Tíminn - 21.12.1994, Page 16

Tíminn - 21.12.1994, Page 16
16 Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum: Gób saga um sam- skipti manna og dýra Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum eftir Hildi Einarsdóttur. 110 bls., útg. Fróbi. Hildur Einarsdóttir, sem kunn er fyrir ritstörf og blaða- mennsku, hefur nú sent frá sér barnabókina Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum. Söguhetjan er drengurinn Tindur, sem er sendur í sveit þegar ærsl hans og uppátæki á götunum í Reykja- vík keyra úr hófi. Hann er svo heppinn að eiga nokkuð skyn- sama foreldra, sem átta sig á því að strákurinn muni hafa gott af því að kynnast öðru en hjóla- brettaleikjum og hangsi á torg- um og gatnamótum, og þekkja auk þess bónda sem telur sig hafa eitthvað við slíkan sumar- mann að gera, þótt bændur af því tagi muni vera fremur sjald- séðir nú orðið. Söguþráðurinn er ekki marg- slunginn, og til að spilla ekki ánægjunni fyrir væntanlegum lesendum verður hann ekki ra- kinn hér. Þaö er hins vegar í frá- sögur færandi að þessi saga er sögö af nærfærni og næmum skilningi á því gildi sem um- gengni við skepnur hefur fyrir mannfólkið, ekki síst þegar það er í mótun eins og söguhetjan, hann Tindur. Tindur kemur í sveitina eins og hver annar álfur út úr hól, og má heita að hann viti ekki hvað snýr aftur eða fram á ketti. Með góðra manna hjálp er hann þó fljótur að átta sig á samhengi hlutanna í þessu framandlega umhverfi og bítur bara á jaxlinn þegar tilraun hans til að losna undan því aö stinga út úr fjár- húsi fær engar undirtektir. Tindur kynnist jafnaldra sín- um, bóndasyni á næsta bæ sem gengur svo ötullega fram við búskapinn að hann er farinn að skáka föður sínum. Gústi þessi verður Tindi fyrirmynd, og er skemmst frá því að segja aö borgardrengurinn hefur fundið kröftum sínum viðnám áður en sumarið er hálfnað og unir sér hið besta í sveitinni. í bókinni segir frá hesti, mikl- um stólpagrip, sem verður fyrir slysi og fótbrotnar svo illa að til greina kemur að farga honum. Oll meðferð á skepnunni er eins og best verður á kosið, enda tekst að græða meinið þótt aldr- ei verði hesturinn jafngóður. Það er einmitt þessi afstaða til skepnunnar, sem mér finnst BÆKUR Að sjálfsögðu Svanur Þetta er þriðja bókin um Svan. í þessari bók lýkur Svanur öðrum bekk, en er ekki viss um að hann vilji fara í þann þriðja. Hann er nefnilega búinn að læra flest sem hann þarf að kunna og í þriðja bekk er senni- lega bara upprifjun. Þessi bók kitlar hláturtaugarnar ekki síður en hinar fyrri, en bækurnar um grallarann Svan eru eftir sömu höfunda og metsölubækurnar um Bert. Bókin kostar 1.280 kr. og er 134 bls. Útgefandi er Skjaldborg hf. ■ BÆKUR ÁSLAUG RAGNARS gefa sögunni um dekurdreng- inn sérstakt gildi, og víst er þessi fallega frásögn um samskipti manna og dýra nokkur sárabót þeim sem áttu bágt meö að trúa augum og eyrum er sannar sog- ur bárust af fótbroti annars hests fyrr á þessu ári. Það er líka athyglisvert hve vel Hildi tekst að segja frá nánu sambandi manna og dýra á hispurslausan og hressilegan hátt, og er óhætt að fullyröa að þessi barnasaga sé bæði holl og skemmtileg lesn- ing. ■ Hildur Einarsdóttir. Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs með þökkfyrir góð samskipti á árinu sem er að líða Ingvar Helgason hf. sendir engin dagatöl fyrir þessi jól, en notaði andvirði þeirra til kaupa á 300 hangikjötslærum og gaf þau til Mæðrastyrksnefndar. Ingvar Helgason hf. vélasala Saavarhöföa 2, SÍMI 91-674000. lic. Híi> > t

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.