Tíminn - 21.12.1994, Page 14
14
Mi&vikudagur 21. desember 1994
Einar Bjarnason, síðar ríkis-
endurskoðandi og loks pró-
fessor í ættfræði, og Gísli
Bjarnason frá Steinnesi. Þessir
þrír voru allir lögfræðingar.
Gísli hvarf fljótlega úr starfi.
Hann var greindur maður og
góður drengur, en ölkær um
of og lést fyrir aldur fram, að-
eins 38 ára. Vélritari var Anna
Guðmundsdóttir, er giftist
Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðar-
nesi, skrifstofustjóra Alþingis.
Einnig var fulltrúi Sigurjón
Markússon, fyrrverandi sýslu-
maður og starfaði í endur-
skoðunardeildinni. Starfsstig
embættismanna í ráðuneyt-
unum voru þessi: ritari, að-
stoðarmaður, fulltrúi og skrif-
stofustjóri.
Fyrstu starfsmánuði mína í
ráðuneytinu unnu þeir saman
á hinni almennu skrifstofu
fjármálaráðuneytisins Gísli,
Pétur og Skúli læknir Árna-
son. Gísli hafði grun um að
Pétur héldi nákvæma dagbók
og að sín kynni að vera getið
þar vegna fjarvista oftar en
góðu hófi gegndi. Tóku hann
og Skúli læknir, sem var gam-
festing fjármálaráðuneytis á
ríkissjóðsávísunum, fór eftir
því, hve mikib handbært fé
var í ríkissjóbi á hverjum
tíma. Um það kom yfirlit á
hverjum morgni. Meöal
minna verkefna var að færa
allar ávísanir til bókar og á
hverri ávísun sást, hve miklu
var búið ab eyba af þeim fjár-
lagalið, sem ávísunin var stíl-
uð á. Ef fjárveitingin var eydd
eða óeöliíega miklu hafbi ver-
ið eytt, þurfti málið athugun-
ar. Þá var mikil vinna við að
halda skjalasafni ráðuneytis-
ins í röð og reglu, því að allar
upplýsingar um, hvað hefði
áður gerst í hverjum mála-
flokki, þurftu að sjálfsögbu að
vera til reiðu þegar fjallaö var
um nýjar hliðstæðar beiðnir
eða erindi. Öll bréf sem bárust
voru færð til bókar, svo að sæ-
ist, hvenær bréf kom, hver
sendi, aðalatriði efnis og hve-
nær bréfið var dagsett. Síðan
þurfti að bóka þau bréf, sem
ráðuneytiö sendi frá sér, dag-
setningu, viðtakanda og aðal-
efni. Skjalakerfiö var hið sama
og fyrrum tíðkaðist í dönsku
ráðuneytunum. Þetta voru
hin föstu verkefni mín sem
aðstoðarmanns, auk fjölmargs
annars sem til féll daglega. í
minn hlut kom þar að auki,
þar sem ég kunni hraðritun
og hafbi verið þingskrifari, að
hraðrita bréf og ræður fyrir
ráðherrann og annast fyrir
hann ýmiss konar erindis-
rekstur í sambandi við kjör-
dæmi hans, Suður- Múlasýslu,
víðlent kjördæmi og fjöl-
mennt.
Starfsandi í fjármálaráðu-
neytinu á þessum árum var
góður og þar vann gott og
duglegt fólk. Fulltrúar voru
Torfi Jóhannsson, síbar bæjar-
fógeti í Vestmannaeyjum,
Stjórnarráöshúsib viö Lcekjartorg. Þannig leit þaö og umhverfi þess út um þaö leyti sem höfundur hófstörfþar sem aöstoöarmaöur í fjármálaráöuneytinu.
ansamur, því það ráð að reyna
að gera dagbók Péturs tor-
tryggilega með ýmsum furðu-
sögum, sem þeir sögðu hvor
'öðrum og töldu víst að Pétur
myndi færa til bókar. Myndi
þá auðvelt að færa rök fyrir
því, að fleira væri hæpið í
dagbókum Péturs. Skálduðu
þeir margar og fyndnar sögur
í þessum tilgangi. Man ég að
ein var um hreindýr, sem sést
höfðu á Hellisheiði, öllum til
undrunar.
Á árunum fyrir stríð voru
ekki mikil samskipti við út-
lönd af hálfu Stjórnarráðsins,
nema við Kaupmannahöfn
vegna konungssambandsins.
Forsætisráðherra sigldi ævin-
lega á konungsfund að loknu
hverju Alþingi til þess að leita
staðfestingar á lagafrumvörp-
um, sem Alþingi hafði sam-
þykkt. Staðfesting laga fór
fram á ríkisráðsfundi í ein-
hverri af höllum konungs, oft
í Sorgenfri. Á ríkisráðsfundum
þessum var Jón Hjaltalín
Sveinbjörnsson konungsritari
auk konungs og forsætisráö-
herra. Undirbjó konungsritari
fundina m.a. með því að gera
útdrátt úr lögunum á dönsku
og þýða tillögur ráðherra til
konungs, svo að hann vissi,
hvað hann væri að staðfesta
með undirskrift sinni. Kon-
ungsritari var mikið snyrti-
menni í öllum frágangi skjala,
skrifaði fagra og skýra rithönd
og fylgdi fast öllum reglum og
formum. Voru hann og sendi-
herra íslands í Kaupmanna-
höfn ávallt í nánu sambandi
við forsætisráðherra, en hins
vegar gætti þess, að lítil vin-
átta var með þessum „hirð-
mönnum" þótt engan veginn
væri andrúmsloftið eins og
hjá Gobmundi á Glæsivöll-
um. Einn var enn sá maður í
Kaupmannahöfn, sem oft var
leitaö til, ef vanda bar aö
höndum, en það var Jón
Krabbe, sem hafbi um langt
skeið unnið í sendiráðinu og
var trúnaðarmaður íslands í
danska utanríkisráðuneytinu
frá 1. desember 1918 og til
þess tíma er ísland tók utan-
ríkismál sín í eigin hendur ab
öllu leyti.
Lengi vel held ég, ab íslend-
ingar hafi viðurkennt utanför
forsætisráðherra á fund kon-
ungs sem hina einu nauðsyn-
legu utanför ráðamanns. Aliar
aðrar ferðir til útlanda hafi
talist hálfgert lúxusflakk og
óþarfi. Þó var iðulega fundið
að því, ef ráðherrann tó’; sér
far með dönsku skipunum í
stað hinna íslensku.
Af eðlilegum ástæbum færb-
ust danskar stjórnarráðsvenj-
ur mjög yfir í íslenska stjórn-
arrábið þegar það tók til starfa
heima 1904. Sams konar kerfi
var notað í skjalasöfnum
ráðuneytanna, pappírinn,
sem tillögur til konungs voru
ritaðar á, var kallabur „fore-
stillingspappír" og gulur
pappír, sem notaður var til að
handskrifa bréf á áður en þau
fóru til vélritunar, hét „konc-
eptpappír" og var auðvitað
fenginn frá Danmörku. Þetta
minnir mig á, að ég baub einu
sinni íslenskum listmálara að
borða með mér á Hotel
d’Angleterre í Kaupmanna-
höfn. Allt í einu fór listamað-
urinn að skellihlæja og segir:
Já, svona lítur þa’Hotel d’Ang-
leterre út. Þegar ég var nætur-
vörbur á hóteli einu í Reykja-
vík var alltaf sagt við starfs-
fólkið, þegar verið var að leið-
beina því: Svona gera þeir á
Hotel d’Angleterre, eða: svona
gerir maður aldrei á Hotel
d’Angleterre. Og allt í einu
hafði listamaðurinn áttað sig
á, að nú sat hann þarna og sá
með eigin augum hvað þeir
gerðu á Hotel d’Angleterre.
En sem dæmi um lítil sam-
skipti við útlönd af hálfu
Stjórnarráðsins má nefna, að
eitt sinn var einn skrifstofu-
stjórinn að opna bréf sín að
morgni dags. Tók hann þá
nokkur umslög óopnuð og
sagði: Þetta er útlent, það má
henda því.
Kunnátta í erlendum mál-
um var einkum í dönsku og
þýsku, enska lítið notuð og
Ameríka nánast ófundin í
annað sinn. Eitt sinn fór ég
meb amerískan stjórnsýslusér-
fræðing, sem hingað var feng-
inn, og heimsótti alla ráðu-
neytisstjórana til að fá upplýs-
ingar. Spurði hann einn
þeirra á ensku, hve margir
ynnu í ráðuneytinu. Svarib
kom dálítið óvænt: Ja, vi er
syv, — og sá Jónmundur. —
Dag einn þurfti fjármálaráðu-
neytið að ræða tollamál við
franska sendiráðið. Sigurjón
Markússon, fyrrverandi sýslu-
maður, vann í endurskoöun-
ardeildinni og var talinn góð-
r
Oskum starfsfólki okkar og
viðskiptavinum
gleðilegra jóla
árs og friðar
Þökkum gott samstarf og viðskipti
á liðnum árum.
^jf^aupfélag ^Zangæinga