Tíminn - 21.12.1994, Qupperneq 15

Tíminn - 21.12.1994, Qupperneq 15
Mi&vikudagur 21. desember 1994 ÍNÉM 15 ur frönskumaöur. Var hann nú beðinn að ræða málið í síma við Frakkann. En Sigur- jón sagði, að það væri svo langt síðan hann hefði talað frönsku, að hann yrði að „hita sig upp", þ.e. fá hress- ingu af einhverju sterku áður en hann legði í Frakkana. Síð- an var keyptur koníakspeli, því að koníak var talið eiga best viö í þessu falli. Þegar pelinn var orðinn hálfur og Sigurjón líka, þreif hann sí- mann og var nú ekki lengur hikandi. Þegar hann hafbi sagt „Bonjour" með vibeig- andi nefhljóði, kom undrun- ar- og næstum skelfingarsvip- ur á andlitið og hann sagði: Hvað, Magnús, ert þetta þú? Hafði þá Magnús G. Jónsson, menntaskólakennari og að hluta starfsmaður í sendiráb- inu, svarað í símann og leystu þeir tollamálið á íslensku, franskan óþörf og Sigurjón fullur í embættisnafni til einskis. Pétur Hjaltested var gamall Reykvíkingur og þekkti fjölda manns. Hans kynslóð var sem óðast að safnast til feðra sinna, og fór Pétur mjög oft niður í dómkirkju til að vera við jarðarfarir, og var sagt, að hann hefði geymt pípuhatt- inn sinn í kirkjunni. Annar stjórnarráðsmaður sótti líka mjög jarðarfarir síðar. Það var síra Jón Skagan, fyrrum sókn- arprestur að Bergþórshvoli. Hann starfaði hjá ríkisféhirði og ríkisbókhaldi, eftir að hann lét af prestsembætti. Sr. Jón var vinsælt prúðmenni og var oft bebinn að jarðsyngja eða hann þurfti að vera við jarðarfarir gamalla sóknar- barna og annarra kunningja. Bað hann Magnús ríkisbókara títt um leyfi til slíkra ferða. Magnús veitti leyfi, en loks fannst honum keyra úr hofi og svaraði einni leyfisbeiðn- inni þannig: Já, já, farðu að jaröarförinni og bíddu svo bara eftir þeirri næstu. Gömul kunningjakona, Dómhildur Briem, kom einu sinni frá dómkirkjunni í frem- ur örgu skapi, sagðist hafa ætlab ab jarbarför, en þá var ekki farið að jarða nokkurn lifandi mann, sagði hún. — Þekktirðu þessa konu vel, sem þú varst að tala um? spurðum vib. Já töluvert, svaraði hún, vib kynntumst við jarðarfarir. Dómhildur var greind og skemmtileg. Þegar hún var ung stúlka var hún fengin til þess að kenna krökkum í heimasveit sinni, Álftafirði. Pabbi spurði hana nokkru eft- ir að hún hóf kennsluna, hvernig gengi. Jú, sæmilega ennþá, en góbi læknir, ég kvíði svo fyrir deilingunni. Auk hinna venjulegu starfa í fjármálaráðuneytinu, sem ég hef lauslega drepið á, var ég eins konar einkaritari ráðherr- ans og annaðist alls konar fyr- irgreibslu fyrir kjósendur hans í Suður-Múlasýslu, m.a. að út- vega lán í sjóðum og í bönk- um, útvega eða framlengja víxla, rekast í alls konar mál- um hjá hinum mörgu skömmtunar- og útdeilingar- skrifstofum þessara fátæktar- tíma, hvort sem þær hétu Gjaldeyris- eða innflutnings- nefnd, Nýbyggingarráð, Fjár- hagsráb eba hvab það nú var, því að venjulega skiptu þessar stofnanir um nafn við hver stjórnarskipti, en eðlið hélst óbreytt, hvort sem þeim var stjórnað af framsóknar- eða sjálfstæðismönnum eba öðr- um. Fyrsta orð sem barn mælir er mamma, en fyrsta orð sem nýr ráðherra segir er bíll. Á erfiðleikatímunum fyrir, um og fyrst eftir heimsstyrjöldina síðari var ákaflega erfitt að fá leyfi til að kaupa jeppa eða aðra bíla. Sérstakar nefndir út- hlutuðu leyfum í þessu skyni og ekki nóg með það, heldur gekk þetta einu sinni svo langt að einn fjármálaráðherr- ann úthlutaöi sjálfur kössun- um utan af bílunum og myndaðist löng biðröð í fjár- málaráðuneytinu af væntan- legum kassaeigendum. Munu menn hafa notað kassana við sumarbústaðasmíði. Rétt fyrir einar kosningar sendu margir frambjóðendur í tilteknu kjördæmi kjósanda einum, sem nokkur óvissa var um, hvernig kjósa myndi, svofellt símskeyti: Tókst að útvega þér lánið. — Maðurinn varb auðvitað ægiglaður og hefur sjálfsagt þakkað öllum frambjóðendum vel fyrir sig, þótt hann hafi naumast getað kosið þá alla. Hitt er svo ann- að mál, að enginn þessara manna útvegaði honum lán- ið, heldur starfsmaður ráð- herra. Á árinu 1939 var myndub svokölluð Þjóðstjórn. Voru ráðherrarnir úr Framsóknar- Sjálfstæðis- og Alþýðuflokki, fimm alls, tveir frá hvorum fyrsttöldu flokkanna, en einn frá Alþýðuflokki. Þessi stjórn leysti af hólmi hreina flokks- stjórn Framsóknarflokksins, en í henni áttu sæti Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundsson. Skúli hafði einungis verið ráðherra rúmt ár, þegar Þjóðstjórnin var mynduð og vék hann þá úr ráðherrastóli. Við það tæki- færi orti hann: Ég sat eitt ár, en sumir voru skemur, því sceti það er regni og vindum háð, þó er ég fús að þoka fyrir þremur, sem þrá að komast upp í Stjómarráð. Þegar ráðherramir-voru orb- inir fimm var ekki lengur rúm fyrir þá alla í stjórnarráðshús- inu. Fjármálaráðuneytið flutti í Arnarhvál og hinn nýi fjár- málaráðherra, Jakob Möller, settist þar ab. Einnig flutti Ey- steinn Jónsson þangað sem vibskiptamálarábherra, en viðskiptamálaráðuneytið var stofnað vib þessa stjórnar- myndun, að mestu klofið út úr fjármálaráðuneytinu, en ekki var gerð nein lagabreyt- ing í þessu sambandi. Vib þessa flutninga rýmkaðist að sjálfsögðu í stjórnarráðshús- inu. Gleðileg jól- Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir f?að liðna KAUPFELAG BORGFIRÐINGA B orgarnesi farsœlt komandi ár

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.