Tíminn - 27.01.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.01.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Föstudagur 27. janúar 1995 19. tölublaö 1995 Kemur í Ijós aö áhyggjur heimamanna vegna nýja vegarins í Botnastababrekk- unni voru á rökum reistar: Nýi vegurinn varla nothæfur Heimild til verkfaiisbobunar til stjórnar Dagsbrúnar var veitt á fjölmennum félagsfundi í Bíóborginni ígœr. Stjórn Dags- brúnar fór fram á heimildina eftir aö slitnaöi upp úr viörœöum, svokallaös Flóabandalags fyrir helgina, en íþvíeru auk Dagsbrúnar, Verkamannafélagiö Hlíf og Sjómannafélag Keflavíkur. Þaö var mikill hugur í Dagsbrúnarmönnum ígœr og Ijóst er aö þeir munu sýna hörku í komandi samningum. Allir þeir sem Tíminn rœddi viö í gœr bjuggust viö verkfalli og því höröu. Á myndinni má sjá hvar fundarmenn samþykktu verkfallsheimildina. Tímamynd cs Rúmlega 20 milljaröa kr. afgangur á vöruskiptum vib útlönd eftir 20% aukningu á útflutningi: Innflutningur neysluvara óx um 40 þús. kr. á fjölskyldu Nýi vegurinn upp svokallaöa Botnastaöabrekku í Bólstaöar- hlíöarhreppi var lokaöur um tíma í síöustu viku vegna snjóa og varö aö notast viö þann gamla. Heildarkostnaö- ur viö þennan vegarspotta var á annaö hundraö milljónir króna, en Kolbeinn Erlends- son, bóndi í Bólstaöarhíöar- hreppi, segir aö nýi vegurinn sé á snjóþyngsta staö í brekk- unni. Vegurinn sem liggur upp úr Austur Húnavatnssýslu upp á Vatnsskarö þar sem Skagafjarö- arsýsla tekur viö, er hluti af þjóövegi 1. Hann var opnaöur meö viöhöfn í sumar, en tilboö verktaka sem vann hann undir .malbik var tæpar 100 milljónir króna. Heildarkostnaöur mun iiafa l'arið talsvert yfir þaö. Áður en hafist var handa viö vega- lagninguna bentu heimamenn á aö vegarstæðið væri óhentugt vegna snjóþyngsla á og bentu á aö nýi vegurinn væri betur kominn ofar í brekkunni. Þetta var rneira aö segja gert skriflega. „Ég held að það reynist rétt sem viö sögöum aö það veröi aldrei vetrarvegur þarna," sagöi Kolbeinn Erlendsson í samtali viö Tímann í gær. „Það reif allt- af af gamla veginum og hann var yfirleitt auöur. En á þessum stað, þama er eiginlega sama af hvaöa átt hann er, þaö sest allt- af snjór á veginn og sérstaklega er þetta slæmt í norðan- og norðaustanáttinni." ■ Sigurbur fær skýrslurnar Hæstiréttur dæmdi í gær Tómas Helgason, yfirlækni á geödeild Landspítalans, Ríkis- spítalana, landlækni og heil- brigöisráöuneytiö til aö af- henda Sigurði Þór Guöjónsyni upplýsingar um þaö sem skráö er um hann í sjúkraskrám, sem eru í vörslu Tómasar persónu- lega eöa sem yfirlæknis. Undir- réttur haföi áöur dæmt Siguröi í óhag, en þeim dómi var skotið til Hæstaréttar. ■ Innflutningur á matvörum, drykkjarvörum og öröum neysluvörum ásamt fólksbíl- um, þ.e. vörum sem aðallega eru keyptar af almennum neytendum, var rösklega 35% heildarinnflutnings til landsins á nýliðnu ári. Alls voru þessar vörur flutta? inn fyrir tæplega 33 milljaröa króna í fyrra, eða nær 2,8 millj- öröurn króna hærri upphæö heldur en áriö áöur. Aukning- in, 9,2% milli ára, viröist at- hygliverö í ljósi þess aö laun meginþorra landsmanna hækkuöu lítiö sem ekkert milli sömu ára. Viöbótin er kringum 40 þús.kr. á meðalfjölskylduna miöaö viö fob. verö sem þýöir vafalítið a.m.k. tvöfalt hærri upphæö úr úr búð. Heildarinn- flutningur til landsins nam 93,2 milljörðum króna í fyrra. Hins vegar fengust 113,5 millj- aröar fyrir útfluttar vörur. Þjóö- in átti því 20,3 milljarða af- gang á vöruskiptareikningi sín- um eftir áriö. Þaö er 8,2 millj- aröa betri útkoma heldur en áriö 1993. Vöruútflutningur lands- manna varð 18,8 milljöröum krónum meira í fyrra en árið áöur. Þetta er um 20% aukning í krónum talið, en 14% raun- aukning ef tillit er tekiö til 5,2% hækkunar á meðalverði gjaldeyris milli ára. Vöruinn- flutningur jókst miklu minna, eða um 10,6 milljaröa. Þaö er tæplega 13% hækkun í krón- um taliö en 7% ef reiknað er á föstu gengi. Sjávarafuröir voru 76% alls útflutnings á árinu. Fyrir þær fengust nú rúmlega B5,7 millj- aröar króna. Þaö var 11,1 millj- aröi króna meira heldur en áriö áöur. Krónunum fjölgaöi því um 15% en aukningin í gjald- eyrisverömætum (á föstu gengi) var 9,3%. Meðal áberandi breytinga milli ára eru stóraukin (144%) skipakaup, eöa úr 1,6 milljörð- um upp í 4 milljarða í fyrra. Álútflutningur jókst um fjórðung milli ára á föstu gengi, eða úr 8,3 í rúma 10,8 milljarða króna. Innflutningur álverksmiðjunnar (rúmlega 41% af útflutningsverðmætun- um) jókst hins vegar ekki. Út- flutningur járnblendiverk- smiðjunnar var 2,7 milljaröar, 8% aukning á föstu gengi, en innflutningur 780 milljónir. ■ Flugvallarlögregluþjónar œttu ab losa sig vib byssurnar eba þjálfa sig í mebferb þeirra: Spurning um aö vopnin eöa læra Þarf lögreglan á Keflavíkur- flugvelli að geta gripið til vopna eöa þarf hún þess ekki? Þetta er spurning sem Ríkis- endurskobun telur ab menn þurfi ab gera upp við sig hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli. Veröi ekki talin þörf á ab lögreglan beri, eba hafi aðgang aö vopnum, ætti hún aö losa sig vib þann vopnabúnaö sem hún ræöur losa sig viö meöferö þeirra yfir. Sé hins vegar talin þörf á ab hægt verbi ab grípa til skot- vopna þyrfti aö þjálfa lög- reglumennina í mebferð þeirra og hafa þau tiltæk en ekki í geymslu út í bæ. í skýrslu Ríkisendurskoöunar segir að nokkurt magn vopna hafi veriö keypt fyrir sérsveit lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli sem endanlega var síðan lögö niöur árið 1992. Lögreglu- menn séu nú óvopnaöir viö störf og fái litla þjálfun í vopna- buröi. Veröi hins vegar talin þörf á því að lögreglan geti grip- iö til vopna þyrfti aö koma upp öruggri geymslu í sjálfri flug- stöðvarbyggingunni og þjálfa lögreglumenn í meðferö skot- vopna. „í dag eru þau geymd annars staðar og er seinlegt ab nálgast þau komi til neyðar- ástands í flugstööinni. Tæpast er viö því aö búast aö þörf veröi fyrir vopnaða lögreglu annars staöar á starfssvæöinu," segir Ríkisendurskoöun. Veröi þaö hins vegar ofan á að lögreglan vopnist aldrei, væri rétt aö embættið losi sig við þann vopnabúnað sem fyrir hendi er. Lögreglunni í Reykja- vík hafi veriö lánaö nokkuð af þessum búnaði og eðlilegt aö hún kaupi hann formlega. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.