Tíminn - 21.02.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 21.02.1995, Qupperneq 3
Þri&judagur 21. febrúar 1995 3 Formaöur Alþýöubandalagsins segir komandi kosningar snúast um aö fella ríkisstjórnina: Forgangsverkefni aö hindra stjórn íhalds og framsóknar Ólafur Ragnar Grímsson, formabur Alþýbubandalags- ins, segir þab forgangsverk- efni ab koma í veg fyrir sam- stjóm Sjálfstæbisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningar. Hann útilokar jafnframt stjórnarsamstarf vib formann Alþýbuflokks- ins, þar sem hann verbi ut- anríkisrábherra. „Ég taldi einfaldlega hrein- skilnislegast og best ab segja hreint út, ab maður sem hefur lýst því yfir sem lífsstefnu sinni, að ísland gangi í Evr- ópusambandið, getur ekki ver- ið utanríkisráðherra í ríkis- stjórn sem hefur það ekki á stefnuskrá sinni," segir Ólafur Ragnar. Hann segir Alþýðubanda- lagið ekki hafa unnið að nein- um undirbúningi að stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. „Við setjum það á oddinn að fella ríkisstjórnina og hrinda þeirri hægri stefnu sem hún hefur gert að forgangsat- riði á öllum sviðum. Verkefni númer tvö er aö koma í veg fyrir hægristjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks," segir formaður Alþýðubanda- lagsins. Alþýðubandalagið hefur kynnt stefnuáherslur G-listans fýrir komandi alþingiskosn- ingar. Þar er megináhersla lögö á kjarajöfnun, leiðrétt- ingu á kynjabundnum launa- mun, hærri skattleysismörk og tilflutning á 5-7 milljörðum króna innan skattakerfisins til að bæta hag lágtekju- og mið- tekjufólks. Undirstaðan í tillögugerð Alþýðubandalagsins er svo- kölluð útflutningsleið, sem flokkurinn hefur þegar kynnt. Hún felur í sér nýja sókn í at- vinnumálum, sem byggist í stuttu máli sagt á að hygla út- flutningsatvinnuvegum og auka þannig gjaldeyrissköpun og hagvöxt. Ólafur Ragnar segir að forsenda þeirra framfr- ara sem lagðar eru til í stefnu- áherslu G-listans sé 3-4% hag- vöxtur á næstu ámm. „Ef þab tekst ekki, þá er al- veg ljóst að áfram veröur halli á ríkissjóði, áfram verður skuldasöfnun hins opinbera á íslandi og áfram veröur þrengt að velferðarkerfinu og menntakerfinu," segir Ólafur Ragnar. „Þess vegna er það lyk- ilatriðið hjá okkur ab innleiða hér þessa kerfisbreytingu í at- vinnumálum sem felst í út- flutningsleiðinni og aðferðar- fræði sem hefur verið staðfest af skýrslum sem Alþjóbabank- inn gaf út á síðasta ári um efnahagsaöferðir í ýmsum smærri ríkjum Asíu." Ólafur Rangar segir þetta tengjast nýrri heimssýn í við- skiptastefnu íslendinga, sem feli í sér að ekki verði einblínt með þröngum hætti á Evrópu- markað eins og t.d. utanríkis- ráðherra hafi gert. ■ Sex spurningar um tilvísanakerfiö á Alþingi í gœr. Meöal annars var spurt um 8 þúsund Reykvíkinga án heilsugœslulœknis: Ráðherra segir skort á heilsugæslu misskilning Ingibjörg Pálmadóttir óskabi svara vib sex spurningum um tilvísanakerfib í umræbum utan dagskrár á Alþingi í gær. Stóra spurningin var: Hvab gerbist þegar yfir 200 sérfræbingar væru ekki lengur starfandi fyrir Tryggingastofnun ríkisins? Beindi Ingibjörg spurningun- um til heilbrigöisráðherra, sem svaraöi strax: í fyrsta lagi: Hvaö gerist þegar samningar yfir 200 sérfræöinga Kröfur aöila vinnumark- aöarins: Kosta ríkib 1,5 milljarða Kröfur vegna kjarasamninga kosta ríkib um 1,5 milljarba á ári. Ekki er gert ráb fyrir ab 6.5% mebaltalshækkun launa á almennum markabi hrindi af stab verbbólgu eba raski efnahagslegum stöbugleika. Þetta var meðal atriöa sem komu fram að loknum fundum aöila vinnumarkaðarins með forsætisrábherra í gærkvöld. Helstu kröfur á hendur ríkinu í tengslum við kjarasamninga eru breytingar á viðmibunum vísitölu, breytingar á skattlagn- ingu lífeyristekna og hugsanleg abstoð við húsbyggjendur. við Tryggingastofnun ríkisins renna út. í ööm lagi: Hvernig get- ur tilvísanakerfiö sparaö 100 milljónir. í þriöja lagi: Hvernig veröur þaö betur tryggt aö sjúkra- saga sjúklings verði vistuð á ein- um staö hjá heilsugæslulækni. í fjóröa lagi: Hvaö er taliö aö nýtt tilvísanakerfi kosti sjúklinga. í fimmta lagi: Hvaö kostar þaö ríkiö að koma þessu nýja tilvísanakerfi af staö og í sjötta lagi: Átta þúsund Reykvíkinga vantar heilsugæslu- lækni, hvernig veröa þeir tryggö- ir? Sighvatur Björgvinsson heil- brigöisráðherra svaraöi Ingibjörgu Pálmadóttur. Hann sagöi að sér- fræðingar hefðu ekki haft samn- inga undanfarna 18 mánuði, samningar væri því ekki aö renna út. Ráöherrann sagöi að um 50% sérfræðinganna sem störfuöu fyrir Tryggingastofnun yröu eftir í störfum þann 1. maí næstkom- andi. Sjúklingar myndu leita til þeirra sérfræöinga sem veröa starf- andi, eöa leita til göngudeilda sjúkrahúsanna. Ráðherrann sagöi aö spásögn sú sem fariö væri eftir teldi að um 120 milljónir króna gætu sparast. Hann sagöi aö út- gjöld sjúklinga ættu aö lækka um 56 milljónir króna á ári. Sighvatur sagöi aö meginmarkmiö kerfisins væri að upplýsingar um sjúkling væm vistaöar á einum staö. Svo væri ekki í dag. Ekki er reiknaö meö að tilvísanakerfið kosti hiö opinbera fé, þvert á móti á þaö aö spara ríkinu fé. Varöandi 8 þús- und Reykvíkinga án heilsugæslu- lækna sagöi Sighvamr að sjálfur heföi hann haldið að erfiöleikar væm á aö komast að hjá heilsu- gæslulækni. Heilsugæslan í Reykjavík fullyrti aö þetta væri ekki svo, tólf heilsugæslulæknar í borginni væru tilbúnir aö taka viö sjúklingum. Sighvamr Björgvins- son taldi aö þarna væri ekki um vandamál aö ræöa. Nokkrir þingmenn tóku til máls, meöal annarra Anna Ólafs- dóttir Björnsson, Margrét Frí- mannsdóttir og Finnur Ingólfs- son. Aögeröir Sighvats vom gagn- rýndar af þessum ræðumönnum og öörum sem eftir fylgdu. Finnur Ingólfsson sagöi meöal annars aö enda þótt Framsóknar- flokkurinn heföi veriö meðmælt- ur tilvísanakerfi á sínum tíma, þá yröi aö segja eins og væri aö tilvís- anakerfiö í höndum núverandi ráöherra heilbrigöismála væri aö snúast upp í heiftarlega og grafal- varlega kjaradeilu. Mál sem þetta yrði að vinna í sátt viö heilbrigöis- stéttirnar. ■ Mikill hluti þeirra 18-19 sumarhúsa sem fyrirhugab er ab fari til Súbavíkur eru nú á leib þangab. Húsin koma frá framleibend- um í Reykjavík, Hafnarfirbi og Selfossi. Fimm hús fóru landveginn frá Reykjavík en hin voru um helgina sett um borb í leiguskip frá Eimskipi og í Hofsjökul. Á mebfylgjandi mynd má sjá þegar verib var ab ferma vörubíla meb bústöbum frá Trésmibjunni Samtaki á Selfossi. Tímamynd SBS/Seifossi Aflabrögö í janúar: • Litill botnfiskafli en Bláfjöll: Norðmaður lést í snjóflóði Norðmaður lét lífið, þegar hann varö undir snjóflóði í Drauma- dalsgili í Bláfjöllum á sunnudag. Landi hans sem var í för meö honum, en þeir voru á göngu- skíbum, slapp naumlega undan flóðinu og tilkynnti hann um óhappið. Björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn voru kallaðir út ásamt björgunarhundasveit, en það var einmitt hundur úr sveit- inni sem fann Norðmanninn á eins metra dýpi í flóðinu. Þegar náöist að grafa hann upp var maðurinn mebvitundarlaus. Flóðið féll á þriöja tímanum á sunnudag, en Draumadalsgil er langt utan almenns skíöasvæðis í Bláfjöllum. ■ gott í rækjuveibi Aflabrögb í nýlibnum janúar- mánubi voru slök í botnfiski en gób í rækju. Lobnuveibar brugbust í mánubinum en ýsu- aflinn jókst nokkub. Heildarafl- inn í mánubinum nam 35.352 tonnum sem er abeins fjórb- ungur af aflamagni í sama mánuöi 1993 og minni afli en í fékkst verkfallsmánubi sjó- manna í fyrra, samkvæmt upp- lýsingum Fiskifélags íslands. Þar kemur einnig fram aö þótt botnfiskaflinn hafi verið nokkru meiri í janúar í ár en á sama tíma í fyrra, 27.683 tonn á móti 19.093 tonnum, þá ber ab hafa í huga að í janúar 1994 var fiskiskipaflotinn bundinn viö bryggju í hálfan mánub vegna verkfalls sjómanna. Ab mati Fiskifélagsins fæst betri samanburður séu aflatölur í sl. janúar bornar saman vib sama tíma árið 1993. Þá kemur í ljós að þorskaflinn í nýliðnum mánubi var aöeins tveir þriðju af því sem hann var í janúar 1993, eba 13.963 tonn mibað vib 21.406 tonn. Á sama hátt var afli annarra tegunda botnfisks minni í janúar 1995 en hann var 1993. Undan- tekningin frá þessum samanburöi er ýsuaflinn sem jókst nokkuö og var þribjungi meiri í ár en hann var í janúar 1993. Sífelld aukning viröist vera í rækjuveiöum og í janúar var land- að 3.393 tonnum á móti 1.216 tonnum í fyrra og í janúar 1993 nam rækjuaflinn 1.865 tonnum. Aftur á móti brugðust loðnuveiö- arnar í janúar og þá var landað aöeins 1.262 tonnum miöað vib 14.544 tonnum 1994 og 71.375 tonnum í janúar 1993. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.