Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 8. febrúar 1995
Sfeniww
7
Gæta þess
ab tryppin
haldi glebi
sinni
Viötal viö Ingimar Sveinsson, kennara á
Hvanneyri
Ingimar fyllir nú áratuginn sem
kennari í hrossarækt og tamn-
ingum viö Bændaskólann á
Hvanneyri. HESTAMÓTUM
þótti fróölegt aö heyra álit hans
varöandi tamningu unghrossa
meö tilliti til þess hvaö mikiö
mætti leggja á þau í byrjun.
Mikii umræöa var um álag á
ungum hrossum eftir landsmót-
iö í sumar.
Hvað segir þú um þessa hluti,
Ingimar?
„Mér finnst allt í lagi aö byrja
meö hrossin í tamningu fjög-
urra vetra. Þaö er ekki aldurinn
einn sem skiptir þar mestu máli,
heldur þroski tryppisins, en
þetta er mjög einstaklingsbund-
iö. Þaö þarf aö meta hvert.hross
fyrir sig. Ef hrossin eru vel upp-
alin, er ágætt aö byrja meö þau
á fjóröa vetri, en fara rólega í
þau og gefa þeim síöan hvíld
eftir svona tvo mánuöi og halda
svo áfram meö þau á fimmta
vetur og þá reynast þau yfirleitt
mjög vel undir þaö búin aö taka
tamningu og þjálfun. Hvaö á-
lagiö varöar, þá eru vel uppalin
hross búin aö ná nánast fullri
stærö 4ra vetra, en hryssurnar
eiga þó eftir að hækka á herðar.
Þetta er misjafnt eftir uppeldi og
ætt, því sum hross eru sein-
þroskaðri en önnur. En þó
stæröinni sé náö, þá á sér stað
umbreyting á beinum, því þau
eiga eftir aö harðna og þéttast
og of mikið álag getur auðvitað
reynt of mikiö á fætur, þannig
aö hrossin veröi fyrir varanleg-
um skaöa. Vöövabygging og
stæling á eftir aö vaxa mikið.
Þess vegna eru takmörk fyrir því
hve mikiö má beita 4ra vetra
hrossuip í reið."
Nú sást það í sumar að 4ra
vetra hross voru tekin til skeiðs til
hins ýtrasta, sprett eftir sprett. Er
þetta ekki varasamt?
„Ég held það og þaö eru aö-
eins örfá hross sem þola slíkt.
Þaö er hægt að sýna hross svo
vel sé án þess aö þvengleggja
> þau margsinnis. En þarna kem-
ur til kasta knapans og eigand-
ans að meta þetta. í þessum efn-
um gildir ekki nein ákveöin lína
fyrir öll hross."
Þú minntist á það fyrr í viðtal-
inu að þetta vceri mismunandi eft-
ir aettum hrossa. Hefur þú orðið á-
þreifanlega var við þetta?
„Já, hross eru misjöfn hvaö
þetta snertir og einkum finnst
mér aö hross af ákveðnum
stofnum séu seinni að ná and-
legum þroska, þó þau virðist
vera oröin vel líkamlega
þroskuð. Þau veröa kvíðin og ó-
möguleg, ef lagt er hart aö
þeim, og- geta alveg brotnað
niður. Fái þau hins vegar tíma
og maður byggir þau upp, veröa
þau ekki eftirbátar annarra
hrossa, oft hörkuviljug.
Ég tem hrossin yfirleitt á
fjóröa vetur og sum þeirra þola
mikið álag. Ég get nefnt einn
hest, Spræk, sem Guðrún kona
mín á. Ég tamdi hann 4ra vetra
og lagði talsvert á hann strax í
byrjun. Þaö var keppt á honum
þaö sumar og farið meö hann í
feröalag og hann hefur oft síðan
verið í keppnum og í feröum
hvert sumar. Hann er nú á 26.
vetri og er enn í fullu fjöri og
aldrei bólgnað á honum fótur,
hvaö þá meira. Þessi hestur var
þjálfaður nokkuö mikið áður en
hann var taminn. Ég var þá bú-
settur á Egilsstöðum og þegar ég
fór í beitarhúsin, sem voru í
tveggja kílómetra fjarlægö,
teymdi ég hann með mér svona
tvisvar til þrisvar í viku á jepp-
anum, en hann var þá tveggja
vetra. Af þessum hlaupum fékk
hann mikla stælingu og þol.
Eins og ég hef áður sagt, þá er
þetta einstaklingsbundið, en
þetta leiöir hugann að undir-
búningi hrossanna áöur en farið
er aö ríöa þeim.
Þaö er mikils virði aö fara ró-
lega af stað, en gefa þeim færi á
góöri hreyfingu. Ég held t.d. að
teymingar með öðru hrossi séu
mjög góöur undirbúningur fyrir
framhald tamningar. Það stælir
bæöi vöðva og bein. Þaö er
feiknamikið álag á tryppi, ef á
að fara að ríöa því strax á fyrsta
degi, og þaö verður að gæta þess
aö fara ekki yfir þau mörk sem
líkamlegur og andlegur styrk-
leiki leyfir.
Sérstaklega verður aö gæta sín
meö ‘stóru tryppin að láta ekki
stærðina villa um fyrir sér. Þessi
hross eru oft verr undir það
búin aö fara í stranga þjálfun,
vegna þess aö þau hafa tekið svo
fljótt út vöxtinn. Þarna gildir
það sama hjá hestinum og
manninum, unglingar sem vaxa
mjög ört eru á vissum aldri grút-
máttlausir."
Hvað viltu ráðleggja varðandi
tímalengd í einni lotu fyrir frum-
tamninguna?
„Ég treysti mér nú ekki til að
gefa út neina formúlu hvaö
þetta varöar. Það er allt í lagi aö
vera meö hrossin nokkuð lang-
an tíma, ef farið er rólega með
þau. En þaö er mjög mikið atriði
aö þau þreytist aldrei verulega,
en séu byggö upp hægt og ró-
lega og séu síglöð. Síðan er gott
aö hvíla þau vel um ákveöinn
tíma, þegar vissu stigi tamning-
ar er náö, en eins og ég tók fram
áðan þá er engin allsherjar for-
múla fyrir þessu. Þegar byrjað er
aö gangsetja hross, þá vilja þau
mörg þreytast og er þá gott aö
hvíla þau um tíma, því þau eru
þá yfirleitt miklu tilbúnari næst.
Mér finnst á stundum aö menn
hugsi ekki nógu vel út í þaö hve
þetta er mikið álag, andlegt sem
líkamlegt, fyrir tryppin þegar
byrjaö er aö temja þau."
Ingimarog Sprettur á fjórðungsmóti á Fornustekkum 1984
HEJTA-
MOT
KÁRI
ARNÓRS-
SON
En hvað með auðtömdu hross-
in?
„Þau hross, sem koma fljótt
með mikinn vilja og gangrými,
er miklu hættara, því þau hlífa
sér ekki og knapinn veröur að
hafa vit fyrir þeim. Annars er
hægt aö ganga alveg fram af
þeim og þau geta verið lengi að
ná sér. Ég man eftir einum slík-
um 4ra vetra hesti, sem var meö
alskemmtilegustu tryppum sem
hægt var aö finna. Hann kemur
svo fram á fjóröungsmóti sem
einstaklingur og sem afkvæmi.
Það gekk vel hjá honum fram á
þriöja dag, þá strækaöi hann al-
veg og leið á annaö ár áöur en
hann fékkst til aö gera nokkuð
aftur. Hann haföi greinilega
gengiö fram af sér, því þessi ör-
viljugu hross hlífa sér ekki fyrr
en þau eru allt í einu búin."
Þú hefúr látið það koma skýrt
fram hve tamningamaðurinn þarf
að leggja sig vel fram við að meta
hvem einstakling og hvað á hann
sé leggjandi. Er lögð mikil áhersla
á þetta í kennslunni?
„Já, ég legg mikla áherslu á
það í kennslunni aö þjálfa ekki
hrossin meira en svo aö þau
veröi glöö og þreytist sem
minnst. Þetta er tíunda árið sem
ég kenni tamningar og ég hef
einstaka sinnum orðið var viö,
sem var þó meira áöur, að nem-
endur sem voru meö auðveldari
tryppin ætluöu aö veröa á und-
an og fóru því að taka meira til
þeirra, en þaö fór oft út í það að
tryppin uröu kvíðin og vildu
ekki fara frá húsi eöa þau vildu
rjúka heim. Það var oft mikið
vandaverk að koma þessum
tryppum aftur í gang. En nú
seinni árin vörum viö okkur á
þessu.
Þegar veriö er aö þjálfa fyrir
mót, þarf aö gæta þess að taka í
það langan tíma fyrir þessi ungu
hross og tamntngamaðurinn
veröur að geta metið hvort
hrossið sé nægilega tilbúið. Sum
unghross þola þetta, en sum alls
ekki. Viö þetta þarf að hafa
mjög mikla aögát. Mér finnst aö
ekki eigi að banna sýningu á 4ra
vetra hrossum, því þaö sé gott
aö unghross komi fram. Aftur
ætti að takmarka sprettina og
setja einhver mörk varðandi
hve hrossið geti komið fram í
mörgum sýningum. Ég hef ó-
ljósan grun um þaö, þó ég hafi
ekki sannanir, aö ástæöa þess aö
margir af stóðhestunum, sem
búiö er aö sýna mikið á unga
aldri, fá spatt eöa kölkun í liði sé
sú að álagiö hafi verið meira á
bein og liði en endursköpunin
hefur ráöiö við. Þá koma í þetta
særindi og myndast í því kölk-
un. Erlendar rannsóknir hafa
sýnt aö of mikil þjálfun á unga
aldri getur leitt til slíks skaöa." ■
Skyldleikarækt VI kynbótahornið
Einn af þeim hestum sem nú eru í notkun, Glaö-
ur 1058 frá Sauöárkróki, er talinn mest skyld-
leikaræktaöur af þeim hestum sem hafa komiö
frá Sauöárkróki. Skyldleikaræktarstuöull hans er
18,95%. Glaöur er slysafang, en Gnótt 6000-
móöir hans átti hann þegar hún var þriggja
vetra. Hann er sagöur undan Víkingi frá Sauöár-
króki. Víkingur er undan Gusti 923, sem er
mjög mikiö skyldleikaræktaöur eins og komiö
hefur fram áöur í HESTAMÓTUM. Gnótt er hins
vegarundan Hrefnu 3792, alsystur Gusts. Gust-
ur og Hrefna eru undan Sörla 653 og Flugu
3103, sem var undan Ragnars-Brúnku 2719 og
Feng 457, en Sörli var líka undan honum.
Þannig eru þessi alsystkin Gustur og Hrefna afi
og amma Glaös. Foreldrar Víkings voru einnig
náskyld. Drottning 4648 frá Sauöárkróki, móöir
hans, var undan Sörla 653, eins og Gustur, og
móöir hennar var Fjööur 2827, sem líka var
mikiö skyld Ragnars-Brúnku ömmu Gusts.
Gnótt er líka talsvert skyldleikaræktuö; hún er
undan Hrefnu, sem fyrr segir, og undan Hervari
963 frá Sauöárkróki, en hann er undan Hervöru
4647 sem er dóttir Síöu 2794, dóttur Ragnars-
Brúnku. Faðir Hervars var Blossi 800, sonur
Sörla og því hálfbróðir Gusts 923.
Nú mætti ætla aö svona mikið skyldleikarækt-
aöur hestur og Glaöur er sagður vera, bæri
mjög sterk einkenni ættarinnar. Víkingur, sagð-
ur faðir hans, er meö mjög áberandi höfuö frá
fööur sínum, þetta höfuö sem rakiö er til Ragn-
ars-Brúnku. Hrefna, amma Gnóttar, haföi líka
þessi einkenni mjög sterk. En Glaöur hefur allt
aöra höfuögerö og það sem meira er, hann erf-
ir frá sér fínlegt höfuð og aö ýmsu leyti öðruvísi
frambyggingu en önnur hross sem komin eru
út af Gusti. Þetta gerist líka þó Glaöur. fái viö
skyldum hryssum.
Það, sem vakti sérstaka athygli mína á þessu,
var tryppi sem ég skoðaði undan Glað og
Gustsdóttur. Þessi sterki Sauöárkrókssvipur er
ekki til á því tryppi. Ég fór því að skoöa fleiri
hross undan Glaö og þar sýnist mér vera sama
sagan.
Þetta bendir til þess aö vafi gæti leikið á um
faðerni Glaðs. Slíkt er ekki óalgengt þegar um
slysafang er aö ræöa. Fróölegt væri aö fá úr
þessu skorið, en það er að sjálfsögöu hægt meb
blóðrannsókn, þar sem foreldrar Glaðs eru báö-
ir á lífi.