Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 2
2 WMnm Föstudagur 24. febrúar 1995 Tíminn spyr... Kemur til greina ab setja brábabirgbalög á kennaradeil- una ef hún leysist ekki á næstu dögum? Einar Kristinn Gubfinnsson, þingmabur Sjálfstæbisflokks: „Nei, ég held ab þab eigi enn ab reyna samninga til þrautar. Ég tel ab ríkisvaldib hafi sýnt mik- inn samningsvilja og sú nibur- staba sem hefur þegar fengist í almennu kjarasamningunum hlýtur ab verba ákvebin leib- sögn í þessum samningum eins og öbrum. Ég tel ab það eigi að reyna samningaleibina til þrautar." Petrína Baldursdóttir, þing- mabur Alþýbuflokksins í Rey kjaneskjördæmi: „Ég ætla að leyfa formanninum mínum ab hlusta á mitt svar vib þessari spurningu Tímans, hann situr hérna gegnt mér. Ef eitthvað þessu líkt er í umræb- unni, þá get ég svarab því skýrt og ákvebib að þetta kemur ekki til greina og þetta mundi ég aldrei stybja. Ég er alfarið á móti abgerbum sem þessum og ab lög séu sett á verkföll." Arni Johnsen, alþingismabur og kennari frá Vestmannaeyj- um: „Þetta hef ég nú ekki heyrt. Heyrbi þetta reyndar fyrir löngu, ábur en verkfallib hófst. En ab setja lög á verkfall kenn- ara er hreinlega ekki inni í myndinni og kemur alls ekki til greina." 8> / Páll Bergþórsson veöurfrœöingur hefur um aldarfjóröungs skeiö gert langtímaspár um veöur- far byggöar á sjávarhita viö jan Mayen. Hlýrri sjór og gróöurhúsaáhrif þýöa: Hægfara hlýindi næs tu s j ö árin „Eg er frekar bjartsýnn á vebur- farib hér á landi næsta sumar og tel ab árferbib verbi áfram nokk- ub hagstætt," sagbi Páll Bergþórs- son, einn reyndasti veburfræb- ingur íslands. í tómstundum hef- ur Páll gert langtímaspár um langt skeib og kynnt kenningar sínar í þeim efnum bæbi hér heima og erlendis. Hausthiti vib Jan May- en endurspeglast í ís- lensku sumarveöri Hausthiti sjávar vib Jan Mayen kemur fram í veburfari á íslandi ab vori. Þetta er hluti kenninga Páls Bergþórssonar, fyrrverandi verbur- stofustjóra. Hann hefur nú varpab fram sumarspá sinni í 27. skiptib. Þær spár vekja ævinlega athygli, enda hafa þær gengib eftir í flestum tilvikum. „Ég byrjabi nú meb því ab spá um hafís vib land. Ég hef talib ab frá Jan Mayen til íslands sé hálfs árs leib til íslands. Þess vegna álít ég ab hausthitinn -norbur frá komi fram ab vori hér," segir Páll. „Þab er í þrjú skipti á þessu tímabili sem ísinn hér hefur legib vib land í meira en þrjá mánubi á ári og þab voru einmitt þau þrjú köldustu ár sem komib hafa á þessu tímabili á Jan Mayen. Þetta fór því algjörlega saman," seg- ir Páll í vibtali vib Tímann. Hlýrri sjór og meiri fiskigengd Páll ségir ab þab hafi verib milt vebur á Jan Mayen í fimm ár og sjávarhitinn fyrir norban sýnir þab núna. ísinn sé fjarri íslandsströnd- um og meb allra minnsta móti vib Grænland. Á síbasta ári gekk spáin eftir, nánast enginn hafís í nánd vib landib. Utan þess ab ekki varb eins hlýtt upp til landsins eins og Páll hafbi reiknab meb. „Þab er óhætt ab segja ab þab sé meira líf í sjónum en ábur, meiri rækja og síldin líflegri, og svo virb- ist meira ab segja ab íslensk- norski stofninn sé ab heimsækja okkur aft- ur," sagbi Páll- Bergþórsson. Hann segir líka ab hagstæb skilyrbi í hlýn- andi sjó eigi ab skila sér í aukinni þorskgengd, ef menn fara vel meb mibin, og vísar þá til rannsókna Jóns Jónssonar fiskifræbings á sam- hengi sjávarafla og hitafars á síb- ustu öldum. Páll fullyrbir ab kaldur sjór vib Nýfundnaland hafi átt stór- an þátt í hvarfi þorskstofnsins þar vib land, sem og stórfelld rányrkja. Páll spáir hlýindaskeibi næstu 7 árin, og þá ekki bara á íslandi, held- ur um alla jörbina. Hann segir ab reynslan sýni ab þab sé mikib sam- Á þessu korti má sjá einfaldaöa mynd af seltu- og hitafarshríngrás ár- anna 1968-1982, samkvcemt rannsóknum Dicksons og fleiri frá 1988. hengi á milli hitans eins og hann hefur verib undanfarin ár hverju sinni vib Spitzbergen og hitans sem Verbur á jörbinni næstu 5 til 10 ár- in. Annab hvort kuldi eba hiti dreif- ist meb hafstraumunum yfir jörb- ina, 1000 kílómetra á ári. Spitzberg- en er því einskonar upphafsstabur veburbreytinga ab sögn Páls. Þar hafa verib gerbar hitamælingar síb- ustu 100 ár. Sjórinn þaban berst hingab, og til Grænlands, Ný- fundnalands og austur um haf aft- ur. Sjórinn er þab lengi ab berast ab hann heldur áfram í mörg ár ab kæla allt loft sem berst yfir þetta svæbi. Dulin gróburhúsa- áhrif á nor&urhvelinu Páll segir líka ab gróburhúsaáhrif, sem séu talsverb, eigi þátt í hlýrra loftslagi. Þau séu þó ekki eins aug- ljós, a.m.k. á norburhvelinu en dyljist nokkub vegna sveiflnanna frá Spitzbergen. A suburhvelinu, þar sem sveiflurnar frá Spitzbergen Páll Bergþórsson, fyrrverandi veb- urstofustjóri, hefur gert langtíma- spár um áraraöir sem hann byggir á sjávarhitanum á norburslóbum. eru minni, -fylgir hitabreytingin mjög vel gróburhúsaáhrifunum sem valda hlýindum. Kenningar sínar kynnti Páll Bergþórsson fyrir starfsbræbrum sínum á síbasta sumri í Kristianss- and í Noregi. Þessar kenningar hans voru nýjar fyrir þá og fengu góba umsögn margra veburfræbinga, sem Páll segist hafa trú á, en and- mæli voru engin. Síban hefur verib fjallab um kenningar Páls í riti Al- þjóba veburfræbistofnunarinnar ■ Akureyri: Glerárhverfi á forgangslista í skólamálum Glerárhverfi er á forgangslista bæjarstjórnar Akureyrar í skólamálum því nýlega sam- þykkti hún tillögur frá skóla- nefnd bæjarins um uppbygg- ingu grunnskólanna norban Glerár. Fyrsta verkefnib sam- kvæmt þessum tillögum verb- ur uppbygging nýrrar áimu vib Glerárskóla sem hýsa á stjórnun skólans í framtíbinni en núverandi stjórnunarálma verbur tekin í notkun sem kennsluhúsnæbi. Er áætlab ab hefjast handa vib þá fram- kvæmd á komandi sumri. Annab verkefni samkvæmt tillögum skólanefndar verður bygging nýrrar kennsluálmu vib Síðuskóla en nauðsynlegt er að auka við kennsluhúsnæði skólanna vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um að stefna að einsetningu allra grunnskóla á Akureyri frá og með upphafi skólaársins 1998. Farið er að leggja drög að byggingu þriðja skólans í Glerárhverfi, Gilja- skóla, og er áformað aö hefja framkvæmdir við hana á næsta ári og ljúka fyrsta áfanga hans á árinu 1977. Upphaflega var áætlað að hefja byggingu við Giljaskóla á þessu ári en vegna ákvörðunar bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar um að halda kostnaði við nýjar fram- kvæmdir í lágmarki var þessari framkvæmd slegið á frest um eitt ár. Þá hefur fjöldi nemenda í Giljahverfi, sem er yngsti hluti Glerárhverfis, ekki aukist eins og gert hafði verið ráö fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.