Tíminn - 07.12.1994, Blaðsíða 10
10
mm»--
Mi&vikudagur 7. desember 1994
Villt íslensk spendýr
Villt íslensk spendýr. Páll Hersteinsson
og Cuttormur Sigbjarnarson ritstjórar.
Hib íslenska náttúrufræbifélag og Land-
vernd, Reykjavík 1993. 351 bls.
Bókin Villt íslensk spendýr er
ávöxtur samnefndrar ráöstefnu
sem Líffræðifélag íslands hélt í
apríl 1991. Hiö íslenska nátt-
úrufræöifélag tók að sér aö gefa
erindin út í samvinnu viö Land-
vernd. Árangurinn er myndar-
legt yfirlitsrit, þar sem dregnar
eru saman á einn staö allar nýj-
ustu upplýsingarnar um íslensk
spendýr, byggöar á rannsókna-
niöurstöðum 20 fræöimanna.
Áöur hafa komið út á íslensku
tvö rit um íslensk spendýr,
Spendýrin eftir Bjarna Sæ-
mundsson sem kom út 1932 og
er fyrir löngu oröin ófáanleg, og
Villt spendýr, Rit Landverndar
nr. 7, sem Árni Einarsson rit-
stýröi. Þá er nokkuð fjallað um
vandamál, sem spendýr valda, í
Fjölriti Náttúruverndarráðs nr.
16, 1987.
Sú bók, sem hér er til umfjöll-
unar, er kærkomin viöbót viö
fyrrnefnd rit og er sérstaklega
mikilvæg fyrir náttúrufræði-
kennara, sem vilja fylgjast vel
meö, og fyrir nemendur í fram-
haldsskólum sem ætlaö er að
skrifa heimildaritgeröir. Einnig
ætti ritið aö nýtast vel á há-
skólastigi.
Ritstjórar hafa valiö þá leið að
láta hverja ritgerð og hvern höf-
und hafa mikið svigrúm og efni
ritgerðanna ræðst aö mestu af
því hvaöa rannsóknir hafa farið
fram. Þannig er mjög ítarlega
fjallað um hvali og refi og
einnig mikiö um mink, seli og
hreindýr, en hagamýs, rostung-
ar og hvítabirnir fá fremur stutt-
aralegar umsagnir.
íslensk spendýr skiptast eftir
útbreiöslu í tvo aðalhópa, land-
spendýr og sjávarspendýr. Áöur
en maöurinn kom hingað út
meö búsmala sinn og föruneyti,
svo sem hagamúsina, höfðu aö-
eins tvær tegundir landspen-
dýra, tófa og hvítabjörn, komist
til landsins fyrir eigin dáö. Ekki
er vitaö hvort bjarndýr liföu hér
aö staöaldri fyrir upphaf byggö-
ar, en í þaö minnsta verður aö
gera ráö fyrir aö þau hafi verið
talsvert á feröinni. Tófan er eina
upprunalega íslenska landspen-
dýriö og allar aörar tegundir
BÆKUR
ARNÞÓR GARÐARSSON
spendýra á landi eru innfluttar
af mönnum.
í sjó er hins vegar fjölskrúðug
spendýrafána og má skipta
henni í þrjá hópa: þau sem lifa
meö ströndum (landselur og út-
selur), úthafsdýr (hvalir) og haf-
ísdýr (selir og hvítabirnir). Um
þessi síöastnefndu dýr er
minnst fjallaö í bókinni, enda
hafa íslendingar löngum kallað
hafísinn landsins forna fjanda
og ekki viljað viðurkenna tilvist
hans í íslenskri lögsögu, en
gjarnan látiö Norömönnum eft-
ir aö kanna og nýta ísröndina
norður af landinu.
Alls eru 22 greinar um íslensk
spendýr í þessari bók, 6 þeirra
fjalla um sníkla og sjúkdóma,
en 16 um almenna líffræði. Hér
er að finna ítarlegar yfirlits-
greinar eftir sérfræöinga sem
hafa stundað yfirgripsmiklar
rannsóknir á tófu, mink, hrein-
dýrum, hvölum og selum. í
þessari umfjöllun er ekki ætlun-
in ab fara ofan í saumana á
hverri grein, en komið við á
nokkrum stöðum.
Sérstaklega mikill fengur er að
grein Páls Hersteinssonar veiði-
stjóra um það slægvitra dýr tóf-
una, sem löngum hefur boðib
íslenskri bændastétt byrginn.
Grenjavinnsla er enn talin
þjóðaríþrótt og er sem slík kost-
uð af almannafé. Allt tal um
verndun tófunnar gekk guölasti
næst fyrir fáeinum árum, en nú
er þetta að breytast. Grein Páls
er aðdáunarverð að því leyti að
hann gætir hlutleysis vel og
stillir sig alveg um að gera lítiö
úr ágæti þess að herja á tófuna.
Þó virðist mér svolítið hæpið aö
halda því fram að við eigum að
eyöa meiru í að halda skolla
nibri en nemur tjóni sem hann
kann ab valda, en erfitt er ab
túlka setninguna „að mismun-
urinn á tjóni og kostnaði vib ab
koma í veg fyrir tjón eigi að vera
í lágmarki" öðru vísi en þannig
að kostnaðurinn hljóti jafnan
að verða meiri en nemur tjóni.
Grein Jóhanns Sigurjónssonar
um hvali er aðgengilegt og fróð-
legt yfirlit yfir hvalarannsóknir
þær, sem hann hefur staðið fyr-
ir og hafa stóraukið þekkingu
manna á hvölum á þessu haf-
svæði. Jóhann og félagar eru
einnig höfundar margra ljós-
mynda af hvölum og er mynd
hans af grindhvalavööu sérstak-
lega glæsileg.
Jóhann fer fljótt yfir sögu,
enda hafa rannsóknirnar verið
mjög umfangsmiklar. Sums
stabar er tæpt á atriðum sem
hefði þurft að skýra betur. Til
dæmis á ég bágt með að trúa því
(bls. 123) ab stofn hnúfubaks í
N-Atlantshafi sé „líklega orðinn
jafnstór nú og hann var áður en
veibar hófust", og ekki skil ég
hvab höfundur er að fara þegar
hann segir að mikil fjölgun
sömu skepnu stafi „ekki af því
að um sé að ræða nokkurs kon-
ar þéttleika háða svörun stofns í
lægð". Þá þótti mér dularfull
staöhæfing á bls. 137: „Enginn
vafi leikur á því að rannsóknir
íslendinga ... hafi hlotið al-
menna viðurkenningu þótt um-
deildar hafi verib um tíma".
Vafi fremur en viðurkenning er
eitt helsta einkenni á viðbrögð-
um fræðinga gagnvart rann-
sóknum og túlkunum þeirra. ís-
lenskar hvalarannsóknir sem
slíkar hafa ekki verib umdeildar.
Hins vegar mótmæltu bæði
náttúruverndarmenn og líf-
fræöingar þegar ákveðið var ab
halda áfram hvalveiðum í nafni
vísindanna 1986, í blóra við
samþykkt Alþingis frá 1983 þess
efnis að mótmæla ekki tíma-
bundinni veiðistöðvun AI-
þjóðahvalveiðiráðsins. Skyn-
samleg vemd og nýting hvala-
stofna er og verður vandmebfar-
in og ég saknaði þess svolítið í
þessari bók að sjá ekki meira um
hvalfriðun, t.d. hefði mátt
minnast hugmyndar Jóhannes-
ar S. Kjarvals í því sambandi.
Vert er að benda á að
merkasta framlag íslenskra
hvalarannsókna byggist ekki á
veiðum, heldur á beinum at-
hugunum á lifandi hvölum. Þar
á ég við kannanir á fjölda og út-
breiðslu hvala á íslensku haf-
svæði og um mikinn hluta N-
Atlantshafs. Um niðurstöður er
fjallað í grein Jóhanns Sigur-
jónssonar, en Þorvaldur Gunn-
laugsson ritar sérstaklega
skemmtilega grein um aðferðir
við hvalatalningar.
Grein Þorvaldar er að öðram
ólöstuöum sú grein þessarar
bókar sem er í mestri nánd við
viðfangsefniö. Vandamálin við
að komast að sannleikanum um
þessi sjávardýr með yfirborösat-
huganir einar að vopni eru
vissulega mikil.
Þekking á hvölum var lengi í
molum og á það einnig við um
fræðimenn. Enda þótt alþýðleg
nöfn væru til á ákveðnum teg-
undum, áttu fræðingarnir til að
misskilja og rugla þessum nöfn-
um. Þannig heitir smáhvelib
Lagenorhynchus albirostris yfir-
leitt höfrangur á venjulegri ís-
lensku, en fræðimenn hafa
reynt að festa það heiti á allt
abra tegund og nefna höfrung-
inn hnýðing. Sandlægja heitir
skíðishvalur, sem er eina núlif-
andi tegund sinnar ættar og
löngu horfin úr Atlantshafi, en
samt er engin ástæða til að kalla
ættina gráhvali upp á ensku.
Erlingur Hauksson ritar yfirlit
um íslenska seli og fer fljótt yfir
sögu, svo fljótt að hann tæpir
aðeins á niðurstöðum rann-
sókna, þannig að stundum er
erfitt ab henda reiður á rök-
stuðningi. Fullyrðing Erlings á
bls. 199: „Besta leiðin til að hafa
hemil á tjóni af völdum sela er
ab veiða hæfilega úr selastofn-
unum og halda þeim þannig í
skefjum" stenst t.d. varla og er
ekki í samræmi við almenna
þekkingu.
Bókin Villt íslensk spendýr
fjallar um nýlegar niðurstöbur
rannsókna, og bera sumar
greinarnar þess nokkur merki
að höfundar era enn aö ígrunda
efnistök og frekari rannsóknir.
Kristján Sigurmundsson:
Orðagj álfur á Alþingi
Ef marka má umræöurnar, sem
urðu um málefni fatlaðra á Alþingi
íslendinga þegar lögin um þennan
málaflokk voru samþykkt fyrir
rúmum tveimur árum, hafa þing-
menn allra flokka bæbi áhuga og
skilning á málefnum þeirra sem
fatlaöir eru. Þeirra sem eiga hvab
erfiðast með aö berjast sjálfir fyrir
hagsmunum sínum. í lögunum
kemur fram að fatlaöir eiga sama
rétt á þjónustu og aörir jiegnar
þjóðfélagsins. Þetta er viðurkennt,
en hvemig gengur ab standa viö
það? Njóta fatlaöir sömu þjónustu
og aörir, hafa þeir sömu möguleika
til menntunar, til aö velja sér
heimili eða til þeirra hluta sem
þykja naubsynlegir og sjálfsagðir í
dag? Svari nú hver fyrir sig.
Þróunin ab stöbvast
Erlendis hafa menn verib aö
leggja nibur stofnanir á borb vib
Kópavogshæliö og hafa viöurkennt
VETTVANGUR
þ
Mroi
g.
roskahjálp
að þab sé ekki mönnum bjóðandi,
alveg burtséð frá hvort þeir eru
fatlaöir eöa ekki, að ala allan sinn
aldur á stofnun. Sambýli eöa sér-
hannað húsnæbi fyrir fatlaba hefur
leyst stofnanirnar af hólmi. Þróun-
in hefur veriö í þessa átt hér á landi
og margt hefur áunnist. Það er hins
vegar ljóst, miöab við framlögin til
framkvæmdasjóbs fatlaðra á liðn-
um árum og ráöstöfun fjár úr hon-
um, að þróunin er viö það aö
stöðvast. Viö teljum okkur greini-
lega ekki hafa efni á að búa fötluð-
um mannsæmandi líf.
Framkvæmdasjóöur fatlabra,
sem eölilegt væri aö nota til þess aö
byggja sambýli og annaö húsnæöi
fyrir fatlaöa, rýrnar ár frá ári í óeig-
inlegri merkingu. Eins og nú er í
pottinn búiö, má ekki verja fé úr
sjóðnum í neitt það sem kallar á
aukinn rekstur ríkisins, og í hvab
fer hann þá? í fjárlögum næsta árs
er gert ráö fyrir ab 40 prósent fjár-
ins fari í rekstur, 10 prósentum má
verja í að bæta aögengi fatlaðra aö
opinberum byggingum og 25 pró-
sentum í viðhald, svo dæmi séu
tekin, og það er ljóst að það veröur
ekki ýkja mikið eftir í þá uppbygg-
ingu og þær framkvæmdir sem
sjóðnum er ætlað að standa undir.
Á meðan lengist biðlisti fatlaðra
sem bíða eftir viðunandi húsnæði.
Framkvæmdasjóöur í
rekstur
Á það hefur verið bent að nú séu
tímar niðurskurðar, en þrátt fyrir
þaö hafi tekist að standa vörð um
framkvæmdasjóð fatlaðra. Það er
góðra gjalda vert. En hvernig sem
litið er á málin, erum við mun aft-
ar á merinni en nágrannar okkar til
dæmis í Skandinavíu, hvaö varöar
aðbúnaö að fötluðum. Þótt tekist
hafi að verja framkvæmdasjóð fatl-
Víða hefur verið beitt aðferðum
tölfræðinnar til þess að greina
efniviðinn og hefði sums staðar
mátt skilgreina betur tölfræði-
hugtök og skammstafanir. Hins
vegar er óneitanlega gaman að
því hve þessi bók spannar mikið
aðferðafræðilegt svið, því að
þeir Jón lærði Guðmundsson og
Theódór Guðmundsson frá
Bjarmalandi eru báðir í hópi
höfunda sem vitnað er til.
Frágangur bókarinnar er að
mestu með ágætum. Hún virð-
ist vel bundin og prentun og
pappír hæfa vel efninu. Heim-
ildaskrár era ítarlegar meö
hverri grein, en þeim hefði að
skaðlausu mátt þjappa meira
saman og smáletra. Álmennur
yfirlitskafli og atriðisorðaskrá
hefði verið til mikilla bóta.
Myndir eru auðkenndar með
stökum tölum (þ.e. „1." í stað
„1. mynd."), en töflur með
númeri framan viö („1. tafla" í
stað „Tafla 1.") og verður aö
telja slíkt óþarfa lausung á sviði
þar sem ákveðin hefð er ríkj-
andi. Grafískar myndir era mis-
góðar. Of mikið er af lélegum
eftirgerðum og t.d. eyða hrein-
dýrahöfundar alltof miklu
plássi í landakort. Aukarammar
kringum gröf eru óþarfir með
öllu og valda því að myndin
sjálf verður minni og upplýs-
ingar komast síður til skila. Auk
svarthvítra mynda, prýða 32
sérprentaðar litljósmyndir bók-
ina og veita á sinn hátt aukna
innsýn í líf dýranna. Við
myndaval hafa þau leiðu mis-
tök orðið að birt er andlitsmynd
af einhverjum eyrnasel, sem
mér sýnist vera sæljón (22.
mynd), en er kallaður kampsel-
ur í myndartexta. Kápan utan
um bókina verður að teljast fag-
urfræðilegt slys og vona ég að
hún fæli ekki alltof marga frá
þessari bók, sem er að flestu
öðru leyti vel unnin og til fyrir-
myndar.
Hér hefur verið stiklað á
stóru, og eins og gengur er á-
herslan stundum mest á fáein
atribi sem betur hefðu mátt
fara. Ég vil að lokum óska aö-
standendum til hamingju með
þetta myndarlega og gagnlega
rit og láta í Ijós þá ósk að Hið ís-
lenska náttúrufræðifélag og
Landvernd haldi áfram að efla
umhverfisvitund og meaning-
arstig landsmanna með fleiri
aögengilegum fræðiritum um
náttúru íslands.
aöra, er nær engin uppbygging í
gangi og sú uppbygging og sú
þjónusta við fatlaöa, sem menn
telja sig vera að standa vörö um, er
svo langt frá því sem talist getur
viðunandi að hún verður ekki góð
þótt hún standi í stað. Það er
spurning hvort þab verði örlög
framkvæmdasjóðsins að renna
óskiptur í rekstur stofnana fyrir
fatlaöa.
Þeir alþingismenn, sem tóku til
máls á Alþingi þegar lögin um fatl-
aða voru samþykkt, ættu að hugsa
sinn gang vel þegar þeir samþykkja
að stærri og stærri hluti fram-
kvæmdasjóðs fari í rekstur með
hverju árinu sem líður. Geri þeir
það ekki, er ekki hægt annað en
álíta ab fastur ásetningur í málefn-
um fatlaðra sé innantómt orða-
gjálfur á Alþingi.
Höfundur er þroskaþjálfi og starfar hjá
Styrktarfélagi vangefinna ( Reykjavlk og
situr í stjórn landssamtakanna Þroska-
hjálpar.