Tíminn - 21.12.1994, Page 11
MiOvikudagur 21. desember 1994
®*mpíw
11
Gleðileg jól
farsœlt
komandi ár
Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum
gott samstarf á liðnum árum
SAUÐARKROKI - HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJOTUM
ört þessi árin, hafði víst ekki
mikla húshjálp.
Þarna stundubu allir sjóinn.
Ég var látinn vitja um flotlínu
þegar ég staekkaði. Það fékkst
oft töluverður fiskur á flotlín-
ur á þeim ámm.
Svo kom fermingin. Það var
mikill viðburður þá. Vöðlvík-
ingar voru flestir í Fríkirkju-
söfnubinum. En ég fermdist í
Hólmakirkju. Skólagangan
mín var vetrartími hjá Guðna
á Karlsskála.
Samt varb ég „efstur" þegar
raöaö var við ferminguna og
hef sjálfsagt verið upp með
mér af því undir nibri. Helsti
keppinautur um efsta sætið
var frá Eskifirbi og hafði verið
í barnaskóla. Aðstandendur
hans voru sárir yfir þessu. En
við strákarnir urbum aldavin-
ir.
Frá Stóru-Breiðuvík fór ég
nokkru eftir ferminguna og þá
til Solveigar systur í Vöðlavík
og litlu síðar fluttist ég með
föður mínum til Sandvíkur og
reri með honum á litlum ára-
báti. — Sandvíkin er auövitað
fyrir opnu hafi. En þar má þó
lenda nokkuð lengi. Og ekki
man ég teljandi hrakninga hjá
Sandvíkingum.
„Gullkistan"
Kistan er um 42 mílur undan
landi, má þó leggja allt út í
48-50 mílur.
Þetta fiskimið var á þeim ár-
um sannarleg gullkista, hver
sem nú hefur fundið þab
nafn. En eins og ég sagði tel
ég að Jakob Jakobsson hafi
fundið þetta fiskimið fyrstur
manna. Af öðmm þeim gömlu
sjósóknurum er mér ekki síst
minnisstæður Tómas Sigurbs-
son sem var mikil aflakló fram
á elliár.
Dag eftir dag var róið á þetta
mið meb svona fjórtán 6
strengja bjób og ekki fátítt að
fá allt ab skippund á bjóðið,
eintómur rígaþorskur.
En sóknin í Kistuna var ekki
óslitin sigurganga. Okkur er
sjálfsagt minnisstætt Ölfu-
veðrið, öllum sem þá voru á
sjó. Ég kom að landi með
þeim seinustu. Bylgjan var
seinust því hún var svo gang-
treg. Það vom margir á bryggj-
unni þegar vib komum, þar á
meðal Konráb Hjálmarsson.
Hann sagbi þegar hann heils-
aði mér: „Ég var aldrei hrædd-
ur um þig, frater." Og var
hressilegur að vanda. Ég vissi
þó ekki hvort þetta kom frá
hjartanu.
En þab hafa fleiri komið í
Kistuna en vélbátar Austfirö-
inga. Eitt haustib til dæmis
eyðilögðu enskir togarar hana
gersamlega. Að því lá sú saga
að Árni nokkur Byron kom á
skipi sínu til Norðfjarðar og
lenti á fylliríi meb nokkrum
kunningjum úr landi. Þeir
sögbu honum yfir skálunum
allt um aflabrögð heimabáta.
Þegar Árni Byron lét úr höfn
hélt hann beint í Kistuna.
Togarana dreif ab og urbu allt
að 40, settu út bauju og tog-
uðu sem óbir væru. Bátarnir
urbu hreinlega frá að hverfa,
þar var hvergi hægt að leggja
línu.
Árni fyllti skip sitt á tveim
dögum 280-300 tonn. Hann
sigldi fram hjá einum heima-
bátnum, kastaði til hans
streng og batt við vínflösku,
grenjaði kvebjuorb í kallar-
ann. Sá hafði ekki geb til að
þiggja gjöfina.
Tilgangslaust var að leggja í
Kistuna síðar um haustið. Þar
fékkst ekki bein úr sjó það ár.
í Ósnum
Hornafjarðarósinn? Víst
verður hann ljótur stundum.
Og oft vont að átta sig á hon-
um.
Við vorum eitt sinn að
koma að margir bátar. Áttin
var suðlæg og mikið brim.
Flestir sneru frá. Mér sýndist
þó vel farandi og lagði til. Við
fengum mikið ólag. Báturinn
stóð alveg fastur á útsoginu.
Lúgurnar reif af lestinni. Tölu-
vert af fiski skolaðist út
og nokkuð af línu. Þó náðum
við inn fyrir án frekari
óhappa. Svaían lagði einnig til
og slapp betur. Hún var létt
en við vorum með 12 skip-
pund.
Öðru sinni stóð þó enn tæp-
ar. Það var á pálmasunnudag.
Margir áttu beitt en leist ekki
á Ósinn. Ég taldi þó fært fyrir
Sleipni og lagbi til. Það var
bullandi útfall. Er ekki að orð-
lengja það að við fengum brot
á okkur. Bjóðunum var raðað
á dekkið. Þau sópuðust fyrir
borð og línan festist hér og
þar í bát og reiða. Allt fylltist
svo alófært varð á'skammri
stundu. Vib héldum því aust-
ur með, komum vib á Djúpa-
vogi og símuðum til Horna-
fjarðar, héldum síban heim til
Norðfjarbar.
Annars held ég mig hafa
komist í mesta tvísýnu á logn-
kyrru Iágnætti í Gerpisröstinni
á kænunni með pabba.
Við höfðum dregið hann
handóðan um fallaskiptin.
Með suðurfallinu ýfðist röstin
svo að við gátum ekki annað
en haldið í horfinu og ausib
eftir mætti. En straumurinn
bar okkur út úr ósköpunum
og allt fór vel.
Mér þótti mikils um vert að
hitta Jón Benjamínsson þó
ekki væri nema örskotsstund.
Hann var einn þeirra sem
ríkulega jós af nægtabrunnum
fiskimiðanna fyrir Austurlan ii
á fyrri hluta þessarar aldar,
orðlögð aflakló. Hann hábi
sína lífsbaráttu á tvennum
vígstöðvum, á hafi úti
og á sjúkrabeði. Hann var
enn ósigraður þegar ég hitti
hann í plastinu á Reykjalundi.
Var að Ijúka sinni vakt þann
daginn. ■
SleipnirSU 382.
af sjó og vélin stoppaði á
stundinni. Ég reif upp báðar
hurðir á stýrishúsinu til þess
að létta á því þrýstinginn. Bát-
inn rak hart út og út fyrir
skerin. Við settum út tvö akk-
eri. Sumir fóru að dælunum
en aðrir reyndu að ná inn
draslinu sem hékk við bátinn
og var stórhættulegt ef vélin
kæmist í gang. Allt var gert,
sem hægt var, á milli ólag-
anna. — Bergþór Hávarðsson
var þá mótoristi hjá mér og
fór strax niður þótt þar væri
nærri óvinnandi fyrir sjó. Með
fádæma snarræði tókst hon-
um að koma vélinni í gang
áður en það var um seinan.
Bátinn hafði, meðan þessu fór
fram, rekið nær landi og fast
ab brimgarðinum þó aldrei
yrbi ég var vib að hann tæki
niðri. Við hjuggum á festarnar
og náðum okkur frá landi.
Hann hafbi ausið upp sjónum