Tíminn - 03.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1995, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 3. janúar 1995 7 íbúum utan Reykjavíkursvœbis og Reykjaness fcekkab um 550 á árinu: Fólksfjölgun sjaldan verið minni s.l. 50 ár Aðeins fjórum sinnum á síbustu 50 árum hefur íslendingum fjölgað eins lítið eba minna og á síðasta ári, eba um 0,7%. Ein meginástæðan er sú, ab um 850 fleiri fluttu frá landinu en komu hingab í stabinn — þrátt fyrir ab fleiri erlendir ríkisborg- arar hafi flutt hingab heldur en fóru úr landi. Samkvæmt brábabirgbatölum Hagstofunn- ar fjölgabi landsmönnum um tæplega 1.870 manns (borib saman vib 2.730 ári ábur). Fólki á höfuðborgarsvæbinu fjölgabi að vísu um 2.310 og Suburnesjabúum um nær 110 manns. Þetta þýbir ab fólki bú- settu utan þessa svæbis hefur því fækkab um samtals 550 manns á þessu ári. Fyrrnefnd 550 manna fækkun á landsbyggbinni á síðasta ári kemur fram í öllum kjördæmum nema Norburlandi eystra, þar sem fólksfjöldi stendur næstum í stað (fjölgar um 30 manns) og á Suðurlandi þar sem fólki fjölgaði um rúmlega 80 manns. Öll sú fjölgun og meira til hefur orðib á nokkrum þéttbýlisstöbum í Ár- nessýslu. Hagstofan áætlar ab um 4.450 börn fæbist á íslandi á þessu ári, en að um 1.750 manns ljúki jarðvist sinni. Fæddir verbi því um 2.700 fleiri en þeir sem deyja. Brábabirgbatölur benda hins vegar til ab abeins um 2.700 manns hafi flutt til landsins í stabinn fyrir 3.350 manns sem fluttu úr landi. Mismunurinn, 850 fleiri brottfluttir af landinu, kemur því til frádráttar náttúru- legri fjölgun. Heildarfjölgun landsmanna verður því abeins um 1.850 manns, sem áður seg- ir. ■ Styrkir hafa verib veittir úr Menningarsjóöi Visa, sem stofnaöur var fyrir tveimur árum til styrktar íslenskri menningu, listum, vísindum, tcekni og einnig í þágu líknarmála. Styrkirnir aö þessu sinni eru fimm aö tölu, hver aö upphœö 300 þúsund krónur. Myndin hér aö ofan var tekin þegar styrk- irnir voru afhentir milli jóla og nýárs. Lengst til vinstri er Einar Már Guömundsson rithöfundur, þá Auöur Haf- steinsdóttir fiöluleikari, ein þriggja kvenna sem skipa Trio Nordica sem hlaut styrkinn, Sigurbjörg Ólafsdóttir sem veitti styrknum viötöku fyrir hönd dóttur sinnar, Bryndísar Einarsdóttur sem er viö leiklistarnám í Lundúnum. Næst kemur Helga Ólafsdóttir, sem veitir Blindrabókasafni íslands forstööu og tók viö styrknum fyrir hönd þeirr- ar stofnunar. Lengst til vinstri er Dagur B. Eggertsson, formaöur stúdentaráös Háskólans. Styrkurinn var veittur vegna þeirrar söfnunar sem háskólanemar gengust fyrir íþágu hinnar nýju Þjóöarbókhlööu. íslendingar, sem dóu af slysförum, þriöjungi til helmingi fœrri en nokkru sinni síöustu 10 ár: Alls 53 útlendingar farist hér af slysförum á áratug ísland virðist lífshættulegt heim að sækja fyrir útlend- inga. í ljósi þess að erlendir ferðamenn hér á landi eru álíka margir og íslendingar sem fara til útlanda virðist at- hyglisvert að 9 útlendingar farast af slysförum á árinu, en 1 íslendingur fórst í umferðar- slysi erlendis á sama tíma. Síð- Davíö skrifar um Geir Aðalgrein nýútkomins And- vara, rits Hins íslenska þjób- vinafélags, fjallar um Geir Hallgrímsson, fyrrum forsæt- isrábherra, formann Sjálf- stæbisflokksins og borgar- stjóra, og er ritub af Davíb Oddssyni, eftirmann Geirs í öllum þessum embættum. Ritgerð Davíðs er 48 blaðsíður og hin fróðlegasta. Rakinn er æviferill og stjórnmálasaga Geirs Hallgrímssonar. Meðal annars segir þar frá átökum þeim sem urðu milli Geirs og Gunnars Thoroddsen innan Sjálfstæðisflokksins. Koma þar fram ýmsar nýjar upplýsingar frá Davíð Oddssyni, sem fylgd- ist náið með þessum málum. Andvari kemur nú út í 119. sinn og er ritiö hið 36. í nýjum flokki. Fjölbreytt efni er í And- vara. Ritstjóri er Gunnar Stef- ánsson, en Sögufélagið annast stjórn blaðsins og dreifingu þess. ■ ustu 10 árin hafa alls 53 út- lendingar farist í slysum hér- lendis. íslendingar sjálfir hafa hins vegar sloppiö óvenjulega vel frá slysförum á árinu sem var að líða, samkvæmt yfirliti frá Slysavarnafélagi íslands. Af þeim 42 einstaklingum, sem fórust á árinu, voru heima- menn 33 talsins, eða þriðjungi til helmingi færri en nokkru sinni síðustu tíu árin a.m.k. Alls hafa tæplega 500 íslend- ingar látist af slysförum á síð- ustu tíu árum, frá 46 og upp í 66 (1986) árlega. Af þeim 42, sem fórust á ár- inu, létust flestir, eða 18, í um- ferðarslysum. Þar af voru 4 út- Iendingar. Tíu drukknuðu á árinu, hvar af 3 voru útlendingar. Af 4 sem fórust í flugslysum voru 2 útlendingar. Tíu manns fórust í öðrum slysum af ýmsu tagi, þar af 4 í vinnuslysum, 3 vegna bruna, eitrunar eöa raflosts og einn í snjóflóði. Fækkun dauðaslysa á síðasta ári má fyrst og fremst þakka færri dauðaslysum í umferð- inni, en þau voru nú 6 færri heldur en nokkru sinni á síb- asta áratug. Alls hefur umferð- in kostað 258 mannslíf á síð- ustu tíu árum. Flest urðu þau 33 árið 1988. Rússar og íslendingar heita hvor öörum vináttu og samstarfi landanna um friösamlegri og betri heim: Fallega orðaöur samningur skugga innrásar í Tsjetsníu í Á sama tíma og Rússar stráfella xbúa Tsjetsníu og varpa sprengj- um sínum mebal annars á mun- abarleysingjahæli í höfubborg- inni Grosní, gera íslensk og rússnesk yfirvöld samninga sín í millum, sem anga af fribi og vináttu. En samningurinn fjallar líka um vibskipti og fiskveibar, og þær greinar hans eru án efa megin- málib, allténd af íslands hálfu. Jón Baldvin Hannibalsson undir- ritabi samning þennan fyrir hönd lýbveldisins íslands rétt fyrir jól- in, þann 19. desember, en Andreij Kozyrev fyrir ríkjasambandib Rússland. Fundur rábherranna í Moskvu hófst klukkutíma síðar en áætlab var, vegna fundar þjób- aröryggisrábsins sem fundabi þann morgun um Tsjetsníu. í sameiginlegri yfirlýsingu landanna segir ab þau muni kanna leibir og abferbir til ab auka vibskipta- og efnahagstengsl sín á milli og muni leitast vib ab stubla ab og þróa tengsl milli fyr- irtækja og einstaklinga á íslandi og í Rússlandi, einkum í norbvest- urhérubum Rússlands. Sameigin- lega nefnd er talib æskilegt ab stofna og á hún ab halda árlega fundi til ab ræba samvinnu ríkj- anna á svibi efnahagsmála og vib- skipta. „Bábir aðilar hafa samþykkt ab hafa nána samvinnu um fiskveið- ar og ítreka ab sérstök þörf sé á samvinnu um vemdun, stjórnun og bestu nýtingu/lífrænna auð- linda hafsins á tvíhliba og alþjób- legum grundvelli," segir í sam- komulaginu. Þá er rætt um ab treysta enn frekar vibskiptasam- bönd og samvinnu um vísinda- rannsóknir í sjávarútvegi og á svibi umhverfismála, einkum ab því er varbar vernd hafsins og aublinda þess. Ein helsta niðurstaba fundarins að mati utanríkisrábherra var ab íslendingar og Rússar munu efna til sérfræbingaviðræbna um sjáv- arútvegsmál í Murmansk um mibjan janúar. Mikib um frið, vin- áttu og öryggi í samningnum er mikib rætt um frið og vináttu í anda góbra nágranna. Samskipti ríkjanna skulu fara að þjóbarétti og því heitið að unnib skuli að friðsam- legri lausn deilumála eftir leik- reglum lýbræbis og réttarríkja. Trýggja skal aukna virðingu fyrir mannréttindum og grundvallar- frelsi, þar á mebal rétti þjóbern- isminnihluta, þjóðarbrota og trú- flokka. Talab er um eflingu Sam- einubu þjóbanna og RÖSE, þann- ig að þau geti á virkari hátt brugb- ist vib ef fribi og öryggi er ógnað, og vib afleibingum af herskárri þjóbernishyggju og kynþátta- hatri. Ætla að vinna saman að afvopnun ísland og Rússland ætla ab vinna saman ab því ab auka al- þjóbaöryggi. Mebal annars með því ab styrkja samninga um ab koma í veg fyrir útbreibslu ger- eybingarvopna og hvetja til þátt- töku í gildandi stöðvun kjarna- vopnatilrauna. ísland og Rúss- land ætla að framfylgja samningi um hefbbundin vopn í Evrópu. Og þau ætla ab leggja sitt af mörk- um til að koma á fót nýju fyrir- komulagi öryggis á svæbi RÖSE meb því ab tryggja opnari sam- skipti, stöbugleika og öryggi, ásamt því ab efla traust og sam- vinnu. í samningnum segir að löndin séu sammála um mikilvægi þess ab Rússland tengist að fullu al- þjóblegu hag- og fjármálakerfi, sem og ab löndin stubli ab fjöl- þjóblegri samvinnu í Evrópu og á alþjóðavettvangi og freisti þess ab tryggja stöbugleika og öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar framfarir. Lönd- in tvö hyggjast ennfremur stubla ab auknu lýbræði og fullri fram- kvæmd reglna og viðmiba RÖSE sem varba mannréttindi og grundvallarfrelsi. Fagnab er stofn- un Eystrasaltsrábsins og munu Rússar stybja abild íslands ab ráb- inu. Rætt er um ýmis tengsl milli íslands og Rússlands á mörgum sviðum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.