Tíminn - 24.01.1995, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 24. janúar 1995
3
Látinna
Súövíkinga
minnst
Galopiö prófkjör Alþýöuflokksins í Reykjaneskjördœmi:
Rannveig glansaði inn
í fyrsta sæti listans
„Galopiö prófkjör Alþýðu-
flokksins. Mætiö í Hamra-
borg 12." Þannig var kallaö á
Kópavogsgötum á laugardag
og sunnudag í gegnum gjall-
arhorn í bífreiö sem ók um
bæinn. Símakerfiö var
óspart notað og hringt víöa
um Reykjaneskjördæmi og
fólk hvatt til að mæta á próf-
kjörsstaö og kjósa Rannveigu
Guömundsdóttur félags-
málaráðherra í fyrsta sætiö.
Gríöarlega góö þátttaka í
Kópavogi, en þar í bæ hefur
Alþýöuflokkurinn átt undir
högg aö sækja upp á síökastiö,
hefur án efa riöiö baggamun-
inn fyrir úrslitin. Þar mátti sjá
allra flokka fólk ganga til próf-
kjörs. I Hafnarfiröi mun svo
einnig hafa veriö, en ekki í
sama mæli aö sagt er.
„Ég fagna gríöarlega góöri
þátttöku fólks í Reykjaneskjör-
dæmi í prófkjörinu," sagöi
Eyjólfur Sæmundsson, for-
maöur kjördæmisráös Alþýöu-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
í samtali viö blaöiö í gær.
„Prófkjöriö var opiö öllum
stuöningsmönnum flokksins
og þaö túlkar fólk svo aö þaö
sé opiö. Eflaust hafa einhverjir
annarra flokka menn nýtt sér
þetta. En viö vonum aö þetta
fylgi skili sér aö miklu leyti í
kosningum og sé til marks um
sterka stööu flokksins í kjör-
dæminu," sagöi Eyjólfur. „Hér
í þessu kjördæmi hefur Al-
þýöuflokkurinn ekkert lagst út
af. Þetta er höfuövígi flokksins
og flokkurinn á hér sterkar
rætur. Jafnvel þrátt fyrir þetta
fjölmiölafár hefur þaö ekki
oröiö til aö brjóta hann niö-
ur."
í síöustu alþingiskosning-
um fékk Alþýöuflokkurinn
9.025 atkvæöi í Reykjaneskjör-
dæmi. I prófkjörinu nú
greiddu atkvæöi 8.791.
Rannveig Guömundsdóttir
hlaut langflest atkvæöi í 1.
sæti listans, eöa 5.535, en alls
fékk Rannveig 7.527 atkvæöi í
4 efstu sætin.
Guömundur Árni hlaut
3.701 atkvæöi í 1. sætiö. Guö-
mundur Árni hlaut hins vegar
2. sæti á listanum, var meö
4.679 atkvæöi í 1. og 2. sætiö
samanlagt og alls 5.979 í fjög-
ur fyrstu sætin.
Petrína Baldursdóttir, al-
þingismaöur úr Grindavík,
glansaöi inn í 3. sætiö á listan-
um meö 5.083 atkvæöi í 1. til
3. sætiö og meö 6.521 atkvæöi
í fjögur fyrstu sætin.
Fjóröa sætiö hreppti Hrafn-
kell Óskarsson læknir í Kefla-
vík og hlaut hann 5.046 at-
kvæöi í þaö sæti. Fimmta í
rööinni var Elín Haröardóttir
úr Hafnarfiröi, þá Gizur Gott-
skálksson úr Garöabæ og loks
Garöar Smári Gunnarsson í 7.
sæti. ■
Þrír þingmenn fóru til Súöavíkur í gcer til aö kynna sér aöstœöur.
Pétur Bjarnason:
;;
Lotning fyrir björgunar-
mönnum er þab fyrsta
sem kemur í hugann"
Enn óvíst um skipan 3. sœtis á lista Alþýöubanda-
lags á Noröurlandi vestra:
Be&iö eftir svari
um samstarfsmál
Umferö var opnuö til Súöa-
víkur í gær og þá fóru fyrstu
þingmenn Vestfjarðakjör-
dæmis þangaö til aö kynna
sér aðstæður, en þaö voru þeir
Kristinn H. Gunnarsson, Ein-
ar K. Guðfinnsson og Pétur
Bjarnason. „Fyrsta tilfinning-
in sem grípur mann þegar
maöur kemur á staðinn, er
lotning fyrir störfum þessara
björgunarmanna sem hafa
unniö viö ómannleg skilyröi,
viö björgunarstörf og þeir
hafa svo sannarlega unniö
þrekvirki," segir Pétur Bjarna-
son þingmaður í samtali viö
Tímann.
„Maður getur ekki ímyndaö
sér þegar maöur lítur yfir snjó-
fjöllin sem liggja eftir snjóflóö-
iö, hvernig hægt hefur verið aö
leita á svæöinu, bjarga þeim
sem náöust á lífi og líkum
hinna látnu. Þaö er ótrúlegt,
þrekvirkiö sem þeir hafa unnið,
sérstaklega fyrir okkur sem viss-
um hvernig veöurhamurinn
var," segir Pétur. Hann segir
ennfremur aö ekki sé hægt að
segja aö kauptúnið sé rústir ein-
ar, því fleiri hús standi
óskemmd, en þar sem eyðilegg-
ing hafi átt sér stað sé hún ugg-
vænleg.
Margir Súðvíkingar notuöu
tækifæriö í gær til aö vitja húsa
sinna, sem mörg hver hvoru í
rúst eöa illa farin. „Þaö var átak-
anlegt aö sjá húseigendur og
fjölskyldur sem stóðu á rústum
heimila sinna, aö reyna aö grafa
í haröa fönnina eftir eigum sín-
um. Þaö var einnig átakanlegt
að sjá hversu lítiö menn mega
sín gagnvart þessum aöstæö-
um."
Pétur segir þaö engan vafa í
huga Súðvíkinga aö þeir ætli sér
að hafa búsetu þar áfram, þótt
vissulega megi finna undan-
tekningar. Þaö sem máli skipti í
stöðunni, sé ákvöröun um
hvernig uppbyggingu veröi
háttað og hvar. „Sveitarfélagið
hefur staðiö mjög vel og það
hefur veriö þarna mikil atvinna
og fólki hefur liðið vel."
Óformlegt starf grunnskóla
Súðavíkur var hafiö í gær, í hús-
næöi Húsmæöraskólans á ísa-
firöi. Þar fengust tvær skólastof-
ur til starfsins auk íbúðar og
skrifstofu. Gert er ráö fyrir aö
fyrsta vikan veröi notuö til aö
aölagast breyttum aöstæöur og
að starfiö fari í fullan gang aö
því loknu. Leikskóli Súöavíkur
verður starfræktur þar sem
starfsemi skóladagheimilis á
ísafiröi hefur veriö.
Á sameiginlegum stjórnar-
fundi Frosta hf. og Álftfirðings í
Súöavík var ákveðið aö hefja
vinnslu í rækjuverksmiðjunni
mánudaginn 30. janúar næst-
komandi. Ákveðið var aö skip
félaganna færu til veiöa í dag og
í gær. Forráðamenn fyrirtækj-
anna líta svo á aö þetta marki
upphaf uppbyggingar í Súöavík,
en gert er ráö fyrir aö starfsfólki
veröi ekið til vinnu frá ísafiröi,
ef meö þarf. ■
Alþýbubandalagsmenn á Norb-
urlandi vestra hafa ekki gengib
frá skipan á frambobslista, en
forvali mebal flokksbundinna
félaga lauk fyrir rúmri viku.
Anna Kristín Gunnarsdóttir,
sem hafnabi í 3. sæti í forval-
inu, hefur sent kjördæmisrábi
bréf, þar sem hún óskar eftir ab
fá ýmis samstarfsmál á hreint
ábur en hún geri upp hug sinn
varbandi frambob fyrir flokk-
inn.
Anna Kristín, sem er kennari á
Saubárkróki, sóttist eftir öbru
Mirmingarathöfn um þá sem fór-
ust í snjóflóöinu í Súöavík á
mánudag síbastliöinn var haldin
í íþróttahúsinu á ísafiröi á laug-
ardag aö viöstöddu fjölmenni.
Meöal þeirra var Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti Islands, for-
sœtisráöherra Davíö Oddsson og
þingmenn kjördœmisins. Prestar
voru séra Magnús Erlendsson,
séra jakob Hjámarsson og séra
Karl V. Matthíasson.
í minningarathöfninni söng
kór ísafjaröarkirkju og einnig
sungu félagar úr kirkjukór
Hnífsdals og Bolungarvíkur, auk
félaga úr Sunnukórnum.
januz Frach á fiblu og jónas
Tómasson á flautu, en organisti
var Hulda Bragadóttir.
Meöfylgjandi mynd er frá minn-
ingarathöfninni, en aö lokinni
henni voru kistur tíu af þeim fjór-
tán sem týndu lífi í flóöinu,
fluttar til Reykjavíkur meö varö-
skipinu Tý.
sæti á framboðslista fyrir kom-
andi kosningar, en hún segist
ekki óska eftir því lengur eftir ab
hafa hafnab í þribja sæti í forval-
inu. Þar rébi úrslitum smölun í
Alþýöubandalagsfélagib á Siglu-
firöi, en 60-70 manns skrábu sig í
flokkinn fyrir seinni umferð for-
valsins til þess að styðja sinn full-
trúa, Sigurð Hlöbversson bæjar-
tæknifræöing. Sigurður hélt öbru
sætinu, en hann skipaði þaö
einnig fyrir síöustu kosningar.
Anna Kristín er ósátt vib þessi
vinnubrögö. ■
Bílasala Guöfinns eftir íkveikjuna í fyrrinótt. Til hœgri á myndinni sést hvar rúöa hefur verib brotin. Tímamynd cs
Kveikt í bíla-
sölu Gubflnns
Eldur kom upp í húsnæbi
Bílasölu Gubfinns viö Vatns-
mýrarveg í fyrrinótt og olli
þar talsverbum skemmdum.
Samkvæmt upplýsingum RLR
hafa verib færöar sönnur á aö
kveikt hafi verib í húsinu, en
enginn hefur verib handtek-
inn vegna málsins.
Tilkynnt var um eldinn um
kl. 01.00 eftir miðnætti, en þeg-
ar slökkviliö kom á staðinn var
ekki mikill eldur í húsinu. Það
var hins vegar ljóst að talsverð-
ur eldur haföi veriö í húsinu áb-
ur og mikill reykur var innan-
dyra.
Tveir reykkafarar voru sendir
inn og slökktu þeir í glæbum
sem eftir lifðu, auk þess sem
reykræst var. Slökkvistarf tók
um hálfa klukkustund, en
skemmdir voru á innanstokks-
munum og timburklæðningu.
Engar skemmdir uröu á bílum.
Þegar slökkviliðsmenn komu
á staðinn tóku þeir eftir því aö
gluggi á austurgafli hússins<
sem er um 70 fermetrar, hafði
verið brotinn. Af þessum sökum
kviknaði strax grunur um
íkveikju og var Rannsóknarlög-
regla ríkisins kvödd á staöinn til
rannsóknar. ■