarfull- trúi á Seltjarnarnesi, Hjálmar Árnason skólastjóri, Helga Thoroddsen bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, og Stefán Konráðs- son aðstobarframkvæmdar- stjóri ÍSÍ. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.