Tíminn - 02.12.1994, Síða 16

Tíminn - 02.12.1994, Síða 16
Veöriö í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland, Faxaflói, Su&vesturmió og Faxaflóamió: Subaustan stinningskaldi. Dálítil rigning eba súld. • Breibafjörbur og Breibafjarbarmib: Vaxandi austanátt. Rigning meb köflum. • Vestfirbir og Vestfjarbamib: Austan stinningskaldi og rigning í fyrstu en hvassvibri síbdegis. • Strandir og Norburland vestra og Norbvesturmib: Hægari sub- austan og úrkomulítib. • Norburland eystra, Austurland ab Clettingi, Norbausturmib og Austurmib: Sunnan stinningskaldi og skúrir seinni partinn. • Austfirbir og Austfjarbamib: Sunnan stinningskaldi og skúrir. • Subausturland og Subausturmib: Sunnan stormur og rigning í fyrstu en lægir þegar líöa tekur á daginn. Ingimundur Sigfússon. Ingimundur sendiherra í Bonn? Innan ríkisstjórnarinnar er nú hart bitist um hver eigi að veröa sendiherra í Bonn, eftir aö Hjálmar W. Hannesson lét af því starfi til aö veröa sendiherra í Peking. í ráöi var aö Þröstur Ól- afsson, aöstoöarmaöur utanríkis- ráöherra, tæki viö sendiráðinu en skv. heimildum Tímans er ólík- legt aö af því veröi. Davíð Odds- son forsætisráöherra er sagður leggja ofuráherslu á að Ingi- mundur Sigfússon, fyrrverandi Hekluforstjóri, ræðismaður Spán- ar og formaður fjármálaráðs Sjálfstæöisflokksins, veröi gerður aö sendiherra í Bonn, en utanrík- isráöherra lýöveldisins mun ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd. ■ Þórir Ein- arsson næsti Félagsmálarábherra skipaöi Þóri Einarsson prófessor í embætti ríkissáttasemjara í gær, aö höföu samráöi viö Al- þýöusamband íslands, Vinnuveitendasamband ís- lands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Skipunin gildir til næstu fjög- urra ára, frá og með 1. janúar 1995. Þórir tekur viö embætt- inu þann dag en þá lætur Guö- laugur Þorvaldsson af embætti vegna aldurs. ■ Haraldur Böövarsson vinsœll á hlutabréfa- markaöi: Öll ný hluta- bréf seldust í byrjun síöasta mánaöar hófst sala á hlutabréfum í fyr- irtækinu Haraldur Böövars- son hf. á Akranesi. Bréfin seldust öll á þrem vikum, 80 milljónir aö nafnveröi á genginu 1,63, eöa 130,4 millj- ónir króna. Margir hluthafa sem fyrir voru juku hlut sinn, auk þess sem nýir bættust í hópinn. Af- koma fyrirtækisins hefur farið batnandi síðustu 3 árin og er hin brattasta í ár, rúmlega 77 milljóna króna hagnaöur fyrstu 8 mánuöina. Fyrirtækiö er stærsta atvinnufyrirtæki Vest- urlands meö um 300 manns í vinnu. ■ Meö frjálsu vali um þátttöku í almenna lífeyrissjóöakerfinu telur Gubjón Hansen tryggingafrœöingur: Skref stigiö áratugi aftur í tímann „Valfrelsi í sambandi viö þátttöku í hinu almenna heildarkerfi (lífeyrissjóö- anna) vekur spurningu um hvert menn vilja stefna. Vib- brögb lífeyrissjóbanna hlytu aö vera þau ab iögjöld yröu mishá, m.a. eftir kynferöi og inngöngualdri og sporna þyrfti viö aöild óæskilegra einstaklinga og hópa. Meö slíkri þróun gæti aö mínum dómi verib stigib skref ára- tugi aftur í tímann í íslensku þjóbfélagi." Þetta segir Guðjón Hansen tryggingafræðingur m.a. í sam- tali við Sal-fréttir, sem spurðu hann álits á tillögum Verslun- arráösins og fleiri aðila um að gefa aðild að lífeyrissjóðunum frjálsa, þannig að launþegar gætu valið hvaða lífeyrissjóð þeir greiddu iðgjöld til. Guð- jón bendir á að engin glögg skil séu í löggjöfinni milli skyldusjóða og frjálsra lífeyris- sjóða hér á landi. Þetta hafi leitt til þess að einn tali í aust- ur og annar í vestur þegar rætt sé um valfrelsi einstaklinga til aðildar að lífeyrissjóðum. Sé um að ræða viðbótarsjóði við hið almenna lífeyrissjóðakerfi sé valfrelsi bæði eðlilegt og sjálfsagt. En allt annað eigi við þegar menn ræði um valfrelsi í sambandi við þátttöku í al- menna lífeyrissjóðakerfinu, sem áður segir. ■ Nýtt Bítlaœöi Nýja tvöfalda Bítlaplatan sem inniheldur 56 lög sem hljóbrituö voru hjá BBC íupphafi sjöunda ára- tugarins kom í verslanir um mibjan dag ígœr. Valdimar Óli Þorsteinsson, verslunarstjórí hjá Skífunni, sagbi ab geisladiskurinn hefbi rokib út og svo virtist sem mikill spenningur vœri mebal fólks vegna út- gáfunnar. Hann telur ekki ótrúlegt ab Bítlaplatan verbi jólagjöfin í ár, mibab vib fyrstu vibtökur, en diskurinn kostar 2.999 krónur. Trésmiöafélag Reykjavíkur mótmcelir tillögu um sérstakt holrœsagjald: Pyngjan rís ekki undir meiri sköttum „Þótt um ágætismál geti ver- iö ab ræöa þá telja menn ab skattheimtan sé komin í þau mörk ab þab sé ekki verjandi aö halda áfram á þeirri braut. Þess í stab verba menn aö halda sig innan ramma núgildandi tekjustofna," segir Sigurjón Einarsson hjá Trésmibafélagi Reykjavíkur. Á félagsfundi í Trésmiðafé- lagi Reykjavíkur í gær var harðlega mótmælt%þeirri til- lögu meirihluta borgarstjórnar að leggja á sérstakt holræsa- gjald. Fundurinn skorar á borgarstjórn að hætta við fyr- irhugaðan skatt enda sé þarna á ferðinni viðbótar skattlagn- ing. Þess í stað leggur fundurinn til að borgarstjórn afli aukins framkvæmdafjár með hagsýni og sparnaði. Sigurjón segir að á fundin- um hafi komið sú skoðun að skattbyrðin sé orðin það mikil að það sé ekki endalaust hægt að leggja á skatta fyrir öallt sem gert er. Hann segir að mik- il ólga sé meðal félagsmannna TR út af skattamálum og þeirri skattbyrði sem lögö sé á al- menning. Eins og fram hefur komið þá hyggst borgarstjórn auka álögur á eigendur fasteigna í borginni með árlegu holræsa- gjaldi sem nemur um 0,15% af heildarfasteignamati. Gert er ráð fyrir aö þessi skattheimta, sem er nýjung í Reykjavík, muni auka fasteignagjöld hvers heimilis um 10- 30 þús- und krónur á ári og skila borg- arsjóði 550-600 milljónum króna á ársgrundvelli. Bókmenntaverölaun Noröurlandaráös 1995: Einar Már og Álfrún tilnemd Einar Már Einar Már Guð- mundsson og Álfrún Gunn- laugsdóttir eru í hópi þeirra 11 norrænu rithöf- unda sem út- nefndir eru til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 1995. Verð- launin, 3,5 milljónir króna, verða afhent sigurvegaranum í Reykjavík 28. febrúar á 46. fundi Norður- landaráðs, en mánuði áður kveður dómnefndin upp úrskurð sinn í Helsinki. Það er fyrir bókina Englar al- heimsins sem Einar Már fær sína tilnefningu, en Álfrún fyrir Hvatt að rúnum. Tveir íslenskir rithöf- undar hafa hlotið verðlaunin, þeir Ólafur Jóhann Sigurbsson 1976 og Thor Vilhjálmsson árið 1988. ■ BEINN SIMI AFCREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.