Tíminn - 21.12.1994, Side 10
10
Mibvikudagur 21. desember 1994
VuflV itk^tt itf l^tí l^tt
IWIWW
kom svo Sveinn og afhenti
bréfiö og allt féll í ljúfa löb.
Þótt svo færi í þetta sinn, þá
heyröi ég sárasjaldan um þaö
talaö aö Sveinn væri ekkí til
staöar á þessum eöa hinum
póstinum þar sem menn nú
þurftu á honum aö halda í
þaö og þaö skiptiö. Og haföi
ætíö nægan tíma aö tala viö
fólk og afgreiða erindi þess. Ég
gat raunar aldrei merkt að það
væri á honum asi. En hann
Slegiö á létta strengi: Helgi Seljan, V.H., Karvel Pálmason og Sigurbur jónsson.
var nokkuð hraðstígur.
Endurkoma
Þaö er dálítið sér á parti að
koma til starfa á fyrrum
vinnustað eftir ellefu ára fjar-
veru. Jafnvel þótt þar ríki
grónar heföir. Jafnvel þótt
maður hafi stöku sinnum litið
inn og gripið í verk.
Af sjálfu leiðir að manna-
skipti veröa á Alþingi íslend-
inga viö þrennar eða fernar al-
þingiskosningar. Og búiö var
aö fjölga þingmönnum (1959)
um átta í sextíu. Ég átti tólf ár
framundan á þingi og er
óhætt aö segja aö mér bættust
margir nýir samferðamenn
þann spottann.
I gamni og
alvöra
Ef grannt var skoðaö hafði eitt
og annað, varöandi þinghald-
iö og þingmennskuna, tekið
nokkrum breytingum frá því
ég sat á þingi hiö fyrra sinni.
Færri þingmenn bjuggu nú á
hótelum, launakjör höfðu
skánaö og aðstaða til starfa,
sem áður var engin utan þing-
sala, stóö til bóta. Þingmenn,
sem ekki gegndu ráðherra-
störfum ellegar réöu yfir sér-
stakri vinnuaðstöðu úti í bæ
vegna annarra starfa, fengu
nú afnot af herbergi með
skrifborði og síma. Þó ekki
hver einstakur einn fyrst í stab
heldur voru tveir eða þrír
þingmenn saman um slíkar
vistarverur.
í annan stað sýndist mér
fjölmiðlar og raunar fleiri gefa
alþingismönnum meiri gaum
en áður og óska nærveru
þeirra af ýmsum tilefnum. Allt
frá gleðimótum til kirkjulegra
athafna við hátíðleg tækifæri.
Ríkisútvarpib var með uppá-
tæki í þá veru að fá þingmenn
til að slá á léttari strengina.
Þannig plataöi Sjónvarpið til
dæmis þrjá ráðherra til að
syngja dægurlag eftir einn
þeirra, Matthías A. Mathiesen
fjármálaráðherra. Auk hans
tókum við Halldór E. Sigurðs-
son þátt í þessu gríni, hvorug-
ur sérlega söngvinn. En undir-
leikarinn, Magnús Ingimars-
son, sléttaði úr hrukkunum.
Löngu áður vorum við Helgi
i Seljan og Karvel Pálmason
teknir í sjónvarpsþátt að segja
brandara úr félagslífi og frá
fleiru í átthögum okkar — og
taka lagið.
Ekki veit ég iengur hvort sá
þáttur var orsök eða afleiðing
þess að Karvel og Helgi tóku
að skemmta á stofnunum
aldraðra og hressingarhælum
sjúkra með gamanmálum og
söng við undirleik Sigurðar
Jónssonar tannlæknis og pían-
ista. Helgi orti og Karvel tók á
sig gervi kátlegra persóna.
Gerðu þeir félagar mikið að
þessu um árabil og nutu
óskiptrar hylli áheyrenda.
Stöku sinnum kvöddu þeir
mig til fylgdar við sig. Reyndi
ég þá að tína eitthvað til — og
skemmti mér svo konunglega
að sjá og heyra félaga mína
fara á kostum og skynja gleði
viðstaddra.
Allt heyröi þetta til græsku-
lausu gamni og kryddi í tilver-
una. Hins ber og að geta sem
raunar var ekki nýtt ab all-
margir alþingismenn hafa
reynst libtækir við reglulega
listsköpun og listtúlkun, eink-
um í máli og tónum.
d^öfeum félagömönnum
bontm, starfðliöi og
lanbðmönnum öUum
(Sltöilcgrajfóla
og fatðæfð feomanöi árs
meö þöfefe fprir þaö,
ðemeraö liöa
Ka upfélag Hún ve tninga
Blönduósi - Skagaströnd
Jón
Benjamínsson
Jón fæddist á Ýmastöðum í
Vöðlavík 22. júlí 1881. For-
eldrar hans voru Benjamín
Jónsson bóndi og Ólöf Stef-
ánsdóttir kona hans. — Jón
brá upp örfáum svipmyndum
frá uppvextinum:
Ég var ekki hár í loftinu þeg-
ar ég fluttist að Stóru-Breiðu-
vík til Sæmundar bónda og
konu hans. Þar var ágætt að
vera. Ég vandist flestum störf-
um, já, meira að segja kom
fyrir að ég bakaði kleinur og
pönnukökur fyrir húsmóbur-
ina. Hún hafði mörgum börn-
um að sinna og þeim fjölgaði
Stóra
nefndin
Guðmundur Hagalín taldi
þá þingmenn allsvesæla sem
aldrei komust upp í Efri deild!
Og ég segi ab sá þingmaður
sem ekki hefur setið í fjárveit-
inganefnd þekki ekki þing-
störfin — nema að hluta. Fjár-
veitinganefnd var fjölmenn-
ust þingnefnda og hélt flesta
fundi. Langa og stranga því til
hennar komu í raun umbobs-
menn allra landsmanna með
obbann af því sem vantaði!
Unnið var að fjárlagagerðinni
í skorpu frá hausti til jóla,
fundir fyrir hádegi alla virka
daga, undirnefndir mörg
kvöld.
Ég var þrjá vetur í þessari
nefnd nefndanna. Geir Gunn-
arsson í Hafnarfirði var for-
maður þennan tíma. Hann
var drjúgur verkstjóri og hafbi
auk þess sérþekkilega gott Iag
á að lífga upp á alvarleg og allt
að tyrfin viðfangsefni. Allir
urðu samt fegnir tíu-kaffinu
meb kanelsnúðum og öðru
bakkelsi frá Þórdísi — og
brugðu á léttara hjal.
Oft hef ég undrast með sjálf-
um mér hvað utanþingsmað-
urinn Jónas Svafár skáld yrkir
nærri fjárlögum íslenska ríkis-
ins þegar hann kveður:
Ríkissjóður
mannaböm vaxa úr grasi
og grasið sprettur úr mold
til að fá styrk úr ríkissjóði
ungir menn lesa erlendis
graenjaxlinn af skilningstrénu
til að fá styrk úr ríkissjóði
gamlir menn ganga í bamdóm
og þorskurinn gengur í netið
til að fá styrk úr ríkissjóði
ef höfðingjamir
hafa bein í nefinu
til að hneigja höfuðið
oggefa upp tekjumar
— Ég lærði þetta góðlátlega
en beinskeytta kvæði og
flutti fjárveitinganefnd yfir
kaffibollum á skammdegis-
morgni.
jón Benjamínsson.