Tíminn - 24.03.1995, Page 5

Tíminn - 24.03.1995, Page 5
Föstudagur 24. mars 1995 5 Þórir Karl Jónasson: Kennaraverkfalliö Nú, þegar þessar línur eru skrif- aðar, er komið á fimmtu viku síðan kennaraverkfallið hófst, og virðist engin lausn vera í sjónmáli. Áhrif þessa verkfalls eru farin að hafa mjög alvarleg- ar afleiðingar. Fyrir okkur, sem erum í iðn- námi, má með sanni segja að í sumum iðngreinum er önnin orðin ónýt, og liggja þar nokkr- ar ástæður að baki. Margar iðn- greinar eru þannig uppbyggðar að nemar geta ekki stundað heimalærdóm, vegna verklega þáttarins í náminu, margir iðn- nemar eru t.d. búnir með allar bóklegu greinarnar. í því fagi, sem undirritaður er að læra (bókband), byggist námið upp á svokölluðum þemaverkefnum, sem unnin eru í hópum og er unnið að öllu leyti í skólunum. Nemi í bókiðngreinum við Iðn- skólann í Reykjavík verður að útvega sér samning eftir að annarri önn lýkur, annars er hann eða hún stopp í viðkom- andi námi og eru sumar kennslugreinarnar aðeins kenndar á vorönn og haustönn. Það segir sig náttúrlega sjálft að ef ekki verður gripið til aðgerða að verkfalli loknu, mun námi margra seinka um eitt ár og mun jafnvel stór hluti þeirra flosna upp frá námi. Jafnvel þó svo ab verkfallið leystist á morg- un, þá er skaðinn orðinn þab mikill að hann verður ekki bættur upp á þessari önn. Nemi, sem fer út á vinnumarkabinn og hefur misst fjórar, fimm eða sex vikur úr námi á önn, stenst ekki þær kröfur sem eru gerðar til hans á vinnumarkaðnum. Það verður hugsanlega kennt í páskafríinu til þess að bæta úr þeim skaða sem orðinn er, þ.e.a.s. ef verkfallið verður leyst VETTVANCUR „Lánasjóðsþátturinn er orðinn það alvarlegur að ríkisstjómin verður að grípa til aðgerða strax. Það er alvarlegur hlutur efstór hluti námsmanna getur ekki brauðfœtt sig eða böm sín, því eins og allir vita eiga margir námsmenn fjölskyldu að sjá fyrir." fyrir þann tíma. Nánast útilok- að er að lengja námið eitthvað fram á vorið, vegna þess að margir námsmenn treysta á sumarvinnu til þess að fram- fleyta sér og enn aörir eru nú þegar búnir að lofa sér í vinnu. Þessi þáttur vandamálsins er orbinn risavaxinn og eru engar „patentlausnir" í augsýn. Lá n asj óðs þáttu ri n n Margir námsmenn eru í þeirri aðstöðu að eina framfærsla þeirra eru námslán frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna (LÍN), og þar er annað risavaxið vandamál á ferðinni. Eftir að lögum LÍN var breytt verður námsmaður að sýna árangur eftir hverja önn til þess að vera lánshæfur. Eru námslán nú greidd eftirá, þ.e.a.s. lánin koma ekki fyrr en önninni er lokið, sem gerir það að verkum að margir námsmenn verða að fá bankalán til þess að framfleyta sér yfir þetta tímabil. Áhrif verk- fallsins eru farin ab segja til sín í þessum málaflokki, nokkur úti- bú bankanna em farin ab loka á framfærslulán til námsmanna og er það mjög alvarlegt mál. Bankarnir vilja að vísu ekki við- urkenna þetta opinberlega, en engu að síður er þetta stað- reynd. Hvað er til ráða fyrir námsmenn sem eru í þessari að- stöðu? Geta þeir leitab til félags- málastofnana í viðkomandi sveitarfélögum? Svarið vib þessu er því miður nei. Félags- málastofnanir benda á banka- stofnanir og Lánasjóðinn; með öðrum orðum, það vísar hver á annan. Síöan verkfallib hófst hafa stjórnvöld ekki gefið neitt út um það hvab á gera í þessu máli og vísar hver á annan, mennta- málaráðuneytið vísar á fjár- málaráðuneytið og fjármála- ráöuneytiö vísar á stjórn LÍN og LÍN vísar á ríkisvaldið. Þab firra sig allir ábyrgð. Ríkisstjórnin hlýtur ab bera höfuðábyrgð í þessu máli, vegna þess að full- trúar hennar sitja í stjórn LÍN. Námsmenn gera þá kröfu til rík- isstjórnarinnar, sem ber hina pólitísku ábyrgö á LÍN, að ganga í þetta mál og gefa út yfirlýs- ingu um alvöru lausn á þessum mikla vanda, sem námsmenn standa frammi fyrir. Það væri gaman, svona til til- breytingar, að háttvirtur menntamálaráðherra léti nú hafa eitthvað eftir sér í þessu máli, en eins og alþjóð veit þá hefur hann varla sést opinber- lega síðan verkfallið hófst. Lánasjóðsþátturinn er oröinn það alvarlegur ab ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða strax. Það er alvarlegur hlutur ef stór hluti námsmanna getur ekki brauðfætt sig eða börn sín, því eins og allir vita eiga margir námsmenn fjölskyldu að sjá fyr- ir. Lausn málsins Eins og fram kom hér að ofan, eru vandamál verkfallsins farin að hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Vil ég hvetja alla þá, sem koma að þessu máli, að finna lausn á því sem fyrst, til þess ab vandamálin aukist ekki frá því sem orðið er. Ég vil hvetja ríkis- stjórnina til þess ab gefa út yfir- lýsingu um þátt Lánasjóðsins, því fleiri þúsund námsmenn em í óvissu um afkomu sína í því ástandi sem nú er. Þegar verkfallinu lýkur, ger- um við námsmenn þá kröfu að tekið verði tillit til krafna okkar við lausn þeirra vandamála, sem verða ab loknu verkfalli. Verkfallið og eftirmálar þess verba að leysast með samstilltu átaki nemenda, kennara og menntamálayfirvalda. Höfundur er formabur Skólafélags Ibn- skólans í Reykjavík og varaformabur Ibn- nemasambands islands. Innrásir í Bónus Engum, sem af eigin raun þekkir til kjara okkar láglaunafólks, blandast hugur um það ab Bón- usverslanirnar eru ein helsta kjarabót okkar á síðari ámm. M.a. má sjá þetta á því, að fólk leggur á sig feröalög svo tugum og jafnvel hundruðum kílómetra skiptir, eingöngu til að versla í Bónus. Sjálfur er ég í hópi þeirra, sem ekki láta viku líða án þess ab gera Bónusinnkaup. Nú er það svo, að í leibinni sinni ég gjarnan ýms- um erindum vítt og breitt um borgina og næsta nágrenni. Því er harla misjafnt í hvaða Bónus- verslun ég á viðskipti hverju sinni. Þarafleiðandi tel ég mig hafa nokkub góða yfirsýn yfir þab, hverskonar fólk verslar þarna. Einn er sá hópur manna sem ég hef aldrei séö í Bónus, en þab eru stjórnmálamenn. Ég hef ekki einu sinni rekist á svo mikið sem eina nefndarfulltrúaörðu úr stjórnkerfi borgarinnar, hvab þá heldur þingmann, að ekki sé nú talað um pólitísk flikki á borð við ráðherra eða flokksformenn. Kjör þessa fólks virðast ekki vera meb þeim hætti, að það þurfi að spara í matarinnkaupum. Er þab vel, þótt betra væri að svo væri um alla. En vér lifum breytta tíma. Um daginn sá ég í sjónvarpinu hvar formaður Alþýbuflokksins var mættur á tveimur jafnfljótum í Bónus. Ab vísu var hann ekki ab kaupa í matinn, enda á hann sem kunnugt er þvílíka rábdeild- arkonu ab slíkt mun vart i hans verkahring. Erindi hans var að telja fólkl trú um, að ef hann fengi að bmssa okkur í náðar- faðm þeirra í Brussel, þá mundi matvöruverð lækka um 40%. Og það samdægurs! Vitanlega trúir þessu ekki nokkur maður, nema ef vera skyldi Þorvaldur tölugrúskari Gylfason. En jafnvel þó satt væri, þá skipti þaö okkur láglaunafólk harla litlu máli, því mestallt fé okkar fer í húsnæbisstreð en ekki matarinnkaup. En sannleikurinn er nú ekki alltaf í hávegum hafð- ur svona rétt fyrir kosningar. Nema hvab. Daginn eftir þessa leiksýningu Jóns Baldvins sýndi sjónvarpib riddaralið Framsókn- SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON arflokksins ríða fylktu liði að Bónusverslun. Fór þar fremstur í flokki Halldór Ásgrímsson, for- maður flokksins, og bar sig mannalega, svo sem riddara sæmir. Ekki virtist hann hafa neinn boðskap að flytja lýönum. Þvert á móti var hann hálfvand- ræöalegur í stuttu spjalli vib fréttamann (enda þá stiginn af baki), eins og honum hefði verið att út í þetta lýöskrum gegn betri vitund. Það hlýtur ab teljast honum til tekna. Einn á fæti og annar á hrossi. Nú bíö ég þess spenntur að Dav- íb Oddsson kasti sér í fallhlíf nið- ur í einhverja Bónusbúðina. Heilög Jóhanna hlýtur þá að gera strandhögg á Bónus í Sundahöfn, þótt auðvitað ætti hún, sögulegs samhengis vegna, að ríða þar í hlað á glæstum fáki. Því næst má vænta þess að Ólaf- ur Ragnar birtist á staðnum, væntanlega trimmandi, enda er þab vesalingakák mjög vinsælt í heimabæ hans, Seltjarnarnesi. Kristín Ástgeirsdóttir rekur svo sennilega lestina í þessu allsherj- aráhlaupi á blásaklaust láglauna- fólk, sem þráir það eitt að fá að gera innkaup sín í friði fyrir „frelsumm lýösins". Ætli hún komi ekki á reiðhjóli. Best gæti ég trúað því, enda lýsti hún því nýlega yfir opinberlega, að vegna ástar sinnar á náttúmnni ferðaðist hún um á slíku farar- tæki, svo eigi hlytist mengun af hennar ferðum. Bónusbröltib, sem hér hefur verið gert ab umtalsefni, flokkast ekki undir pólitík heldur lýö- skmm. Sama gildir um fletti- spjöld með ásjónum frambjóð- enda, en þeim hefur nú verib dreift út um allar jarbir. Ég hygg að ýmsum þeim stjórnmála- mönnum, sem þátt taka í þess- um leik, sé þab í raun þvert um geð. Sennilega eru þeir að láta ab vilja þess óþurftarpakks, sem undanfarin ár hefur klístrab sér utan í flokkana og kallást í dag- legu tali „lobbíistar". Sem kjós- anda er mér það gjörsamlega óviðkomandi hvernig hausar frambjóðenda líta út eða hversu bringubreiðir þeir eru. Ég vil hins vegar gjarnan vita hvort eitthvert gagn er að því, sem er inni í kollinum á þeim, og eins hitt hvort hjarta þeirra slær í takt við hugsjónir mínar ebur ei. ■ FOSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES FEÐGAR Á FERÐ Kanadískir feðgar hafa boðað komu sína til landsins og viðskipta- lífið er í uppnámi. Irving fjölskyldan vill hasla sér völl á markaðnum og selja innfæddum oliu. Með því er einokun olíufélaganna rofin og ein- angrun landsins um leið. Irving feðgar marka tímamót í viðskiptum og verða einn helsti örlagavaldur landsins síðan danska einokunin leið undir lok. íslendingar eru loks- ins orönir hluti af heimsversluninni. Landsmenn hafa löngum talið risjótt veðurfar norðurhjarans vera sína helstu landamæragæslu. Fólki frá suðlægum slóðum hrjósi hugur viö að nema hér land og hugsi sig jafnvel um tvisvar áður en það tjaldar til einnar nætur. Nú er sú vörn fyrir bí. Irving feðgar eru vanir að versla í harðbalasveitum Kanada og kippa sér því ekki upp við norö- angarrann. Fyrstu viðbrögð íslendinga voru skynsamleg: Að bjóöa feögana vel- komna og opna landið fyrir um- heiminum. Fyrstu viðbrögð fs- lensku olíufurstanna voru líka skyn- samleg: Olíufélagið gekk í eina sæng meö OLÍS og gróf sig dýpra ofan í skotgrafirnar. Frekari hag- ræðing fylgir í kjölfariö og þannig hafa feðgarnir varanleg áhrif hér á landi. Áhrif til góðs. Örlögin hafa valiö íslensku olíu- félögin til að verða fyrstu fórnar- lömb erlendu samkeppninnar í þessari lotu. Olíufélögin hafa ára- tugum saman haft steinbítstak á markaðnum og aðrir hafa ekki náð að fóta sig í olíusölu. Leikur kattar- ins að músinni hefur snúist við og nú eru íslensku olfufurstarnir í hlut- verki músarinnar en kötturinn kemur aö utan. Við fyrstu sýn virðist samkeppnin harla ójöfn. Irving feðgar eiga ekki bara stöðvarnar þar sem hráolían er hreinsuö heldur líka skipin sem flytja hana til íslands. Og fleira. Þannig geta þeir slegið af öllum kostnaðarliðum og lækkað verðið til viðskiptavinarins. Við þessum veruleika verða íslensku olfufélögin að bregðast eða liggja dauð ella. Fyrir margt löngu var bannað að flytja inn sælgæti og sætabrauð. Síðan var banninu aflétt og íslensk- ir framleiðendur stóðu frammi fyrir óheftum innflutningi. í dag eru myndarlegar verksmiðjur víða um land og framleiða boðlega vöru fyrir bæði innlendan og erlendan markað. Það er vel hægt að stand- ast alþjóða samkeppni, en það ger- ist ekki þrautalaust og kostar blóð og svita og tár. Olíufélögin hafa stigið fyrsta skrefið og stórfyrirtækj- um í fleiri greinum er óhætt að hugsa sér til hreyfings. Röðin kem- ur brátt aö þeim. Næstum daglega gefst fólk upp vib sjálfstæðan atvinnurekstur sinn og lokar dyrum smáfyrirtækja f hinsta sinn. Oft fylgja bæði gjald- þrot og mtssir eigna. Niðurlæging og brostnar vonir. Yfirvöld og önn- ur máttarvöld hafa aldrei hjálpað íslenskum smárekstri og honum standa engir bjargráðasjóðir til boða. Menn spjara sig sjálfir eða iiggja dauðir ella. Olíufélögin og önnur stórfyrir- tæki verða aö hafa þetta í huga. Þau eiga ekkert inni hjá íslensku þjóðinni og allra sfst gömlu einok- unarfélögin. Nútíma þjóöfélagið lætur jafnt yfir stórfyrirtækin og smáreksturinn ganga þegar í harð- bakkann slær.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.