Tíminn - 03.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 3. janúar 1995 fWBÍiW 5 Af mannauönum rís allur annar auöur \ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Góðir íslendingar, góðan dag oggleðilegt nýtt ár. Við áramót þökkum við landsmenn hver öðrum samferð á liðnu ári og óskum þess af alhug að farsæld megi fylgja okkur á hinu nýja. Þessu sinni er ofarlega í huga að á nýliðnu ári var efnt til hátíðar sem lengi verður í minnum höfð í tilefni af hálfrar aldar af- mæli Lýöveldisins íslands. Enda þótt svo óheppilega hafi tekist til að ekki komust allir þeir til Þingvalla sautjánda júní sem þar vildu vera, er verðugra að minnast þess sem vel tókst. Það var ógleymanlegt að líta yfir vellina þennan dag, sjá þá þétt- skipaða fólki, sem naut þess fölskvalaust að vera saman í vorþeynum. Það yljaði og var örvandi í senn aö vita af öllum þessum einstaklingum, og öðr- um um allt landið, sem þennan dag vissu svo gjörla að þeir áttu samstöðu í lífinu; að þeir nutu hlýju hver af öörum á vegferð sinni og í vonum sínum, að þeir voru sameinaðir í virðingu fyrir dýrustu eign okkar allra: land- inu og að vera sjálfstæð þjóð með eigin rödd og rétt í samfé- lagi þjóðanna. Hér sem svo oft endranær skynjuðu menn að við eigum hvert annað að á ís- landi með þeim hætti sem fáar þjóbir abrar þekkja. Það megum viö þakka fámenni þjóðarinnar sem styrkir okkur í vitund um þab hver við erum. En um leið og vib íhugum samstöðu okkar og þjóðerni hljótum vib líka að gera okkur grein fyrir hinu, að aldrei fyrr höfum við verið jafnáþreifan- lega tengd öbrum þjóðum, jafn- augljós hluti hins alþjóblega samfélags. Hér birtist okkur ein af mörgum þversögnum okkar tíma, sem heimskunnur fram- tíðarfræöingur, John Naisbitt, fjallar um af skarpskyggni í ný- útkominni bók, sem nefnist „Alþjóbaþversögnin". Þar bend- ir hann reyndar á íslendinga sem fróölegt dæmi um þjóð er verji og verndi tungu sína og hefur greinilega hrifist af því sem hann var fræddur um hér á landi fyrir ekki alllöngu. Ein af staðhæfingum þessa fræðings um nútímann og framtíðina er svohljóðandi: „Hagstjórn heimsins verður sífellt alþjóðlegri og smám sam- an mun og margt annað fara í sömu átt. En jafnframt verður hib átthagabundna enn mikil- vægara — og er þar komið ab enn einni þversögn sem er mik- ilvægur þáttur í alþjóbaþver- sögninni: Því alþjóölegri sem við verðum, þeim mun átthagabundn- ari verður hegðun okkar." Þetta þykir okkur sem trúum á góða framtíð íslands og íslend- inga góð tíðindi. Jafnframt er ljóst að alþjóðavæðingin leggur okkur miklar kvaðir á herðar. Við verðum meöal annars að kosta kapps urn að gera kom- andi kynslóöir mæltar á sem allra flestar tungur, þar með talið málfæri stæröfræðinnar, og veita þeim þannig greiðari aðgang að fjölþættu erlendu samstarfi. Mikilvægt er hverja stund að gæta þess ab ensk tunga — sem reynist svo áleitin — verði þó ekki alltof áhrifa- mikil í íslenskri hugsun og tján- ingu. í því ljósi sýnist brýnt að fyrsta erlenda málið sem kennt er í íslenskum skólum sé ein- hver önnur tunga, svo sem mál einhverrar bræöraþjóðar okkar á Norðurlöndum, sem ætíð verður mikilvægt að halda sem nánustum tengslum við. En um leiö verðum við líka að leggja ofuráherslu á að styrkja og efla móðurtunguna, þennan stór- kostlega lykil að sérkennum okkar, minningum okkar og arfi, jafnt sem þekkingu í samtíð og framtíð. Hún er einn megin- þráðanna sem spunnir eru í þann vef sem gerir okkur að þjóð. Island, farsœlda-frón og hag- saelda hrímhvíta móðir, kvað Jónas. Það er vert ab taka eftir því, að í þessari lýðhvöt sinni skilur skáldið ab farsæld og hag- sæld eru tvö sjálfstæð hugtök. Það sýnist mikil tíska á okkar tíð að tala um hagsældina og þá helst í einföldum reiknings- dæmum. Allt þarf, ef vel á að vera, að skila sjáanlegum hagn- aði, stuðla ab auknum hagvexti. En vib mættum einnig leiba hugann að því, að sönn farsæld rís ekki sjálfkrafa upp af slíkri hagsæld. Til að hvort tveggja megi vera til og dafna þarf öðru fremur að sinna mannverunni sjálfri, ekki síst þeim sem eru að búa sig undir lífið, og huga sem best til framtíöar að þeirri virku og lifandi menntun sem eflir hvem einstakling til þroska, þeirri þekkingu sem gerir hverj- um og einum kleift að leysa far- sællega sérhverja þraut, hvort heldur við framleiðslu varnings eða í menningarlífi. Við eigum góðar auðlindir; að sjálfsögðu verður aldrei um of brýnt fyrir mönnum aö gæta þeirra sem best. En alltof oft virðast menn tala um þessar náttúrlegu auðlindir sem upp- haf og endi alls. Þó þarf ekki að skyggnast um lengi á heimskringlunni til að sjá, að ekki er alltaf samhengi milli auðlindaeignar af því tagi og velmegunar. Þjóðir sem fáar auðlindir eiga , eins og Danir eða Hollendingar, hafa náð langt í hagsæld og farsæld án þess ab geta gengið í hefð- bundna auðlindasjóði og sótt sér í hnefa. Og innst inni vitum við líka öll að notkun okkar á arðbærum náttúruauðlindum er löngu komin að ystu mörkum, ef ekki út fyrir þau. í raun eiga þær tvær þjóðir sem hér voru nefndar, eins og allar aðrar þjóbir, eina auðlind sem aldrei þrýtur heldur bein- línis eflist og styrkist, sé henni sinnt af einarðri ræktarsemi. Þessi uppspretta er mannauður- inn. Ræktarsemi við þann auð er mikilvægari en allt annað, því af þeim auði vex allur annar auður. Hugvit og þekking eru þættir sem verða þyngri á met- unum með hverju árinu sem líður, og ræktun hugvits og þekkingar er um leið efling þeirrar auðlindar sem fólgin er í mannauðnum. Ekki skal heldur litið fram hjá því, að með mikil- vægri þekkingu, sem er svo margþætt í nútímanum, fær verndun sérstæörar þjóðmenn- ingar okkar byr í segl, því þekk- ingin vill engu gleyma. En sjaldan fær þjóðfélagið aö lifa einvörðungu við framtíðar- drauma, hversu raunhæfir og aðkallandi sem þeir virðast. At- vinnuleysi hefur þegar oröið sá Ávarp forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, 1. janúar 1995 vandi í landi okkar sem ekki verður hjá komist að horfast í augu við. Öllum er okkur ljóst hvílík sóun þaö er á mannauðn- um, — það lítillækkar einstak- linga, það sundrar þjóbinni. Og síst má það gleymast að öll ber- um við samábyrgð á því at- vinnuleysi sem við búum við á íslandi. Samúð okkar og skiln- ingur er ríkur og við hljótum ab geta tekið enn betur á til að vinna á því bug. Aldrei fyrr hefur tæknin sýnt okkur jafnmarga möguleika og um þessar mundir. Stundum er talað um þekkingarsprengingu sem orðið hafi á liðnum ártatugum. Nú blasir við okkur ný sprenging í þekkingarmiðluninni. Á ör- skotsstundu komumst viö í samband við upplýsingabanka um allan heim, getum leitað okkur fróöleiks frá fyrstu hendi, hvort sem við erum skólafólk á Kópaskeri eöa í Króksfjarðarnesi eða starfsmenn í Reykjavík eöa á Raufarhöfn. Allur heimurinn liggur fyrir fótum okkar. í þess- um efnum þarf hvorki ab há okkur einangrun né fámenni. Það er ekki spurt um fjöldann sem myndar þjóð, heldur hverj- ir eru kostir þessarar þjóbar, hvar er hún stödd á þekkingar- vegi, hvað kann hún, hvað get- ur hún gert? Tæknin sem er að halda inn- reið sína er svo ævintýraleg að henni verður naumast lýst í orðum. Kannski segir það eitt- hvað ef ég nefni ab geisladiskur fyrir tölvu, jafnstór hinum sem flytur okkur tónlist, getur geymt allt að 200.000 blaðsíður af texta, ef ekki er sett á hann annað efni. Þaö myndi líklega jafngilda því að ævistarf Hall- • dórs Laxness kæmist tíu sinnum á einn disk. í útlöndum er þegar búið að gefa út mikið námsefni og fróð- leiksefni á slíkum geisladiskum, og er þar blandað saman texta, hljóði, kyrrum og lifandi mynd- um, ásamt línuritum og skýr- ingarefni. Enn sem komib er eigum viö engan íslenskan upp- lýsingadisk. Þar er verk að vinna, því varla unum við því ab ungir íslendingar þurfi að leita sér allra nýjustu upplýsing- anna á erlendum málum þegar fram líða stundir. Erlendir forystumenn á ýms- um sviðum hafa á undanförn- um mánuðum fullyrt að það sem ráða muni úrslitum varð- andi velgengni einstakra þjóða í harðnandi samkeppni á kom- andi árum verði menntun þeirra og þekking. Mitterrand, forseti Frakklands, skoraði nú á haustdögum á alla stjórnmála- flokka landsins að setja menntamál í öndvegi þegar stefnan yrbi mörkuö fyrir næsti£ kosningar. Hlibstæða áskorun ber ég nú fram gagnvart íslensk- um stjórnmálamönnum og bið þá að bera menntunina sérstak- lega fyrir brjósti, svo kunnátta okkar um haf og land, um vernd og nýtingu sjávar, um uppgræðslu lands og ræktun bústofna, og um margbrotiö völundarhús tækninnar, megi verða kunn um allan heim svo til verði vitnað. En vitanlega gildir enn sem fyrr ab lítið stoðaði okkur að eignast allan heiminn, ef við látum undir höfuö leggjast að rækta meö okkur vinarþel, sjálf- saga og virðingu. Ég hef nefnt það áður á þessum vettvangi og nefni það enn, að án sjálfsaga verða okkur flestar leiðir torfær- ar. Og sjálfsagi rís upp af heiðar- leika, heibarleiki rís á virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum mönnum, öllu sínu umhverfi, í einu orði sagt: á siðgæbi. Þab er sannfæring mín að meb aga, menntun og þekkingu, sem eft- ir yrði tekið víða á byggðu bóli, verði okkur allar leiðir færar, við innri styrk íslensks þjóðfélags, því mannauðinn erum við svo lánsöm að eiga. Árið 1994 var okkur ár þjóð- minninganna. Á síbari þjóöhá- tíðardegi þess, hinn fyrsta des- ember, færði þjóðin sjálfri sér einhverja glæsilegustu gjöf sem hægt er ab óska menningar- þjóð, Þjóðarbókhlöðu. Við þann merka áfanga varð þjóðin vitni að einstæöu framtaki háskóla- stúdenta, gjörvulegrar æsku landins, sem stóð fyrir árangurs- ríkri söfnun í þjóðbókasjóð til eflingar þessari miðstöð þekk- ingar. Þess er óskandi að sem flestir leggi leib sína í hús Þjób- arbókhlöðunnar til að skynja hvílíkt afl er hægt að virkja til varðveislu menningararfs okkar og hvílíkan styrk má sækja til hans þegar við sækjum fram til nýrra tíma með nýjum hug- myndum og þeim metnaði að vera sterk þjóð meðal þjóða, hvað sem fámenni og öðrum aðstæðum líður. Góbir landar mínir. Hvert ár ber með sér stundir gleði og sorgar. Á liðnu ári veit ég ab margir hafa mikils misst og á þessum tímamótum votta ég öllum þeim samúð mína sem um sárt eiga að binda, um leið og ég sameinast þeim í endur- minningunni og þökk fyrir samvistir við þá sem nú eru gengnir. í ljóðinu „Hin efstu grös" orti skáldið Guðmundur Böðvars- son 17. júní 1944: Vœnti ég þess nú að litist um fold minna feðra fylkingin hljóða, hin burtu kallaða sveit. Ást hennar, lífsreynsla, fómir og fyrirbaenir fylgi þér, land mitt og þjóð mín, í hamingjuleit. En heill yður hinum, þér verkmenn sem voryrkjur kalla! Veldur mér fógnuði hugsun um komandi ár: Veit ég með stolti að starfsamar, fómfusar hendur stefna að því markvíst að grceða míns fósturlands sár. Skáldínu varð að ósk sinni. Það vitum við 50 árum síðar. Og nú óskum við okkur nýrra þjóð- arafreka til framtíðar. Ég árna okkur öllum árs og friðar og bið Guö að blessa ís- land og Islendinga. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.