Tíminn - 24.02.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 24.02.1995, Qupperneq 4
4 Föstudagur 24. febrúar 1995 HMffWS STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stjórnarskráin og fiskurinn Ríkisstjórnin hefur samþykkt aö leggja fram frum- varp um að lögfesta í stjórnarskrá sambærilegt ákvæöi viö ákvæði í 1. gr. laga um fiskveiöistjórnun, þar sem kveðið er á um að nytjastofnarnir við ísland séu sameign þjóðarinnar. Ákvæðið, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, hljóðar eitthvað á þá leið að: „Nytja- stofnar á hafsvæði því, sem fullveldisréttur íslands nær til, eru sameign þjóðarinnar". Það, að áhugi sé á að binda þetta í stjórnarskrá, kemur ekki á óvart, því vikið er að þessu í Hvítbók Viðeyjarstjórnarinnar. Það, að fiskimiðin séu sam- eign þjóðarinnar, er hins vegar ekki pólitískt ágrein- ingsmál á íslandi og enginn hefur hreyft athuga- semdum við því að þetta skuli bundið í lög. Það vek- ur því athygli að þetta mál, sem hefur verið látið bíða í 4 ár, skuli koma fram núna á síðustu dögum þings- ins, þegar fjöldi mála bíður afgreiðslu og tímahrak hrjáir löggjafarsamkomuna. En það er einmitt þessi aðdragandi og tímasetning sem vekur athygli varðandi þennan málatilbúnað. Ríkisstjórnarsamþykktin kemur fram í beinu fram- haldi af því að formaður Alþýðuflokksins og utanrík- isráðherra lýsti því yfir, að festa þurfi í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á fiskimiðum, gagngert til þess að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og leita eftir samningaviðræðum við það. Utanríkisráðherra rökstuddi mál sitt með því að samningsstaða íslendinga væri mun skýrari með sameign þjóðarinnar á fiskimiðum bundna í stjórn- arskrá og þá væri auðveldara að verjast ásókn ESB í þessa auðlind okkar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks- ins, spurði m.a. eftir því við eldhúsdagsumræðurnar í fyrrakvöld, hvort túlka bæri þetta sem svo að sjálf- stæðismenn væru sammála utanríkisráðherra um að sækja bæri um aðild að ESB við fyrsta tækifæri. Við þeirri spurningu hafa ekki fengist afgerandi svör, þó forusta Sjálfstæðisflokksins sé á einu máli um að þetta muni engu breyta gagnvart þeirri fiskveiði- stjórnun sem fyrir hendi er nú þegar. Vitað er að sterk öfl í Sjálfstæðisflokknum eru sam- mála utanríkisráðherra í Evrópumálum og það er því síður en svo fjarlægur möguleiki að valdahlutföllin innan flokksins hafi eitthvað breyst. Það, að sjálf- stæðismenn skuli rjúka til eftir 4ra ára aðgerðaleysi og leggja fram með krötum stjórnarfrumvarp um breytingu á stjórnarskránni — utan við og án sam- vinnu við þá stjórnarskrárnefnd sem þó er starfandi — bendir eindregið til þess að einhver stefnubreyt- ing hafi orðið. Davíð Oddsson sló í gær úr og í með það hvort frumvarp þetta næði fram að ganga og taldi samstöðu þurfa að ríkja um það. í sjálfu sér er frumvarpið sem slíkt ekki það sem vekur upp pólitískar spurningar. Hinar pólitísku spurningar snúast um tilganginn með tillöguflutn- ingnum og hvatirnar sem þar liggja að baki. Þess vegna verður Davíð að svara þeirri spurningu, sem formaður Framsóknarflokksins bar upp: Hafa valda- hlutföllin í flokknum og þar með stefna Sjálfstæðis- flokksins í Evrópumálum breyst? Óhreinu börnin — skólamálin Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í fyrrakvöld og var þeim að sjálfsögðu útvarpað og sjónvarpað. Eins og vera ber, hlustaði Garri á með andakt og var uppveðraður yfir þeirri nýj- ung hversu bjartsýnir allir virt- ust vera, ekki síst stjórnarliöar. Það var engu líkara en að þarna hafi þingmenn Draumalandsins verið aö tala, því allt var á svo mikilli uppleið og í slíku lukk- unnar velstandi að þingheimur nánast táraöist af einskærri hamingju og jákvæðni. Að vísu nöldruðu einhverjir stjórnarandstæðingar eitthvað, en þó ekki meira en svo að varla er orð á gerandi. Hitt er ljóst að sérhver Islendingur myndi nú kætast yfir þeim björtu tímum, sem framundan eru hjá íslensku þjóðinni, ef hann vissi ekki sem er, aö það eru kosningar fram- undan. Fullmikil bjartsýni En Pollýönnulátalæti stjórn- málamannanna gengu þó út í slíkar öfgar, að þeir gleymdu al- veg veruleika dagsins, bæði stjórnarsinnar og það sem verra er, stjórnarandstæðingar líka. í þrjá og hálfan klukkutíma töl- ubu íslenskir stjórnmálamenn um þjóðmálin án þess að nokkur þeirra minntist einu orði á aö nokkur þúsund kennarar eru nú í verkfalli og tugir þúsunda skóla- barna mæla göturnar á meban og fá ekki tilskilda kennslu. Þetta hlýtur að vera heimsmet í fíla- beinsturnahætti og er til marks um að þjóbin er á mjög alvarleg- um villigötum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að það er alls ekki tilviljun að kennaraverkfallið skuli hafa gleymst í umræðunni, því mennta- og skólamál virðast vera alger afgangsstærð í íslensk- um stjórnmálum. Skólamálin em hornkerling stjórnmálanna og kennarar í stöðu hinna ósnertanlegu í Indlandi. Það væri fróðlegt að vita hvort þingmenn hefðu almennt gleymt verkfalli einhverrar ann- GARRI arrar stéttar með sambærilegum hætti. Ekki er ab efa að fulltrúar peningavaldsins hefðu talið það skelfilegt mál, ef bankamenn væm í verkfalli og starfsemi fjár- málastofnana lægi niðri. Ætli þingheimur hefði verib jafn áhugalaus, ef allir sjómenn landsins væm í verkfalli? Eða hvaö ætli þeir Halldór Blöndal og Jóhannes Geir hefðu sagt, ef bændur landsins væm í verkfalli og búskapur ræki á reiðanum? Slíkt myndi eflaust flokkast und- ir slæma meðferð á dýmm og all- ir væm hneykslaðir. En það tekur því ekki á Alþingi ab tala um meðferð okkar á börnum eða framtíð þeirra og menntun. Táknrænt Sú ótrúlega staðreynd, ab eng- inn þingmaður minntist á kennaraverkfallið í almennum umræðum um landsmálin í fyrrakvöld er þó fyrst og síðast táknræn. Hún er táknræn fyrir það hvaða vægi þessum mála- flokki er almennt gefib í íslensk- um stjórnmálum. Það má ræða kvennabaráttu í 100 ár, kjara- samninga á almennum vinnu- markaði, verbbólgu og vexti, saubfjárbændur, Evrópubanda- lagið, Stasi og kommúnisma, hagvöxt, o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. í rauninni má ræða allt milli himins og jaröar ábur en stjór- málamenn telja ástæöu til að koma að skólamálunum með þúsundir kennara í verkfalli og tugi þúsunda nemenda á flæk- ingi. Sorglegast af öllu er þó að það er ekki eingöngu við stjórn- málamennina að sakast. Það er- um við, sem kusum þá til starfa, og þeir endurspegla, því miður, viðhorf þeirra sem kusu þá. Garri Að vera „busy" í Alþýöubókinni skrifaði Hall- dór Laxness um kynni sín af mönnum og málefnum í Amer- íku. Hann sagði ab Ameríkanar bæru dularfulla virðingu fyrir því að vera „busy". Að vera busy er að hafa ekki tíma til ab sofa eða boröa og ekki tíma til að tala nema þá við stórhöfðingja. Þetta var skrifað fyrir um það bil sextíu árum og varla hefur ástandið breyst neitt síðan. Hafi menn verið „busy", þá er það barnaleikur hjá því sem seinna varð og nú er. „Sælir bræbur" Síminn er gott verkfæri og tekur af marga fyrirhöfnina fyr- ir önnum kafna menn. Þessi tækni tekur stórstígum framför- um. Gamli sveitasíminn heyrir sögunni til, en hann var alhliða fréttaþjónusta meðan hans naut vib. Símafundir eru alls ekki nýtt fyrirbrigði tæknilega séð. Þab var sagt að bóndi einn á Austurlandi hefði gjarnan komið inn í símtöl nágranna sinna á sveitasímanum með þessum orðum: „Sælir bræður". Svo hófst símafundur um lands- ins gagn og nauðsynjar og þá helst pólitík. Hins vegar höfðu þessir menn aldrei heyrt orðib „símafundur" né dottið það í hug ab nota sí- mann til alvöru fundarhalda. Nútímatækni á þessu svibi byggir þó á því að tengja saman mörg númer og gera úr þeim einskonar „sveitasíma". Gömlu mennirnir voru þrátt fyrir brauðstritið ekki svo „busy" ab þeir tækju símann fram yfir per- sónuleg samskipti. Nýtt stööutákn Farsíminn var á sínum tíma ómissandi stöbutákn, en nú eru komin ný. Greinarhöfundur er nýkom- inn úr stuttu ferbalagi til Evrópu. í því fólst að fara í gegnum þrjár alþjóbaflugstöövar og dvelja á Á víbavangi allstóru hóteli í Brussel, sem er að verba miðpunktur álfunnar. Það leynir sér ekki að síminn er stööutákn um að vera „import- ant" og „busy". Þetta er hinn nýi GSM-farsími. Alls staðar í flughöfnum og á fundarstöðum stóðu bisness- menn og stjórnmálamenn meö þetta tæki í höndunum og gáfu „ordrur" og gerðu „díla". Stjórn- málamabur eins og ég, sem hef gaman af því að horfa á umferb- ina eba bara sitja og horfa út í loftiö, er ab verða algjörlega ut- angátta í þessari veröld GSM- símans. Á píanóbarnum Á stórum hótelum eru yfirleitt píanóbarir þar sem gestir geta hvílt lúin bein á kvöldin. Ég ætla að gera þá játningu ab ég settist þar inn ab kvöldlagi og þar var lítill hluti af því stjórnmála-, bis- nessmanna- og embættismanna- gengi, sem flæðir um Brussel, dag hvern saman komib. GSM- síminn var mættur þarna til leiks. í þægilegum sófa gegnt mér hafði vörpulegur maður komiö sér vel fyrir og við hlið hans í sófanum var kona, sem var glæsileg svo ekki sé meira sagt. Mér varö dálítið starsýnt á parið, ekki síst vegna þess að maðurinn var svo upptekinn við að tala í símann að hann hafði hvorki tíma til ab horfa á kon- una né tala við hana, hvað þá meira. Þarna rann upp fyrir mér hvað það er að vera „busy". Jón Kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.