Tíminn - 13.01.1995, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 13. janúar 1S95
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sfmi: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Aðgát skal höfb
Forræðisdeilur og afskipti opinberrá'aðila af þeim
hafa verið mjög í sviðsljósinu. Almenningur fylgist
gjörla með réttarhöldum og úrskurðum um forræði
barna heima og erlendis. Oft eru það erlendir ríkis-
borgarar sem deila um forræði barna sinna við ís-
lenska maka eða barnsfeður eða -mæður. Geta þau
mál orðið snúin og gjörðir deiluaðila oft ofbeldisfull-
ar.
Átök um forræði barna hér innanlands fara yfirleitt
fram án afskipta fjölmiðla og það heyrir til algjörra
undantekninga að aðstoðar lögreglu sé leitað til að
framfylgja úrskurðum barnaverndarnefnda eöa ann-
arra aðila sem svona málefni heyra undir.
Nú færist mjög í vöxt að forræðisdeilur séu reknar í
fjölmiðlum. Sjónvarp er einkar vel fallið til að koma
viðkvæmum tilfinningamálum á framfæri. Myndir af
elskulegum börnum, sem hrifin eru frá mæðrum sín-
um af ópersónulegum opinberum nefndum og lög-
reglunni, hreyfa við flestum áhorfendum. Nærmynd-
ir af andlitum harmi þrunginna mæðra, sem sjá á eft-
ir börnum sínum í hendur ópersónulegs og ósýnilegs
valds, höfða til tilfinninga fremur en rökrænnar hugs-
unar. Ekki spillir þegar skotið er inn myndum af
hörkulegum lögreglumönnum og bílum þeirra á
fleygiferð með vælandi sírenur. Þeir bútar eru sóttir í
myndasöfn og að öllu jöfnu óviðkomandi þeim frétt-
um sem um er fjallað.
Maður í svelti vegna ósamkomulags við barnsmóð-
ur sína og barnaverndaryfirvöld er kjörið fréttaefni í
fásinninu og teygt og togað vikum saman á meðan
það gefst og kviðstrengdur kroppurinn er hafður öll-
um til sýnis, en fáum til yndisauka, enda ekki mein-
ingin.
Gallinn við svona fréttamennsku er að hún gefur
ekki rétta mynd af atburðarás. Hún er einhliða og sýn-
ir sjaldan eða aldrei annað en tilfinningaástand þess
aðila sem telur með réttu eða röngu að á sér sé brotið.
Fréttaflytjendur ganga oftast fram hjá meginatriöi
svona mála, sem eru hagsmunir barna. Barnaverndar-
nefndir og aðrir bærir aðilar, sem afskipti hafa af for-
ræðismálum, eru skyldugir samkvæmt lögum að hafa
hagsmuni barna að leiðarljósi í öllum sínum gjörðum
og úrskurðum. Þeim er einnig gert að virða nafnleynd
og þagnarskyldu um afskipti sín af forræðismálum.
Það eru framtíðarhagsmunir barna að þau ákvæði séu
virt, og einnig foreldra og annarra sem koma að for-
ræðismálum með einum eða öðrum hætti.
Þegar fréttamiðlar setja málin upp eins og yfir
standi kalt stríð milli foreldra eða foreldris, sem börn
eru tekin frá, og yfirvalda, er sagan aldrei nema hálf-
sögð. Og allir vita hve hálfsannleikur er varasamur.
Forræðismál barna eru einn viðkvæmasti mála-
flokkur sem opinberir aðilar þurfa að sinna. Þar verð-
ur að taka tillit til lagaskyldna, tilfinninga og ýmissa
aðstæðna, sem vega verður og meta í hverju einstöku
tilfelli. Mál þessi eru því aldrei einföld og síst af öllu
einhliða.
Fjölmiðlar ættu að fara að öllu með gát, þegar fjall-
að er um málefni af þessu tagi, og alls ekki að gera þau
að æsifréttum. Fréttamenn mættu gjarnan hafa í
huga, eins og aðrir sem að málefnunum koma, að
leiða hugann fyrst og fremst að hagsmunum barna,
en kasta rokufréttagildinu fyrir róða, þegar fjallað er
um svo viðkvæm mál sem deilur um forræði barna
eru.
Síðan er ábyrgðarhluti að útmála barnaverndar-
nefndir og aðra, sem gæta eiga hagsmuna barna sam-
kvæmt landslögum, sem ofbeldisseggi.
Það er sárt fyrir foreldra að missa forræði yfir börn-
um sínum, og skal aðgát höfð í nærveru þeirra ekki
síður en annarra sálna.
Verbur flogib til Grænlands?
Þab viröist ekki nokkur skortur á
uppákomum á stjórnarheimilinu
og nær daglega er landsmönnum
bobiö upp á nýtt leikrit. í gær var
þaö Hafnarfjöröur og í dag er þaö
Hafnarfjöröur II. þáttur en auk
þess hefur hafiö göngu sína nýr
farsi, nefnilega deilan viö kanad-
íska sjávarútvegsráöherrann.
Aöalleikararnir í nýja farsanum
eru þeir Þorsteinn Pálsson og Jón
Baldvin Hannibalsson sem koma
fram út á viö — gagnvart umheim-
inum — eins og þeir tilheyri sitt
hvorri þjóöinni en ekki eins og
þeir séu báöir íslendingar hvaö þá
aö þeir séu í sömu ríkisstjórninni.
Kanadískur afleikur
Sjávarútvegsráöherra Kanada
lék ljótan afleik meö samnings-
gerö sinni gagnvart Norömönnum
og hefur núnánast beöist velvirö-
ingar á því. Jón Baldvin sagöi hins
vegar í hádegisfréttum útvarps í
gær aö iörun væri ekki nóg og
hann myndi hreint ekki tala viö
þennan Kandamann fyrr en hann
heföi séö iörun hans í verki. Ekki
veit Garri hvaöa verklega iörun
dygöi Jóni, kannski aö kanadíski
ráöherrann gengi á heitum kolum,
í þaö minnsta viröist Jóni ekki nóg
aö hann hafi boöist til aö gera
sams konar samning viö íslend-
inga og hann geröi viö Norö-
menn.
Davíö Oddsson hefur nú bland-
aö sér í þessi mál meö fööurlegum
hætti og tilkynnti aö allir heföu
rétt fyrir sér í málinu. Davíö segir
utanríkisráöherra gera rétt meö
því aö lýsa frati á Þorstein fyrir aö
taka á móti hinum erlenda gesti.
Þorsteinn hefur líka rétt fyrir sér
meö því aö taka á móti hinum er-
lenda gesti og lýsa í leiöinni frati á
Jón Baldvin. Forsætisráöherra læt-
ur heldur ekki sitja viö oröin tóm
heldur ákveöur aö hætta viö aö
fara á ráöstefnu sjávarútvegsráöu-
neytisins meö Kanadamanninum,
þótt þaö sé um leiö vitaö aö hon-
um heföi aldrei dottiö í hug aö
fara á slíkt fiskiþing.
En þessi óvenjulega þróun á
málinu dregur athyglina líka aö
því aö þetta er hreint ekki í fyrsta
sinn sem ráöherra hunsar opin-
bera heimsókn erlends gests til ís-
lands.
GARRI
Eins og þegar Peres
kom
Davíö Oddsson hefur oft rifjaö
upp heimsókn Peresar til íslands
hér fyrir nokkrum árum en þá
mættu leiötogar stjórnarand-
stööuflokka ekki í samkvæminu
sem honum voru haldin en sögö-
ust hafa haft öörum hnöppum aö
hneppa. Davíö hefur þó af ein-
hverjum ástæöum ekki munaö eft-
ir aö nefna til sögunnar sjálfan ut-
anríkisráöherra lýöveldisins sem
ekki mætti til móttökuhátíöar fyr-
ir Peres og gaf þar með í skyn aö
hann teldi aö fara hefbi átt eins aö
með Peres og hann vill aö fariö
verði með kanadíska sjávarútvegs-
ráðherrann. Þegar Peres kom hér,
hittist svo á Jón Baldvin taldi sig
þurfa ab fara á ómissandi fund
með grænlenskum jafnaöarmönn-
um og fór því áleiðis til Grænlands
þegar Peres kom, þrátt fyrir aö
ófært væri með flugi þangað. Ut-
anríkisrábherrann komst þó til
ísafjarðar og ákvað aö bíöa flug-
færis þar, frekar en að bíða flugfær-
is í Reykjavík. Þessi misheppnaða
Grænlandsför Jóns Baldvins varö
mjög fræg, ekki síst fyrir þaö hve
forsætisráherra gagnrýndi stjórn-
arandstæöinga hart fyrir aö hitta
ekki Peres á sama tíma og Davíð
minntist ekki oröi á aö utanríkis-
rábherrann, sem margir töldu ein-
sýnt aö heföi veriö aö koma sér
undan fundi með Peres.
Þab er athyglisvert aö heyra þaö
núna, eftir að Jón Baldvin hefúr
lýst skoðunun sínum á heimsókn
kanadíska sjávarútvegsráðherrans
aö menn eru farnir að spyrja hver
annan: „Ætli það veröi flogið til
Grænlands?" Trúlega er þetta nýj-
asta orðatiltækiö í íslenskunni í
dag og sýnir hversu lifandi málið
er. Garri
Vettvangskönnun eba telefax
Alþingi var að störfum milli jóla
og nýárs, en eftir áramótin var gert
hlé og nú eru þingmenn upptekn-
ir viö aö svara spurningum um
hvað fríið sé langt. Þessar spurn-
ingar um frí kunna að fara í taug-
arnar á einhverjum, en ég er löngu
orbinn ónæmur fyrir þeim. Þing-
hléö eftir áramótin reyni ég fyrir
mitt leyti að nota eftir föngum til
ferðalaga um Austurland, eftir því
sem vebur og færö leyfa. Mér
finnst þetta hluti af starfi mínu
sem þingmaður og nauðsyn bera
til aö heyra augliti til auglitis sjón-
armiö fólks og fylgjast með fram-
gangi mála í hinum ýmsu byggö-
arlögum.
Telefax og sími
Ég las dálk í DV á dögunum,
sem heitir Skiptar skoðanir. Þar lét
Pétur Blöndal, sem sækist eftir
þingsæti fyrir Reykvíkinga, þá
skoðun í ljós aö þetta þinghlé væri
einber óþarfi. Þingmenn ættu aö
vinna eins og annaö fólk, og
landsbyggbarmenn gætu tekið
tæknina í þjónustu sína og notað
síma og telefax til samskipta við
kjördæmi sín.
Ég verö aö segja að það er nokk-
ur fílabeinsáferö á þessum sjónar-
miðum. Sími, telefax og síma-
fundir eru góð tæki til samskipta,
enda hef ég fyrir mína parta notaö
öll þessi hjálpartæki í mínu starfi
sem þingmabur. Hins vegar kemur
tæknin aldrei í stað persónulegra
samskipta, hve góö sem hún verö-
ur. Þaö hlýtur Pétur Blöndal aö
læra, ef hann kemst á þing. Gráir
og guggnir menn yfir þykkum
lagafrumvörpum, sem aldrei kom-
ast á vettvang til þess að hitta
venjulegt fólk, en sitja niðri á Al-
þingi í tíu og hálfan mánuð á ári
og fara á sólarstrendur í sumarfrí-
inu, þeir eru ekki sú framtíðarsýn
Á víbavangi
sem ég vil sjá um starf þingmanna.
Hins vegar heyrast oft raddir um
það að þingiö eigi aö starfa á sumr-
in, utan einn til einn og hálfan
mánuö.
Fundir í þinghléinu
Landsbyggðarþingmenn nota
janúarmánuð yfirleitt til fundar-
halda, eba einfaldlega til þess aö
feröast um og hitta fólk á förnum
vegi eða forsvarsmenn fyrirtækja
og stofnana. Hitt er svo annað mál
aö janúar er ekkert endilega hent-
ugasti mánuöurinn til feröalaga og
ólíkt þægilegra væri í mörgum til-
fellum ab sitja í Alþingi á þessum
tíma. Hins vegar hefur þessi hefð
skapast og þau kaflaskipti, sem
verba í þinghaldinu um áramótin,
eru notuð til þess aö gera hlé á.
Vetrarvibhald vega
Þaö er hins vegar svo að þing-
menn, sem ferðast á þessum tíma,
verða þess oft áskynja á sínum
eigin skrokki hvaö landsmenn
eiga við aö búa í samgöngumál-
um. Þar er oft ekki allt sem sýnist.
Tiltölulega góö tíö getur þýtt gler-
hála vegi, sem þarf sannarlega
góð tæki og varfærni til þess aö
fara meö öryggi. Fjallvegir milli
byggðarlaga eru oft ekkert árenni-
legir einmitt á þessum tíma, þótt
snjór sé ekki til trafala. Til þess aö
tryggja greiðar samgöngur al-
mennings milli byggðarlaga þarf
aö endurmeta vetrarviðhald
Vegageröarinnar og sandbera eða.
salta á varasömum stööum. Þetta
eru einföld sannindi, sem blasa
viö augum þegar fariö er út á veg-
ina. Ein ferð um Fjarðarheiöi eða
Oddsskarö í fljúgandi hálku, svo
dæmi séu tekin, er miklu áhrifa-
meiri heldur en að fá telefax inn á
skrifstofu til sín í Alþingi um mál-
iö.
Starf Alþingis
Það má vel vera að fundir Al-
þingis veröi lengdir í framtíðinni,
og fundir standi lengra fram á
sumar og hefjist fyrr á haustin. Þaö
er skipulagsatriði. Það veröur hins
vegar vonandi aldrei svo, aö þing-
mönnum verði aldrei ætlaöur tími
til þess aö fara um landið og sjá
með eigin augum hvernig lífið
gengur fyrir sig.
]ón Kr.