Tíminn - 24.03.1995, Síða 2

Tíminn - 24.03.1995, Síða 2
2 Föstudagur 24. mars 1995 Tíminn spyr... Er samkeppni á milli olíufélag- anna í haettu vegna stofnunar nýs dreifingarfyrirtækis Olís og ESSO? Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta hf. í Súbavík: „Miöað við það sem hefur veriö lagt upp í fjölmiðlum sé ég ekki annað en olíufélögin þrjú sem eru á markaðinum, muni halda áfram þeirri samkeppni sem verið hefur. Ef þaö verður að veruleika að Irving Oil komi hingað til lands, þá getur allt gerst. Ég sé hins vegar engin hættumerki vib kaup Esso í Ol- ís og stofnun sameiginlegs dreifingafyrirtækis." Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreibaeigenda: „FÍB kvartaði til Samkeppnis- stofnunar vegna samræmingar í verðlagningu á olíu og bensíni á vo.rmánuðum 1993. Seinna sama ár kom fram í fréttabréfi stofnunarinnar, að vegna fá- keppni kæmist eitt fyrirtæki ekki hjá því að lækka verö ef hin fyrirtækin lækkuðu. Fá- keppnin er enn til staðar, en þó er til viðbótar von á erlendri samkeppni, þannig að sameig- inlegt dreifingarfyrirtæki þess- ara tveggja olíufélaga til að draga úr kostnabi kemur ekki á óvart. Hagræðingin á að skila sér í lækkuöu eldsneytisveröi. Þess vegna þarf ab fylgjast vel með þróuninni og þá sérstak- lega hvernig verðbreytingar er- lendis skila sér hér á landi." Herbert Gubmundsson, fé- lagsmálastjóri Verslunarrábs íslands: „Nei, vegna þess ab þetta er ab verba alþjóöamarkabur og ein- angrun rofin. Því er ekki nokk- ur hætta á að samkeppni skorti í framtíðinni." Kjararannsóknarnefnd fann óvœntar kauphœkkanir sem ábur höfbu uppgötvast í skattheimtunni: Dagvinnukaupiö hækkaöi 1,9% þótt kauptaxtar væru óbreyttir Vib mat á launum ASÍ fólks á síbasta fjórbungi ársins 1994 og sama fjórbungi 1993 komst Kjararannsóknarnefnd ab þeirri niburstöbu ab tíma- kaupib hefbi hækkab um 1,9% og mánabartekjurnar um 3,7% á árinu, þrátt fyrir óbreytta kauptaxta á tímabil- inu. Má því segja ab Kjara- rannsóknarnefnd hafi nú fundib þær óvæntu kaup- hækkanir sem fjármálarábu- neytib var ábur búib ab upp- götva vib uppgjör skattaárs- ins í síbasta mánubi. Og þar sem framfærslukostnabur hækkabi abeins 0,2% frá 4. ársfjórbungi 1993 til sama fjórbungs 1994 þá reiknast þessar kauphækkanir nær all- ar sem kaupmáttaraukning (þ.e. 1,7% og 3,5%). Meiri hækkun mánabartekna en tímakaups skýrist af lengingu vinnuvikunnar. Þessi 1,9% meöalhækkun tímakaupsins hefur skipst mis- munandi milli starfsgreina. Að- allega hefur hún komið í hlut skrifstofufólks og verkafólks, en tímakaup afgreiðslufólks hefur staðið í stað eða lækkað. Raunar er það annaö árið í röð, því tímakaup afgreiðslufólks var núna heldur lægra en tveim ár- um áður, á 4. ársfjóröungi 1992 og það sama á við um tímakaup iönaðarmanna og skrifstofu- karla. Aftur á móti hefur tíma- kaup skrifstofukvenna nú hækkaö umtalsvert annað árið í röð, og samtals um tæplega 9% á tveim árum. Mánaðartekjurnar hafa á hinn bóginn hækkað nokkuð hjá öllum hópunum, milli 1 og 2% hjá afgreiðslufólki og skrif- stofukörlum, upp í 4-5% hjá verkakörlum, iönaðarmönnum og skrifstofukonum. Sé litið á þróun mánaðartekna yfir tveggja ára tímabil kemur í ljós að þær hafa hækkað mest, tæp- lega 10% hjá skrifstofukonum, rúmlega 8% hjá verkafólki, rúmlega 5% hjá afgreiðslufólki, rúmlega 3% hjá iönaðarmönn- um og minnst, aöeins 1,3%, hjá körlum í skrifstofustörfum. Mánaðartekjur ASÍ fólks voru 117.000 kr. að meðaltali á 4. ársfjórðungi. Lægstar, með kringum 92.000 kr., voru verka- og afgreiðslukonur. Meðaltekj- ur skrifstofukvenna voru 110.300 kr., verkakarla 115.600 kr., afgreiðslukarla 131.600 kr., skrifstofukarla 139.000 kr. og með 147.400 kr. voru iðnaðar- menn á toppnúm. Borgaraleg skylda aö mœta á boöaöan sáttafund en engin viöurlög efmenn skrópa. Fundaö í kennaradeilunni en ekki hjá flugfreyjum. Menn verða ekki sóttir af lögreglu Þórir Einarsson ríkissáttasemj- ari segir ab þab sé borgaraleg skylda ab mæta á bobaban sáttafund. Hinsvegar séu engin viburlög vib því ab mæta ekki. Aftur á móti sé vibbúib ab mál- staður viðkomandi abila mundi bíba hnekki vib þab ab mæta ekki. Ríkissáttasemjari segir að það hafi aldrei reynt á þab hjá emb- ættinu ab biðja t.d. lögreglu að sækja menn sem ekki hafa mætt á boðaðan fund. Þórir segir að hann mundi ekki biðja um aðstoð lög- reglu ef einhver mætti ekki á sáttafund sem hann hefur boðað til. Aftur á móti sé til sú „þjóö- saga" að Torfi Hjartarson sátta- semjari hafi einu sinni látið lög- reglu sækja einstakling sem mætti ekki á sáttafund hér á árum áður. Sáttafundur var boðaður í kennaradeilunni í gær en ekki í deilu Flugfreyjufélagsins við Flug- leibir þótt flugfreyjur hafi boðað til þriggja daga vinnustöðvunar hjá Flugleiðum í næstu viku. Rík- issáttasemjari sagbi ab í síðast- nefndu deilunni hefði ekki verið talin gmndvöllur til að boba til nýs sáttafundar í gær eftir fund deiluaðila í fyrradag. Þá sé fyrirsjá- anlegt að yfirmenn muni ganga í störf flugfreyja, auk þess sem boð- að verkfall þeirra sé tímabundiö. Þar fyrir utan sé ágreiningurinn í þeirri deilu ekki efnislega flókinn. Þórir segir að munurinn á þess- um tveimur deilum sé m.a. sá ab strax í upphafi kennaradeilunnar hefbi hann sagt þaö beinum orð- um við deiluaðila ab hann mundi halda svo til daglega sáttafundi. Ástæðan fyrir því er t.d. sú að kennaradeilan er flókin, á mörg- um svibum, þar sem ekki aðeins er tekist á um launalibinn heldur einnig skipulagsbreytingar i skól- unum, kennsluskyldu o.s.frv. Af þeim sökum sé brýnt að halda mönnum vib efniö og láta undir- nefndir fjalla um hin og þessi at- riöi þótt samninganefndir ríkis og kennarafélagana talist ekki við. Þá hafi hann líka lofað deiluabilum í kennaradeilunni að ef ekkert værx við aö vera, þá mundi hann ekki Iengja fundina að ástæðulausu. Litla HM í handbolta: Undan- þágu hafnaö Verkstjórn kennarafélaganna hefur hafnab undanþágu- beiðni HSÍ vegna Litlu heims- meistarakeppninnar í hand- bolta sem ætlunin var að halda í samvinnu við Póst og síma. Mótið var hugsað sem afþrey- ing og skemmtun fyrir grunn- skólanema þar sem leika átti í riðlum samsvarandi HM og skólar að leika undir nafni þátt- tökuþjóða. Undankeppni var fyrirhuguö í dag, föstudag, vegna þess að fleiri skólar en 24 höfðu óskaö eftir þátttöku. Verkfallsstjórn kennarafélag- ana telur að skólamót í hand- knattleik sé innan verksviðs íþróttakennara og því var beiðni HSÍ hafnað. ■ ^ Texas ÍNSTRUMENTS Litableksprautu- og geisla- Fjölhæfir, hljóðlótir og hagkvæmir í rekstri Verð frá kr. 39.500 stgr. m/vsk. EINAR j. SKULASON HF Grensásvegi 10, sími 563 3000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.