Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.02.1995, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 24. febrúar 1995 Frá viöskiptaþingi: Hvernig standa Islendingar sig í samkeppni þjóðanna? Á fjölmennu viöskiptaþingi, sem Verslunarráö íslands efndi tii í Reykjavík fyrir skömmu, var fjallab um samkeppni, þýö- ingu hennar fyrir þjóöfélagiö og áhrifin á þaö. Yfirskrift viö- skiptaþingsins var „Samkeppni á Islandi — ísland í sam- keppni". Einar Sveinsson, formaöur Verslunarrábs, setti þingiö, en aö því búnu voru kynntar skýrslur vinnuhópa sem starfað höföu fyr- ir þingið. Ragnar Birgisson, fram- kvæmdastjóri Ópals, gerði grein fyrir skýrslu um „samkeppnis- þjóðfélagið", Baldur Johnsen tölvunarfræbingur hjá Nýherja kynnti skýrslu um „upplýsinga- þjóðfélagið", en Hallgrímur Gunnarsson forstjóri Ræsis sagði frá skýrslu um „eftirlitSþjóðfélag- ið". Samkeppnis- þjóðfélag í skýrslunum eru vibfangsefnin rækilega skilgreind og þar eru settar fram tillögur, sem miða að því að Islendingar verði betur fær- ir um að fóta sig í harðnandi sam- keppni á alþjóðavettvangi. í þeirri skýrslu, er varðar samkeppnis- þjóðfélagið, kemur fram alvarleg gagnrýni á einokun og fákeppni í íslensku efnahagslífi, ekki síst meb tilliti til þeirra ítaka sem rík- ið hefur komið sér upp í atvinnu- lífinu, annab hvort með því að lögbinda þau beinlínis eba haga málum svo að samkeppni sé ill- möguleg. Dæmi er tekið af flug- rekstri og lagt til að gengið veröi lengra en ákvæði EES gera ráð fyr- ir, þannig að sérleyfi á flugleiðum innanlands verði afnumin, að því tilskildu að rekstraraðilar uppfylli almenn hlutlæg skilyrði, að stjórnvöld gæti þess ab úthluta aðilum á fákeppnismarkaði ekki mikilvæga stoðþjónustu, s.s. rekstri samgöngumannvirkja, og loks að dregið verði úr lögbund- inni einokun hins opinbera. Upplýsingaþjóðfélag í helstu niðurstöbum skýrslu um upplýsingaþjóðfélagið er vak- in athygli á þeirri nauðsyn að ís- lenskt atvinnulíf láti hina alþjóð- legu upplýsingabyltingu ekki fara fram sem hægfara þróun, þar sem íslendingar feti einungis í fótspor grannþjóðanna, en hafi ekki fmmkvæbi. Vikið er að því að hefðbundin verkaskipting milli fyrirtækja og atvinnugreina muni breytast þegar þróun upplýsinga- þjóðfélagsins sé lengra á veg kom- in. Bent er á leiöir til að foröast það að íslendingar dragist ekki afturúr þeim þjóðum, sem þeir bera sig helst saman við að þessu leyti. M.a. er varað við þeirri stefnu ab hafa Háskóla íslands í þvílíku fjár- svelti, að hann geti ekki sinnt öfl- ugu rannsóknarstarfi á sviði upp- lýsingaiðnaðar, um leib og at- vinnulífinu sé naubsynlegt að ís- lendingar taki þátt í rannsóknaráætlunum á vegum Evrópusambandsins. Eftirlitsþjóbfélag Skýrslan um eftirlitsþjóðfélag- ið beinist einkum og sér í lagi ab þjónustu hins opinbera, en þar er lagt til aö reglulega sé metið umfang eftirlitsstarfsemi og þörfin fyrir hana greind. Bent er á að sífellt aukist umsvif á þessu sviði og kostnaður hækki. Með tilliti til þess, ab eftirlitsstarf- semi muni ab líkindum færast enn í aukana vegna þátttöku í EES, sé óhjákvæmilegt að end- urmeta þetta svið atvinnulífs í heild sinni, og sé sérstakt athug- unarefni hvort ekki eigi að fela öðrum en opinberum aðilum að annast þessa þjónustu. Ekki liggja fyrir áreiöanlegar tölur um kostnab við opinbera eftirlitsstarfsemi, sem einkum fer fram í sambandi við veiðar og vinnslu, skattheimtu, vá- trygginga- og bankastarfsemi, á sviöi hollustuverndar og heil- brigðisgæslu, auk þess sem t.d. er fylgst vandlega með öryggi á vinnustöðum og ástandi öku- tækja. í skýrslunni eru færð rök að því að beinn kostnaður vegna eftirlitsstarfsemi nemi um þremur milljörðum króna ár- lega og hafi margir áhyggjur af umfangi þessarar greinar og kostnaði við hana, jafnframt því sem kvartað sé undan því að eftirlit af hálfu ýmissa stjórn- valda sé ómarkvisst og samhæf- ingu skorti. Tillögur um úrbætur varða m.a. sameiningu banka- og vá- tryggingaeftirlits í eina sjálf- stæða eftirlitsstofnun, sem eigi að fylgjast með öllum fjármála- stofnunum og heyra undir við- skiptaráðuneyti. ■ Menningarmálanefnd Reykjavíkur: Úthlutar rúmum 17 milljónum Á fundi menningarmálanefndar Reykjavíkur þann 13. þessa mánaðar var samþykkt að leggja til vib borgarráð úthlutun til nokkurra félaga, leikhópa og ýmissa fleiri aðila rúmum 17 millj- ónum króna og hefur borgarráð samþykkt þessa úhlutun. Hæsta styrkinn hlaut Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, en úthlutunin er eftirfarandi: Kammermúsíkklúbburinn............................ 250.000 Tónskáldafélag íslands Myrkir músíkdagar...........700.000 Dómkórinn í Reykjavík..............................450.000 ErikJ. Mogensen ..........................'.......200.000 Ung Nordisk Musik .................................160.000 Caput-hópurinn ....................................750.000 Kvennakór Reykjavíkur ........................... 300.000 Svöluleikhúsið ....................................300.000 Snúður og Snælda ................................ 200.000 Lundúnahópurinn ................................. 300.000 Hugleikur........................................ 300.000 Möguleikhúsið......................................400.000 Norræna rannsóknarleiksmiðjan .....................100.000 íslenska leikhúsið ................................300.000 Alþýðuleikhúsið ...................................500.000 Þorgrímur Gestsson.................................300.000 Norræna húsið v/bókmenntahátíðar '95 ..............600.000 íslenski arkitektaskólinn ....................... 750.000 Blásarakvintettinn ............................... 300.000 Lúörasveitin Svanur ............................. 200.000 Lúðrasveit Reykjavíkur........................... 200.000 Lúðrasveit verkalýðsins ......................... 200.000 Tónverkamiðstöðin .................................300.000 Myndhöggvarafélagið ...............................300.000 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar ..................2.500.000 Listvinafélag Hallgrímskirkju .....................400.000 Nýlistasafnið....................................2.000.000 Leikhópurinn Perlan ...............................320.000 Hlaðvarpinn .......................................700.000 Jassdeild FÍH v/RúRek............................2.000.000 Bókasafn Dagsbrúnar ................................30.000 Grafíkfélagið .....................................250.000 Kammersveit Reykjavíkur......................... 1.000.000 Samtals ........................................17.560.000 VESTURFARARNI Texti og teikning: Haraldur Einarsson 22. HLUTI Byggt á frásögn Eiríks sögu rauöa og Grænlendingasögu. Eftir fyrsta vetur þar kom sumar. Þá urbu þeir varir vib Skrælmgja. Fjöldi manna fór þar fram úr skógi. Nautféb var nálægt, en gribungur tók ab baula og gjalla hátt. Innfæddir fældust og lögbu undan meb byrbar sínar, en þab var grávara, safali og skinnavara allskonar. Þeir vildu inn í hús Karls- efnis, en hann lét verja dyrnar. Hvorugir skildu annars mál. Inntæddir tóku otan baggana og leystu og bubu og vildu helst vopn fyrir, en Karls efni bannaoi ab selja vopnin. Konur báru út mjólk og var þeim bobinn drykkur og þeir greiddu fyrir meb skinnavöru. Þeir fóru vib svo búib á brott, en beir Karlsefni skinn. Karlsefni lét gera skíbgarb um hús- in. I þann tíma fæddi Gubribur sveinbarn er fékk nafnib Snorri. Of fáar konur voru í byggbinni. Stund- um horfbi til vandræba. Snemma næsta vetrar komu Skræl- ingjar aftur og voru miklu fleiri en fyrr meb samskonar varning. Karlsefni bab konur bera út mat slíkan sem var svo eftirsóttur. Þá þeir sáu þab, köst- ubu þeir böggunum yfir skibgarbinn. Gubríbur sat í dyrum inni meö vöggu sonar síns. Allt í einu heyrbist skarkali og í því var innfæddur veginn af húskarli Karlsefnis. Sá hafbi ætlab aö taka vopn. Skrælingjar fóru nú á brott sem skjótast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.