Tíminn - 28.10.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 28.10.1994, Qupperneq 10
10 Föstudagur 28. október 1994 Markús Á. Einarsson veöurfrœöingur Fæddur 5. mars 1939 Dáinn 20. október 1994 Markús Á. Einarsson veður- fræöingur er fallinn frá, langt um aldur fram. Um hann geymi ég góöar minningar frá þeim tíma (upp úr 1980) sem ég átti viö hann mikilvægt trúnaöarsamband um mál- efni, sem viö höföum áhuga á aö fengi skipulega umfjöllun, en var eigi aö síöur umdeilt, ekki síst í okkar eigin hóp. Hér er átt viö þá nauðsyn að end- urskoða þágildandi útvarp- slög, ræða nýskipan útvarps- mála, horfa til framtíðar í því efni án allra byltingahug- mynda, sem vel mátti búast við að létu á sér kræla. Sem menntamálaráðherra á þeirri tíð var mér málið skylt, en Markús var útvarpsráösmaður, fróður og áhugasamur um út- varpsmál almennt og hafði sínar hugmyndir um líklega þróun þeirra mála eins og þá var komið. Þegar ég tók við starfi menntamálaráðherra í febrúar 1980, við allóvenjulegar pólit- ískar kringumstæður, gerði ég það fljótt upp við mig að með- al brýnustu viðfangsefna minna hlyti að vera að vekja smíði þjóðarbókhlöðu úr þeim dvala, sem hún hafði lagst í, eina ferðina enn, og vinna að úrbótum á málum Ríkisút- varpsins, bæta rekstrarfjár- stöðu þess og leysa þann hnút sem nefndafargan fjárveit- ingavaldsins hafbi knýtt bygg- ingu útvarpshússins. Þótt óneitanlega væri við ýmsa úr- tölumenn að stríba um fram- gang þjóöarbókhlööumálsins, leystist það farsællega, svo að smíði bókhlöðunnar miðaði vel þessi ár, enda vib að styðj- ast ákvæði í stjórnarsáttmála um að hraða byggingunni. Málefni Ríkisútvarpsins reyndust um margt örðug við- fangs. Átti það við um hvort tveggja: 'tekjuöflunarþörf vegna almenns rekstrar og byggingarmál útvarpshússins, sem voru í algerri lægð. Tekju- öflunarþörfina tókst ab leysa með viöunandi samkomulagi í stjórnarsamstarfinu. Hitt kost- aði átök að koma smíði út- varpshússins svo á skrib, að um munaði. Það lukkaöist eigi að síður, enda tók bygging út- varpshússins fjörkipp um ára- mót 1980-81, sem entist lengi. En að fleiru var að hyggja ab því er tók til málefna Ríkisút- varpsins. Þótt ég vildi fara hægt í sakir, fannst mér einsýnt að sá tími nálgaðist að RÚV yrbi ekki aö- eins að auka fjölbreytni starf- semi sinnar, sem vissulega var á döfinni, heldur búa sig und- ir óhjákvæmilega breytingu á högum sínum, að því er varð- aði einkarétt Ríkisútvarps til útvarpsstarfsemi. Því var tíma- bært að menntamálaráðherra hefði frumkvæði að því að láta endurskoða útvarpslög. Vib engan mann átti ég nánara samstarf en Markús A. Einars- son um þab, hvernig að því verki skyldi staðiö. Ég fór fram á það við hann, að hann tæki að sér formennsku í nefnd, sem ég hugðist skipa til slíkrar endurskoðunar. Hann var fús til þess, enda gerbi ég honum grein fyrir því ab ég mundi ekki setja nefndinni ströng fyrirmæli um efni endurskoð- unarinnar, nefndin skyldi að því leyti til hafa rúmar hend- ur, en þess væri vænst að hún hraðaði störfum og skilaði af sér ítarlegu áliti. Markús var mér sammála um að nefndin yrbi þannig sett saman, að stjórnarandstaðan ætti sína fulltrúa í henni samkvæmt til- nefningu, að útvarpsstjóri væri nefndarmaöur, svo og formabur útvarpsráðs. Til setu í nefndinni völdust ágætir menn. Útvarpslaganefnd var form- lega skipuð 23. sept. 1981 og lauk störfum um miðjan októ- ber 1982. Nefndin skilaði ítar- legum tillögum í formi frum- varps til nýrra útvarpslaga ásamt greinargóðri skýrslu eft- ir Markús um skipan útvarps- mála í nálægum löndum. Nefndarálitið ber með sér ab t MINNING samstarfið í nefndinni hefði verið gott og fullur vilji fyrir því af hálfu fulltrúa flokkanna ab álitið gæti stuðlað að sam- komulagi á Alþingi um ný- skipan útvarpsmála, þar sem ab vísu væri losað um einka- rétt Ríkisútvarpsins, en eigi síður gengið út frá því ab Rík- isútvarpið yrði áfram þunga- miðja útvarpsstarfsemi í land- inu. Ég hafði fullan hug á því að flytja þetta fmmvarp sem stjórnarfrumvarp, en um það náðist ekki samkomulag með- al stuðningsliðs ríkisstjórnar- innar. Þar á meðal reyndist megn andstaða gegn frum- varpinu í Framsóknarflokkn- um, okkur Markúsi til sárra vonbrigða. Þótt svona tækist til um afdrif frumvarpsdraga útvarpslaga- nefndar 1981-82, standa verk hennar fyrir sínu. Skipan hennar var tímabær og markar að sínu leyti skil í sögu út- varpsmála. Til þessarar nefnd- arskipunar og starfa hennar má rekja upphaf þess að ráða- menn brygðust rétt við vib- horfum sem uppi voru í út- varpsmálum og bentu til þró- unar sem í augsýn var. Að vísu má nú sjá eftir nokkra reynslu, ab margt mætti betur fara í ís- lenskri útvarpsstarfsemi. En endurbætur í þeim efnum fel- ast ekki í því að taka upp einkaréttarstefnu í þágu Ríkis- útvarpsins. Það er liðin tíb. Þetta rifjast upp fyrir mér á dánardægri Markúsar Á. Ein- arssonar. Hann var maður, sem kunni vel til verka, þar sem hann tók á því. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjöiskyldu sendi ég hug- heila samúbarkvebju. Ingvar Gíslason Ágætur félagi úr röðum fram- sóknarmanna í Hafnarfirði er fallinn frá á besta aldri. Hans vilja Framsóknarfélögin í Hafnarfirði minnast með þakklæti og virðingu. Ekki verður hér rakinn æviferill né saga Markúsar úr erli dagsins, aðrir munu verða til þess. Aft- ur á móti vilja Framsóknarfé- lögin í Hafnarfirði minnast Markúsar fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf fyrir þeirra hönd um árabil. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í Hafnarfirði árið 1974 var leitað til Markúsar um ab hann skipaði 2. sæti á fram- boðslista Framsóknarflokks- ins. Fyrsta sæti skipaði þá Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, sem féll frá langt um aldur fram á síðasta ári. Úrslit kosn- inganna voru stórsigur fyrir framsóknarmenn, sem fengu þá 699 atkvæði og munaði litlu að Markús næði kjöri sem annar maður. Sem varamaður í bæjarstjórn tók Markús virk- an þátt í störfum sem lutu að stjórn bæjarins, átti sæti í náttúruverndarnefnd og sat fundi í bæjarstjórn í forföllum aðalmanns eins og lög gera ráð fyrír. Við bæjarstjórnarkosning- arnar 1978 leiddi Markús list- ann og var kjörinn í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, þar sem hann átti síðan sæti næstu 8 árin. Þar kom Markús fram af vilja og festu, var raungóður þeim sem til hans leituðu og kaus jafnan að fylgja góðum málefnum fremur en ákveðn- um kennisetningum. Er vitað að andstæðingar hans í pólit- íkinni mátu orð hans og skoð- anir mikils. í vetrarkosningunum 1979 ákvað Markús að gefa kost á sér til Alþingis og skipaði 2. sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi. Flokkurinn náði einum manni kjörnum og sem varaþing- maður átti Markús þess kost að sitja á Alþingi um tíma. Flutti hann þar m.a. þings- ályktun um byggingu nýs út- varpshúss. Þá sat Markús í miðstjórn Framsóknarflokks- ins 1974-1978 og var formaö- ur markmiðanefndar Fram- sóknarflokksins 1977-1978. Eftir að Markús ákvab að gefa ekki lengur kost á sér í fram- boð til bæjarstjórnar var hann eftir sem ábur sá ráðgjafi, sem við helst leituðum til varðandi ýmis bæjarmál og starfsemi fé- lagsins. Var hann ætíð tillögu- góður og hollur í ráðgjöf og lagði m.a. til mikið efni í blað okkar, Hafnfiröing. Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hefur ekki átt bæj- arfulltrúa síðan Markús átti þar sæti. Þrátt fyrir ab fjöldi bæjarbúa styðji málstab okkar, er eitthvað sem vantar á til að markmiðið náist. Ef til vill er það annar mabur í anda Mark- úsar. Um það skal ekkert full- yrt, en hitt má öllum vera ljóst að fyrir lítinn félagsskap er hver maður dýrmætur og þá ekki síst þeir sem í forystunni standa og hafa yfir ab rába þekkingu og reynslu sem byggja má á. Einn af þeim mönnum var Markús Á. Ein- arsson. Hann átti auðvelt með að færa hugsanir sínar í ritað mál og skapaði sér m.a. nafn sem slíkur, auk þess sem hann varð afar vinsæll meðal þjóð- arinnar fyrir fágaba framkomu og greinargóða framsetningu veburfrétta í sjónvarpinu. An efa minnast hans flestir sem slíks. Markús var mikið prúð- menni og vann sína pólitísku sigra á góðum málflutningi og vönduðum vinnubrögðum, en hvorki skrúðmælgi né per- sónulegu poti. Gætu abrir þar af lært. Við hlið hans í ofangreindum félagsmálum stóð ávallt kona hans, Hanna Sesselja Hálfdan- ardóttir, og mátti treysta á lið- sinni hennar þegar þess var leitað. Framsóknarmenn í Hafnarfiröi hafa misst mikið bakland við fráfall Markúsar Á. Einarssonar og skarð hans verður vandfyllt. Hvert skal nú leita ráða og hver verður sam- nefnarinn? Á aðalfundi Framsóknarfélag- anna í Hafnarfirbi, sem hald- inn var sl. þriðjudagskvöld, gekk í ræðustól virtur heiðurs- maður úr röðum okkar, Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg, og minntist Markúsar. Þar sagði hann m.a.: „Þeir menn, sem oftlega koma fram í sjónvarpi, verða ósjálfrátt heimilisvinir þeirra er á sjónvarp horfa. Þeir eru að sjálfsögðu misgeðþekkir, þó þeir hafi allir til síns ágætis nokkuð. Áhorfandinn gefur þeim ósjálfrátt sínar einkunn- ir. Þeir, sem greina frá veðurút- liti, eru ekki undanskildir. Þeir færa og fréttir, oft daglega, og þær að sjálfsögðu breytilegar. Einn þessara manna var Mark- ús Á. Einarsson veðurfræðing- ur. Hann kom einkar vel fyrir. Gjörvulegur ásýndum, mál- rómur þægilegur og framsetn- ing glögg og greinileg. Hann bauð af sér einstaklega góðan þokka og varð því heimilisvin- ur sérstakur. Þá er mér barst til eyrna að hann væri fús til að gefa kost á sér í framboð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hér í Hafnarfiröi á sínum tíma, fagnaði ég því innilega. Hér var réttur maður á réttum stab. Framboð hans tryggði og fylgi flokksins og var Markús bæjar- fulltrúi hans árin 1978-1986. Því starfi gegndi hann af hinni mestu prýði. Setti sig vel inn í málin. Vann af samviskusemi og glöggri heildarsýn. Hann naut virðingar og trausts ekki aðeins sinna flokksmanna, heldur og samstarfsmanna annarra flokka hvar í fylkingu sem þeir stóðu. Þá er hann lét af því starfi, varð skarð fyrir skildi mikið og vandfyllt. Við hörmum fráfall þessa einkar velgerða, hlýja og trausta manns, sem nú hefur vikið af vettvangi dagsins allt of snemma. En eitt sinn skal hver deyja og þegar heilsan er þrot- in, er hvíldin lausn úr vanda. Hér er góður maður genginn, en slíkum mönnum getur, þá er allt kemur til alls, ekkert grandab hvorki lífs né liðnum. Vib syrgjum nú sérstakan öðl- ingsmann og þökkum störf hans og dvöl hér með okkur og biöjum honum blessunar í eilífðarljósi annarrar tilveru. Konu hans og börnum vott- um við okkar dýpstu samúð. Góður Guð blessi þau og varð- veiti og gefi þeim styrk í þeirra miklu sorg." Framsóknarfélögin í Hafnar- firði gera þessi orð Eiríks Páls- sonar að sínum. Gub blessi minningu Mark- úsar Á. Einarssonar. Framsóknarfélögin í Hafnarfiröi If Útför móöur okkar Jónasínu Tómasdóttur frá Mibhóli, Sléttuhlíb fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. október kl. 15.00. Hreinn Sveinsson Tómas Sveinsson if Móbir mín er látin. Guörún Auöunsdóttir frá Stóru-Mörk i. Áslaug Ólafsdóttir Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa ab hafa borist ritstjóm blaðsins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistað í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eða WlWÍWlWW)- vélritaðar. sími (91) 631600

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.