Tíminn - 30.09.1994, Side 5
Föstudagur 30. september 1994
5
Bréffrá Dóru Stefánsdóttur á Grœnhöfbaeyjum:
Minningargrein um kofaræksni
Fyrir nokkru voru síöustu kofarn-
ir fyrir neðan blokkarvegginn hjá
mér jafnaöir vib jörðu. Þegar þeir
voru flestir, bjó í þeim á annað
hundrað manns með geitur, svín,
hænsni, hunda og ketti. Er ég
kom hingab til eyjanna í febrúar-
lok á þessu ári, var þegar búið að
rífa hluta af kofunum. Eftir voru
einir sjö og í þeim bjó ennþá heill
hópur af fólki. Sérstaka athygli
mína vöktu börnin, sem virtust
stundum óteljandi.
Aldrei kom ég inn í neinn af kof-
unum. En utan og ofan frá séð
getur hver þeirra ekki hafa verið
mikið stærri en sæmilegt svefn-
herbergi í blokkaríbúð á íslandi.
Hvernig pláss var fyrir alla íbúana
var mér því algerlega óskiljanlegt.
Eitt kvöldið, þegar ég kom heim
úr vinnunni, sá ég forseta bæjar-
stjórnar á tali við íbúana. Ég
hafbi heyrt að til stæbi að rífa
kofana og þóttist nú vita ab brátt
drægi að leikslokum. Og viti
menn, þegar ég kom heim í há-
degismat daginn eftir stóbu þrír
vörubílar fyrir utan kofana og
fólkið var ab hlaða á þá sínum
veraldlegu eigum. Allt, sem hugs-
anlegt var ab nýta, var tekið með.
Jafnvel gamlar fúaspýtur, glugga-
karmar, pappaspjöld, koppar og
kirnur. Nágrannakona mín sagði
að búið væri ab byggja yfir íbúa
kofanna á öbrum stað og lét hún
í ljós efa um ab not yrbu fyrir allt
draslið. En ökumenn vörubíl-
anna biðu þolinmóbir eftir að allt
sem menn vildu taka með sér
færi á pallana.
Og ökumenn jarbýtanna biðu
einnig. Ekki voru vörubílarnir
fyrr lagðir af stað með allt dótið
en jarðýturnar réðust á húsin og
jöfnuðu þau við jörðu. Af svölun-
um hjá mér var eins og að horfa á
spilaborg falla. Ekki þurfti nema
eitt spark frá tönn jaröýtu til að
kofi félli algerlega saman. Ryk-
mökkurinn þyrlaðist upp og há-
vaðinn var ærandi.
Um kvöldið voru bara rústir þar
sem kofarnir höfðu fyrr staðið.
Iðnir menn með sjálfsbjargarvið-
leitni voru þegar farnir að leita að
nýtanlegum múrsteinum, spýt-
um og jafnvel járnplötum af þök-
um. Morguninn eftir vaknaði ég
vib hávaðann og sá snyrtilegar
múrsteinastæður, ryðgaðar þak-
plötur í hrúgum og allt sem kalla
vera regla en undantekning. Vit-
anlega hafa allir þessir stjórn-
málamenn komist til áhrifa með
þau orð á vörum, að þeir væru að
þjóna föðurlandinu. Að vísu
hafa þeir ekki hagað oröum sín-
um svo formlega, að segja það
berum orðum að þeir vildu
þjóna föðurlandinu. En þannig
hefur fólki verið ætlað ab skilja
orð þeirra. Það, sem kallað er
kosningasvik og ekki þykir stór-
mál á landi hér, er því öllu alvar-
legra mál en margur hyggur.
Mál Guðmundar Árna Stefáns-
sonar eru í raun mál stjórnkerfis-
ins alls. Hib eina, sem skilur
hann frá fjölmörgum öðrum
stjórnmálamönnum þessa lands,
er þab að hann kann ekki listina
að fela. Þessi staðreynd nægir
honum fráleitt til sýknu. En hún
ætti að nægja til aö sýna kjós-
endum fram á, að hér á landi er
full þörf á pólitískri siðbót. Þegar
öllu er á botninn hvolft, er ef til
vill skemmri vegur milli Ítalíu og
íslands en margur hyggur.
Ítalía
Svo er að heyra á ýmsum, ab
þeim þyki mál þau, sem kennd
eru við Guðmund Árna Stefáns-
son félagsmálaráðherra, sæta
nokkrum tíðindum. Hvernig má
það vera, er spurt, ab stjórnmála-
maöur, hvort heldur hann er í
stöðu bæjarstjóra eða ráðherra,
kemst upp með pólitíska spill-
ingu, bæði í formi austurs á op-
inberum fjármunum og einka-
vinavæðingu á störfum í þágu
hins opinbera?
Svörin við öllum þeim spurn-
ingum, sem settar hafa verib
fram í þessa veru síöustu vikurn-
ar, getur vart verið að finna í per-
sónu Guðmundar Árna einni
saman. Að vísu var hann þunga-
vigtarmaður í bæjarpólitíkinni í
Hafnarfirði, meðan hann gegndi
þar störfum bæjarstjóra. En því
fer fjarri, að hann hafi nokkru
sinni vegið þungt í landsmála-
pólitíkinni. Þvert á móti. Meira
að segja var öllum ljóst, ab kosn-
ing hans sem varaformanns Al-
þýöuflokksins s.l. vor var eins og
hver annar brandari. Það skiptir
ísland?
einfaldlega ekki máli hver er
varaformaður flokks, sem hefur
Jón Baldvin Hannibalsson sem
formann.
Því er það svo, að skoba verður
þessi mál öll í víðara samhengi
en fjölmiölar hafa fram til þessa
gert. Geta menn t.d. ekki verið
sammála um það, ab þegar ráð-
herra þvingar embættismann til
afsagnar, vegna meintra skatt-
svika, og ræður hann svo til sér-
verkefna á vegum rábuneytisins,
þá sé eitthvað meira en lítib bog-
ib ekki aðeins við vibkomandi
rábherra, heldur það stjórnkerfi
sem honum er ætlað að þjóna?
Ég ætla ekki að fara að taka upp
hanskann fyrir Gubmund Árna
Stefánsson. í þroskuðu lýbræðis-
þjóðfélagi myndi tíundu hluti
þeirra ásakana, sem á hann eru
bornar, nægja til afsagnar, reyn-
ist þær sannar. Raunar eru sumar
ásakanirnar þess eðlis, að víða í
nágrannalöndum okkar þættu
þær eiga fullt erindi fyrir dóm-
stóla. En ekki á íslandi! Hvað
veldur?
SPJALL
PJETUR
HAFSTEIN
LÁRUSSON
Við skulum staldra við embætt-
isveitingar og nýjasta afbrigði
þeirra, þ.e.a.s. ráðningu ættingja
ráðherra og flokksgæðinga í „sér-
verkefni". Öllum má ljóst vera,
að allar götur frá því fram-
kvæmdavaldið fluttist inn í
landið árib 1904 hafa fjölmargir
stjórnmálamenn komist upp
með þab, að haga ákvörðunum
sínum í þessum efnum meb
þeim hætti að augljóst er að sér-
hagsmunir þeirra hafa ráðið
ferðinni. Hagur föburlandsins
hefur m.ö.o. orðið að víkja fyrir
sérhagsmunum. Þetta háttalag
hefur raunar verið nær því að
Ungar stúlkur á fiskvinnslunámskeiöi sem haldiö var á Grcenhöföaeyjum.
hér á eyjunum, jafnvel þó hann
sé frá Brasilíu.
Og íbúarnir, hvað um þá? Um
daginn hitti ég eina af konunum
sem búið hafbi í kofunum. Hún
hafði stabib hágrátandi og horft á
niðurrifið, en hafði nú tekib gleði
sína að nýju. Sagbi að nýja húsið
sitt væri mun þægilegra en það
gamla og mikill væri nú munur
ab blessuðu rafmagninu og því ab
fá vatn rennandi í hverri viku frá
bæjarfélaginu. Fyrir hana var
þetta í fyrsta sinn á ævinni sem
hún gat veitt sér að fara í sturtu,
gera þarfir sínar í klósett og sjá til
við ljós á kvöldin.
Hún var samt ekki alsæl. Nú
þurfti hún að útvega sér peninga
til að borga húsaleigu, rafmagn,
vatn og strætómiða. Vegalengdin
til bæjarins hafbi aukist og ekki
var lengur hægt að fara allra ferða
sinna gangandi. Ekki er um stórar
upphæöir að ræða í hvert sinn,
en fyrir konu meb hennar efna-
hag skiptir hver króna máli. Hún
hafði misst það sjálfstæbi sem
fylgir því að vera óhábur öðrum
og geta séð sér og sínum börnum
farborða meb landbúnaöi í smá-
um stíl. Hún talaði um ab jafn-
skjótt og barn það, sem hún ber
undir belti, fæðist verði hún að
fara að leita sér að vinnu. Hvar
hún ætlar að finna hana veit
hvorki hún né ég.
mátti timbur í öðrum.
Dagana þar á eftir fjarlægðu bæj-
aryfirvöld smátt og smátt það
sem eftir var og enginn gat nýtt.
Og nú er engu líkara en aldrei
hafi búið þarna nokkur maður.
Jarövegurinn fyrir framan blokk-
ina er ennþá örlítib dekkri en
jarðvegurinn í kring, en annars
sér engin merki neins. Ungir
drengir eru búnir að hlaða saman
nokkrum steinum á endum vall-
arins og spila þar nú fótbolta í
sumarfríinu. Háum rómi rífast
þeir um hver megi „vera" Róm-
aríó, sem eftir heimsmeistara-
keppnina í fótbolta er þjóðhetja
Enn verr fór fyrir öðrum íbúum
kofanna. Eftir að þeir voru fallnir
gerði herskari af heimilislausum
kakkalökkum innrás í blokkina
hjá mér, þar sem skjótrábir ná-
grannar drápu þá með eitri strax
og til þeirra sást. Hinar myndar-
legu nágrannakonur mínar sáu
um að sópa út líkunum, sem sum
hver voru á stærð vib eldspýtu-
stokka. Einn hundanna hafbi
orbið eftir, sjálfsagt vegna elli
sinnar og hrumleika. Fyrstu næt-
urnar reyndi hann að gæta rúst-
anna. En yngri hundar og bar-
áttuglaðari töldu ab þarna væri
svæði sem þeir þyrftu að helga
sér. Nótt eftir nótt var nætur-
kyrrðin því rofin af hundgá og
spangóli. Þegar búið var að fjar-
lægja síðustu leifar þessa fyrrver-
andi þorps, misstu hundarnir
áhuga á svæðinu. Hvað varð um
þann gamla veit ég ekki.
Ég sakna nágranna minna með
öllu þeirra umstangi og hávaða.
Þetta var hlýlegt fólk og elskulegt,
sem sat oft úti undir vegg að
spjalli, rétt eins og tíminn væri
ekki til. Það verður gaman að fá
hib fína torg, sem bæjarfélagiö
ætlar sér aö láta gera, og ekki veit-
ir af bílastæðum og vegi. Ekkert af
þessu getur hins vegar komið í
staðinn fyrir hlýleika mannlífs-
ins.
FÓSTUDAGS
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
HVENÆR DREPUR
MAÐUR MANN?
Svokallab fjölmiblafólk fer stundum
mannavillt á sjálfu sér og oft meb
hörmulegum afleibingum. Frétta-
menn halda þá ab þeir megi festa
fólk á krossa í nafni blabamennsku
sinnar, af því þjóbin eigi einhvern
rétt á ab fylgjast meb vibkvæmustu
einkamálum manna. Þetta erfirra!
Hér er ruglab saman einkamálum
og þjóbmálum. Rétti blabamanns
til fréttaritunar lýkur þar sem réttur
borgarans til fribhelgi byrjar.
Dapurlegasta skeib íslenskrar
blabamennsku er tímabil Vilmundar
heitins Gylfasonar. Þá var blaba-
mannapassinn notabur ótæpilega
til ab rybja brautina fyrir pólitískan
frama og andstæbingar í stjórnmál-
um voru miskunnarlaust festir á
krossa. Samherjum var hins vegar
skipulega hlíft við óþægindum.
Fréttamennska af þessu tagi er ekki
blabamennska, heldur hrein og
bein atlaga: ofsóknarblaba-
mennska.
Sibferbib á bakvib ofsóknarblaba-
mennsku í pólitík er ab velja sér
sjálfur mótherja en ekki banda-
menn. Rábast ab þeim meb hnúum
og hnjám uns yfir lýkur. Láta einskis
ófreistab til ab finna nýjan högg-
stab á þessum mönnum meb réttu
eba röngu. Freista þess þannig ab
vinna andstæbinga þessara völdu
fórnarlamba á sitt band og gera ab
sínum eigin samherjum.
Önnur tegund af ofsóknarblaba-
mennsku er ab fylgjast náib meb
fólki sem hefur hrapab í einhverja
ógæfu. Birta reglulega nýjar upplýs-
ingar um ógæfu þess og velta upp
steinum umhverfis þab. Hér rugla
blabamenn saman fréttaritun og
svölun fýsna. Fréttamenn hafa eng-
ar skyldur vib lesendur ab vaka yfir
harmleikjum fólks í landinu. Þeim
ber ekki heldur skylda til ab svala
fýsnum þeirra neytenda, sem nær-
ast á ógæfu fólks. Fréttamenn verba
ab hafa karlmennsku til ab standast
þá freistingu, eba láta þess annars
getib í efniskynningu ab ekki sé um
blabamennsku ab ræba, heldur fró-
un á andlegum losta.
Oft þjófstarta fjölmiblar á réttvís-
ina og dæma borgarana seka á
undan dómstólum. Þá verbur um-
fjöllun fjölmibla ab hinni raunveru-
legu refsingu og sjálfur dómurinn
verbur eins konar hegningarauki,
þegar hann er kvebinn upp. Sumir
brotamenn hljóta þannig þyngri
refsingu en abrir fyrir sama brot.
Þab fer eftir hlut fjölmibla í hverju
máli, og jafn slæmt er ab stytta
réttvísinni leib og leggja stein í
götu hennar.
í öllu fólki er dregin markalína fyrir
rétt og rangt og gott og illt. Allt of
margir fara því mibur yfir mörkin
og flestir þeirra hljóta makleg mála-
gjöld. Annab hvort hjá dómstólum
landsins eba hæstarétti fólksins á
kjördegi. íslenskir fjölmiblar mega
ekki feta í fótspor þeirra brotlegu
og elta þá yfir strikib í leit ab lesefni
eba lostasvölun.
Enginn mabur er eyland hér á
landi og öllum mönnum fylgirfjöl-
skylda og frændgarbur. Breyskir
menn eiga foreldra, sem daprir
harma hlutinn þeirra í hljóbi, og
jafnvel lítil börn sem ganga niburlút
í skólann. Fjölmiblar hafa líka skyldu
vib þá landsmenn. Alla getur hrös-
un hent og rannsóknarblabamenn
og fjölskyldur þeirra geta verib
næst á dagskrá. Reynslan sýnir þó
ab karlmennsku ofsóknarblaba-
manna þrýtur, þegar böndin berast
ab þeim sjálfum eba nánasta
venslafólki.