Tíminn - 27.01.1995, Side 5

Tíminn - 27.01.1995, Side 5
Föstudagur 27. janúar 1995 5 Ein af þeim mörgu veiöiám, sem falla í Hvammsfjörö, er Dunká eöa Bakká, eins og hún var oft nefnd átmr fyrr. Dunká er dæmi um góöan ár- angur af laxarækt. Áöur fyrr fóstraöi áin eingöngu silung, aöallega sjóbleikju. Meö rækt- un hefur hún seinustu áratugi gefiö árlega aö jafnaöi 101 lax á stöng. Þaö veröur aö telja ágæta veiöi, því áin er meö 44 ferkm aörennslissvæöi. Óvenju margir veibistabir Upptök árinnar eru í Dunkárdal og er áin 11 km aö lengd. Hún er laxgeng 4,5 km aö Hestfossi. Þverá Dunkár, Stangá, fellur í ána skammt ofan viö nefndan foss. Einkenni árinnar eru aö hún fellur, allt frá Hestfossi og nær alla leiö til sjávar, um gljúf- ur. Veiðistaöir eru óvenju marg- ir miðað viö lengd árinnar, enda víöa stórir hyljir og grýtt- ur farvegur og uppeldisskilyröi fyrir seiöi hin ákjósanlegustu. Á neösta hluta árinnar fellur áin um svonefnda Polla, þar sem gætir sjávarfalla, og hefur áin tvö útrennsli í sjó. Þar fá göngu- seiðin góða seltuaðlögun á leið sinni til sjávar. Víða er fallegt við ána í gljúfrum og segja má að „Palli" sé þar einn í heimin- um, svo friðsælt er þar hjá veiðimanni og laxinum á legu- svæði hans í ánni. En skyndi- lega er kyrrðin rofin, laxinn hefur tekið agnið hjá veiði- manni og strekkir nú vel á lín- unni. Laxinn byltir sér á vatns- fletinum svo syngur í. Eftir stutta en snarpa viöureign er laxinn kominn á land og kyrrð- in færist yfir á ný. ✓ Arangursrík laxarækt Eingöngu hefur verið veitt á Dunká. jöröin Dunkárbakki nær, en Dunkur fjœr. Veibihús sést á mibri mynd, fast vib ána. Dunká í Dölum Myndir EH VEIÐIMAL EINAR HANNESSON stöng í Dunká um áratuga skeið og sami leigutaki, Rósin og fleiri, hafa leigt veiði í ánni um árabil og eru notaðar tvær stengur. Velbúið veiðihús, í eigu veiðifélagsins um ána, er viö neðsta hluta árinnar, rétt við svonefndan Rósuhyl. Eins og fyrr segir, hefur verið unnið að laxrækt í ánni og verið sleppt bæði minni og stærri seiðum, eins og sumaröldum seiöum og gönguseiðum. Árlegt meðaltal laxveiði hefur verið ríflega 100 laxar á löngu tímabili. Flestir voru laxarnir 142 talsins 1979 og 125 laxar voru veiddir 1992. í árbók Ferðafélagsins um Dala- sýslu, sem Þorsteinn Þorsteins- son, sýslumaður, ritaði og út kom árið 1947, segir að lax gangi ekki í árnar í Hörðudal, en silungur sé nokkur í Hörðu- dalsá, Skraumu og Bakká (Dunká). Veibifélag Dunkár Aðeins þrjár jaröir eiga land að ánni: Dunkur, Dunkárbakki og Gunnarsstaðir, og mynda veiðifélag Dunkár. Formaður þess er Kjartan Jónsson, bóndi á Dunk. ■ A myndinni sést Veibifoss í Dunká. Hestfoss í Dunká í Dalasýslu. Hugum að Það er kunnara en frá þurfi að segja, að meginþátturinn í at- vinnusögu Islendinga, þessa öldina, snýst unr sjávarútveg. Allt frá lokum síðustu aldar hafa verstöðvar verið að breytast í þorp og bæi, sjávarplássin, eins og það kallast í daglegu tali. Og víða hafa þessi pláss sprott- ið upp, jafnvel án þess að þar hafi nokkur útvegur verið fyrr á tímum. Um aldamótin, þegar lítið sem ekkert var um haffær skip í eigu landsmanna, reið á miklu að plássin stæðu nærri fengsælum miðum. Nú er öldin önnur. Bæði er, að því miður höfum við ofnýtt grunnmiðin svo rækilega að þar fæst vart branda úr sjó, og eins hitt að við eigum fjölda skipa, sem veitt geta á fjarlægum miðum meðan eitthvaö er þar að hafa. Hvað svo sem tilfinningaþætt- inum líður, og við skulum ekki vanmeta hann, þá þýðir þetta einfaldlega að efnahagslegar for- sendur margra smáplássa eru brostnar. Þegar til lengdar lætur, hefur þjóðin ekki efni á að halda þar uppi þeirri þjónustu, sem fólk á fullan rétt á að krefjast. Og þegar þar við bætist að staðsetn- ing sumra plássanna jaðrar við að jafngilda stríðsyfirlýsingu gegn sjálfri náttúrunni, þá er tímabært að þjóðin hugsi sinn gang. I upphafi þessa kjörtímabils viðraði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra þá hugmynd aö athug- andi væri að þétta byggð lands- ins. Þannig mætti efla helstu bæjarfélögin, vítt og breitt um landið. Lukkuriddarar kjördæmapots- ins brugðust við hugmyndinni með því ofstæki sem þeim ein- um er lagið. Væru þessir menn SPJALL PjETUR W HAFSTEIN J LÁRUSSON ekki íslendingar, heldur t.d. Bretar, myndu þeir örugglega berjast hatrammri baráttu fyrir viðgangi byggðar í kolanámu- bæjum þar sem ekki væri lengur einn einasta kolamola að finna í nokkurri nærliggjandi námu. Nú, þegar þyngri harmur en orð fá lýst hefur knúið dyra vest- ur á Súðavík, er tímabært að þessi sjónarmið forsætisráðherr- ans verði rædd í fullri alvöru. Látum vera þótt fórnir séu lagð- ar á altari Mammons til að við- halda byggðum sem eiga sér vægast sagt umdeilanlegan til- verurétt, sé eingöngu litið á fjár- hagshlið málsins. En þegar fórn- in er jafn átakanlega stór og nú hefur orðið, þá verðum við að horfa fram á veginn með þessa bitru reynslu í huga. Fjallandi um Súðavíkurslysið, get ég ekki látið hjá líða að minnast þess sem gerðist í Hall- grímskirkju í síðustu viku. Svo sem öllum er í fersku minni, fórust fjórtán manns í snjóflóðinu fyrir vestan, þar af átta börn. Því voru fjórtán kerti látin loga í kirkjunni. Veittu menn því þá athygli, að átta þessara kerta brunnu mun hraö- ar en hin. Þannig birtust okkur þau sannindi, að þrátt fyrir allt er lífið dauðanum sterkara, enda dauðinn, þó napur sé, aðeins áfangi en ekki endalok. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES SEPPI KARLINN Snjóflóðin í Súðavík skilja eftir svöðusár í hjörtum íslendinga og seint munu þau gróa. Drunginn liggur þunguryfir landsfólkinu og þó er eitt lítið Ijós í skammdeginu: Hundur- inn. Með fádæma þrautseigju tókst nokkrum venjulegum og vel þjálfuðum hundum að bjarga mannslífum í Súðavík. Á sama tíma vill einn kerfiskarlinn í Reykjavík banna hundahald í höfuðborginni og annar meina hundinum að heimsækja vin sinn hestinn á skeiðvöllum borgarinnar. Menn eru fljótir að gleyma. Hundurinn er landnámsmaður íslands ásamt hestinum og mannkyninu. Þessir þrír íbúar landsins ófu strax með sér þög- ult bandalag úr leyniþráðum sem nú á að rekja upp. Hund- urinn hefur frá öndverðu starf- að við hlið mannsins að bú- verkum og ekki fallið verk úr hendi einn einasta dag í ellefu hundruð ár. Og ekki nóg með það: Maðurinn sagði strax móður náttúru stríð á hendur og glat- aði þannig trausti annarra þegna landsins og snéri þeim öllum gegn sér nema einum. í dag er hundurinn eini íbúi ís- lands sem hefur haldið fullum trúnaði við mannkynið í land- inu í ellefu aldir og aldrei borið skugga á. Þrátt fyrir grimmdar- verk sín hefur maðurinn jafnan getað treyst á órofa hollustu hundsins. Fram á þessa öld voru hund- ar eingöngu metnir af framlagi þeirra til búverka og jafnan metnir til fjár ef þeir féllu frá. Á síbustu árum lærðu hundar til verka á fleiri svibum og kunna nú líka ab gæta eigna fólks, finna smyglab hass í pósti og síbast en ekki síst leita ab fólki í snjó. Reyndar margtfleira. Og meb vaxandi borgarmenningu myndaðist svo sérstakur hópur hunda sem við köllum kjöltu- rakka. Kjölturakkar kunna ekki til verka í sveitum og hafa varla þrek til að elta búsmala um fjöll og dali. Þeir geta ekki staðiö vörð um eigur manna né fund- ib hassmola í pósti. Kjölturakk- ar eiga því engan heimanmund til ab leggja meb sér í bú mannskepnunnar nema sinn eigin félagsskap. En í félags- skapnum er fjársjóður þeirra einmitt fólginn og verbur ekki metinn til fjár. Áfram vilja menn rjúfa grib á þessum trausta landnáms- manni og svipta hann þegn- rétti í höfubborg sinni. Fleygja honum á dyr og setja á guð og gaddinn. Reka á skógargöngu um fjariægar sveitir og tefla lífi hans í tvísýnu. Vib höfum ekk- ert lært í ellefu aldir. Hundurinn er ekki lengur vinnudýr í sveit. Hann er líka hluti af borgarmenningu þjóð- arinnar og hefur unnið sér þann þegnrétt sjálfur. Hundur- inn er og verbur borgarbarn og á hvergi betur heima en vib ar- inyl í fabmi Reykvíkinga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.