Tíminn - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.03.1995, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 1. mars 1995 11 Steinþór Ingvarsson oddviti, Þrándarlundi Fæddur 23. júlí 1932 Dáinn 16. febrúar 1995 „Hefðartnenn ástunda einingu en ekki metíng." —Korifúsíus Steinþór Ingvarsson var um langt árabil í starfsnefndum Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga, nokkur ár varamaður í full- trúaráði og aðalmaður í stjórn SASS frá 1991 til hinstu stundar. Árið 1974 var hann kosinn í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps og allt frá fyrsta fundi hans á þeim vettvangi var hann odd- viti sveitar sinnar. Við, sem unnum með Stein- þóri á vettvangi sveitarfélaga, vorum lánsöm að fá að njóta verka hans. Steinþór var maður einingar og samstarfs innan síns sveitarfélags. Þessi eiginleiki hans naut sín vel í samstarfi við önnur sveitarfélög. Steinþór gat verið metnaðarfullur og gengiö hiklaust til verka, en jafnframt laus við allan meting. Hann fagnaði mjög velgengni annarra og veitti öðrum stuðning án þess að taka tillit til eigin hags. Hann beitti sér ótrauöur fyrir al- hliöa framförum í sveitarfélagi sínu. Framkvæmdastjórn SASS og allt annað samstarfsfólk hans þakkar liðinn tíma og staðfestir samúð til aðstandenda og sveit- unga Steinþórs. Að Iokum skal ánýjuð kveðja í tilefni 60 ára afmælis hans, er honum var flutt. Geðspakur, djúphygginn, góður, glaðlyndur, jákvceður, hlýr. Orku- og athafhasjóður í oddvita Gnúpverja býr. Verklag í farsœld og friði, hans forsjálni árangur ber. Fylginn í forystuliði og fremstur hjá jaftiingjum er. Hjörtur Þórarinsson Þegar ég var lítil stelpa var tví- býli í Ásum. „Vesturí" bjuggu foreldrar mínir, en „austurí" bjuggu Sveinn Ágústsson móð- urbróðir minn og kona hans Þorbjörg Ásbjarnardóttir. Ég var afskaplega hænd að þeim og naut ástríkis þeirra í hvívetna. Á heimili þeirra dvaldi um tíma ung kona, Þorbjörg Aradóttir — Bubba — , ásamt lítilli dóttur sinni, Helgu. Þær nöfnurnar voru systkinadætur. Þar sem ég var alltaf eins og grár köttur í austurbænum, varð ég vitni að því að þangaö fór að venja kom- ur sínar ungur, glæsilegur mað- ur, og milli hans og Bubbu voru ofin þau bönd, sem aldrei slitn- uöu. Þetta vom fyrstu kynni mín af Steinþóri Ingvarssyni. Þetta fallega unga fólk gifti sig og eignaðist glæsilegt heimili og mannvænleg börn. Þegar ég var uppkomin kynntist ég þeim betur, og þá fyrst og fremst Bubbu, hinni hjartahlýju og góðu konu, sem öllum vildi vel. Það var ekki fyrr en ég fór að starfa í hreppsnefnd Gnúpverja undir stjórn Steina, sem ég kynntist honum að verulegu marki, og vom þau kynni öll á einn veg. Hann var Ijúfmenni og drengur góður, hreinskipt- inn, prúbur og fámáll, en bjó yf- ir mikilli kímnigáfu sem aldrei var illkvittin. Hann sagðist ekki eiga auðvelt með að tjá sig í margmenni, og hefur þar ef- laust komið til meðfædd hlé- drægni hans, jafnvel feimni. En óhætt var ab taka fullt mark á orðum hans þegar hann lét í ljós skoöanir sínar, því hann var mjög skarpur og mikill mann- t MINNING þekkjari, og aflaði sér óskiptrar viröingar á vettvangi sunn- lenskra sveitarstjórnarmanna. Honum leiddist þegar óralöng- um tíma var eytt í umræöur um fánýta hluti, og var manna fljót- astur að greina kjarnann frá hisminu á fundum. Þaö var gott að læra af honum og leita hjá honum ráða. Mannlegi þáttur- inn í samskiptum fólks var alltaf í fyrirrúmi hjá honum, hlýja, skilningur á högum annarra og löngun til að rétta hjálparhönd. Heimili þeirra Bubbu og Steina stóð öllum opið, enda var skrif- stofa sveitarinnar lengst af þar í oddvitatíð hans. Verður Bubbu seint fullþakkaður hennar þátt- ur í farsælum störfum hans í þágu sveitar sinnar. Nokkuð er umliöið síðan Steini kenndi þess meins er dró hann til dauða. Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Eiginkona hans vék ekki frá hlið hans og barðist með honum uns yfir lauk. Þótt líkaminn væri langt leiddur, var sálin alltaf fyrir austan. Heima. Á köldum vetrardegi fylgja vinir hans honum síðasta spöl- inn, með sorg í hjarta. Fjöl- skyldu hans og ástvinum öllum bið ég blessunar. Megi minning hins mæta manns vera okkur öllum leiöarljós. Einn er hver á vegi þó með öðrum fari, einn í áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu, einrí um minningar, enginn veit annars hug. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfrlœtis, — áhrif góðvildar, inntak hamingju þeitn er njóta ncer. Því skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé, því skulu þér þökkuð, bróðir, öll hin liðnu ár. (Gubmundur Böbvarsson) Halla Guðmundsdóttir Góður maður er genginn. Mág- ur minn Steinþór Ingvarsson, Þrándarlundi í Gnúpverja- hreppi, er kvaddur hinstu kveðju. Það er sárt að sjá á bak góðum vini, en á kvebjustund er það huggun harmi gegn aö geta leitað í sjóð minninganna. Allir sem þekktu Steina eiga ríkulegan sjób góbra minninga sem lifa áfram. Þab er erfitt að lýsa og koma í orð þeim straumum og áhrifum sem líkt og geisla frá sumu fólki. Áhrifum sem valda því að vin- skapur og traust myndast vib fyrstu kynni. Þannig áhrif hafði Steini á mig og ég hygg alla þá sem kynntust honum. Steina voru gefnir margir góð- ir eiginleikar. Hann var dagfars- prúður maður, rólegur og yfir- vegabur, en undir hógværu yfir- bragðinu leyndist glabværð og dálítil góðlátleg stríðni á góðum stundum. Hann var söngmáöur mikill og góður og lét ekki sitt eftir liggja á ófáum þörrablótum viö söng og leik. Það er til' marks um það traust, sem sveitungar Steina báru til hans, aö hann var odd- viti og sveitarstjóri Gnúpverja í rúm tuttugu ár. í fyrstu var um að ræba eins konar aukastörf, sem unnin voru af ósérhlífni með annasömum búskap. Á seinni árum minnkuðu umsvif búskaparins, en sveitarstjórnar- störfin urbu aðalstarf Steina. Hann tók sveitarstjórnarstörfin alvarlega og sinnti þeim af þeirri alúð og samviskusemi sem hon- um var eiginleg. Hann vann sveitinni sinni og sveitungum af heilum hug og lagöi sig fram um að efla hag byggðarlagsins. Sumarið 1958 kom Þorbjörg Aradóttir í heimsókn til frænku sinnar í Gnúpverjahreppi og kynntist þá Steina, ungum og myndarlegum bónda. Þau felldu hugi saman og giftust. Stutt heimsókn varð að ævi- langri dvöl. Saman byggðu þau nýbýlið Þrándarlund rétt fyrir neðan Þrándarholt, æskuheim- ili Steina. Þegar horft er heim að Þrándarlundi vekur strax at- hygli gróskumikill garður um- hverfis húsib. Trén, blómin, Verkfræðingafélag íslands hélt árshátíð sína laugardaginn 4. febrúar sl. á Hótel Sögu. Meðal góbra gesta voru forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og dr. Jóhannes og Dóra Nordal. Formaður félagsins, Jóhann Már Maríusson, sæmdi þrjá fé- lagsmenn gullmerki VFÍ og af- henti þeim heibursskjöl sem á var letrað: Þóroddur Th. Sigurðsson, vélaverkfrceðingur Þóroddur Th. Sigurösson er vélaverkfræbingur frá DTH í Kaupmannahöfn og var vatn- sveitustjóri í Reykjavík frá 1958 til 1993. Þóroddur er frumkvöbull að nýjungum við vatnsöflun sem tryggir heilnæmt og öruggt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Hann hefur víötæka þekkingu á vatns- búskap og neyslu vatns í heimin- um og hefur verið í fararbroddi gróðurreitirnir bera þess glöggt vitni ab natnar hendur og um- hyggja hafa ráðið ferbinni. Þeim hjónum var báöum lagið að veita viðkvæmum gróðri skjól og aðhlynningu. Á sama hátt veittu þau börnum sínum ástúb og umhyggju í uppvextinum og bjuggu þau út meb gott vega- nesti út í lífið. Þegar þau Þor- björg og Steini giftust, gekk hann Helgu, dóttur Þorbjargar af fyrra hjónabandi, í fööurstað. Aldrei varð annars vart hjá Steina en hún væri hans eigin dóttir. Oft var mannmargt í Þrándar- lundi, einkum á sumrin þegar við að þróa útflutning á íslensku vatni á erlendan neytendamark- ab. Auk embættisstarfs hefur Þór- oddur unnið ab rannsóknum og framkvæmdum við nýtingu hita- orku og aflað mikilvægra upplýs- inga um ibnaðartækifæri í orku- frekum ibnaði. Vífll Oddsson, byggingarverkfœðingur Vífill Oddsson er byggingar- verkfræðingur frá DTH í Kaup- mannahöfn. Hann hefur starfað sem ráðgjafarverkfræðingur og skipab sér í flokk fremstu verk- fræðinga landsins á svibi burðar- þols. Hann er í hópi þeirra sem leitt hafa þróun steinsteypu og steinsteypuviðgerba á Islandi. Vífill hefur verib í forystusveit í félagsmálum íslenskra verkfræb- inga um árabil. Hann hefur verib formabur Verkfræbingafélags íslands, Fé- börn og unglingar víba ab dvöldu þar í sumarvinnu. Steini var ekki harður húsbóndi. Hann þurfti heldur ekki ab beita sér til að honum væri hlýtt. Meb ró- legri ákveðni sagði hann ung- lingum til og ól þá upp í vinnu- semi og dugnaði, sem vafalaust hefur komiö þeim til góða síðar. Fyrir nokkrum árum veiktist Steini af þeim illvíga sjúkdómi sem sigraði að lokum. Um skeið tókst ab halda sjúkdómnum niðri, en á síðasta ári tók að halla undan fæti. Baráttuna vib sjúkdóminn háði Steini af kjarki og einstöku æbmleysi, dyggi- lega studdur af ástvinum sínum. Þessa baráttu háði Þorbjörg með honum og síðustu mánubina má heita að hún hafi varla vikiö frá sjúkrabeðnum. Það þarf líka kjark og úthald til að standa þétt að baki ástvinum sínum á slíkum stundum. Þegar fólk, sem maður með sanni getur talið til vina sinna, hverfur á braut, verba minning- arnar skýrari og maður gerir sér betur grein fyrir hversu dýr- mætar og gefandi þær eru. Hafi Steinþór Ingvarsson þökk fyrir allt það góða sem hann gaf af sjálfum sér. Fjölskyldu hans, aldraðri móður og tengdamóð- ur, systkinum og öörum vanda- mönnum bið ég styrks á kveðju- stund. Hrólfur Kjartansson lags ráðgjafarVerkfræðinga, hús- stjórnar Verkfræbingahúss og set- ib í stjórn Stéttarfélags verkfræð- inga. Auk þessa hefur hann gegnt fjölda annarra trúnabarstarfa fyrir félagið. Dr. GeirA. Gunnlaugsson, vélaverkfœðingur Geir A. Gunnlaugsson er véla- vérkfræöingur frá DTH í Kaup- mannahöfn og lauk doktorsnámi í Bandaríkjunum. Hann gerðist kennari og síðar prófessor vib Háskóla íslands, en varð forstjóri fyrir Marel hf. árið 1987. Þaö fyrirtæki hefur undir hans stjórn náð miklum árangri í að samtvinna þekkingu í sjávarút- vegi og hugvit á tölvusviði til ab þróa og markaössetja nýtísku búnað í matvælaibnaði. Geir er í hópi þeirra er mest hafa unnib ab þróun orkufreks iðnaöar á íslandi. ■ Meöfylgjandi mynd er frá afhendingu gullmerkjanna. Talib frá vinstri eru: Framkvæmdastjóri VFÍ, Arnbjörg Edda Gubbjörnsdóttir, formabur VFÍ, jóhann Már Maríusson, Vífill Oddsson byggingarverkfrœbingur, Þóroddur Th. Sigurbsson vélaverkfrœbingur og fyrrum vatnsveitustjóri og dr. Geir A. Gunnlaugsson vélaverkfrœbingur. Gullmerkisberar Verk- fræðingafélags íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.