Tíminn - 29.12.1994, Page 10

Tíminn - 29.12.1994, Page 10
10 Wímmu Fimmtudagur 29. desember 1994 Siguröur Siguröarson: Vemdum hreinleika íslenskra Samningamenn okkar, stjórnmála- menn, verslunarráð, neytendasam- tök og aðrir sem ráða því hvað sam- ið er um eða hafa veruleg áhrif á það í krafti stærðar og aðstöðu, hafa ekki hugsað þessi mál til enda. Að öðrum kosti hefur þá vantað vitn- eskju og vanmetið hættuna. Þeir mega ekki vegna fáfræði fórna heilsu íslenskra dýra fyrir aðra hags- muni, sem óljóst er hverjir eru og hve miklir. Hefur ekki gleymst aö draga eitthvað frá gróðanum, sem menn töldu verða af innflutningn- um? Hvað meö tilkostnað og afleið- ingar? Ætli það sé auðvelt að meta það allt til peninga? Sumar íslenskar dýrategundir, eins og hesturinn, kýrin, sauökind- in, geitin og hundurinn, eru ein- stæðar í heiminum og dýrmætar sem slíkar. Flestir munu samþykkja þetta við það eitt að sjá eða heyra þessar dýrategundir nefndar. Við- skiptasamningar við útlönd, sem tryggja hag okkar, eru sjálfsagðir og ég styð stjórnvöld til §óðra verka sem embættismaður. Eg hlýt þó sem sérfræðingur í smitsjúkdómum að mótmæla því harðlega að þann- ig sé gengiö frá samningum að það stefni í voða heilbrigði íslenskra dýra og byggðinni í landinu. EES- samningurinn er hættulegur heilsu allra íslenskra dýra og þar með ís- lenskum landbúnaði, einkum það þó sem enn á eftir að koma fram. Þaö er ekki víst að við fáum frest fram yfir 1995, þegar endurskoðun á að fara fram í þeim tilgangi aö auka enn frjálsræði í flutningum. GATT- samningurinn mun ganga enn lengra. Hvað kemur þessi hætta við marga íslendinga? Svar: Alla dýraeigendur á íslandi. Hver er f jöldi þeirra? Sumir halda því fram að land- búnaðurinn sé baggi á þjóðinni, best væri að leggja hann niður að mestu eða öllu leyti. Vita þeir, sem þetta segja, að 15-17 þúsund manns hafa atvinnu af landbúnabi og þjónustu við hann? Þab þýðir ab 50- 60 þúsund íslendingar lifa á landbúnaði beint og óbeint eða 1 af hverjum 5 íbúum landsins. Sjálf- sagt eru þeir fleiri, ef metin væri öll óbein þjónusta og tengsl. Það hefur verið áætlað, ab 3000 séu atvinnu- lausir nú vegna samdráttar í land- búnaði. Illa gengur sjávarútvegur- inn líka, að sagt er. Geta þeir, sem hrekjast frá landbúnaði, fengið önnur störf og arðbærari? Nei. Út um allt land eru þéttbýlisstaðir, sem nærast á landbúnaðinum að hluta eða alveg. Þeir standa tæpt margir hverjir og þola illa frekari skerðingu. Á hverju eiga íslendingar að lifa eða fá peninga til ab kaupa hinar ódýru innfluttu vörur? Hvað með alla óhamingjuna sem fylgir því aö vera hrakinn frá starfi og eignum? Er þab ekki ójafnabarmennska ab setja einn á, en fórna öðrum án haldbærra skýringa og bóta? Vantar þá menn ekki yfirsýn sem ætla ab leysa efnahagsvandann meö því að veikja eða brjóta af tómu gáleysi og leggja í rúst undirstöðuatvinnuveg eins og landbúnabinn? Hormónamafían í Evrópu Hér á landi eru fúkkalyf alls ekki notuð í fóðri nema til lækninga. Undantekning eru þó hníslalyf fyrstu vikur af ævi alifugla til að haida í skefjum hníslum. Skárri lausn er ekki fundin enn. Vaxtar- hvetjandi efni eru ekki notuð. Hormónar eru eingöngu notaðir í lækningaskyni hér á landi. Þrátt fyrir bann við notkun hormóna til ab auka vöxt og afköst í framleiöslu og keppni er ekki bannað að selja þá í Evrópu. Ólögleg notkun þess- „Fómum ekki heilsu ís- lenskra dýra fyrir hcepna hagsmuni. Þeir, sem brjóta niður traustar og nauðsynlegar vamir gegn smitsjúkdómum með því að samþykkja stóraukinn innflutning á landbúnað- arvömm, em að svíkja alla dýraeigendur á ís- landi." ara efna er orbin mjög útbreidd. Á sumum svæðum þar er talið að 80% nautakjöts séu framleidd meö hormónafóðri og í einstaka löndum 10-20% alls nautakjöts. Það er þó hægara sagt en gert að líta eftir því sem er ólöglegt og því undir yfir- borðinu. Að undanförnu hafa birst í fræði- ritum greinar um vaxtarhvetjandi hormóna í kjötframleiðslu. Sér- hönnuð naut þyngjast uin 2,5 kg á dag í stað 1 kg, sem er venjulegt. Meb tæknibrellum eru kýr, svín, alifuglar og fleiri tegundir píndar til afurða, en það eykur verulega álag- ib, veikir heilsuna og styttir líf þeirra. Til þess að draga úr sjúk- dómum, sem annars myndu sækja á, er fúkkalyfjum blandað í fóðrib. Nýlega kom út bók í Belgíu á veg- um Evrópska sambandsins sem heitir „Hormónamafían". Þessi ma- fía er lítið betri en sú ítalska, notar sprengjur og skotárásir til að ógna þeim sem eiga að votta „rétt" um gæði afuröanna. Hún dreifir horm- ónablönduðu fóbri um Evrópu. Gíf- urlegur hagnaður er af þessu, enda rakar „mafían" saman gróba. Fram- leiðslukostnaðurinn lækkar vissu- lega líka og vöruverðib. Allir græða ab því er virðist. Til þess er leikur- inn gerður. En hvab fá neytendur fyrir lægra vöruverð? Hæpna og jafnvel hættulega vöru. Þessi efni eru í kjöt- og mjólkur- vörum, en erfitt er að finna þau, þar sem mafían er stöbugt á undan rannsóknarstofunum með nýjar efnasamsetningar. Þetta er vitan- lega dýraníðsla, sem flestir hér á landi fyrirlíta ennþá sem betur fer. Menn vilja ekki að slíkar aðferðir verði teknar upp á íslandi. Horm- óna- og fúkkalyfjaafurðir eru í sum- um tilfellum lífshættulegar heilsu manna. Fúkkalyf eru viðsjál fyrir þá sem hafa ofnæmi gegn þeim, jafn- vel í örsmáum skömmtum. Horm- ónaáhrifin eru verst fyrir börn og unglinga, trufla kynþroska og breyta vexti og rödd. Framleibsla mat- væla er dýrari hér en annars staöar Fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar hérlendis hafa hagrætt meira en einmitt bændur. Unnið er að því að lækka framleiðslukostnaðinn enn frekar og bæta meðferð dýra hér á landi. Forsenda lífrænnar fram- leiðslu, sem við viljum stefna að, er gób meðferð dýra og lands. Þótt aukinn kostnaður vegna dýra- verndar vinni gegn lækkun verðs á matvælum, vilja menn kosta því til. Ný lög um dýravernd, sem verið hafa lengi í undirbúningi, taka gildi í júlí nk. Þökk sé þeim, sem ráku það áfram. Lög um búfjárhald voru sett 1991. Verið er að setja reglur um aðbúð og mebferð einstakra dýrategunda eftir þessum lögum. Til fátækra landa með ófullkomið eftirlit eru sendar lélegar vörur. Við höfum fengið þannig dýrafóður og ýmsar aðrar vörur. Ódýr erlend matvæli, sem ýmsir aðilar berjast nú fyrir ab fá að flytja til íslands, eru oft framleidd í tækni- ög lyfja- væddum verksmibjum. Þar er nær ekkert samband milli manns og dýra og þau eru knúin til hins ýtr- asta í framleiöslu. Dýraverksmiðjur af því tagi hafa sætt réttmætri gagn- rýni dýravemdarfólks. Við erum reyndar ekki alveg saklaus, hvað illa meðferð á dýrum varðar, þótt hvergi séu hér mjög stór bú á er- lendan mælikvarða. Búskaparabstæður eru erfiðari hér á landi en í suðlægari löndum. Veðráttan er köld og mislynd og ógn stafar af hruni húsa í jarb- skjálftum. Því eru öll hús dýrari í byggingu hér en annars staðar. Hýsa þarf sauðfé og nautgripi lengri tíma hvern vetur en sunnar í Evr- ópu. Jörðin er áburðarfrek vegna kulda á sprettutíma. Þessum ytri skilyröum verbur ekki breytt. Til- kostnaður verður því alltaf meiri við landbúnab hér en í samkeppni- slöndum okkar, hvernig sem farið er að. Það er dýrt að vera íslending- ur, en þab er þó sannarlega þess virði. Á verðlagi landbúnabarvara og ýmissa vara, sem framleiddar eru hérlendis, sést að við búum í erfiðu landi. Þab er þó óumdeilt ab stöb- ugt þarf að eiga sér stað hagræðing í framleibslu matvæla. Hún er í gangi, þótt hægt fari, og vöruverb er að lækka. Þab má þó ekki felast í því ab taka upp notkun hormóna VETTVANGUR og lyfja í fóðri og níðast á dýrunum. Að pína fram breytingar undir yfir- skini hagræöingar jafngildir því að leggja af landbúnað á stórum svæð- um og margfalda atvinnuleysib. Hagræða þarf þannig að gæðum af- urðanna verði ekki spillt og að at- vinnugreinar séu ekki lagðar í rúst meb fruntalegum aðgerðum. Það gerist ef farib yrði eftir kröfum þeirra gapuxa sem heimta lítt heft- an eða óheftan innflutning. Þótt íslendingar búi við hreint land, heilbrigb dýr og nær ómeng- aðar afurðir, er ýmislegt sem þarf að lagfæra. Óhreinlæti, þrengsli og loftleysi í peningshúsum þekkist hér á landi. Úr því er nauösynlegt að bæta. Meiri hætta er á sjúkdóm- um við þannig skilyröi. Það er úrelt viðhorf að leysa sjúkdómavanda stöbugt með lyfjum, þótt lyf geti verið nauðsynleg til að stöðva sjúk- dóma. í stað þess á að bæta aðbúð, laga fóðrun og auka hreinlæti. Fyrir kemur að dýr séu vanfóðruð. Þab minnkar hagkvæmni í búskap og spillir afurðum. Víða vantar skýli í högum fyrir hross sem ganga úti. Ormasýking er algeng í hrossum og öðrum tegundum, jafnvel lífs- hættuleg. Úr þessu er hægt að bæta með jafnri og góðri fóörun, skipu- lagi á beit og skynsamlegri notkun ormalyfja. Líðan holdlítilla, oft ormaveikra hrossa úti í misjöfnum veðrum er slæm. Ef skjólleysi bætist viö, er mebferðin brot á lögum guðs og manna. Meðferð dýraverndar- mála situr oft á hakanum í dóms- kerfinu, því mibur. Úrbætur eru á döfinni með stuðningi af nýjum dýraverndarlögum. Aðalregla hér á iandi er sú að gefa ekki lyf nema veikindi komi upp. Lyfjanotkun má minnka frá því sem nú er meö betri abbúð dýra, markvissari fóðrun og auknu hrein- læti. Vegna aukinnar samkeppni freistast sumir til að hafa of þröngt á dýrum, en það eykur smithættu. Vib þurfum að gæta okkar. Salmon- ellur, sem geta valdið alvarlegum sjúkdómum í fólki, finnast hér á landi í matvælum. Stundum er kjöt kjúklinga og svína mengaö þeim sýklum, þótt í mun minna mæli sé en víðast hvar erlendis. Níu af tíu sýkingum, sem skráðar eru í fólki hér á landi, hafa menn fengið í sól- arlöndum en ekki af menguðum matvælum hér. Svipað ástand er í Svíþjóð, en Svíar standa fremstir í baráttu gegn salmonellasýkingum og hafa náð verulegum árangri, sem við stefnum einnig að. Til saman- burðar er England. Þar eru níu af hverjum tíu sýkingum heima- fengnar. Englendingar hafa gefist upp á því ab uppræta þá tegund salmonellu sem leggst á eggjastokk hænanna og finnst í eggjum. Sú tegund hefur aldrei fundist í hænsnum hér. Komiö hefur verið á ströngu og reglubundnu eftirliti hérlendis, sem framleiöendur kosta sjálfir. Margt er á réttri leib hjá okkur, þótt hægt gangi. Sauðfé og hrossum hefur til dæmis fækkab verulega á afréttum landsins. Vaxandi skiln- ingur er á því að hlífa þurfi landinu á ýmsum stöðum og bæta fyrir landeyðingu vegna ofbeitar á liön- um árum og öldum, þótt önnur eyðingaröfl eins og veðrátta og eld- gos hafi verið mun stórfelldari. Landgræðslan vinnur nú að þessu í góðri samvinnu við bændur og annaö áhugafólk. Það er vænlegast til árangurs. Þessi starfsemi mun eflast á næstu árum. Verum sjálfbjarga um ómengub úrvals matvæli Slökun á innflutningsreglum mun verða til þess að gera tollgæsl- unni erfiðara fyrir að líta eftir og stöðva óheppilegar og hættulegar vörur. Eftirlit mun veröa sýndar- mennska ab hluta til vegna þess hve við erum vanmegnug og mögu- leikarnir margir til að skjóta undan. íslendingar, sem vilja eðlilega græba á innflutningi, sjást ekki fyr- ir í óþjóölegri baráttu sinni fyrir „frjálsum" flutningum. Þeir leita á náðir útlendinga til að brjóta á bak aftur eðlilegar varnir. Smitsjúkdóm- um í búfé mun fjöiga hér á landi vegna þess hve dýrastofnar standast illa ný smitefni. Þá yrbi ímynd ís- lenskra afurða spillt. Þaö forskot, sem við höfum til framleiðslu ómengabra og lífrænna afurða, mun tapast. Lítt eða ekki heftur innflutningur á mjólkurafurðum, kjöti o.fl. mun þegar á heildina er litib spilla þeim mat sem lands- menn neyta, vegna þess hve meng- un er algeng og lítt viðráðanleg víða erlendis. Fjölmörg dæmi eru þekkt erlend- is um smitburð með matvælum. Eitt dæmi skal nefnt hér. Fyrir fáum árum tók belgískur ferðamaður pylsu heim meb sér úr sólarlanda- ferð á Spáni. Honum líkaði ekki bragðið þegar heim kom og gaf granna sínum pylsuna. Sá bjó vib svín og þau fengu pylsuna. Skömmu síðar fengu þau óþekktan sjúkdóm. Þetta reyndist vera afrík- Seinni grein afurba önsk svínapest. Til þess ab stöbva sjúkdóminn þurfti auk annarra ráða að lóga um 500 þúsund svínum. „Það smáa er stórt í harmanna heim." Við tökum mikla áhættu meb þeim samningum, sem nú er verib ab gera. í EES-samningnum er ákvæði um endurskoðun árið 1995 til að auka frjálsræðið enn meira. Viö komumst ekki fram hjá því. Þá mun hættan aukast enn. Við mun- um enga burði hafa til að verja okk- ur nógu vel næsta áratug, vegna þess að skilning vantar og þar með fjármagn til að byggja upp öflugar varnir, er dugi til að draga úr hættu, sem EES- samningurinn og fyrir- hugaöir samningar hafa leitt yfir okkur og munu gera. Kostnaburinn er miklu meiri en reiknab hefur ver- ið með. Vegna samninganna mun- um við þurfa ab verjast með sama hætti og áformað er á hinum Norð- urlöndunum, en með þeim mun meiri útgjöldum sem við erum smærri. Þótt þeirra varnir séu marg- brotnar, hafa dýralæknar þar sömu áhyggjur um gagnsleysi varnanna og við. Engin próf eða aðrar aðferð- ir koma í stab þeirrar varkáru og ör- uggu stefnu sem beitt hefur veriö í áratugi varðandi innflutning á lif- andi dýrum og afurðum dýra. Við þurfum á næstunni að svara mikilvægri spurningu. Svarið skipt- ir miklu fyrir umhverfi okkar og líf á þessu landi í náinni framtíð: Vilj- um vib nýta landið til landbúnað- arframleiðslu á skynsamlegan hátt, vera sjálfbjarga um úrvals matvæli og hafa möguleika á lífrænni fram- leibslu til útflutnings? Eöa eigum við heldur að hætta landbúnaði að miklu leyti og flytja inn í stórum stíl misgóöar, ódýrar erlendar af- urðir, vafasamar fyrir umhverfið og heilbrigbi manna og dýra. Við yrð- um þá að búa okkur undir stórfellt atvinnuleysi fólks í kaupstöðum og þorpum hring í kringum landið, en þau myndu hrynja eitt af öðru. Margir þéttbýlisstaðir lifa að hluta eba að öllu leyti á landbúnaði og þjónustu við hann, fleiri en sést í fljótu bragði. Áætlab hefur verið að það sé fimmti hver íslendingur, jafnvel fleiri þegar allt er talið. Ótal- in er óhamingja þúsunda manna sem hrekjast frá verðlausum eign- um sínum í atvinnuleysi. Ab und- anförnu höfum vib séb slíkt gerast í vaxandi mæli af lítt viðráðanlegum orsökum. Við ættum þó að geta haft áhrif á þetta eða afstýrt því, ef vilji er fyrir 'nendi. Ég vona að augu manna séu að uppljúkast. Taka þarf tillit til þess hve íslenskir dýrastofnar eru vib- kvæmir fyrir nýjum smitefnum, sem örugglega munu flytjast hing- að við aukinn innflutning á alls konar vörum úr dýraríkinu. Enginn vegur er ab tryggja að þær séu laus- ar við smitefni; sýklalyf, hormóna og önnur óæskileg eða hættuleg efni, hvaða ráðum sem er beitt. Ef landbúnaðurinn dregst verulega saman eða hrynur, verður atvinnu- leysi mun meira en menn halda yf- irleitt. Fæða landsmanna veröur ekki eins heilnæm og hún hefur verib og gæti orðið. Það mun hafa sín áhrif á heilsufar fólksins, þegar til lengri tíma er litið. Við eigum á hættu ab glata forskoti sem við höf- um nú til lífrænnar framleiðslu matvæla. Við megum ekki horfa fram hjá þessum mikilvægu atrið- um vib endurskoðun EES-samn- ingsins og í öðrum sjálfsögðum samningum sem framundan eru. Ábyrgu fólki getur varla verið sama um hollustu matvæla, heilbrigði ís- lenskra dýra og framtíð landbúnað- ar á íslandi. Um þab snýst þetta mál. Höfundur er dýralæknir. Creinin birtist upphaflega í bændablabinu Frey.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.