Tíminn - 30.09.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1994, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 30. september 1994 Starf flestra þjóba oð jarövegsvernd hefur litlum árangri skilaö: Samstarf vib bændur er forsenda árangurs Jarövegseyðing er vaxandi vanda- mál í heiminum, þrátt fyrir ab miklum fjármunum hafi verib varib til landvemdar síbastliðin 50 ár. Tii a& árangur náist, ver&ur a& virkja bændur og a&ra þá sem nýta landib og skapa þær a&stæb- ur a& þeir beri hag af því a& taka þátt í starfinu. Um leib ver&ur hlutverk ríkisvaldsins a& breytast. Þetta kom fram í erindi Davids Sanders, yfirmanns jarövegsvernd- arsviös Matvæla- og landbúnaöar- stofnunar Sameinuöu þjóöanna (FAO), sem hann hélt á fundi Land- græöslunnar og landbúnaöarráöu- neytsins í gær. David Sanders hóf störf hjá FAO árið 1965, en starfaði áöur fyrir áströlsku landgræðsluna frá 1958. Hann hefur unniö meö ríkisstjórnum fjölmargra landa við að greina vandamál á sviði jarö- vegsverndar og móta tillögur um úrbætur. Sanders hefur dvalið hér á landi frá því á mánudag og kynnt sér jarðvegseyðingu og landgræðslu hér. Athuganir á vegum FAO hafa sýnt aö mestallt starf að jarövegsvernd, sem unnið hefur verið í heiminum, hefur skilað litlum árangri, þrátt fyrir að vera óhemju kostnaðar- samt. Ástæða þess er, aö sögn San- ders, að rangar leiðir hafa verið farnar til að nálgast vandann og þar með hafa menn setið uppi með ónýtar lausnir. Verndun jarðvegs- ins er langtímaverkefni, en þrátt fyrir þaö segir Sanders að fæst ríki hafi myndab stefnu í þessum mála- flokki til langs tíma. í flestum tilfell- um felist starfið í því ab leysa hvert vandamál með skammtímaaögerð- um þegar þess verður vart. David Sanders segir að leggja þurfi miklu meiri áherslu á að greina or- sök og rætur vandans en gert hafi verið í flestum löndum. Hann segir ab oftast sé vandamálið ekki skil- greint fyrr en þab sé orðið augljóst, en þegar þar er komið sögu hefur mikið af yfirborðsjarðvegi tapast og frjósemi landsins minnkað umtals- vert. Aðgerbirnar, sem þá sé gripið til, mibist oftast að því ab halda jarðveginum á sínum stað án þess að leitað sé að raunverulegri orsök vandans. Oftast sé um að ræða stór- ar framkvæmdir á vegum ríkisvalds- ins, sem eru bæði kostnaðarsamar og mannaflafrekar. Af þeim sökum er í flestum löndum ekki hægt að Skilabob kríunnar: __ Skotveibimenn, virbib veibibann á - fribubum fuglum! David Sanders. beita slíkum aðgerðum á nógu stór landsvæði í einu eða nógu hratt til ab unnt sé að koma í veg fyrir að jarðvegseyðingin haldi áfram að aukast. Niðurstaða Sanders er því að bændur og aðrir þeir, sem geta haft bein áhrif á nýtingu og ástand lands, séu lykilaðilar þegar land- vernd er annars vegar. Helsta orsök jarbvegseyðingar er einmitt, að mati Sanders, röng nýting landsins eba ofnýting þess og því mikilvægt ab gera sér grein fyrir því af hverju bændur eru þvingaðir til að nýta landið á þann hátt og hvaða leiðir eru til úrbóta. Um leib og aukin áhersla er lögð á hlutverk bænda verður hlutverk ríkisvaldsins að breytast, segir San- ders. Ríkisvaldib á ab aðstoða bændur við að greina vandann og skapa abstæbur, sem hvetja þá til ab grípa til aðgerða og nýta landið á æskilegri hátt. Sanders leggur áherslu á að bændur verði að sjá fram á að þeir muni hafa hag af starfinu, til að árangur náist. Hann vill að bændur finni sjálfir þær lausnir, sem við eiga á hverjum stað og þjóna þeirra hagsmunum. Hlutverk ríkisvaldsins á einnig að vera að upplýsa almenning um jarbvegseyðingu og landvernd og veita ráðgjöf og þjálfun bændum og öbrum, sem starfa að þessum mál- um. Að lokum á ríkisvaldib að móta langtímastefnu og framkvæmda- áætlun í landvernd og landgræðslu á Iandsvísu. Slík áætlun myndar ramma utan um löggjöf, fram- kvæmdir og fjárveitingu til þessa málaflokks. Nánari útfærsla á stefnunni á hins vegar að fara fram á hverjum stað fyrir sig í samráði við íbúa svæðis- ins. ■ Hóf- semi I. Vib könnumst mörg við stað- hæfinguna um að meðalhófið sé allra best; líklega er sú speki jafngömul grískum heimspekihugleiðingum eða eldri en það. Þessi viska hefur ekki ris- ið hátt á þeim 1-2 öldum sem kapítal- isminn hefur verið ráðandi um þró- un samfélaga jarðar. Vöxtur hag- kerfa, aukinn hagnaður, hraðari tækniþóun o.s.frv. eru hlutar af sjálf- um innviöum og drifkrafti þess hag- og stjórnkerfis sem við búum við. Flestum finnast þetta sjálfsögb atriöi, allt að því „lögmál". En margt bendir til þess að kapítalisminn sé ófær um að setja jaröarbúum rétta ramma ab lífinu. II. Enginn getur neitað því að kap- ítalisminn hefur fært ríkidæmi og hagsæld til stórra landsvæða, þjóðar- hluta eða stétta og getið af sér stór- virkt og tæknivætt samfélag. Á sama hátt getur enginn litib fram hjá rán- yrkjunni, umhverfisspjöllunum og misskiptingu aubs og valda, eba af- neitað vandkvæðum þriðja heimsins sem er aðallega hópur fyrrum ný- lendna og undirstaða undir miklu ríkidæmi flestra iðnríkja. Menn UM- HVERFI Ari Trausti Gubmundsson jar&e&lisfræ&ingur Vib getum stórlega dregib úr notkun einnota umbúba. spyrja sig þá ab vonum: Getur vöxt- urinn haldib áfram? Getur vaxandi fólksfjöldi og fátækt í suðri og aukinn lúxus og hagsæld í norðri enst um aldir? Ber jörðin þessa gegndarlausu neyslu og stórframleiðslu? Nei, segja stjórnmálamenn og hagfræbingar í iðnríkjunum, að vísu lítill hópur. Þeirra á meðal verða til hugtök eins og „sjálfbær nýting náttúrunnar" og „niðurskurbur neyslu". III. Erfitt er ab fóta sig í flóknum heimi hagsmunatengsla og fjármála. Hættumerkin eru þó margvísleg og menn uppgötva að auðlindir em tak- markaðar og umhverfisþættir flestir samtengdir. Þegar þess er gætt að meðaljón í Bandaríkjunum þarf núna 200 milljónir lítra af fersku vatni á 80 árum ævinnar, 20 milljónir lítra af bensíni, 10.000 kg af stáli og steypu, trjáafurðir 1000 stórra trjáa og skilar 40-50 tonnum af sorpi, þá er vissu- lega erfitt að horfa til framtíðar. Allir hinir sömu ættar, þ.e. 5 milljarðar manna sem jörbina byggja, geta vart gert sömu kröfur. Auðlindir jarðar entust þá varla einn mannsaldur. IV. Vandi vaxandi neyslu og stöð- ugs hagvaxtar verður ekki leystur í þessum pistli né heldur innan ramma hag- og stjórnkerfa, sem byggja einungis á gildum hagnaðar í krónum einum talið og skammtíma- hag. íbúar þriðja heimsins eiga sömu heimtingu á því ab lifa eðlilegan meðalaldur heilbrigbra manna og geta sinnt áhugamálum sínum og af- komendum eins og meðalíslending- urinn. Hann sjálfur á aftur heimtingu á að geta tryggt sjálfum sér og afkom- endunum giftusamlegt líf, hreint umhverfi og þægilega framtíð. Þessar kröfur verður erfitt að samræma, en það er þó verk ab vinna á svibi stjórn- mála og hagfræði, náttúrufræði og menningar, og það ekki síðar en þeg- ar í stað. Reikna má meö því að næstu áratugir verbi einmitt vett- vangur þeirrar baráttu ög erfiðu átaka og ákvarðana sem þarf til að snúa við blaðinu. Gömlu gildin um hófsem- ina og nýju hugmyndirnar um sjálf- bæra nýtingu og skaölaust líferni eru vel umhugsunar virði, enda vafalítið efni í endurskoðaðar stjórnmála- kenningar. Stríð vegna auðlinda eða annarra gæða eru því miður jafn fyr- irsjáanleg eins og takmörkun auð- lindanna, ef ekkert er að gert í tæka tíð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.