Tíminn - 21.02.1995, Side 5

Tíminn - 21.02.1995, Side 5
Þriðjudagur 21. febrúar 1995 5 Cuöbjörn Jónsson: Lánskjaravísitalan Að undanförnu hefur umræðan um lánskjaravísitöluna farið vax- andi á nýjan leik. Trúlega má rekja þær hugrenningar til þess að menn sjái fyrir sér vaxandi verðbólgu í kjölfar kjarasamn- inga, sem enn eru gerðir á stöðn- unartímabili í atvinnulífi okkar. Að sjálfsögðu er afar gott að einn helsti bölvaldur eðlilegrar fjár- mála- og atvinnuþróunar sé tek- inn til umræðu, en samt afar furðulegt að sú umræða skuli enn vera af jafn mikilli vanþekkingu og raun ber vitni. Ekki hef ég enn fyrirhitt menntaðan mann á sviði hagfræði, sem hefur getað rökstutt þessa lánskjaravísitölu okkar sem „verðtryggingu", en það er einmitt það sem hún er kölluð í daglegu tali. Ég hef hins vegar orðið var við að mikið grín er gert að heimsku okkar, að telja að við getum rekið hér eðlilegt fjármálaumhverfi, sem eigi sam- skipti vib það sem menn kalla „alvöru fjárstreymisrekstur", meb því að hafa svona „skrímsli" í fjármálaumhverfinu hjá okkur. Að sjálfsögðu eru svona orð ekki höfð í frammi við ráðamenn okk- ar eða háttsetta menntamenn, því allrar kurteisi er gætt í sam- skiptum þessara abila og erlendir aðilar blanda sér ekki í innanrík- ismál okkar. Raunhæf verömæta- trygging Gallar lánskjaravísitölunnar eru fyrst og fremst samsetning hennar. Tilgangur hennar er sagður vera „verðtrygging", en vegna samsetningar sinnar getur hún ekki gegnt því hlutverki. í þjóöfélagi eins og okkar, sem býr við svona miklar sveiflur í tekjum þjóðfélagsins, er afar mikilvægt að hafa raunhæfa verðmæta- tryggingu. Hún er hins vegar byggð upp á allt öðrum forsend- um en þeim er drífa lánskjaravísi- töluna. Raunhæf verðmætatrygg- ing má hvergi eiga snertiflöt við aðrar vísitölur, er mæla innbyröis breytingar í þjóðfélaginu. Raun- hæf verðmætatrygging sækir vib- miðanir sínar í vísitölur verð- mætasköpunar, þ.e. gengiskörfu helstu sölugjaldmibla okkar. Af þeirri ástæbu hefur t.d. svonefnd- ur lánakvóti okkar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Alþjóða- bankanum verið bundinn við á- kveðnar upphæðir gengisvogar, sem ber skammstöfunina SDR. Það er gengiskarfa helstu sölu- gjaldmiðla okkar, skráð hjá Seðla- bankanum. Af hverju skyldu þessar virtu lánastofnanir ekki vilja nota „verðtrygginguna" VETTVANGUR okkar, lánskjaravísitöluna, til tryggingar á verðgildi lánsfjár síns, ef þessi vísitala er jafn góð verðtrygging og hún er sögð vera? Ætli þab geti verið ab þeir finni ekki í lánskjaravísitölunni hinn varanlega grunn verbmæta- tryggingar? Ætli ástæðan sé sú að þessar stofnanir vilji ekki láta orða sig við svona óraunhæfa „verbtryggingu"? Er kannski í því það sem að framan er sagt, ab er- lendir aðilar blanda sér ekki í vit- leysurnar sem við gerum hér inn- anlands. magn í umferð, óháð þenslu í þjónustugreinum, umfram burðargetu tekjuöflunargrein- anna, útlánum lánastofnana til einstaklinga og fyrirtækja sem ekki höfðu tekjumöguleika til þess að endurgreiða lánin, og röngum ákvörðunum Alþingis og ríkisstjórna í ráðstöfun fjár- muna ríkissjóðs. Þetta var aðal- verkefni lánskjaravísitölunnar og til þess að hylma yfir þessar vitleysur var hún stofnuð. Ef menn rifja upp tímana áður en lánskjaravísitalan kom til, munu þeir verða varir við að oft var nokkur hiti í umræðum á Alþingi, þegar flutt voru frum- vörp um að auka peningamagn Lánskjaravísitalan sem verbbólguhemill Af algjörri vanþekkingu á raunverulegri virkni lánskjara- vísitölunnar, hafa margir talað digurbarkalega um ab hún hafi átt stærstan hlut í að kveða nið- ur verðbólguna. Engum hefur hins vegar tekist ab sýna fram á það með neinum rökum. Hvers vegna skyldi það vera? Það er einfaldlega vegna þess að láns- kjaravísitalan hefur aldrei verið verðtrygging, heldur hefur hún verið trygging fyrir því að alltaf væri nokkurn veginn nægt fjár- í umferð. Þrátt fyrir margfalt meiri verðbólgusveiflur á und- angengnum 15 árum, en á næstu 15 árum þar á undan, hefur Alþingi aldrei þurft aö fjalla um magn fjármuna í um- ferö. Það er m.a. vegna þess að lánskjaravísitalan sá sjálfkrafa um að fylla í hít óráðsíunnar, óháð hinum eiginlegu verð- myndunarþáttum þjóðfélags- ins. Hin miklu gjaldþrot undan- gengins áratugs eru því fyrst og fremst aöalsmerki þeirra, sem sömdu þessar skelfilegu for- sendur fyrir því sem menn hafa kallað „verðtryggingu". Verkalýbsforysta á villigötum Ég harma að verkalýðsforystan skuli vera á þeim villigötum í þessum málum, sem fram hefur komið í þeim tillögum sem lagðar hafa veriö fyrir ríkisstjórnina, vegna væntanlegra kjarasamn- inga. Tillögur þeirra segja, á al- þýöumáli, að þeir eru að bibja stjórnvöld að taka strax til baka þær kjarabætur sem þeim hugs- anlega tekst að semja um við vinnuveitendur. Þær á að taka strax til baka í formi verðhækk- ana og aukins fjármagnskostnab- Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands: Raubir tón- leikar 16. febrúar. Stjórnandi Petri Sakari. Einsöngvari: Rannveig Braga- dóttir. Efnisskrá: verk eftir Britten, Elg- ar og Tsjækofskí. „Ein Volk ohne Musik" — þjóð án tónlistar — nefndi Jó- hannes Brahms Bretana, og víst er um það, að bresk tónlist hefur jafnan fylgt nokkuð annarri línu en tónlist megin- landsins. Hins vegar urðu Bretlandsferðir þýskum tón- skáldum jafnan hin mesta vít- amínsprauta, Handel settist þar að og var í hávegum hafð- ur, Jósef Haydn innblést mjög í sínum Bretlandsreisum, og sama má segja um Mendelsso- hn svo alkunn dæmi séu nefnd. En Bretar áttu líka sín tónskáld, þótt ekki fengju þau mikinn byr utanlands, og á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar 16. febrúar gat að heyra tvö gagn-ensk verk, Fjórar sjávarmyndir úr óper- unni Peter Grimes eftir Benj- amin Britten (1913-1976) og Sjávarmyndir eftir Edward Elg- ar (1857-1934). Sjávarmyndir Brittens eru milliþáttatónlist úr ópemnni Peter Grimes, sem tónskáldið tók saman í eina heild. Heldur TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON þótti mönnum þetta dauft áheyrnar og að engu leyti standast samjöfnuð við sitt- hvað annað eftir hið ágæta tónskáld Britten. Ljóðaflokkur Elgars, Sjávar- myndir, er við fimm kvæði jafnmargra ljóðskálda sem skrifaður er fyrir kontra-altó og hljómsveit. Rannveig Bragadóttir söng þetta prýði- lega, en skorti raddstyrk á þessu lága tónsviði til að söng- ur hennar bærist um allan sal- inn — þar stóðu þeir mun bet- ur að vígi sem hlustuðu á tón- leikana í útvarpinu. Háskóla- bíó er sagt vera afbragðs hús fyrir upptökur, og enda þótt margir halli orði á bíóið sem tónleikasal, man ég ekki betur en Páll Sólfsson hafi sagt við vígsluna að þetta væri besti tónleikasalur á Norðurlönd- um. Það er að vísu mjög vafa- samt, en hinS vegar er erfitt að trúa því að ekki væri auðveld- ara og ódýrara að laga þennan sal með aðferðum nýjustu ar. Þetta gerist þrátt fyrir að verka- lýðshreyfingin hafi á að skipa vel menntuðum hagfræbingum. Ætli það sé lítið hlustað á þá? Eða get- ur verið ab hagnabur lífeyrissjóð- anna af lánskjaravísitölunni villi mönnum sýn, svo að þeir átti sig ekki á hvorum megin vib borðið þeir sitja þegar þeir taka svona á- kvarðanir? Ekki veit ég það, en ljóst er að þarna eru menn að taka ákvaröanir um hluti, sem þeir hafa ekki kannað til þrautar, og verða þar með miklir örlagavaldar í lífi mikils hluta þjóðarinnar. Viðmibun verbmætatryggingar má aldrei eiga snertingu við mæli- einingar neyslu eba annarrar eyðslu. Krafa forystumanna verkalýðshreyfingarinnar um að lánskjaravísitalan verði framvegis látin fylgja framfærsluvísitölunni er því byggð á afar örlagaríkum misskilningi. Það eiga menn eftir ab sjá ab fáum árum liönum, ef þessi tillaga verður samþykkt. Hverju á að trúa Þegar margar skoðanir eru á lofti, er alltaf nokkur spurning hjá þeim, sem ekki hafa faglega þekkingu á málunum, hverju þeir eigi að trúa. Yfirleitt laðast menn þá að því ab trúa því sem háttsett- ir embættismenn eða forystu- menn atvinnulífs og verkalýðs- hreyfingar segja. Yfirleitt er lítið gert með skoðanir þeirra sem ekki flagga miklum titlum. Það er hins vegar afar athyglisvert að líta yfir það sem ég hef verið að fjalla um í blaðagreinum á s.l. 12. árum, því flest af því sem þar hefur verið sagt, hefur komið fram. Margir aðrir, án hárra titla, hafa einnig ritab greinar sem féllu vel að raunveruleikanum. Hátt settar stofnanir í þjóöfélaginu hafa hins vegar afar oft þurft ab breyta nið- urstöðum sínum eftirá, eða eyöa löngu máli í að útskýra hvers vegna þeir sáu ekki fyrir hina ein- földustu hluti. Allt þetta hefur gert það að verkum að fólk veit afar lítið hverju það á að trúa, af öllu því flóði skobana sem fram koma, um helstu afkomumögu- leika okkar. Ekki er hægt að lá fólki þetta. Þetta mun hins vegar ekki breytast fyn en menn veröa ábyrgari í niðurstöbum sínum og gæta þess að þær eigi sér traustar rætur í undirstöðum þjóðfélags okkar. Kannski auðnast okkur ab sveigja umfjöllun og ákvaröanir inn á þá braut, áður en vib miss- um tökin á atburðarásinni. Það mun trúlega koma í Ijós á næstu tveim til þrem árum. Höfundur er skrifstofumabur. hljómburðartækni en ab bíða í 10 eða 20 ár eftir nýju tónlist- arhúsi. Síðust og mest á efnisskrá var 6. sinfónía Tsjækofskís í h- moll, sem kölluð er „Pat- hétique". Sinfónían er afar fal- leg, en jafnframt dramatísk, enda líta sumir á hana sem hinstu kveðju hins hrjáða tón- skálds til heimsins áður en hann stytti sér aldur. Allt um það var sinfónían afar áhrifa- mikil í flutningi Sinfóníu- hljómsveitarinnar undir inn- blásinni stjórn Petris Sakari.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.