Tíminn - 01.03.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.03.1995, Blaðsíða 10
10 9fmintt Mi&vikudagur 1. mars 1995 Edda hestar flytja starfsemi sína Nýr framkvcemdastjóri tók viö um áramót í byrjun þessa árs tók Ólöf Guö- mundsdóttir viö framkvæmda- stjórn Edda hesta. Fyrirtækiö flutti aðstööu sína í Neðri-Fák við Bústaöaveg um áramót. Edda hestar er hlutafélag all- margra hrossabænda og annast útflutning á hrossum. Markmið fyrirtækisins er aö koma framleið- endum í beint samband viö kaup- endur erlendis. Ólöf Guðmundsdóttir er úr Borgarnesi og hefur veriö viðriðin hestamennsku frá æsku. Hún hef- ur undanfarin ár verið búsett í Reykjavík þar sem hún hefur stundað hestamennsku af fullum krafti ásamt manni sínum, Alex- ander Hrafnkelssyni. Hún tók við þessu starfi um áramótin, eins og fyrr segir. Starf hennar felst í því að hafa samband við kaupendur erlendis og útvega þau hross sem þeir hafa áhuga á. Við það starf nýtur hún aðstobar Alexanders, en hann er þekktur knapi og tamningamaður. í Neðri-Fák hef- ur fyrirtækið stóra skrifstofu og hesthús fyrir sölustöðina og út- flutning. Edda hestar reyna einnig ab þjóna innlenda markabnum, þó vibskiptin hafi mest verið við út- HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON lönd. „Stærsti markaöurinn hefur verið í Þýskalandi, en við erum ab færa út kvíarnar bæði í Kanada, Englandi og víðar," segir Ólöf. Hluthafar í Edda hestum eru um 120 talsins, flestir bændur og fyrirtækið þjónustar þá fyrst og fremst. „Þennan skamma tíma, sem ég er búin að vera í starfi, hef- ur þetta gengið vel," segir Ólöf. Alexander skoðar hestana og prófar þá til ab ganga úr skugga um að þeir passi fyrir þann aðila sem er ab kaupa. Það er nauðsyn- legt að vanda valið og ganga úr skugga um að hesturinn svari þeim kröfum sem óskab hefur veriö eftir. Pantanirnar eru marg- víslegar hvað varðar hestgeröir, lit, tamningastig o.s.frv. Hestarnir eru yfirleitt allir seldir áður en þeir fara úr landi. Þegar þeir eru komnir til útlanda, er gengib frá samningi og gengið úr skugga um að hestarnir uppfylli þær kröfur sem gerðar voru. Frá því að samningur hefur verib gerður, þá líða þrír mánuðir þar til greiðsla á sér stað. Edda hestar ábyrgjast greibsluna. í því tilfelli ab samningur takist ekki, þá eru Edda hestar með umboðsmenn sem taka hestana til sín og eru með þá í umsjón þar til þeir selj- ast. Bændur hafa bak- ábyrgö Edda hestar eru ábyrgir fyrir þeim hestum sem við veljum og sendum út og bregðist salan, þá greiða Edda hestar viðkomandi bónda. Bændur hafa þannig baká- byrgð hjá fyrirtækinu. Þegar hest- ur er seldur frá fyrirtækinu, fylgir honum fullnabarskobun frá dýra- lækni, þar meö talin röntgen- myndataka. Upprunavottorb fyígir ab sjálfsögbu með, en við látum það ekki af hendi fyrr en hesturinn hefur verib greiddur. Hestur án upprunavottorbs er ekki seljanlegur í Þýskalandi og er Ólöf Guömundsdóttir hjá Edda hestum. því verðlaus eign. Þess vegna er upprunavottorbið trygging og meðan þab er í okkar höndum þá eigum við kröfu í hestinn. Þannig þyrfti þetta líka að vera á íslandi. Verö á venjulegum fjölskyldu- hesti hefur staðið í stað að undan- förnu. Verðið á verulega góðum hestum er gott, en vandinn er sá að hér heima er mat eigenda svo misjafnt hvab sé verulega góður hestur og hvernig þeir verðleggja hann. Þab getur verib allt frá 150 þús. krónum og upp í mörg hundruö þúsund, þó munurinn á hestunum sé kannski sáralítill. Þetta veldur oft erfiðleikum í sölu. Það fólk, sem er að kaupa þessa dæmigerðu fjölskylduhesta, er oft á tíðum bara venjulegt launafólk og hefur ekki efni á því að kaupa dýra hesta. Þab er hins vegar nauðsynlegt að kenna fólki að njóta góbra hesta og auka markaðinn fyrir þá. Fólkið sem sækist eftir keppnishestum, sem auðvitab eru í dýrari kantinum, er bara svo lítill hluti þeirra sem stunda hestamennsku ab sá mark- aður er ekki stór. Samkeppnin í sölunni úti er orðin mikil og þess vegna er hætt við að einstaka seljendur lækki verbið til að komast inn á mark- abinn. Þetta er vandamál, því auðvitað hefur framleiðandi, sem fær ekki nema 150 þúsund krónur fyrir fulltaminn 6 vetra hest, ekki mikiö út úr dæminu. En við lifum í voninni um að hestarnir hækki í verði, m.a. með því að tollar verði felldir niður. Við erum bjartsýn á þennan rekstur og eftirspurnin er talsvert mikil. Á síðasta ári seldust 363 hestar á vegum fyrirtækisins. „Þab fylgir þessu talsvert mikil vinna, ef vel á ab vera," segir Ólöf Guömundsdóttir, „sem vonandi skilar sér í aukinni sölu," bætir hún við að lokum. ■ Arsþing Hestaíþróttasambandsins 5. ársþing Hestaíþróttasámbands ís- lands var haidið í Félagsheimili Kópavogs 18. febrúar. Þingforsetar voru kjörnir Páll Magnússon Kópa- vogi og Sveinn Jónsson Hafnarfirði. I upphafi þings fluttu þeir ávörp Hallgrímur Jónsson form. Hesta- mannafélagsins Gusts, Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi. I skýrslu formanns kom fram ab áriö 1994 hefði verið gott ár hjá HÍS. Merkustu viðburðir ársins hefðu verið landsmótið, en á því móti fór fram svonefnd Heimsbik- arkeppni í fyrsta sinn á íslandi, og íslandsmótið í hestaíþróttum sem fór fram á keppnissvæði Hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi. Mjög var rómuð öll aðstaða, svo og frammistaba Gustsfélaga varöandi þetta mót. í sumar var haldið Norð- urlandamót og kepptu unglingar þar í fyrsta sinn. Mótið var haldið í Finnlandi. íslendingar náðu þar góðum árangri. HÍS hefur nú flutt aðstöðu sína í íþróttamiðstöðina í Laugardal, en það sem skrifstofa LH. vinnur fyrir HÍS er greitt samkvæmt reikningi. Haldnir voru fundir um málefni samtakanna í hverjum landsfjórð- ungi og var gerður góður rómur ab þessum þætti starfsins. í sambandi við Heimsbikarmótið (World Cup) er rétt að geta þess að það var haldið með tilstyrk Fiug- leiba. Heimsbikarmót þessi eru haldin um alla Evrópu og eru stiga- mót þar sem hestur og maður geta safnað stigum yfir keppnistímabiliö eftir ákveðnum reglum. Ibkendur yfir sexþúsund Fjöldi iðkenda í hestaíþróttum _ var á síöasta ári 6021. Nú er verib að vinna að útgáfu handbókar fyrir HÍS. í henni verða margvíslegar upplýsingar svo sem um mót og mótssvæbi, lög og keppnisreglur HÍS, stjórnir ein- stakra deilda, formenn nefnda o.s.frv. Bók þessi er væntanleg í næsta mánuöi. Hún verður svo endurskoðuð árlega. Formaður kynnti hugmyndir að nýju stjórnunarmynstri, sem felur í sér að kosin verði 11 manna aðal- stjórn. Innan stjórnar verbi svo framkvæmdastjóm, en hana skipi formabur, ritari og gjaldkeri og sjái þeir um daglegan rekstur ásamt framkvæmdastjóra. Aðalstjórn komi saman fjórum sinnum á ári. Tekin verður afstaða til þessarar hugmyndar á ársþingi 1996. Erlent samstarf hefur vaxið mjög ört á síðustu árum og þarf að taka núverandi fyrirkomulag til endur- skoðunar með tilliti til kostnaðar. Stærsta verkefni á árinu innan- lands er íslandsmótið, sem haldiö verður í Borgarnesi. Mikil ásókn er í að fá íslandsmótin og naubsynlegt að setja einhverja rammareglu um þab. Mótiö 1996 veröur haldið í Mosfellsbæ. Á vettvangi erlendis ber hæst Heimsmeistaramótið í Sviss, sem haldið veröur í fyrstu viku ágúst- mánaðar. Þar ætla íslendingar að mæta með sterkt lið til keppni. Nú er á dagskrá hjá FEIF að halda sérstakt unglingamót. Unglingar kepptu í fyrsta sinn á Norburlanda- móti í sumar og þótti það takast vel. Þetta meb öbru sýnir þann mikla áhuga sem er orðinn fyrir keppni á íslenskum hestum. Sameiningarmái HÍS og LH voru ekki rædd á þinginu, en lögð fram áfangaskýrsla Skipulagsnefndar um málið. Það verbur síðar rætt á for- mannaráðstefnu. Úr stjórn gengu þeir Einar Ragn- arsson og Magnús Lárusson, en hvorugur gaf kost á sér áfram, og í stað þeirra voru kjörin Kristján Auð- unsson Fáki og Rosemarie Þorleifs- dóttir Smára. Jón Albert Sigurbjörnsson Fáki var endurkjörinn formaður. Þetta var rólegt og átakalítib þing. Frá setningu 5. ársþings HÍS. Þingforseti, Páll Magnússon, í rœbustóli. Hrossaræktar- sambönd í Kynbótahominu hefur undanfarið verið fjallað um einstaka hross, stóðhesta eða hryssur. Nú er sá tími framundan að menn fara að spá í stóðhestana, sem þeir ætla að leiða hryssur sfnar til í vor og sumar. Hrossaræktarsambönd eru starfandi um allt land og þau munu verða með á boðstólum úrvals graðhesta fyrir félagsmenn sína eins og áður. í Kynbótahorninu verður á næstunni fjallað um hrossaræktarsamböndin og þá þýðingu sem þau hafa haft fyrir ræktunarstarfið f landinu. Hrossarækt- arsamböndin eru aðilar að Hrossaræktunarsambandi íslands, sem er eins konar samræmingaraðili í þeim málefnum er varða stóðhestana og stefnumörkun í þeim efnum. Með starfsemi sinni hafa samböndin gert félagsmönnum kleift að nota bestu stóðhesta landsins og stublað með þeim hætti ab örari framför- um en annars hefðu orðib. Vib byrjum á Hrossaræktarsambandi Eyfirbinga og Þingeyinga, sem reyndar er fremur ungt ab árum, en hefur starfað meb miklum blóma undanfarin ár. Sambandib starfar í fimm deildum: Hrossar.fél. N- Þingeyinga, Hrossar.fél. S-Þingeyinga, Hrossar.fél. Eyjafj.sveitar, Hrossar.fél. Svarfaðard. og nágr. og KYNBOTAHORNIÐ Hrossar.fél. Akureyrar og nágr. Formabur Hrossaræktarsambandsins er Guð- mundur Birkir Þorkelsson Húsavík. Hann tók vib af Páli Alfreðssyni Akureyri, sem verib hafði í forystu í 10 ár, en gaf ekki kost á sér lengur. Páll reyndist mjög farsæll formaður og á engan hallað þó sagt sé að ár- angursríkt starf sambandsins sé mikib til hans verk. Eftirtaldir hestar verba í notkun hjá sambandinu í sumar: Gustur frá Hóli II verður til afnota á húsi í Eyjafirði í vor, Gassi frá Vorsabæ verður fyrra gangmál í Eyja- firði, Baldur frá Bakka verbur seinna gangmál í Eyja- firði, Hjörtur frá Tjörn verður sennilega leigður Dala- mönnum. Gassa er enn óráðstafað á seinna gang- máli. Logi frá Skarði verburfyrra gangmál hjá S-Þing- eyingum og Otur frá Sauöárkróki verður þar seinna gangmál. Trúlega mun einn hestur enn verba boð- inn, ef þessir hestar anna ekki eftirspurn. Til fróbleiks má geta þess að Hrossar.fél. S-Þing. keypti í haust stóðhestsefni, móvindótt, sem nefndur var Kvittur og er frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Kvittur er undan Þorra frá Þúfu og Mey frá Víbivöll- um, sem er undan Madonnu frá Sveinatungu (móð- ur Seims frá Víðivöllum fremri). ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.