Tíminn - 30.09.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.09.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. september 1994 9 Raunhœfur kostur í jeppabreytingum: Range Rover með Nissan-díselvél Range Rover eru óumdeilanlega með eina skemmtilegustu akst- urseiginleika sem hægt er að fá í jeppum. Gallar bílsins hafa hins vegar reynst nokkrir. Mest hefur verið kvartað undan of háu verði, hárri bilanatíðni og of mikilli bensíneyðslu. Þetta hefur leitt til þess að Ro- verinn er allerfiður í endursölu og oft hægt ab fá notaða jeppa af þessari tegund á góbu verði. Þetta hefur leitt til þess ab jeppa- áhugamenn hafa í auknum mæli fariö út í ab breyta Rovernum. Þar sem bíllinn er á sjálfstæðri gormafjöbrun á heilum hásing- um allan hringinn, er tiltölulega aubvelt að hækka hann upp og setja undir hann breiðari dekk. Þá er eyðslan hins vegar orðin vandamál. Upp á síðkastið hefur færst í vöxt ab menn setji 2,8 1 sex strokka díselvélina frá Nissan í Roverinn. Þessi vél passar að mörgu leyti vel við jeppann, en ódýrasti kosturinn er að halda upprunalega gírkassanum og BÍLAR ÁRNI GUNNARSSON smíða milliplötu á kúplingshús- ið. Sigurður Ingólfsson, bifvéla- virki hjá bíla- og búvélaverk- stæðinu Draga á Akureyri, er einn þeirra sem hafa reynt þetta, en hann setti notaða vél úr Niss- an Laurel í Range Rover sem hann átti. Hann hefur ekið Ro- vernum með þessari vél í um tvö ár og Iíkar vel. Siguröi fannst vél- in full kraftlítil óbreytt og setti í hana forþjöppu og millikæli. Eftir þær breytingar er vinnslan svipub og var í 8 strokka bensín- vélinni, sem var í bílnum. Kost- urinn við Nissanvélina er sá að tiltölulega litlu þarf að breyta til þess að koma henni fyrir undir húddinu og einnig giskar Sigurb- ur á ab hún sé svipuð ab þyngd og upprunalega bensínvélin. Það hefur í för með sér að ekki þarf að styrkja fjöðrunarbúnaö undir bílnum að framan. Verð á nofubum díselvélum af þessari tegund er mismunandi eftir ástandi, en a.m.k. tvö fyrir- tæki hafa flutt þær inn, yfirfarn- ar og með ábyrgð. Hjá öðru þeirra fengust þær upplýsingar að án túrbínu kostaði vélin um 150 þúsund, en um 250 þúsund með túrbínu. Nissan 3,3 1 dísel- vélin með túrbínu kostar hins vegar um hálfa milljón. isetn- ingarkostnaðurinn er einnig mismunandi, en Sigurður Ing- ólfsson áætlar að tveir vanir menn væru um 3 daga að setja vélina niður og ganga frá henni. Rekstrarkostnaöurinn er ab sögn Sigurbar svipaöur og á bensínbíl, sem eyðir 15 lítrum á hundraðið, og er þá mibað við bíl sem ekur á mælagjaldi. Einn kostur vib þessar breytingar er ótalinn, en hann er sá að menn eru meb þeim nokkurn veginn lausir við smábilanir, sem eru oft tíðar á upprunalegu Range Rover vélinni. ■ Mercedes-Benz kynnir nýtt og endurbcett fjallatröll: Funmog nýtt tröll frá Mercedes-Benz Það hefur ríkt mikil hönnunar- gleði hjá Mercedesverksmiðjun- um í Þýskalandi, en þar hefur fjöldinn allur af nýjum fólksbíl- um verið kynntur undanfarin misseri. Nýjasta útspilið er nýr og þægilegri Mercedes Unimog. Því miður höfum við næsta lítið haft af Mercedes-fólksbílunum að segja hér á landi, vegna þess hversu dýrir þeir eru. Unimoginn er þó vel þekktur, sér í lagi sem björgunarsveitabíll, en einnig hafa aðilar í ferðaþjónustu nýtt sér kosti þessa fjallatrölls. Þetta millistig dráttarvélar og jeppa nýtur sín hvab best við mjög erf- iðar aðstæður í torfærum, en Un- imog hefur löngum þótt kraftlaus og þægindalítill. Nýlega kynnti Mercedes nýjan Unimog, sem kallabur er Funmog. Þetta farartæki er eftir sem ábur ódrepandi í torfærum, en þó þannig úr garði gert að jafn- vel konur geta vandræðalaust set- ið undir stýri. Mun fleiri þægindi eru til staðar og jafnframt er Funmoginn nútímalegri í laginu. Bíllinn er með vökvastýri, styrktu húsi, diskabremsum á öllum hjól- um og fáanlegur með ABS- Abbúnabur ökumanns er mun betri. Mercedes-Benz Funmog. bremsukerfi. Hámarkshrabi er 108 kílómetrar á klukkustund. Vélin er fimm strokka túrbódísil, 81 kW, 110 hestöfl, en hún hefur verib notuð í sendibílalínuna frá Benz. Enn sem fyrr er gormafjöbr- un á öllum hjólum meb niðurgír- un úti við hjólnaf. Eins og á eldri gerðum er hægt að læsa fjórhjóla- drifinu 100%. Gírarnir eru 16 áfram og 8 afturábak. Eigin þyngd er 3700 kg, burðargeta 1200 kg og hámarks dráttargeta hvorki meiri né minni en 18 tonn. Verð til almennings í fram- leiðslulandinu er frá 140 þúsund þýskum mörkum, eða um 4,5 milljónir króna. Þetta verð ætti að vera sambærilegt fyrir bílinn hingaö kominn. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.