Tíminn - 27.01.1995, Síða 10
10
Föstudagur 27. janúar 1995
Aldarminning: *
Jón Eyþórsson
veöurfrœöingur
Fæddur 27. janúar 1895
í dag eru liðin 100 ár frá fæð-
ingu Jóns Eyþórssonar veður-
fræðings, sem telja má með
mætustu sonum þjóðarinnar á
þessari öld og einn merkasta
frumkvöðul náttúruvísinda á ís-
landi. Hann fæddist 27. janúar
1895 að Þingeyrum í Húna-
þingi, hinu forna menntaheim-
ili Húnvetninga, og þar var
hann jarðsettur að lokinni fjöl-
þættri og athafnasamri ævi, en
hann lést 6. mars 1968. Foreldr-
ar Jóns voru Eyþór Benedikts-
son bóndi og kona hans Björg
Sigurðardóttir, móðir Sigurðar
Nordal prófessors sem fæddur
var að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal
14. september 1886.
Jón Eyþórsson var frumherji á
sviöi veðurfræða, jöklarann-
sókna og hafísrannsókna. Hann
var einn af forystumönnum út-
varps á íslandi, áhrifaríkur
ferðafrömuður, landkönnuður
íslenskra óbyggða og síðast en
ekki síst áheyrilegur orðsnilling-
ur. Hann lét sig skipta þjóðmál
og raunar flest sem bar á góma
frá degi til dags, enda upphafs-
maöur þáttanna „Um daginn og
veginn" í útvarpinu, sem löng-
um var mikið hlustað á. Bækur
samdi hann, þýddi ýmsar og
stuðlaði að útgáfu merkra rita.
Námsferill Jóns var farsæll og
hnitmiðaður. Hann var gagn-
fræðingur frá Akureyri, stúdent
úr Reykjavíkurskóla, dvaldi síö-
an þrjú ár við náttúrufræðinám
í Kaupmannahöfn, en flutti sig
um set til Óslóar þar sem hann
lauk cand. mag.-prófi áriö 1923.
Að svo búnu hélt hann til Björg-
vinjar vestanfjalls í Noregi, en
þar höfðu reyndar næstliðinn
áratug verið unnin hin mestu
afrek í veöurfræðinni. Hafði þar
verið að verki lítill hópur ungra
vísindamanna undir forystu
Vilhelms Bjerknes prófessors og
eru uppgötvanir þeirra félaga
enn taldar auökenna eitt helsta
blómaskeið vísindalegrar veður-
fræði.
Jón Eyþórsson kynntist því
ungur því markverðasta sem völ
var á í heiminum í þessum
fræðum. Hann dvaldist við nám
og störf í Björgvin í þrjú ár, er
hann hélt heim á leið og hóf
störf á Veðurstofu íslands árið
1926. Þar starfaði hann síðan og
var deildarstjóri Veðurstofu á
Reykjavíkurflugvelli frá 1953 til
sjötugsaldurs árið 1965.
Jón átti lengi sæti í útvarps-
ráði og var formaður þess í
nokkur ár. í stjórn Ferðafélags
íslands sat hann frá 1932 og var
forseti þess árin 1935-1937 og
1959-1961. Hann var frum-
kvööull að stofnun Jöklarann-
sóknafélags íslands árið 1950 og
fyrsti formaður þess. Nokkur af-
skipti hafði hann af stjórnmál-
um, eins og áður sagði.
Upplýsingar um hafís við ís-
land fyrr á tímum er fyrst og
fremst að finna í bók Þorvaldar
Thoroddsen, „Árferði á íslandi í
þúsund ár". Þar er kafli um haf-
ís frá landnámi til ársins 1915. í
„Veðráttunni", mánaðaryfirliti
Veðurstofu íslands um veðurfar
á íslandi, hefur allt frá og með
árinu 1924 birst stutt yfirlit um
hafís við strendur landsins. En
Jón Eyþórsson stuðlaði að tíðari
könnun á hafís en verið haföi
og hóf samningu samfelldrar
lýsingar. Árlegar skýrslur um
hafís við strendur íslands birti
hann síðan í tímaritinu Jökli,
tímariti Jöklarannsóknafélags-
ins, tímabilið 1953 til 1966 eða
hartnær hálfan annan áratug.
Tóku þá aðrir við og eru árs-
skýrslur um hafís við strendur
íslands nú í höndum hafísverk-
efnahóps Veðurstofunnar.
í skjalasafni Veðurstofunnar
eru „hafísbækur" fyrri áratuga
með tiikynningum frá skipum,
flugvélum og strandstöðvum
um hafís — tilsýndar á sjónum
eða niður undan að sjá úr flug-
vélinni. Stundum birtast þær
daglega í bókunum, jafnvel
margar á dag, en þess á milli líö-
ur lengra á milli. Stundum er
mikill hafís, stundum lítill.
Gagnorðar á góðu, látlausu og
litríku máli koma þær ein af
annarri, blaðsíðu eftir blaðsíðu,
þessar tilkynningar, skrifaðar
fallegri rithönd eljumanns við
skylduverk sem hann skapar úr
vísindi. Runan verkar undarlega
á mann. Einum þræði virðist
þessi samhengislaúsa upptaln-
ing bera vitni um sóun á kröft-
um hæfileikamanns, en öörum
þræöi veit maður að hér Iiggur
fjársjóöur sem fræðimenn í öðr-
um heimshornum spyrja um og
girnast.
Jónas Jónsson frá Hriflu
minntist Jóns Eyþórssonar hlý-
lega í alllangri grein í Minn-
ingaþáttum Tímans, 15. maí
1968. Var það fyrsta grein í 1.
tölublaði 1. árgangs þáttanna.
Vísa ég þangað um frekari upp-
lýsingar, en ekki síður í Veöur-
fræðingatal eftir Önnu Sigríði
Einarsdóttur bókasafnsfræðing.
Þar er m.a. skrá um rit Jóns, á
þriðja hundrað greinar og rit af
margvíslegu tagi.
Svo vill til að ég kynntist Jóni
þegar ég var í sveit nokkur sum-
ur í Sólheimakoti í Mýrdal, en
þaðan lögðu þeir Sigurður Þór-
arinsson jarðfræðingur upp í ár-
legan leiðangur upp á Mýrdals-
jökul. Fór ég með þeim ásamt
Erlingi Sigurðssyni í Sólheima-
koti upp aö jökulrótum, en þar
skildu leiðir. Ég pjakkurinn
sneri heim á Mósu, sem borið
hafði leiöangursbyrði upp heið-
ina. Eitt sinn tæmdi Jón vasa
sína af smámynt og gaf mér. En
hann var líka óspar á fróðleik-
smolana á leið okkar upp heið-
ina, sem ég nú minnist — um
leið og ég minnist margþættra
brautryðjendastarfa hans í þágu
íslenskra vísinda.
Dr. Þór Jakobsson
UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON
s
Sveit VIB tókst að verja titilinn í Reykjavíkurmótinu í
sveitakeppni:
Auðvddur sigurVÍB
Sveit VÍB vann öruggan sigur á sveit Landsbréfa, 176-83, í úrslita-
leik Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni sem fram fór sl. sunnu-
dag í Þönglabakka 1. Sveit Jóns Stefánssonar varö þriðja eftir sig-
ur á Tryggingamiðstöðinni, 90-67. Ásmundur Stefánsson náði
þeim árangri að verða Reykjavíkumeistari 3ja árið í röð. Þótt
makker Ásmundar til margra ára, Hjördís Eyþórsdóttir, sé farin af
landi brott raðar Ásmundur enn inn titlunum.
Úrslitaleikurinn náði aldrei að
verða spennandi, enda yfirburö-
ir VÍB miklir. Fyrirfram var búist
við jöfnum og hörðum leik en
allt snerist á eina sveif með VÍB-
sveitinni, spilamennskan var
mjög góð og lukkudísirnar
stundum ekki langt undan. Spil-
aðar voru fjórar 16-spila lotur og
vann VÍB þá fyrstu 35-20. Sveit-
in geröi svo nánast út um leik-
inn í annarri og þriðju lotu en
þær unnust 64-8 og 46-24. í síð-
ustu lotunni héldu Landsbréfa-
menn loks sjó og varð þá jafnt-
efli, 31-31.
Sigurveitina skipa Ásmundur
Pálsson, Guölaugur R. Jóhanns-
son, Höröur Arnþórsson (spilaði
aðeins tvo leiki í forkeppninni),
Karl Sigurhjartarson og Orn Arn-
þórsson. Sveit VÍB nábi þeim
glæsilega árangri aö verja
Reykjavíkumeistaratitilinn frá í
fyrra. Þá _má geta þess ab „gamla
brýnið" Ásmundur Pálsson vann
titilinn 3ja árið í röð og jafn-
framt er hann núverandi ís-
landsmeistari í tvímenningi.
Glæsilegur árangur þaö.
Keppnin um þriðja sætib var
meira spennandi. Þar áttust við
sveit Jóns Stefánssonar sem tap-
aði stórt fyrir VÍB í undanúrslit-
unum og sveit Tryggingamið-
stöbvarinnar sem tapaði einnig
stórt gegn Landsbréfum í undan-
úrslitum.
Spiluð voru 32 spil og leiddi
sveit Tryggingamibstöðvarinnar
eftir 16 spil, 45-19. Á pappírun-
um var sveit TM enda talin sig-
urstranglegri en libsmenn J.S.
gáfust ekki upp og skoruðu
grimmt í seinni hálfleik. Afrakst-
urinn varð 71 impi gegn 22 og
vann því Jón leikinn með 90
stigum gegn 67. Óvæntur árang-
ur en verðskuldaður.
Á sama tíma og undanúrslit og
úrslit Reykjavíkurmótsins fóm
fram spiluðu 6 sveitir um 3 sæti í
íslandsmótinu í sveitakeppni.
Þar sigraöi sveit Vina og vanda-
manna með 99 stig, Kjötvinnsla
Sigurðar varð í örðu meb 96 stig
en sveit Rúnars Einarssonar varð
þriðja meö 78 stig. Keppnisstjóri
var Kristján Hauksson og fór
spilamennska mjög vel fram og
kærumál í algjöru lágmarki.
Spil 40 í undankeppninni vakti
sérstaka athygli ofanritaðs: (Sjá
til hægri)
Settu þig í spor austurs og hug-
leiddu líkurnar á ab þú myndir
alltaf segja pass með spaöalitinn
góða — fjóra efstu sjöundu — og
leggja síðan upp blindan í
tveimur laufum makkers! Vib
fyrstu sýn er ekki auðvelt að sjá
Asmundur Pálsson náöi þeim fá-
gceta árangri um síöustu helgi aö
veröa Reykjavíkurmeistari í sveit-
akeppni þriöja áriö í röö. Hann er
jafnframt Islandsmeistari í tví-
menningi ásamt Karli Sigurhjart-
arsyni.
Vestur/enginn
* -
¥ DC6
♦ 87642
* ÁKC96
A T8632
¥ KT2
♦ KDC3
+ 8
N
V A
S
+ 7
¥ Á7S43
♦ ÁT5
* T743
♦ ÁKDC954
¥ 98
♦ 9
+ D52
að sú staða geti komiö upp en
þannig var það í opna salnum í
lotu þrjú í úrslitaleik Landsbréfa
og VIB.
Vestur Norður Austur Subur
Karl Scevar Ásmundur Jón B.
14 1+ pass pass
2+ pass pass! pass
Innákoma Sævars á spaðanum
gjörbreytti gangi mála og Ás-
mundur, sem hefbi líklega ann-
ars sagt 4 spaba beint, ákvað að
lúra áfram og kanna framvind-
una. Eftir tvö lauf passaði svo Ási
enn, sem reyndist óvitlaus
ákvörðun eins og flestar aðrar
ákvarðanir sem Ási tók þennan
dag. Vegna legunnar í spilinu
fást aldrei nema 9 slagir í spaða-
samningi á AV-hendumar. Að
sama skapi eiga NS 9 slagi í
hjartasamningi. Tvö lauf stóðu
slétt en í lokaöa salnum spiluðu
Þorlákur Jónsson og Sverrir Ár-
mannsson (náttúrlega) 4 spaða
(einn niður) þannig að gróði VÍB
varð 140 alls eöa 5 impar.
Þrátt fyrir að sveit Landsbréfa
næði sjaldnast flugi í úrslita-
leiknum brá þó fyrir góðum
töktum eins og úrspil Jóns B. í
þremur gröndum hér að neðan
vitnar um:
Norbur/allir
+ 62 ¥ ÁK53 ♦ 65 + ÁT964
A ÁDG4 N V A 93
¥ D98 C42
♦ KD8 CT932
* D75 S 832
♦ KT875
¥ T76
♦ Á74
+ KC
Þannig gengu sagnir:
Norbur Austur Subur Vestur
Scevar Ási Jón Karl
1 ♦* pass lgrand* * pass
2* *** pass 2**‘ pass
34**** pass 3 grönd allir pass
* precision 11-15
** spurnarsögn
*** neitar einspili
**** 3 ♦ og 4 ¥, 5-2 eba 2-5 í svörtu
litunum.
Útspil: spabaás
Karl meb sína 16 punkta fékk ab
vita skiptinguna í blindum ábur
en hann spilabi út en en Jón
hafði ekki gefib neinar upplýs-
ingar um eigin spil sem er styrk-
ur biðsagnakerfis Jón og Sævars.
Ási setti níuna í spaðaásinn og
Karl skipti réttilega yfir í tígul-
kóng. Ásmundur setti tvistinn
og Jón dúkkaði, svo og tígul-
drottninguna sem fylgdi í kjöl-
fariö. Nú spilaði Karl spaða-
drottningu sem Jón drap og þá
kom tígulás og vestur fylgdi lit.
Nú spilaði Jón spabatíunni til að
fría litinn. Karl drap og skipti nú
yfir í hjarta. Jón drap í borði og
þurfti nú aðeins 3 slagi á lauf.
Þeir fengust með því að fara
heim á laufkóng, taka spabaslag-
ina, svína laufgosanum og fara
inn á borð á hjartakóng og eiga
síðasta slaginn á lauf. Hvers
vegna þessi leið? Jú, Jón vissi að
eins og spilið þróaðist var líkleg-
asta skipting vesturs 4333 og
fyrst Karl hélt ekki áfram með
tígulinn í fjórða slag var nokkuð
ljóst að hann átti laufdrottning-
una. Minni spámenn hefðu
kannski talið upp þá 14 punkta
sem Karl hafði sannað á hend-
inni og reiknað þess vegna með
drottningunni hjá Ásmundi. En
ekki Jón.
í lokaða salnum spiluðu Örn og
Guðlaugur tvö hjörtu í NS sem
unnust slétt. 7 impar til Lands-
bréfa.
Vetrarmitchell í kvöld
í kvöld verður spilaður tölvu-
reiknaður mitchell-tvímennin-
gur í Þönglabakka 1 og hefst
spilamennska kl. 19.00 Spilaber
öll föstudagskvöld og er Sveinn
R. Eiríksson keppnisstjóri.
íslandsmótiö í
parasveitakeppni
um helgina
Skráningu er nú að ljúka í
íslandsmótið í parasveitakeppni
sem fer fram á morgun og
sunnudag í húsnæði BSI,
Þönglabakka 1. Spilaðar veröa 4
Monrad-unferbir á morgun og 3
á sunnudag. Keppni hefst kl.
11.00 bába dagana. Um 20
sveitir hafa skráb sig til leiks og
er það mjög góð þátttaka.