Tíminn - 21.12.1994, Side 1
BLAÐ II
21. DESEMBER 1994
íslenski lífeyris-
sjóöurinn, sem
er í vörslu
Landsbréfa, er
einn svokallaöra
séreignalífeyris-
sjóöa
s
undanförnum árum
hefur það færst í vöxt að
launþegar greiði í sér-
eignalífeyrissjóði, sumir ein-
göngu og aðrir til viðbótar við
framlag sitt í hina lögbundnu
starfsgreinalífeyrissjóði, sem
eru sameignarsjóðir. Einn
þeirra er íslenski lífeyrissjóður-
inn, sem er í vörslu Landsbréfa
hf.
Kristján Guðmundsson,
markaðsstjóri Landsbréfa, seg-
ir sjóðinn standast fyllilega
samkeppni við aðra séreigna-
sjóði og góður árangur hafi
náðst í ávöxtun.
Sjóðurinn var stofnaður í
árslok ársins 1989 og fjórfald-
aðist stærð hans á síðasta ári.
Óttar Guðjónsson sjóðsstjóri
segir sjóðinn frá stofnun hafa
náð betri ávöxtun en aðrir
sambærilegir sjóðir, þrátt fyrir
að hafa fylgt íhaldssamri fjár-
festingarstefnu. Ástæðu þess
að betri ávöxtun hefur náðst
hjá íslenska lífeyrissjóbnum
segir Óttar vera ab virkri sjóðs-
stýringu hafi verið beitt. „Við
höfum vakað yfir tækifærum á
markaðnum, sem aðrir virðast
ekki hafa notfært sér ab sama
skapi," segir Óttar. Hann legg-
ur áherslu á nauðsyn þess að
bjóða góða og örugga ávöxtun,
þar sem það sé meginástæða
þess ab fólk greiði í séreignalíf-
eyrissjóðina.
Allar greiðslur sjóbfélaga í
sjóðinn eru séreign viðkom-
andi, en ekki sameign eins og í
almenna lífeyrissjóðakerfinu.
Þetta þýðir að sérhver sjóðfé-
lagi í séreignalífeyrissjóði á
sjálfur það sem hann hefur
greitt inn og hefur verið ávaxt-
að í sjóðnum. „Þess vegna
bendum við á séreignasjóð
eins og íslenska lífeyrissjóbinn
sem möguleika fyrir fólk að fá
viðbótartekjur við það sem það
fær úr sameignarlífeyrissjóðn-
um," segir Óttar.
10% iðgjaldib, sem greitt er í
sameiginlegu sjóðina, skiptist í
fimm hluta. 6% fer í ellilífeyri,
2,3% í makalífeyri, 1,2 í ör-
orkulífeyri, 1% í barnalífeyri
og 0,4% í kostnað. Til að þessi
6%, sem fara í ellilífeyri, dugi
og miöaö er við 6% ávöxtun
allan tímann, sem er góð
ávöxtun í dag, þarf viðkom-
andi að byrja að greiða í lífeyr-
issjóð 27 ára og greiða alveg til
67 ára aldurs. Hins vegar er
óvarlegt ab gera ráð fyrir þetta
hárri ávöxtun. Ef ávöxtunin
verður lakari, þarf ab byrja
mun fyrr að greiða í sjóðinn.
Forráðamenn íslenska lífeyris-
sjóðsins líta því svo á að það
10% framlag, sem lagt er í
sameignarlífeyrissjóbina, sé
ekki nægilegt og því þurfi fólk
að tryggja afkomu sína betur.
Að þessu gefnu segir Óttar að
þeir leggi áherslu á að fólk
greiði í sameignarlífeyrissjóð-
ina, þar sem það njóti trygg-
ingaþáttarins, en greiöi auka-
framlag í séreignalífeyrissjóð
til að tryggja sömu tekjur í ell-
inni og það hafði fyrir. Hann
segir ennfremur ab fólk nýti
sér þennan möguleika ekki
nægilega mikið og það þurfi að
vekja fólk til umhugsunar um
þessi mál.
Það gilda ákveðnar reglur
um greiðslu lífeyris úr sjóðn-
um. Almenna reglan er að
sjóðfélagar fái greitt úr sjóðn-
um á minnst tíu árum, en þó
séu undantekningartilvik þar
sem þeir fá greitt á skemmri
tíma. Sama gildir um greiðslur
ef sjóöfélagi fellur frá, en inn-
eign erfist eins og aðrar eignir.
Um hver mánabamót er
sjóðurinn gerður mjög ná-
kvæmlega upp og ársfjórð-
ungslega fá sjóðfélagar sent yf-
irlit um inngreiðslur og út-
greiðslur, auk ávöxtunar og
eignasamsetningu sjóðsins.
Sjóðfélögum er einnig sent
uppreiknað dæmi um hvernig
inneign þeirra muni líta - út
þegar til útborgunar kemur.
Kristján Gubmundsson segir
þab hafa verið vandamál á
meðan hér ríkti óðaverðbólga,
að almenningur hugsaði til
skemmri tíma í fjármálum.
Með auknum stöbugleika í
efnahagslífinu hafi umræba
um skipulag fjármála orðib
heilbrigðari og almenningur
orðið meðvitaðri um mikil-
vægi lífeyrismála.
Það er bundið í lög að öllum
er skylt að greiða í lögbundinn
starfsgreinasjóð, en Kristján
bendir á að fjöldi einstaklinga
eigi ekki aðild að lögbundnum
sjóðum. Sem dæmi um þab má
nefna marga sjálfstæða at-
vinnurekendur og notfæra
margir þeirra sér þjónustu ís-
lenska lífeyrissjóðsins til að
tryggja sér lífeyri í framtíðinni.
Eignir sjóbsins eru að mestu
leyti bundnar í ríkistryggðum
verðbréfum, eða um 90%.
Þetta er hluti af þeirri íhalds-
sömu fjárfestingarstefnu, sem
getið var um hér að framan og
hefur gefið góða raun fram til
þessa.
Óttar segir að mjög æskilegt
sé að sjóðfélagar fái sjálfir að
ráða meiru um hvernig fé
þeirra er ávaxtað í sjóðnum og
hjá mörgum sé vilji fyrir því.
Þab er eðlilegra að sjóðfélagi,
sem á eftir að greiða í jafnvel
áratugi, vilji og geti tekið meiri
áhættu en t.d. sextugur mað-
ur, sem mun nota lífeyri sinn
innan fárra ára. Þab hefur
komið fram vilji stjórnar ís-
lenska lífeyrissjóðsins að
skipta sjóðnum í tvær deildir,
innlend og erlend bréf, og það
væri þá val sérhvers sjóðfélaga
hvernig hann dreifði áhættu
sinni á milli þessara tveggja
deilda. Ávöxtun erlendu bréf-
anna sveiflast meira en þeirra
innlendu, en gefa ab meðaltali
meiri ávöxtun. Það er hins
vegar tregða í stjórnkerfinu til
að leyfa þessa tilhögun og það
hefur ekki komið til fram-
kvæmda. Ástæbuna megi að
einhverju leyti rekja til nýs
frumvarps, sem er í undirbún-
ingi en hefur enn ekki verib
lagt fram.
Óttar segir þróunina virðast
verða þá að í nýjum lögum um
lífeyrissjóði verði ekki gert ráb
fyrir að séreignasjóðirnir verði
fullgildir lífeyrisjóðir, heldur
standi fyrir utan það kerfi. Það,
sem sjóðfélagar greiði í þá,
verði fyrst og fremst viðbótar-
framlag og verði óháð því 10%
framlagi, sem þeir greiða í lög-
bundna starfsgreinasjóbi. „Þab
er því eðlilegt að við hjá ís-
lenska lífeyrissjóðnum höfum
tekið upp þá stefnu. Það er
hægt ab færa rök fyrir því að
menn eigi að greiða í sam-
tryggingarsjóði, en þeir þurfi
ab vera nægilega stórir. Einnig
má færa rök fyrir því ab 10%
framlagið sé ekki nóg og því
munu séreignasjóöirnir, eins
og íslenski lífeyrissjóðurinn,
eiga vaxandi hlutverki að
gegna." ■