Tíminn - 29.09.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. september 1994 'SrirWrylv'lT 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND 796 fórust í ferjuslysi: Mesta sjóslys á Eystrasalti á fribartímum Landlœknir: Vegna svarta- dauðafaraldurs á Indlandi Um er a& ræba tvo faraldra af svartadauba, í ríkjunum Mahar- ashtra og Gujarat í vesturhluta Indlands. Yfirvöld telja sig hafa náb tökum á þessum faraldri. Sjúklingar meö einkenni svarta- dauða á að meðhöndla með sýkla- lyfjum, svo sem tetracýklín, sem er ódýrt lyf og virkar vel ef gripið er til þess í tíma. Lögð er áhersla á að ekki er ástæða til að hindra fólk að ferðast til Ind- lands. Surat er eina héraðið sem bú- ið er að lýsa yfir faraldri. Fólki, sem kemur frá hugsanlega smituðum svæðum, er ráðlagt að leita læknis ef einkenni koma innan 6 daga frá dvöl á svæðinu. ■ Turku - Reuter 126 komust af þegar ferjari Estonia sökk í ofsaveðri á Eystrasalti í fyrri- nótt. Ferjan var skráð í Eistlandi og átti eistneska ríkiö helminginn í henni en sænska fyrirtækið Nordström & Thulin hinn helm- inginn. Sænskur öryggsvöröur lét vita af því daginn áður en slysið varö aö öryggisloki á bíladekki væri í ólagi og áhafnarmeðlimur sem komst lífs af segir að sjór hafi fossaö inn á dekkið. Þetta er mesta sjóslys á Eystrasalti á friðartímum. Síðdegis í gær voru leitarmenn orönir úrkula vonar um að finna fleiri á lífi. 42 lík voru fund- in fyrir myrkur. Eftir því sem næst verður komist vom 964 um borð í ferjunni er hún sökk þannig að gera má ráö fyrir að 796 hafi farist. Samúðar- kveðjur frá íslandi Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar vottað forsætis- ráöherrum Eistlands, Finnlands og Svíþjóðar og þjóðum þeirra hluttekningu sína og samúð vegna sjóslyssins á Eystrasalti í fyrradag, þegar eistnesk far- þegaferja fórst með hundruð- um manna. ■ Það er finnska strandgæslan sem stjórnar björgunarstarfinu og yfir- maður hennar, Raimo Tiilikainen, sagði undir kvöld að þegar líða tók á gærdaginn hafi þeim fækkað jafnt og þétt sem fundust á lífi og síðustu klukkustundirnar hafi ekk- ert fundist nema lík, þrjú til fjögur á hverri klukkustund. Tiilikainen telur víst að flestir farþegar hafi verið komnir í koju þegar slysið varö, og hafi þeim ekki gefist ráð- rúm til að komast út úr klefum sín- um áður en ferjan sökk. Þegar neyöarkall kom frá ferjunni var ölduhæð á slysstaönum 7-10 metrar. Skipbrotsmenn segja að skyndilega hafi mikil slagsíða komið á ferjuna, síðan hafi hún lagst á hliðina og eftir stundar- fjórðung hafi hún verið sokkin. Eistlendingur sem var í áhöfn, Henrik Sillasta, segir að í vélarrúm- inu hafi sést á sjónvarpsskjá hvernig sjór flæddi inn á bíladekk- ið. Hann giskar á að hlerar fyrir bíladekkinu hafi látið undan sjó- ganginum. Anders Berg, einn forráöamanna sænska fyrirtækisins sem átti helmingshlut í ferjunni, sagði að þótt aðalvél hennar hefði stöðvast, eins og heimildum ber saman um að hún hafi gert, hafi það ekki get- að orðið til þess að sökkva ferj- unni. Þótt skipið hafi orðið vélar- vana hefði það eflaust rekið. Ferj- an var gríðarstór, 15.500 tonn. Hún var á leið frá Tallin til Stokk- hólms. ■ Estonia. Björgunarmenn hlúa ab farþegum sem komust af. Líbanon: Landamærum lokað _ - Beirút - Reuter Líbanon hefur fyrst ríkja lokaö landamærum sínum fyrir Ind- verjum vegna plágunnar sem talið er ab sé sami sjúkdómur og sá svarti dauði er varð gífurleg- um fjölda fólks að fjörtjóni fyrr á öldum. Sjúkdómurinn stakk sér fyrst niöur á tveimur stöðum á Indlandi. Vitað er um nærfellt 400 tilfelli enn sem komiö er og hafa um 50 manns þegar látið lífið af völdum sjúkdómsins sem leggst á lungu manna og öndunarfæri. Þótt Líbanon sé fyrsta ríkið til að banna fólki að koma þangað frá Indlandi hefur fjöldi annarra ríkja gert víðtækar varúbarráð- stafanir gegn smiti. Sum flugfé- lög hafa sent lækna um borð í þær vélar sem fara til Kalkúttu og Bombay og mörg ríki hafa vibbúnab til að setja þá í sóttkví sem eru sýktir eba líta út fyrir að vera þab. Helstu einkenni plágunnar eru sótthiti, hósti, klígja og upp- köst. Smit er talið geta borist á milli manna þótt helstu smitberarnir séu rottur og flær. Snoðinskallar fyrir rétti Weimar - Reuter Átta þýskir snoðinskallar komu fyr- ir rétt í dag, sakaðir um skrílslæti í Buchenwald-búöunum þar sem nasistar myrtu meir en 50 þúsund gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Hinir ákærðu voru í hópi yfir tutt- ugu nýnasista sem réðust inn í búð- irnar í júlímánuði með slagorða- flaumi og grjótkasti, en auk þess hótuðu þeir að brenna eftirlits- mann í búðunum til bana. Auk þessara átta hafa fimm aðrir verið ákærðir og koma þeir fyrir rétt á næstunni. í Buchenwald er nú minnismerki um fórnarlömb nasista og helför gyðinga. Innrásin í búðirnar í sum- ar vakti mikla reiöi í ísrael og Bandaríkjunum. Var þýsku iögregl- unni þá legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir hana. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.