Tíminn - 12.10.1994, Qupperneq 1

Tíminn - 12.10.1994, Qupperneq 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Miðvikudagur 12. október 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 191. tölublað 1994 Rœkjuframleiöendur sviknir um 10 milljónir kr. til markaössetningu á kaldsjávarrcekju: Veröj öfnunar s j óöur tekinn í að minnka ríkissjóðshallann í fjáraukalögum fyrir yfir- standandi ár er gert ráb fyrir aö eftirstöövar úr Veröjöfnun- arsjóöi sjávarútvegsins veröi notaöar til aö lækka rekstrar- útgjöld ríkissjóös, en eftir- stöövar sjóösins nema ríflega 200 milljónum króna. Athygli vekur aö ríkisstjórnin hyggst ennfremur ekki standa við þau lög sem Alþingi sam- þykkti í maí sl. um Verðjöfnun- arsjóðinn þess efnis aö Félag rækju- og hörpudiskframleið- enda fái 10 milljónir króna úr sjóönum til markað'ssetningar á kaldsjávarrækju. Samkvæmt því sem næst verö- ur komist hyggst ríkisstjórnin skera niöur framlög sín til Haf- rannsóknastofnunar um 200 milljónir króna og færa sam- svarandi upphæö úr eftirstöðv- um Verðjöfnunarsjóös yfir til stofnunarinnar. Heimilin í landinu þurfa strax aö fá launahœkkun vegna spádóma um hœkkun skammtímavaxta. VM5Í: Hækkun launa til langs „Heimilin í landinu þyrftu nú þegar aö fá launahækkun og þá ekki síst vegna þessara spá- dóma um hækkun skamm- tímavaxta. Þannig ab viö þurf- um hækkun launa til langs tíma," segir Björn Grétar Sveinsson, formaöur Verka- mannasambands íslands. Hann segir að eitt helsta vanda- mál heimilanna sé vextirnir og telur að vextir af skammtíma- lánum heimilanna séu ekki lág- ir. Þá mundi umræðan um nauðsyn á hækkun skammtíma- vaxta nokkru áöur en vinna að gerö næstu kjarasamninga hefst af krafti, gefa mönnum innsýn í þær kostnaðarhækkanir sem ráðgert er að velta yfir á launa- tíma fólk. Hann segir að það sé í sjálfu sér ágætt að menn séu það hreinskilnir að tala hreint út um þessa hluti í tíma. Á ráöstefnu um efnahagshorfur og áhættustjórn sem haldin var í fyrradag á vegum íslandsbanka sagði Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðar íslandsbanka, að nauösynlegt væri að hækka skammtímavexti til að viðhalda trú manna á efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar. Aðrar ástæður til hækkunar væru m.a. vegna hækkandi vaxta á alþjóðlegum mörkuðum, óvissa vegna ógerðra kjarasamninga og hugs- anleg þensla í efnahagslífinu. Rigning og rok settu mark sitt á gærdaginn hjá þeim sem eru í útivinnu. Slíkt kemur þó ekki aö sök ef réttu skjólfötin eru til stabar og hann kvartaöi ekki verkamaöurinn sem var viö vinnu sína uppi á Ártúnshöfba í Reykjavík. í dag er spáb vœtu og vindi subvestan og vestan lands en minni úrkomu annars stabar. Tímamynd cs íslendingasögurnar gefnar út á ensku: Á þriðja tug þýðenda að störfum um allan heim íslenskt forlag, Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar, er ab láta þýöa allar íslendingasögurnar á ensku og standa vonir til þess aö heildarverkið komi út síbla á árinu 1995. Forlagib er meö milli 20-30 manns, austan hafs og vestan og jafnvel í Ástralíu, í vinnu vib þýbingar og yfirlestur sagnanna, en vibamikil sam- ræming þessa starfs fer fram um Internet. Hér er um einkaframtak aö ræöa, en þeir sem standa ab Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar em Jóhann Sig- urðsson, Friöþjófur Eyjólfsson endurskoðandi og Sigurður Viðar Sigmundsson kennari á Laugum. Ritstjóri verksins er Viðar Hreins- son en auk hans vinna Robert Co- ok, Bernard Scudder og Keneva Kunz aö undirbúningnum. „Við sitjum hér á heimsbók- menntum án þess aö hafa mögu- leika á að koma slíkri þjóðarger- semi á framfæri viö aörar þjóðir," segir Jóhann Sigurðsson í samtali við Tímann. „Heita má aö ekki komi svo málsmetandi útlend- ingur hingað til lands að honum séu ekki sýnd handritin, en ef hann langar til að kynnast inn- takinu er það alls ekki tiltækt. Reyndar hafa fáeinar sögur komið út á erlendum málum, en þar er ekki um neina aðgengilega heild að ræða eins og hér veröur. Við leggjum alla áherslu á að vanda svo til þessa mikla verks sem kost- ur er, og erum raunar sannfærð um það að það uppfylli ýtrustu kröfur," segir Jóhann Sigurösson. Um það hvenær þetta starf hófst og hver hafi staðiö straum af kostnaði hingað til segir Jóhann: „Sjálft undirbúningsstarfið hefur tekið mörg ár, en það var fyrir tæpu ári aö byrjað var á þýöing- unum. Útgáfan stendur sjálf straum af kostnaði en hefur þó notib fyrirgreiðslu og velvilja af hálfu aðila sem hafa skilning á mikilvægi málsins. Má þar nefna Stofnun Sigurðar Nordals sem hefur verið okkur innanhandar með ýmislegt, t.d. rábningu á fólki, og svo Búnaðarbankann sem hefur fjármagnað þá vinnu sem þegar hefur þurft ab greiða með lánveitingum. Opinberir styrkir hafa ekki komið til enn sem komið er, en vonir standa þó til þess að svo verði einhvern- tíma." ■ Unglingaheimili ríkisins: Lagt niður í frumvarpi til nýrra laga um vernd barna og ungmenna sem afgreitt var í gær frá ríkisstjórn til þing- flokka er m.a. gert ráð fyrir því að Unglingaheimili ríkisins verði lagt niður. í stað Unglingaheimilisins er ætlunin aö setja á fót nýja stofn- un, Barnaverndarstofu, sem fari með daglega stjórn barnaverndar- mála. ■ Vantraust á morgun? Vantrauststillagan sem búist var við á Alþingi á morgun kemur lík- lega ekki fram fyrr en í dag. Þing- flokkar stjórnarandstöðunnar vildu ræöa málið í sínum hópi ábur en tillagan yröi borin upp og fram- sóknarmenn funda ekki fyrr en í dag. Enn er ekki ákveðið hvort til- lagan verbur borin upp í samein- ingu en stjórnarandstaðan mun ekki vilja láta eggjunarorð forsætis- ráðherra hafa áhrif á það hvenær tillagan verbur borin upp. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.