Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 2
2
CTHtlftítlffiltf
Mi&vikudagur 8. febrúar 1995
Úttekt erlendra sérfrœbinga á hagfrcebiskor vibskipta- og hagfrœbideild Háskóla íslands:
Varab vib of lájnim
grunnlaunum kennara
í niburstö&um nýlegrar úttektar
erlendra sérfræbinga á kennslu
og rannsóknum hagfræbiskorar í
vibskipta- og hagfræbideild Há-
skóla Islands er varab vib of lág-
um grunnlaunum kennara og
fundib ab rýrum bókakosti.
Kennaramir fá hinsvegar lofsam-
lega dóma fyrir menntun, virkni
þeirra í rannsóknum sé yfir meb-
allagi og alþjóbleg yfirsýn þeirra
sé meb besta móti.
Þetta kom m.a. fram í ræðu
Sveinbjörns Björnssonar háskóla-
rektors vib brautskráningu kandíd-
ata sl. laugardag. Rektor sagbi enn-
fremur að sú lægö sem veriö hefur á
atvinnumarkaði háskólamanna
hefði auðveldað skólanum að fá
menn í kennarastöður. Það gæti þó
breyst til verri vegar ef eftirspum
eftir hæfum mönnum vex á vinnu-
markabi sem greibi hærri laun en
Háskólinn getur bobið. Hann lagbi
áherslu á að stefna bæri að því ab
Háskólinn réði sjálfur hvab hann
greiddi kennurum sínum í laun.
í ræðu sinni sagði rektor að það
væri sérstaklega ánægjulegt að fá
staðfestingu óháðra sérfræðinga á
gæbum hagfræðiskorar. En svipað-
an dóm hefðu erlendir sérfræbingar
gefið því námi sem stúdentum er
boðib upp á í verkfræbigreinum
skólans fyrir rúmu ári. Sveinbjörn
sagbi þessi dæmi sanna að Háskól-
inn gæti borið höfuðib hátt mebal
annarra háskóla. Þótt námið innan
veggja skólans stæðist vel erlendan
samanburð, þá þyrfti að gæta þess
vel að fjárveitingar til skólans
fylgdu fjölgun nemenda og gerðu
skólanum kleift ab halda hæfum
kennurum.
Akureyri:
Framkvæmda-
sjóbur Háskól-
ans stofnabur
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri:
Stofnaður hefur verib Fram-
kvæmdasjóður Háskólans á
Akureyri, að loknum undir-
búningi sem staðið hefur yfir
undanfarin ár. Stofnendur
sjóðsins eru Haraldur Bessa-
son, fyrsti rektor skólans, og
Margrét Björgvinsdóttir kona
hans, Landsbanki íslands og
Rannsóknarstofnunin Neðri-
Ás.
Þegar hafa verib send út bréf
til um fjögur þúsund einstak-
linga og fyrirtækja og þeim
boðið að gerast stuöningsaðil-
ar háskólans meb því að
greiöa framlög til sjóðsins.
Hugmyndin að sjóbnum er
næstum því jafngömul skól-
anum, eða um átta ára, og er
af hálfu stofnenda hugsuð
sem leið til þess að afla hon-
um sjálfstæbra tekna, en þessi
fjáröflunarleið er vel þekkt vib
háskóla í Norður-Ameríku.
Auk Haraldar Bessasonar hafa
Björn Jósef Arnviðarson, Pétur
Bjarnason og Sigurður Ring-
sted unnið að stofnun sjóðs-
ins, en stjórn hans skipa: Ein-
ar Njálsson bæjárstjóri á Húsa-
vík, Lárus Ægir Gubmundsson
framkvæmdastjóri á Skaga-
strönd, og Haraldur Bessason,
fyrrverandi rektor.
27.
sterJí0
s4ðtfí^
e;J at til
nota
Atkvœbagreibsla á Al-
þingi:
Matthías
0£ Eggert
foru gegn
stjórninni
Athygli vakti í atkvæðagreiöslu á
Alþingi í gær að ríkisstjórnar-
flokkarnir töpubu atkvæða-
greiðslu, en þeir Eggert Haukdal
og Matthías Bjarnason greiddu
atkvæði eins og stjórnarandstað-
an. Stjórnarflokkarnir höfðu hug
á aö þingmáli yrði ekki vísað til
nefndar en þetta mál fjallaði um
ab sérstök rannsóknarnefnd færi
ofan í saumana á því hvernig Öss-
ur Skarphéðinsson umhverfisr-
áherra stóð að því ab flytja emb-
ætti Veiðistjóra til Akureyrar.
Ekki reyndust nægjanlega
margir stjórnarliðar í húsinu til
aö vega upp atkvæði Matthíasar
og fer málið þar með til nefndar.
Tvö hundruð sjá
Stones frá íslandi
Um 200 íslendingar munu verða
á tónleikum Rolling Stones í
Kaupmannahöfn þann 11. júní
nk. á vegum Samvinnuferða
Landsýnar. Ferðaskrifstofan baub
upp á þessa ferð og 'seldust allir
miðarnir upp á einum degi. Flog-
ib verður til Kaupmannahafnar
10. júní og til baka þann 12. júní
og kostar ferðin um 40 þúsund kr.
Samkvæmt upplýsingum frá SL
hefur tekist að útvega nokkra
miða í viðbót og veröa þeir seldir
á næstunni. ■
Víba um höfubborgina voru börn ab leik í gær ígóba vebrinu. Þessir piltar
létu þab ekki á sig fá þótt snjórinn gerbi fótboltavöllinn hálan og sýndu
þeir meistaraleg tilþrif.
inybrot í Reykjavík:
Utvarpi og
geymi stolið
Lögreglunni í Reykjavík barst í
gær tilkynning um ab brotist
hefbi verið inn í bifreið við
Háaleitisbraut í Reykjavík, lík-
lega í fyrrinótt, og stolið þaban
útvarpstæki og rafgeymi.
Þá var tilkynnt um innbrot í
leikskóla í Reyrengi, en þaðan var
Þ7FR VE/r/R £/</</
/JF ÞFSSUMP/LL -
UPl, E/NSOG ÞÚ
GFTÞP 5FÐ /
stolið tölvu.
í gærmorgun hringdi íbúi í
Laugaráshverfi í Reykjavík og til-
kynnti um tvo abila sem gengu á
milli bíla og skáru á dekk. Alls
tókst þeim að skera dekk á átta
bílum áður en þeir voru stöövað-
ir. ■
bOGG!
Styrkir Iþrótta- og tómstundarábs til íþrótta-, cesku-
lýbs-, og tómstundafélaga í Reykjavík:
Vélhjólafél. gamlingja
fær 100 þús. í styrk
Borgarráð samþykkti á fundi sínum tillögu íþrótta- og tómstunda-
ráðs að úthlutun styrkja til íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundafélaga.
Hæsta einstaka upphæðin rennur til rekstrar KFUM og KFUK, eða
um fjórar milljónir, en annars lítur listinn svona út:
KFUM og KFUK
rekstur.............................................4.000.000
fasteignaskattur ................................. 1.329.000
Skáksamband íslands v/skólaskákmóta ..................400.000
Reykjavíkurmót í skák 1994 ...........................510.000
Ólympíunefnd íslands ...............................1.500.000
íþróttaf. fatlaðra, rekstrarstyrkur................. 500.000
Taflfélag Reykjavíkur, rekstrarstyrkur .............1.250.000
T.R. til afborgunar af skuldabr.....................6.600.000
íþróttafélagið Ösp....................................300.000
Afreksmannasjóður Reykjavíkur ..................... 1.100.000
íþróttafélag heyrnarlausra, rekstrarst..............1.500.000
HSÍ, v/ undirbúnings HM '95 ...................... 3.500.000
Landssamtökin „íþróttir fyrir alla" ..................200.000
Skatasamband Rvk., v/skátaheimilis..................3.000.000
Skátasamband Rvk., v/fasteignaskatts..................420.000
Skátasamband Rvk. og Bandalag skáta, hjálparsveit skáta,
St. Georgsgildin v/fasteignaskatts ................,..610.000
AFS á íslandi ........................................250.000
Kristilega skólahreyfingin ...........................100.000
Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra.................400.000
Sportkafarafélag íslapds ........................... 200.000
Ungt fólk með hlutverk................................165.000
Bridgefélag Reykjavíkur............................. 500.000
Brokey, siglingafélag .............................. 500.000
Þingstúka Reykjavíkur .....................'.........100.000
Unglingaregla Stórstúku íslands .................... 100.000
Æskulýðssamb. Kirkjunnar í Reykjavík..................300.000
Svifflugfélag íslands, v/svifflugukaupa ..............400.000
Æskulýðsfélag Fella- og Hólakirkju ...................100.000
Taflfélagið Hellir, rekstrarstyrkur og til að halda alþjóðlegt
skákmót ..............................................300.000
Karatefélag Rvk. til tækjakaupa.......................250.000
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík .....................100.000
Kramhúsið, dans og leiksmiðja f/börn..................250.000
HM áhugamanna í snóker................................200.000
Vélhjólafélag gamlingja ..............................100.000