Tíminn - 24.03.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.03.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 24. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& ílausasölu 150 kr. m/vsk. Helför banda- manna okkar Þaö vakti mikil mótmæli víða um heim og ólgu í Banda- ríkjunum þegar upp komst aö flugherinn hafði látið sprengjuregn falla yfir Kambódíu. Það var á árum Víet- namstríðsins og voru árásirnar afsakaðar meö því aö her- flokkar norðurhersins og Víetkong hefðu bækistöðvar handan landamæranna og að þær þyrfti að eyðileggja. Þetta var mikið áfall fyrir Nixonstjórnina og átti hún viö nóg vandræöi að stríða þar fyrir utan. Nú er svipaö atferli endurtekið og að miklu leyti fyrir opnum tjöldum. Tyrkir senda öfluga herflokka yfir til íraks og eru þeir studdir af árásarflugvélum til ab berja á Kúrd- um. Fátækleg þorp eru lögð í rúst og íbúarnir hraktir á flótta. 35 þúsund manna herliö Tyrkja sækir að Kúrdunum og bætast þær hörmungár við sífelldar ofsóknir íraska hersins. Bandaríska stjórnin lítur með velþóknun á herhlaupið, en biður tyrknesku stjórnina aö vera svo væna að skilja eitthvað af konum og börnum eftir lifandi úr helförinni. Evrópusambandið og Nató líta málið alvarlegri augum og lýsa yfir áhyggjum. Tyrkir sækja fast aö komast inn í Evrópusambandið. Þeir eru aðilar að Nató og eru samstarfsþjóöirnar þar skuld- bundnar að veita þeim liö, ef einhverjum stríðsherranum austur þar þóknast aö fara með her eða sprengjuregn inn yfir tyrkneskt land. Það er því augljóst að aðgerðir tyrkneska hersins eru stórhættulegar og geta leitt Natóþjóöirnar inn í hernaðar- átök þvert gegn vilja þeirra og gagnstætt allri skynsemi. Meö framferði sínu eru Tyrkir orðnir dragbítar á samstarfi lýðræðisþjóða og vafasamt að þeir eigi heima í þeirra hópi. Evrópusambandið tekur dræmt í að veita þeim aðild og telur að hvorki efnahagur þeirra né stjórnarfar samrýmist þeim kröfum sem gerðar eru til aðildarríkja. En hafa verður í huga að herhlaup Tyrkja á hendur Kúrdum er ekki alveg að ástæðulausu. Kúrdar beggja vegna landamæranna berjast fyrir sjálfstæðu ríki og hafa stundað skæruhernað um langt skeið og barist viö heri þeirra þjóða sem þykjast ráða landsvæöum þeirra. í Tyrklandi hafa hernaðaraðgerðir stabið yfir í fjölda ára og hafa hersveitir stjórnarinnar í Ankara átt í vök að verj- ast fyrir Kúrdum. Á hinn bóginn eru þeir kúgaöir og niður- Iægöir, menning þeirra fótumtroðin og þeir mega ekki einu sinni kalla sig Kúrda, hvað þá gera tilkall til þeirrar jarðar sem þeir búa á. í öðrum löndum er unnið skipulega að útrýmingu þeirra og berjast Kúrdarnir fyrir tilvist sinni meö öllum tiltækum ráðum. í raun er ólíðandi að Natóríki hafi átt í styrjöld innan eigin landamæra um langt skeið. Litlar tilraunir hafa verið gerðar til að friðmælast viö Kúrdana eða veita þeim neinar tilslakanir í sjálfstæbisviðleitni þeirra. Heldur eru sendir herflokkar á hendur þeim og reynt að kúga þá til undir- gefni. Þetta er ekki háttur ríkisstjórna sem vilja kenna sig við lýðræði og mannréttindi. En þá fyrst tekur steininn úr þegar Tyrkir gera stórfellda hernabarinnrás í annað ríki og fara þar um með báli og drápum til aö draga mátt úr þjóð sem þeir viöurkenna ekki að sé til. Nató hlýtur að bregðast vib með viðeigandi hætti, því hér er ekki lengur um innanríkismál Tyrkja ab ræða og það er afar óviðkunnanlegt að aðildarríki skuli fara með ófriði á hendur minnihlutahópi í írak með þegjandi samþykki Saddams Hussein, sem líka er í útrýmingarherferð gegn Kúrdum. Stundum er gumað af því að íslendingar eigi að láta rödd sína heyrast á alþjóðavettvangi, því þá sé hlustað. Hvað á ab þegja lengi yfir framferöi bandalagsþjóðar okk- ar í austanverðu Tyrklandi og írak? Kjósendalausir í kulda og trekki Stjórnarliöar hamast nú hver sem betur getur vib aö draga upp sem fegursta mynd af viö- skilnaöi sínum í íslensku efna- hagslífi. Sjálfstæöismenn setjast spekingslegir á persnesk teppi uppi í Valhöll og segjast ekki einu sinni nenna aö vera aö gefa út nein kosningaloforö, því ástandið í þjóöfélaginu sé svo gott. Kratar reyna síðan aö yfir- bjóöa meö því aö segjast ætla að gera gott ástand enn betra og lækka einhverjar matarkörfur um 40% með því aö ganga inn í Evrópubandalagið. Raunar eru kratar komnir á hálfgeröan flótta með þessa innkaupakörfu sína og almennt viröast menn nú telja vænlegast fyrir þá aö verjast meö því að segja að þaö sé innkaupakarfan sjálf sem muni lækka um 40% viö inn- göngu í ESB, því enginn tekur lengur mark á því aö maturinn í henni muni lækka þetta mikið. Brestur á með góöæri En góöæriö sem skyndilega er brostið á eftir ab kosningabarátt- an byrjaði er ekki bara vegsamaö í Alþýðublabinu. Morgunblaöiö lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og nýlega var t.d. í Mogg- anum grein eftir formann ungra sjálfstæðismanna, Guölaug Þór Þóröarson. Hann er aö hafa áhyggjur af framtíöinni en eins og Moggans er von og vísa þá hefur blaöið trú á sínum mönn- um ekki síður en þeir hjá Al- þýöublaöinu. í kynningu Morg- unblabsins á því sem formaður ungra sjálfstæbismanna hefur aö segja getur að líta eftirfarandi: „Ríkissjóöshallinn bitnar á ungu kynslóðinni," segir Guölaugur Þór Þóröarson, sem borgar skuld- ir samfélagsins." IKUIUUXDUU OAUI.Ii LEIÐARYÍSIR í ÁSTAMÁLUM i. KAULMENN Miklir menn erum viö nú Hrólfur minn, og Garra sýnist Mogginn hafa jafnvel meiri trú á sínum ungu mönnum en Al- þýöublaöiö á sínum og njóta kratarnir þó mikils álits þar á GARRI bæ/Guðlaugur er bara sagöur sá „sem borgar skuldir samfélags- ins" og ekkert minna. Talsverð- ur fengur er í því að hafa slíka menn á sínum snærum og verst að ríkisstjórnin hafi ekki notaö hann fyrr í aö lækka ríkissjóös- hallann sem vaxiö hefur nánast stjórnlaust á kjörtímabilinu. En auðvitað borgar Guölaug- ur ekki skuldir samfélagsins frekar en aö krataforingjar lækka verðið á landbúnaöaraf- urðum. Það er ekkert aö marka þaö sem sagt er í Mogganum og Alþýðublaðinu þegar ríkis- stjórnin er annars vegar. í dag segja þessi blöö eitt og á .morg- un eitthvað annaö, bara er það þjónar pólitískum tilgangi. Gömul sannindi endurvakin En nú hafa þau gömlu sann- indi komið í ljós að vingulshátt- ur af þessu tagi er ekki líklegur til aö vinna ástir konu og þá væntanlega ekki heldur til aö vinna ástir kjósenda sem stjórn- arflokkarnir eins og fleiri eru svo ákafir í aö ná um þessar mundir. í spánýrri endurútgáfu Bókavörðunnar á „Leiöarvísi í ástarmálum" sem fyrst kom út áriö 1922 og er eftir mann sem kallar sig Ingimund gamla er einmitt að finna þessi gömlu sannindi. Þar segir m.a. um þaö sem menn þurfa að hafa til aö vinna ástir konu: „Þú þarft einnig aö hafa ákveönar skoð- anir og eiga andleg áhugamál. Þér er eigi nóg aö nota skobanir Morgunblaösins og Alþýðu- blaösins - sem breytast stundum daglega -, heldur verður þú af eigin dómgreind að gera mun á réttu og röngu. Þú verður aö temja þér rökrétta hugsun, því að djarfur hugsunarháttur er mikils virði í augum kvenfólks." (bls. 14) Hvort heldur sem þaö er raun- veruleikaafneitun Sjálfstæðis- flokksins hvaö varöar ástand efnahags og þjóðfélags eöa bara flótti krata meö innkaupakörf- una sína og túlkaðar eru í Mogga og Alþýöublaðinu, þá virðist ljóst aö slíkt mun ekki flokkast sem „rökrétt hugsun og djarfur hugsunarháttur sem er mikils viröi í augum kvenna og kjósenda"! Vonandi gengur það því eftir aö núverandi stjórnar- flokkar eigi eftir aö kúra kven- manns- og kjósendalausir vo- landi í kulda og trekki pólitísks áhrifaleysis eftir kosingarnar í vor. Garri Ab vera veðurtepptur Það hefur blásiö harkalega und- anfarið úr noröri, þótt nú sé komin önnur átt. Þannig getur veöurfariö oröið að enginn kemst leiðar sinnar og ekki sjást handaskil og hin miklu snjó- moksturstæki Vegageröarinnar eru óvirk. Svo var um síðustu helgi á Austurlandi. Norban átt- in þrengdi sér ofan í firðina og ekki sáust handaskil. Þá er eins gott fyrir feröalanginn að bíða veðriö af sér. Ég var.einn af þeim sem gerði það og beið af mér veöriö í tvo daga. Hús meb sögu Þetta var á Reyðarfirði, en þegar ég kem þangað kem ég gjarnan viö á gömlu hóteli sem er þar í bæ og Kaupfélag Héraðs- búa rak á sínum tíma. Þarna hafa margir gengiö um garða. Húsið á sér merka sögu frá fyrri hluta aldarinnar, stóö úti í Breiðuvík fyrir utan Eskifjörð á sínum tíma og var tekið af grunninum og dregið sjóleiðina inn til Reyöarfjarbar. Þegar verslun Kaupfélags Héraðsbúa fluttist til Reyðarfjaröar áriö 1919 var hún í þessu húsi til árs- ins 1938. Síðan var rekin þarna griöasala og er svo enn í dag. Framtak í ferba- þjónustu Nú hafa oröiö eigendaskipti á þessu húsi og þar er rekið far- fuglaheimili í dag. Bjartsýn kona úr höfuðborginni réöist í þann rekstur og keypti húsiö. Hún vinnur höröum höndum að því að gefa því sitt persónu- lega svipmót. Konan tilheyrir því bjartsýnisfólki sem tekur áhættu og ræðst í aö kaupa og reka fyrirtæki. Sem betur fer er siíkur hugur í mörgum og miklu máli skiptir aö hann sé ekki bar- inn niður af samfélaginu. Þaö er skemmst frá því aö segja aö gamla hótelið hefur tekiö miklum stakkaskiptum. Það skal þó tekið fram aö aö- koman þarna hefur ávallt veriö notaleg. Hins vegar hentar hið Á víbavangi gamla umhverfi vel veitinga- rekstri og gistiþjónustu, ekki síst hús sem eru með mikla sögu. Snjór og bók- menntir Ég var veöurtepptur á Reyöar- firöi í tvo daga og haföi aðsetur þarna. Einn feröamaöur var þarna í sömu sporum og ég. Þab var þýskur maöur sem haföi far- iö vetrarferð til íslands til þess aö sjá snjóinn. Þaö fékk hann svo sannarlega. Hann braust út í bylinn til þess aö moka frá dyr- um og kom inn ljómandi á svip- inn yfir þessari lífsreynslu. Þetta var ungur maöur frá Hamborg sem hafði greinilega drepandi áhuga á íslandi, og haföi ekki síst fengið þann áhuga gegnum íslenskar bókmenntir. Sjálfstætt fólk var hans uppáhaldsbók, og einnig hafði hann lesið íslands- klukkuna og fleiri bækur eftir Laxness. Tímanum þegar hann var ekki aö moka snjó eyddi hann í aö lesa Njálu, aö vísu var hún á ensku. Menningin vekur áhuga Þegar ég sá manninn aö lestri fór ég aö hugleiöa hversu mikla þýðingu bókmenntirnar hafa fyrir hverja þjóö. í fyrsta lagi efla bókmenntirnar sjálfstraust og sjálfsmynd þjóðanna. í ööru lagi eru bókmenntir og sérstæb menning eitt af því sem vekur áhuga fyrir þeirri þjóð sem býr á íslandi og því mannlífi sem hér er lifaö. Innfluttir alþjóölegir straumar gera það ekki. Menn- ingararfurinn er drýgstur til þess aö vekja áhuga fyrir landi og þjóö, ásamt hinni misviðra- sömu og stórbrotnu náttúru. Þetta veröur að fara saman. Þjóbverjar eru aö vísu miklir áhugamenn margir um íslenska sögu og bókmenntir. Ég minnist þess að einn af kollegum mín- um á þingi, Guörún Helgadótt- ir, las nýlega úr verkum sínum í Míinchen ásamt Einari Má Guð- mundssyni. Guðrún sagöi mér þegar hún kom heim aö hinn mikli fjöldi sem kom til aö hlýöa á þau hafi komið henni verulega á óvart. Þjóðverjinn sem var veðurtepptur með mér á Reyðarfirði er lifandi dæmi um þann áhuga sem góöar bók- menntir geta vakib fyrir landi og þjóö þess sem bókina skrifar. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.