Tíminn - 15.03.1995, Blaðsíða 6
6
*MW»œ
Mibvikudagur 15. mars 1995
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
VESTMANNAEYJUM
Sigmundsbúnaburinn fær
loks viburkenningu:
Fjórtán ára bar-
áttu lokib
Lokib er prófunum á Sig-
mundsbúnaðinum hjá Siglinga-
málastofnun og stóðst hann
þær. Stofnunin hefur veitt bún-
aðinum fullnaðarviðurkenn-
ingu og þá á ekkert að vera því
til fyrirstöðu að samgönguráðu-
neytið gefi samþykki sitt. Þá á
framleiðsla að geta hafist á ný á
Sigmundsbúnaðinum, sem er
eini losunarbúnaður gúmbjörg-
unarbáta sem staðist hefur allar
kröfur.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson,
sem í mörg ár hefur barist fyrir
viðurkenningu á þessum bún-
aði, fagnar þessu mjög. „Það var
mál til komið eftir 14 ára bar-
áttu að þetta mikilvæga björg-
unartæki skyldi loks verða viö-
urkennt. Margir sjómenn hafa
beðið eftir að gálginn yrði við-
urkenndur og til eru skip hér í
flotanum sem hafa hann alls
ekki. Ég vona svo sannarlega að
þessari baráttu okkar sé lokiö,
því ég veit að Sigmundsbúnaö-
urinn á eftir að bjarga mörgum
mannslífum," sagði Sigmar.
Austurland
NESKAUPSTAÐUR
Hornfirsk lands-
libskona fegurbar-
drottning Austur-
lands
Rósa Júlía Steinþórsdóttir frá
Hornafirði var kjörin feguröar-
drottning Austurlands 1995 í
Hótel Valaskjálf nýlega. Rósa er
jafnframt unglingalandsliös-
kona í fótbolta.
Besta ljósmyndafyrirsætan
var kjörin Jóhanna Ríkey Krist-
jánsdóttir á Egilsstöðum og
stúlkurnar 9, sem tóku þátt í
keppninni, völdu Ástu Krist-
jánsdóttur frá Seyðisfirði vin-
sælustu stúlkuna í hópnum.
Ok a felgunm til
ab missa ekki af
flugi
Lögreglumenn á Keflavíkur-
fiugvelli komust að því nýlega
að menn gefast ekki upp þó á
móti blási. Menn gera hreinlega
allt til að komast burt af „sker-
inu kalda".
Bílnum á myndinni var ekið í
hlað við lögreglustöðina í
Grænási og þangað pantaður
leigubíll í flýti, því bíleigandinn
var að missa af flugi. Það hafði
sprungið hjá honum á Reykja-
nesbrautinni og það gafst ekki
tími til að skipta um dekk áður
en haldiö var í flug. Eins og sést
á myndunum, hafa síöustu
metrarnir veriö erfiðir, því
sprungna dekkið var löngu
horfiö og felgan var að veröa
búin.
Fréttin ekki á rök-
um reist
Aðalforsíöufrétt eins dag-
blaðsins nýlega um að börn
hafi horft eftirlitslaus á svæsna
klámmynd á herbergi Flughót-
els í Keflavík reyndist vera upp-
spuni. Heimildarmaður blaðs-
ins, sem hringdi inn umrædda
„frétt" til blaðsins, laug til um
umrætt tilvik. „Ég get staöfest
aö DV var gabbaö," sagði Ellert
B. Schram, ritstjóri DV, í sam-
tali við Víkurfréttir.
„Ég er auðvitað ánægður með
að fá þaö staðfest að þetta hafi
verið gabb og fréttin upp-
Dekkiö löngu sprungiö og felgan í
tcetlum, svo vœgt sé til oröa tekiö.
spuni," sagði Steinþór Júlíus-
son, hótelstjóri Flughótels.
Hann sagðist jafnframt hafa
haft grun um það að sá, sem
hringdi inn „fréttina" til DV,
hafi verið að reyna að koma
slæmu oröi á hóteliö. „Ég hef
rökstuddan grun um ab þetta
hafi verið gert í hefndarskyni,"
sagði Steinþór.
Að sögn Ellerts B. Schram tók
blaðið við fréttinni í góbri trú
og fékk jafnframt stabfest hjá
hótelstjóra að umrædd sjón-
varpsrás, Filmnet, væri til sýn-
ingar í sjónvarpskerfi hótelsins,
eins og reyndar fleiri hótel á
landinu hefðu. Þab hefbi hins
vegar komið í ljós ab maðurinn,
sem hringdi inn til blaðsins, var
ekki meb nein börn á sínum
snærum. „Við eigum eftir ab yf-
irheyra manninn og spyrja af
hverju hann sagbi rangt frá,"
sagði Ellert.
Abspuröur um Filmnet- sjón-
varpsstöbina sagði Steinþór ab
hún væri vinsæl, meb fjölbreytt
sjónvarpsefni og væri ekki rit-
skobuð af honum.
M Ú L I
OLAFSFIRÐI
Barnsfæbingar í Ólafsfiröi:
Fjögur börn á
einni viku!
Alls fæddust 13 börn í Ólafs-
firbi á síbasta ári, átta stúlkur og
fimm drengir. Þaö er svo sem
vel af sér vikiö, en það er svolít-
iö sérkennilegt við barneignir
Ólafsfirbinga undanfarna mán-
uði að það hefur ekki fæðst
drengur síban 26. ágúst sl. Þá
fæddist Sæmundur Olfjörð Ás-
grímsson, sonur Ásgríms Pálma-
sonar og Kristínar Káradóttur.
Þar til í síöustu viku höfðu sex
börn fæðst síðan í ágústmánuði
og allt voru þaö stúlkur.
En svo gerðist þab ótrúlega í
síðustu viku að fjögur börn
fæddust með nokkurra daga
millibili og þar af voru þrír
drengir. Fyrst eignaöist Björg
Traustadóttir tvo drengi. Dag-
inn eftir eignaðist Ingunn
Rafnsdóttir son. Nokkrum dög-
um fyrr hafði Sigríður Ingi-
mundardóttir eignast dóttur.
Áður en þessi ágæta törn
hófst höfbu þrjú börn fæðst það
sem af var árinu, þ.e.a.s. þrjár
stúlkur á fyrstu tveim mánuð-
um ársins.
Nú er bara að sjá hverju fram
vindur, hvort Ólafsfirðingar
verði ekki duglegir að fjölga sér
áfram sem endranær.
Katrín Einarsdóttir, Ijósmyndafyrirsœta Austurlands 1994, krýnir hér feg-
uröardrottningu Austurlands 1994.
Anœgöir leikararnir hneigja sig, ásamt leikstjóra, eftir vel heppnaöa
frumsýningu.
Leiksýning í Brautartungu í Lundarreykjadal:
Óborganlega
fyndin
uppfærsla
Félagar í leikdeild ungmennafé-
lagsins Dagrenningar í Lundar-
reykjadal í Borgarfirbi hafa sett
upp leikritið Húrra krakki eftir
Franz Arnold og Ernst Bach í
þýðingu Emils Thoroddsen.
Húrra krakki er gamanleikur og
eitt 22 leikhúsverka sem þeir
sömdu í sameiningu, en flest
fjalla þau um mannlegt eðli og
þá gjaman á léttu nótunum.
í verkum þeirra er atburöarásin
hröb, atvik tvinnast lipurt saman í
allsherjar flækju, sem síban leysist
á jafn einfaldan hátt í restina. Af
öðrum skopleikjum þeirra félaga,
sem settir hafa verið á saib hér á
landi, má nefna Spanskfluguna,
Þorlák þreytta, Svefnlausa brúð-
gumann, Saklausa svallarann, Karl-
inn á kassanum og Stubb.
Leikdeildin í Lundarreykjadaln-
um er ung að ámm, var stofnuð í
janúarmánuði á þessu ári, en ung-
mennafélagið Dagrenning hefur
verið starfandi frá árinu 1911.
Lunddælingar hafa ekki sett upp
leikrit síöan 1962, er þeir sýndu
leikþáttinn Bylting í Borgarfirði eft-
ir bræðurna Þorstein og Guðmund
Þorsteinssyni, sem búsettir eru á
Skálpastöðum í Lundarreykjadal.
Það er ekki hægt að segja annað
en þeir séu sjálfbjarga um flesta
hluti, Lunddælingar. Leikararnir
eru allir heimamenn, búsettir í
dalnum og leikstjórinn er einnig
heimamaöur, Gísli Einarsson frá
Lundi í Lundarreykjadal. Gísli er
ómenntaður á leiklistarsviðinu, en
hefur tekiö þátt í uppfærslum á
ýmsum leikritum auk þess sem
hann hefur samið eitthvað sjálfur.
Þrátt fyrir að leikhópurinn hafi
ekki reynslu af uppfærslu stærri
leikrita, er það áralöng hefð í
Lundarreykjadal að fluttir séu
styttri þættir og annað heimasamið
skemmtiefni á samkomum hrepps-
búa, enda sýndi það sig á frumsýn-
ingunni ab það var ekki í fyrsta
sinn sem leikararnir stóðu á sviði.
Sýningin á það fyllilega skilið að
henni sé hælt. Tilgangurinn meb
henni er fyrst og fremst sá að
áhorfendur geti skemmt sér, og það
var ekki annað séð en þeir gerðu
það svikalaust. Sýningin var hreint
út sagt óborganlega fyndin. Frétta-
ritari Tímans minnist þess ekki að
hafa í annan tíma tekiö þátt í né
orðið vitni að jafn almennum og
langvarandi hlátri áhorfenda. En
auk þess ab vera bráðfyndin, er
sýningunni haldið vel uppi af ör-
uggum leik leikaranna og vakti þab
sérstaka athygli að engin brotalöm
var í leikarahópnum, eins og
stundum vill verða í áhugaleikhús-
um. Þó skaut einn þáttur sýningar-
innar svolítiö skökku við, en það
em leikhljóðin. Þau áttu það til ab
koma eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum og því er ekki að neita að
þau voru hálfgert stílbrot á köflum,
auk þess sem upptakan var heldur
döpur. Þaö kom hins vegar lítið að
sök.
Það verður ab segjast eins og er
að þegar brennandi áhugi þeirra,
sem þátt taka, og heppilegt val á
viðfangsefni sameinast, þá gefa
áhugaleikhóparnir atvinnuleikhús-
unum stundum lítið eftir. Ef menn
hafa áhuga á því ab iyfta sér upp
eina kvöldstund og lengja lífib dá-
lítiö, þ.e.a.s. ef eitthvað er hæft í
því að hláturinn lengi lífiö, þá er
upplagt að bregða sér uppí Lundar-
reykjadal og fylgjast með sýningu
leikdeildar Ungmennafélagsins Da-
grenningar á leikritinu Húrra
krakka. Það skal ábyrgst ab þeirri
kvöldstund verður ekki illa varib.
Miða á sýninguna er hægt að panta
í síma 93-51316. Næstu sýningar
eru fyrirhugaöar föstudags- og
laugardagskvöld í þessari viku.
TÞ, Borgamesi
Ur leikrítinu „Húrra krakki".