Tíminn - 27.01.1995, Page 4
4
Wimtom
Föstudagur 27. janúar 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Ógnin er enn
til staðar
írafáriö, sem saklaust eldflaugarskot norskra vísinda-
manna olli í stjórnstöövum hervelda, minnir óþægi-
lega á þá staðreynd að enn eru atómvopnaöir herir í
viöbragösstöðu og til alls vísir af misgáningi eöa
ásettu ráöi.
Eldflauginni var skotið frá Norður- Noregi og lenti
á fyrirfram ákveðnum staö viö Svalbarða. Tilgangur-
inn var aö rannsaka norðurljós og segjast Norömenn
hafa farið að settum reglum og tilkynnt fyrirhugað
eldflaugarskot til réttra aðila.
En boðleiðirnar biluðu einhvers staðar og rússneski
herinn lét þau boð út ganga að hann hafi svarað ut-
anaðkomandi árás og skotið niður óvinaeldflaug.
Rússnesk fréttastofa flutti tíðindin og herveldi í Vest-
ur-Evrópu flýttu sér ab tilkynna að þau ættu engan
þátt í árásinni á Rússland. Brátt kom hið sanna í ljós,
en enginn fæst enn sem komið er til að viðurkenna
hvað fór úrskeiöis í boðskiptunum.
Líta má á atburð þennan sem lélegan brandara um
vanhæfni til ab meta aðstæður sem upp koma og
grínast meb að norskir vísindamenn geri stórfellda
árás á Rússland. En málið er alvarlegra en svo að það
verði afgreitt sem aulafyndni.
í nærfellt hálfa öld bjó mannkynið viö ógnarjafn-
vægi voldugra hernaðarblokka. Þá raskaðist jafnvæg-
ið verulega, en ógnin er enn til staðar. Þegar Sovét-
ríkin koðnuðu niður undan eigin ofstjórn og
óstjórn, stóð herinn uppi með öll sín vígtól, en lé-
lega yfirstjórn. Við það situr enn.
Sovétríkin sálugu skiptast nú í fleiri ríki, misöflug.
Einstaka þeirra eru hernaðarlega sterk og eiga miklar
birgðir kjarnorkuvopna, önnur hafa afsalað sér yfir-
ráðum stórfelldustu drápstækjanna. En þau eru til og
eru virk.
Vesturlönd leggja mikib kapp á að koma á vinsam-
legum samskiptum við Rússland og aðstoba þarlenda
til að bæta efnahag og lífskjör. Það er ekki síst vegna
hernaöaryfirburða Rússa sem það er nauösynlegt að
friður og jafnvægi haldist í ríki þeirra. En á því er
mikill misbrestur, eins og dæmin sanna. Valdastreita
á æðstu stöðum og borgarastyrjöld og útistöður
margs konar og stjórnleysi í efnahags- og félagsmál-
um auka á óreiðuna og jafnvægisleysið.
Vígreifir þjóðernissinnar og ofbeldisfullir komm-
únistar eru til alls búnir til að hrifsa völdin, og eng-
inn veit hverjum herinn kann að fylgja ef í harð-
bakka slær eða hvort hann er reiðubúinn að lúta
einni stjórn. Og herinn eða brot úr honum ræður
vopnabúnaðinum.
Og það var ekki einvörðungu rússneskt skotpallalið
sem rauk til í viðbragðsstöbu, þegar Norðmenn
sendu sína eldflaug upp til norðurljósanna. Fréttin
um „árásina" barst óðfluga til sams konar varðsveita
í Evrópu og víðar, og enginn botnaði neitt í neinu
um stundarsakir. En varnaðarkerfin brugðust ekki og
hættuástandi var aflýst.
Þetta atvik minnir á að þótt svo sé látiö heita að
dagar kalda stríðsins séu taldir, þá eru enn viðsjár
milli herveldanna og tortryggnin er ekki bæld niður.
Og útrýmingarvopnin eru enn á sínum stað.
Og æ fleiri ríki kappkosta að eignast gjöreyðingar-
vopn án þess að svokölluð samfélög þjóðanna láti sig
það miklu skipta, og hunsa herveldin vítt um veröld
eftirlit og fara sínu fram að geðþótta. Jafnvægi í þess-
um efnum sem öðrum verður seint náð og jafnvel
þegar það var fyrir hendi var það kennt við ógn.
Einkavæðing Pósts og síma?
Garri hefur almennt verib mót-
fallinn stórfelldri einkavæb-
ingu arbbærra ríkisfyrirtækja
eba þá ab opinberir abilar verbi
af einhverjum hugmynda-
fræbilegum ástæbum ab losa
sig vib eignarhlut sinn í stönd-
ugum og vel reknum fyrirtækj-
um. Dæmin frá því kjörtíma-
bili, sem nú er ab líba, sanna ab
oftar en ekki hefur slík einka-
væbing reynst gjöf til stórvina
kolkrabbans, en almenningur
hins vegar setib eftir fátækari
en ella. Atburbirnir á Akureyri,
þar sem nýrri bæjarstjórn hefur
tekist ab skapa stórmál og tugi
nýrra atvinnutækifæra meb
umræbunni einni saman um
ab selja hlut bæjarins í ÚA,
hafa hins vegar gert Garra
blendnari í trúnni en ábur.
Raunar er atburbarásin á Akur-
eyri ótrúleg, ekki síst í ljósi vol-
æbisins sem virtist einkenna
allt í tíb fyrrverandi bæjar-
stjórnar. Þá heyrbust aldrei frá
Akureyri annab en fréttir af fyr-
irtækjum ab leggja upp laup-
ana og fólki ab missa vinnuna.
Fréttaskýringar voru skrifabar í
blöbin um „deyjandi ibnabar-
bæ" og svo framvegis. Nú, hins
vegar, virbast allir vilja fara til
Akureyrar og vibsnúningurinn
er alger.
Símaskrárhneyksli
endurtekið
Einkavæbing af þessu tagi
hefur hins vegar ekki orbib á
vegum ríkisstjórnarinnar, því
mibur, og því vafasamt hvort
rétt sé ab mæla meb einkavæb-
ingu ríkisfyrirtækja meban vib
landsstjórnina eru menn sem
ekki kunna til verka. Hins veg-
ar er greinilegt ab eitthvab
dramatískt þarf ab gera í mál-
efnum ríkisfyrirtækisins Pósts
og síma. Ákvarbanatakan þar
er í slíkum fílabeinsturni ab
Garri, sem alla jafna hefbi ekki
Ijáb máls á einkavæbingu, get-
GARRI
ur ekki annab en íhugab þann
kost sem hugsanlegan valkost í
stöbunni. Þær fréttir berast nú
út um landib ab Póstur og sími
ætli ab gefa símaskrána út meb
sama snibi aftur í ár. Þab á sem-
sé ab hafa símaskrána í tvennu
lagi aftur, þannig ab tryggt sé
ab sá, sem þarf á henni ab
halda, lendi örugglega í vand-
ræbum nreb ab finna þab sem
hann vantar. Raunar mun hug-
myndin ab hræra enn frekar í
skránni og taka stjórnsýslusíb-
urnar út og breyta einhverjum
smáatribum þannig ab mark-
mib stofnunarinnar um ab
gera skrána ónothæfa náist ab
fullu. Engin rök, sem hægt er
ab taka alvarlega, eru fyrir því
ab skipta skránni meb þessum
hætti og kjaftæbi um ab fólk
geti ekki haldib á henni í einu
lagi er náttúrlega svo fráleitt ab
þab sýnir abeins hversu for-
hertir skriffinnarnir eru orbnir
hjá þessari stofnun. Hin raun-
verulega ástæba fyrir þessari
ákvörbun Pósts og síma er hins
vegar augljóslega ab auka notk-
un almennings á 03-upplýs-
inganúmerinu, sem símnot-
endur þurfa ab greiba fyrir
aukalega. Ónothæf símaskrá er
þannig orbin ab féþúfu fyrir
stirbnaba ríkisstofnun.
Kynning á hugtak-
inu þjónusta
Þegar svona er komib hljóta
meira ab segja menn eins og
Garri, sem hefur lengi verib
veikur fyrir góbum ríkisrekstri,
ab fara ab íhuga möguleikann
á einkavæbingu, ekki síst eftir
ab Akureyringar hafa sýnt fram
á ab einkavæbing getur verib
mikib snjallræbi.
Tilgangur einkavæbingar
væri þá sá helstur ab koma
hugtakinu þjónusta inn í orba-
safn fyrirtækisins. Hin leibin
væri náttúrlega sú — og hún
væri eflaust fljótvirkari — ab
skipta einfaldlega út stjórnend-
um stofnunarinnar og setja yf-
ir hana menn sem ekki eru eins
skaddabir af skriffinnsku og
núverandi yfirmenn virbast
vera. Sú spurning verbur nefni-
lega talsvert ágeng í þessu sam-
bandi ab úr því Pósti og síma
hefur tekist ab klúbra svo gjör-
samlega jafn einföldu máli og
útgáfu á símaskrá, hvernig hef-
ur þá tekist til meb hina flókn-
ari hluti?
Garri
;;Sestu hérna hjá mér"
Þab er tignarlegt aö aka sem leiö
liggur frá Akureyri til Dalvíkur
um byggöir vestan Eyjafjaröar.
Fjallahringurinn er tilkomumik-
ill, Kaldbakur og Látraströnd
handan fjaröar, ásamt höföanum
sem skýlir þar grösugum og bú-
sældarlegum sveitum. Fyrr en
varir blasir vib bær á vinstri hönd
undir „heröabreibum fjöllum"
Tröllaskaga. Þessi bær er meb
tveimur burstum sem vita í aust-
ur ab Eyjafiröi. Þetta er Fagriskóg-
ur, fæbingarstabur og æskuheim-
ili Davíbs Stefánssonar.
Nú er minnst hundraö ára af-
mælis þessa ástsæla skálds. Nafn
hans er órjúfanlega tengt Fagra-
skógi, og ekki síöur Akureyri þar
sem hann ól sinn starfsaldur.
Áhrif hans á menningarlífib
norban heiöa voru gífurlega mik-
il og hann var fyrirferöarmikill í
skáldskap sinnar samtíbar, svo
ekki sé meira sagt.
Fyrir hálfri öld skrifaöi Halldór
I.axness afmælisgrein um Davíö
Stefánsson fimmtugan og lýsir í
greininni fyrstu kynnum af
skáldskap hans. Þab er einkar at-
hyglisverö lesning og þar segir
mebal annars á þessa leiö:
„Þaö eru nú oröin furbumörg
ár síöan strákur sem þá var aö al-
ast upp í Mosfellssveit og var tal-
inn hafa gaman af bókum, þó
þaö gaman færi aö vísu af síöar,
rakst á nýtt kvæbi eftir nýan
mann í einu tímaritanna, þaö var
kvæbib Sestu hérna hjá mér syst-
ir mín gób, eftir Davíb Stefánsson
frá Fagraskógi."
Síban segir hann frá áhrifum
frá lestri kvæbisins og endar svo:
„Sá ungi og óreyndi lesandi sem
getur í upphafi þessa máls varö
svo heillaöur af kvæöinu viö
fyrsta lestur ab hann læröi þaö
strax og fór einförum og haföi
þab upp fyrir sér meb tárin í aug-
unum og hefur aldrei gleymt því
Davíö Stefánsson.
síban; og sá dagur hefur aldrei
komiö í öll þessi ár ab honum
hafi þótt minna variö í þab en
daginn sem hann las þab fyrst:
„Sestu hérna hjá mér systir mín
Á víftavangi
góö; í kvöld skulum viö vera kyr-
lát og hljób". Ég held aö þetta sé
gott kvæbi."
Þessi orö Halldórs Laxness Iýsa
í hnotskurn vibtökum þjóbarinn-
ar þegar Davíö Stefánsson kvaddi
sér hljóbs sem skáld. Hún læröi
kvæbin hans utan aö, haföi þau
yfir í einrúmi meb tárin í augun-
um og söng þau í vinahópi þegar
bestu tónskáld þjóbarinnar
höfbu samiö viö þau lög. Þannig
varö skáldiö frá Fagraskógi þjóö-
skáld. Hann var rómantískt
skáld, og tungutak hans var í
senn einfalt og þrungiö tilfinn-
ingum. Þab var leyndardómurinn
bak viö velgengni hans og gífur-
legar vinsældir meöal þjóöarinn-
ar.
Svartar fjabrir, fyrsta ljóöabók
Davíbs, kom út áriö 1919, og síö-
an komu út þrjár bækur á þribja
áratugnum og tvær á þeim fjórba.
Þetta voru umbrotatímar í ís-
lensku þjóölífi og bera kvæbin
svip af sinni tíö, ef grannt er
skoöaö. Hins vegar gekk hann
ekki í flokk hinna róttæku skálda,
sem létu aö sér kveöa á fjóröa og
fimmta áratug aldarinnar. Hann
liföi þrátt fyrir hiö tilfinningaríka
og stundum tryllta yfirbragö
ljóba sinna, sem höföu yfirbragö
bóhemsins og förumannsins,
borgaralegu lífi á Akureyri og
stundabi vinnu sem bókavöröur
vib Amtsbókasafniö lengst af
sinni starfsævi.
Eitt af þekktum kvæöum Dav-
íbs Stefánssonar ber nafniö
„Moldin angar". í lokaerindi
kvæbisins fjallar skáldiö um
dauöann og gleymskuna og þar
er aö finna þessar ljóblínur:
— og þegar tnenn ffá grafreit
rnínum ganga
þá gleymist það að ég hefverið til.
Þá verður eilífþögn um minning
mína,
um mínar ástir, Ijóð og strengja
spil. —
Enn um langa tíb mun þessi
dapra mynd tæplega eiga vib um
Davíö Stefánsson. Strengjaspil
ljóöa hans var þab sterkt ab þab
mun lifa lengi, löngu eftir aö tím-
ans tönn hefur grandaö efnisleg-
um mannvirkjum frá hans tíö.
Tilfinningahiti ljóbanna og róm-
antískt yfirbragö gerir þab aö
verkum. Umhverfib mótar
manninn og ekki síst skáldin, og
Davíb var einnig skáld átthag-
anna og landsins. í ljóöum hans
er ab finna andblæ hinna norb-
lensku sumar- og vornótta og
tign fjallahringsins þar fyrir
noröan. Spor hans eru djúp í
menningarlífinu þar jafnt og í
bókmenntum þjóbarinnar á
þessari öld. Jón Kr.