Tíminn - 02.12.1994, Síða 11

Tíminn - 02.12.1994, Síða 11
Föstudagur 2. desember 1994 ii Unnur Hermannsdóttir Unnur Hermannsdóttir fœddist hinn 27. júlí 1912 á Glitstödum í Norðurárdal, elst átta bama hjón- anna Ragnheiðar Gísladóttur og Hermanns Þórðarsonar, bónda og kennara. Yngri vom Svavar efna- verkfrceðingur, Gísli vélaverkfrceð- ingur, Guðrún kennari, Vigdís kennari, Ragnar efnafraeðingur, Valborg lyfjafrceðingur og Ragn- heiður deildarstjóri. Hálfsystkini samfeðra vom Jón gjaldkeri og Ester Marta skrifstofústúlka. Eftir lifa nú systumar Guðrún, Valborg og Ragnheiður og hálfbróðirinn Jón. Unnur lauk kennaraprófi vorið 1933. Hún var kennari í Mýra- sýslu 1933-1936 og í Eyrarsveit á Sncefellsnesi 1936-1938 og í Kjós- arhreppi 1938-1940. Sumarið 1939 sótti hún námskeið í Askov í Danmörku. Hinn 7. júlí 1940 giftist hún Hans Guðnasyni, bónda í Eyjum í Kjós. Árið 1953 fluttu þau að Hjalla, nýbýli sem þau höifðu reist í landi Eyja, og bjuggu þar allt til ársins 1980, er þau fluttu til Reykjavíkur. Hans Guðnason lést 22. september 1983. Unnur og Hans eignuðust níu böm. Þau em: 1. Guðrún, f. 1941, útibússtjóri í Reykjavík, gift Rúnari G. Sig- marssyni verkfrceðingi. 2. Ragnheiður, f. 1942, tann- lœknir á Akureyri, gift Bemharð Haraldssyni skólameistara. 3. Hermann, f. 1943, skrifstofu- maður á Höfn í Homafirði, kvcentur Heiðrúnu Þorsteinsdótt- ur. 4. Guðni, f. 1944, tceknifrceð- ingur í Reykjavík, ókvcentur. 5. Högni, f. 1946, náttúmfrceð- ingur, forstöðumaður heilbrigðis- og umhverfiseftirlits í Landskrona. Kona hans erKarin Loodberg heil- brigðisfulltrúi. Þau búa í Lundi í Svíþjóð. 6. Sigurður Öm, f. 1947, dýra- lceknir í Reykjavík, kvcentur Helgu Finnsdóttur dýralcekni. 7. Helga, f. 1949, leikskóla- kennari í Reykjavík, gift Áma Bimi Finnssyni húsgagnasmið. 8. Erlingur, f. 1950, framhalds- skólakennari í Reykjavík, kvcentur Kristjönu Óskarsdóttur hjúkmnar- frceðingi. 9. Vigdís, f. 1952, svcefinga- lceknir. Maður hennar er Jan Olof Nilsson verkfrceðingur. Þau búa í Gautaborg í Svíþjóð. Bamabömin em 20 og bama- bamabömin 4. Unnur var sjijklingur frá vorinu 1987, hélt þó heimili fýrstu árin með aðstoð bama sinna, en frá ár- inu 1991 var hún á Hjúkmnar- heimilinu Skjóli. Hún lést á Borg- arspítalanum 24. nóvember eftir skamma legu. Útfór Unnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, fóstudaginn 2. desember, kl. 13.30. Litli lækurinn á sér upp- sprettu, frá lindinni sinni streymir hann aö ósi. Stundum er hann hægur og hljóöur, rennur skeið sitt jafnt og þétt. í annan tíma er hann ærslafullur og gusast hávær að örlögum sín- um rétt eins og honum liggi ósköpin öll á. Þannig er mannlífið. Sumir lifa með hávaða og látum, fara mikinn og láta vaða á súðum; eiga stutt blómaskeið, vilja þó gjarnan gleymast fljótt. Aðrir lifa eins og hægi lækurinn og hljóði, vegferö þeirra er ósköp látlaus, hógvær lífsganga vekur ekki alltaf athygli, en gleymist seint þeim, er til þekkja. Líf Unnar Hermannsdóttur var sem læksins hljóða, sífelld t MINNING verðandi frá uppsprettu að ósi. Vegferð, sem einkenndist öllu öðru fremur af vinnu, vinnu í þágu annarra, verkalaunin ætl- aði hún ekki sjálfri sér, þau voru til fólksins hennar, fjölskyldu, ættingja og vina. Ung fór hún úr Norðurárdaln- um til Reykjavíkur til náms í Kennaraskólanum. Fyrsta bekk- inn las hún utan skóla, kom til Reykjavíkur að vori og tók próf- in, jafnvíg á stærðfræði og tungumál, og sat síöan í 2. og 3. bekk og lauk kennaraprófi vorið 1933. I Reykjavík bjó hún hjá frænku sinni, Mörtu Indriða- dóttur Einarssonar, skálds, og við kveðjum hana nú með ljóð- inu hans fagra „Ave María". Ég kynntist henni fyrir tæp- um 28 árum, er ég gekk að eiga næstelstu dóttur hennar. Tvennt vakti þá þegar athygli mína í fari hennar: nær óbrigð- ult minni og stöðug vinnusemi. Hún var þá enn langt innan við sextugt, en bar þess þegar merki að hafa lifað margan langan og stritsaman daginn. Hún vann reyndar frá blautu barnsbeini, elst í stórum systkinahópi og síðar móðir níu barna, sem hún og maður hennar studdu og hvöttu til mennta og spöruðu enga fyrirhöfn til að svo mætti verða. Hún hafði ung komið til kennslu í Kjósina og þar kynnt- ist hún Hans Guðnasyni, annál- uöu reglu- og hraustmenni. Þau hófu búskap í sambýli við for- eldra hans í Eyjum og þegar börnin voru orðin níu, byggðu þau nýbýlið Hjalla í landi Eyja. Slíkt átak var ekki heiglum hent og mér er kunnugt um, að vinnudagur hennar var ætíð langur og stundir til næðis og hvíldar fáar, ekki síst þegar bóndi hennar var oft langdvöl- um að heiman til að drýgja tekj- urnar. Unnur var bókhneigð og bjó yfir mikilli fróðleiksþrá og var svo reyndar um þau hjón bæði. Samferðafólk sitt þekkti hún svo af bar og gott var aö fara í smiðju til hennar til fróðleiks um fólk og ættir. Unnur var fremur hlédræg að eðlisfari, varkár og aðgætin, en undi sér þó hvergi betur en inn- an um margt fólk. Það hefur enginn komiö, sagði hún stund- um á búskaparárunum á Hjalla, ef matargestir á sunnudegi voru færri en tíu. Þau voru um margt ólík hjónin, en samhent, Hans var eldhugi, fljótur að ákveða og framkvæma, hún gætin og nat- in til verka. Unnur skrifaði dagbók í meira en hálfa öld og stóö lengi í bréfasambandi við gamla nem- endur úr Eyrarsveit, en þar hafði hún kennt áöur en hún kom í Kjósina. Hún átti frændfólk í Vesturheimi og á Nýja- Sjálandi. Þá frændsemi ræktaði hún líka meb bréfaskriftum eftir því sem aðstæður leyfðu. Þá starfaði hún í áratugi í Kvenfélagi Kjósar- hrepps og í orlofsnefnd hús- mæöra í Kjósinni. Haustið 1980 var heilsa manns hennar á þrotum og þau urðu að bregða búi og flytja til Reykjavíkur, en þá voru öll börnin flutt að heiman. Heimili þeirra var athvarf stórfjölskyld- unnar, þangab komu börn, tengdabörn og barnabörn, ætt- ingjar og vinir og þar var sem fyrr glatt á hjalla. Hans Guðna- son lést haustib 1983, en hún bjó áfram með sömu rausn sem fyrr. Unnur var sílesandi eftir því sem aðstæður leyföu og eftir að hún kom til Reykjavíkur settist hún að námi, bæði í ensku og sænsku, en tvö barna hennar búa í Svíþjóð. Vorið 1987 varð hún fyrir áfalli og lainaðist. Þó bjó hún enn í íbúð sinni með hjálp barna sinna. Snemma árs 1991 flutti hún í Hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún naut hinnar bestu aðhlynningar í erfiðum veikindum. Starfsfólkið þar var henni hlýtt og nærgætið og það þakka aöstandendur af heilum hug. í meir en aldarfjóröung var heimili hennar okkar annað heimili. Drengirnir okkar dvöldu oft hjá afa og ömmu í sveitinni og öll áttum við hjá þeim athvarf og skjól. Annað hefði hún ekki viljað. í dag, þegar Unnur Her- mannsdóttir er kvödd hinstu kveðju, er spurt: Hefur hún nú ekki hitt Hans Guönason aftur á öðrum Hjalla í annarri Kjós, þar sem lækur hjalar við grænar gmndir og gróin tún? Bemharð Haraldsson Nú orðið upplifa alls ekki öll börn það ævintýri ab dveljast sumar í sveit. Fyrir dreng í þétt- býli er sveitin annar og spenn- andi heimur og snjóa vart tekið að leysa ab vori þegar eftirvænt- ingin gerir vart við sig. Skyldi sauðburðinum verða lokið; ætli það verbi búið að hleypa kún- um út? Og loks lýkur skólanum og frelsið tekur við; haldið í sveitina, nýklipptur, með striga- skó og ný stígvél í fjósið. Tíu ára drengs bíða mörg ábyrgðarmikil störf í sveitinni: ab vakna eld- snemma á hverjum morgni til aö sækja kýrnar, reka þær heim í fjós og abstoöa vib morgunmj- altirnar, gæta þess að skepnurn- ar komist ekki í túnin, ab ógleymdum ótal handtökum við heyskapinn. Já, það eru for- réttindi að fá að vera í sveit. Þeirra forréttindi naut ég hjá ömmu minni, Unni Hermanns- dóttur, og afa mínum, Hans Guðnasyni, á Hjalla í Kjós. Hjá ömmu og afa á Hjalla var alltaf fullt hús af börnum. Sjálf áttu þau níu börn og þau yngstu voru vart flutt að heiman þegar barnabörnin tóku að koma til lengri eða skemmri sumardval- ar. Þaö var jafnan mikið um að vera á Hjalla og í mörg horn að líta, því aö uppátæki barnabarn- anna voru margvísleg. Fyrir kom að frelsa þurfti kettlingana þegar smáfólkið hafði af miðl- ungi mikilli varfærni fært þá í dúkkuföt, eða hindra ráðagerðir um að gefa nú heimalningnum kókómalt í pelann í stab þessa eilífa mjólkurgutls. Þá gat það hent kúarektora að gleyma sér og embættisskyldum sínum ef á vegi þeirra varð skuröur sem freistandi var að reyna ab stökkva yfir eða lækur sem bauð upp á áhugaverðar stíflufram- kvæmdir. Vanafastar kýrnar komu sér þá sjálfar heim í fjós og gat stund liðið áður en skömmustulegir vinnumenn- irnir skiluðu sér blautir og skít- ugir. Þrátt fyrir þetta töluðu amma og afi alltaf við okkur eins og við værum fullorðiö fólk og treystu okkur. Við fengum snemma að taka fullan þátt í heyskapnum, þó að tæknin hefði haldið þar innreið sína með óteljandi hættum. En við lærðum ekki aðeins að umgang- ast vélar nútímans, amma og afi voru sem óþrjótandi fróðleiks- brunnar um fyrri búskaparhætti og ólöt við að segja okkur unga fólkinu frá. Og fyrir kom að við fengum að spreyta okkur: hann er ógleymanlegur, dagurinn þegar öll sveitin varö rafmagns- laus og amma og afi kenndu okkur þá list að handmjólka. Það var í senn skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir okkur sem ekki þekktum annað en nútíma- fjós með mjaltavélum. Það voru mikil umskipti fyrir afa minn og ömmu aö þurfa ab bregða búi þegar heilsan tók að gefa sig. En nýja heimilið á Rauðalæknum varð undireins samkomustaður fjölskyldunnar og þar nutu gömlu hjónin þess aö fá börn og barnabörn í heim- sókn, fylla íbúðina af fólki. Afi minn lést fyrir ellefu árum og nú hefur amma mín fengiö hvíldina eftir langvarandi heilsuleysi. Því miður voru sam- verustundirnar alltof fáar síð- ustu ár, en sumrin á Hjalla líða mér aldrei úr minni; fyrir þau er ég ævinlega þakklátur. Haraldur Bemharðsson Mig langar í fáum orðum til ab minnast tengdamóður minnar, Unnar Hermannsdótt- ur. Hún lést eftir stutta legu á sjúkrahúsi 24. nóvember síðast- liöinn. Þegar ég kynntist henni, var hún húsmóðir á stóru sveita- heimili. Hún var sístarfandi og alltaf var margt fólk í kringum hana. Henni virtist líða best þegar sem flest fólk var hjá henni. Elstu barnabörnin nutu þess ab vera í sveitinni hjá afa og ömmu í lengri eða skemmri tíma. Mér er þab minnisstætt þegar yngri sonur minn fæddist. Hún talaði um þab hvort ég vildi ekki að eldri börnin kæmu til hennar í sveitina á meðan móbir þeirra lægi á sæng. Ég sagði henni að það væri ekki þörf á því, vegna þess að ég hefði fengið mér frí og væri heima til þess að hugsa um börnin. Þó svo að hún hefði nóg að gera við heimilisstörfin, gaf hún sér tíma til að vinna ýmiss kon- ar handavinnu. Hún prjónaði t.d. margar lopapeysur, sem börn, tengdabörn og barnabörn njóta. Hún notaöi hverja stund sem gafst til aö lesa bækur. Hún hlustaði mikið á útvarp, fylgdist vel með fréttum og var mjög fróð. Árið 1980, þegar tengdafaöir minn hafði misst heilsuna, brugöu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Hún annabist hann á heimili þeirra á meðan hann lifði. Hún hafði gaman af því að umgangast börn og var tilbúin að gæta þeirra þegar við þurftum á því að halda. I mörg ár aðstoðaði hún okkur vib að setja niður og taka upp kartöflur úr garðskika, sem við höfðum til umráöa. Hún veiktist nokkrum dögum eftir að eldri sonur minn fermd- ist áriö 1987. Hún lamaðist og var eftir þaö bundin hjólastól. Það reyndist henni mjög erfitt. Hún var vanari því að snúast í kringum fólk en að láta snúast við sig. Fyrst eftir að hún veiktist var hún heima. Börnin hennar önnuðust hana sem best varb á kosið. Síðar hrakaði henni og var hjúkrunarheimilið Skjól heimili hennar síðustu árin. Þar leið henni vel og fékk hún mjög góba umönnun. Þó svo að hún hafi átt erfitt með að tjá sig, fylgdist hún vel með alveg fram á síðasta dag. Hennar bestu ánægjustundir voru þegar hún var innan um flest barna sinna og fjölskyldur þeirra. Inga Dóra, Hafþór og Heiðar þakka ömmu sinni fyrir allar ánægjustundirnar. Ámi Bjöm Finnsson Aösendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blabsins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistað í hinum Æa'g ♦ ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eba vélritabar. sími (91) 631600 Drífa Sigfúsdóttir hefur opnab prófkjörs- skrifstofur aö Hamra- borg 10 í Kópavogi, s. 644744 og 644734, og að Hafnargötu 48, Keflavík, s. 14025 og 14135. Opið verður daglega kl. 17-19 og um helgar kl. 14-19. Allir velkomnir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.