Tíminn - 29.12.1994, Side 9

Tíminn - 29.12.1994, Side 9
Fimmtudagur 29. desember 1994 fiiifalMMMIÍ 9 Völva Vikurwar: Þjóðvaki og Fram- sókn sigurvegarar þingkosninganna Hin dulmagnaba „Völva Vik- unnar" bregöur ekki vana sín- um um þessi áramót fremur en endranær. Hún spáir Þjóö- vaka stórsigri og Framsóknar- flokknum mikilli fylgisaukn- ingu, og segir þessa tvo flokka verba fyrsta til stjórnarmynd- unarvibræöna. Um lyktir stjórnarmyndun- ar að loknum kosningum spá- ir völvan ekki, en lætur þó að því liggja að Sjálfstæðisflokk- ur, sem missi nokkur þingsæti án þess að bíða hnekki, eigi eftir að reyna að koma Fram- sókn til við sig. Orðalag völv- unnar er óljóst þegar hún seg- ir í framhaldi af þessu að skip- an ráðherra valdi óánægju. „Mér sýnist einhverjir stjórn- málamenn berja hraustlega í borðið vegna þessa og jafnvel hafa í hótunum að snúa baki við þingflokknum," segir hún, en þá er ekki ljóst hvort hún á hér við þingflokk Framsóknar eða Sjálfstæðisflokks. Hún fullyrðir að núverandi ríkis- stjórn haldi ekki velli, svo og því að gífurlegt rót verði í kringum kosningarnar. Alþýðuflokkurinn geldur af- hroð í kosningunum, að sögn völvunnar. Hún spáir breyt- ingum á forystu flokksins og því að Jón Baldvin Hannibals- son láti jafnvel af formennsku í þeim flokki fyrir kosningar, enda bíði hans álitlegt emb- ætti vestanhafs. Völvan spáir því að Alþýðu- bandalag tapi tveimur eða þremur þingmönnum í kosn- ingunum, en um afdrif Kvenna- listans segir hún ekkert. Sibbótin heldur áfram Völvan spáir því að siðvæð- ing í íslenskum stjórnmálum haldi áfram á árinu sem fer í hönd, enda sé almenningur farinn að gera kröfu um að- hald og geri sér nú grein fyrir því að hann hafi ekki aðeins vald til að ráða menn til starfa, heldur einnig til þess að koma þeim frá. Samkvæmt spásögn- inni verða þrír stjórnmála- menn teknir fyrir á árinu og hrökklast einn þeirra frá eftir að upp um hann kemst. Mest gengur á í kringum þá rann- sókn í aprílmánuði, eftir því sem völvan segir, og veröur það mál litlu fegurra en mál Guðmundar Árna Stefánsson- ar sællar minningar. Siðbót í stjórnsýslu og vibskiptalífi? Hin fjölkunnuga kona spáir því að rannsóknir á öllum sviöum þjóðlífsins muni ein- kenna árið 1995. Ekki síst muni þessi rannsóknastarf- semi beinast að spillingu í stjórnsýslu, enda muni nú koma rækilega á daginn að embættismenn geti ekki verið stikkfrí til eilíföar. Þá beinir hún fránum sjónum sínum að undirheimaöflum viðskipta- lífsins, ss. Kolkrabbanum og Smokkfisknum, og spáir því að átök þessara ósýnilegu risa verði áberandi og muni valda hneyksli. Önnur undirheimaöfl viö- skiptalífsins fá líka að kenna á siðvæðingarsvipunni, ef marka má vöivuna, sem segir að flett verði ofan af fíkniefna- hring og komi þá í ljós að stór- laxar tengist þar fjármögnun. Batnandi afla- brögð til sjós og lands Völvan spáir batnandi afla- brögðum í flestum greinum sjávarútvegs, en segir að ekki nægi það til að bæta efnahags- ástandið svo að gagni megi koma fyrr en um næstu ára- mót. Samkvæmt völvunni er veiðivonin tryggari þar sem erlendir ferðamenn em annars vegar. Hún segir að þeir haldi áfram að sækja til landsins í sí- vaxandi mæli og þetta sé fram- vinda sem reynist ekki jafn- hvikult hnoss og sjávarfangið. Fjölmiðlaflóran fá- tækari Völvan sér móta fyrir því aö þekkt tímarit og fréttablað verði samdrættinum að bráð á árinu. Þá muni tvær útvarps- stöðvar ramba á gjaldþrots- barmi, en önnur þeirra muni þó halda velli. Ríkisútvarpið fær sinn skammt að vanda. Völvan spáir því að Heimir Steinsson taki pokann sinn af sjálfsdáðum í kjölfar magn- aðra deilna vegna uppsagnar starfsmanns, en svo þoku- kennd er þessi sýn völvunnar aö hún þorir ekki að segja til um það með vissu hvort út- varpsstjóri dragi sig í hlé á ár- inu 1995 eöa síðar... ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.